Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 992

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 5. desember kl. 09:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 992. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrönn Valdimarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ólafur Ingibergsson og Þórður Már Sigfússon. Fundarritarar voru: Magnea Lillý Friðgeirsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Grensásvegur 24 - USK24060322

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN055716, með síðari breytingu USK23030024 þannig að hús nr. 24, er hækkað um eina hæð og ásamt húsi nr. 26 klætt utan með álklæðningu, gistihús í flokki ll teg b, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Grensásveg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Skólavörðustígur 16 - (fsp) Breyting á notkun húss - USK24100093

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Heiðars Darra Bergmann, dags. 8. nóvember 2024, um að breyta notkun 3. hæðar hússins á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. Andrúm, dags. 12. febrúar 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Klapparstígur 31 - Málskot - USK24100137

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lagt fram málskot Bergs Guðmundssonar, dags., 13. október 2024, vegna neikvæðrar skipulagsfulltrúa frá 12. september 2024 um að setja grindverk og hlið á milli húsanna á lóðum nr. 29 og 31 við Klapparstíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Hrossnes 10-16 - USK24100358

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús á tveimur hæðum á lóð nr. 10-16 við Hrossnes.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Mosfellsbær - Farsældartún - Endurskoðun á deiliskipulagi að Skálatúni - Lýsing - Umsagnarbeiðni - USK24120017

    Lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 2. desember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu Eflu, dags. 28. október 2024, vegna deiliskipulags Farsældartúns þ.e. endurskoðunar á deiliskipulagi að Skálatúni. Farsældartún er endurhönnun skipulags Skálatúns í Mosfellsbæ. Nýju skipulagi svæðisins og starfsemi nýrrar sjálfseignarstofnunar er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita í fallegu grænu umhverfi. 

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Úlfarsárdalur - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Iðunnarbrunnur 14 - USK24110370

    Lögð fram umsókn Gísla Álfgeirssonar, dags. 29. nóvember 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 14 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt tillögu, ódags, samkvæmt Einnig eru lagðir fram uppdrættir Heildstæðrar hönnuðar, dags. 12. október 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  7. Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hofsvallagata 54 - USK24080295

    Að lokinni auglýsingu er að nýju lögð fram nýju tillaga umhverfis- og skipulagssvið að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á skipulagsmörkum. Innan nýja deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar fjórar lóðir, ný afmörkun fyrir lóð Vesturbæjarlaugar og Vesturborgar, ný lóð undir veitingavagn og ný lóð fyrir grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 12. september 2024. Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. að auglýsa framlagða tillögu. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Háskóli Íslands - Þróunaráætlun og samgöngumat - USK24010247

    Lagt fram til kynningar og umræðu Þróunaráætlun fyrir Háskóla Íslands - Samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um heildarsýn fyrir framtíð svæðis Háskóla Íslands, dags. 7. nóvember 2024, bæði unnið af JVST og Jurrlink+Geluk. Sett er fram heildarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands sem þróunaráætlun er byggir á samspili umhverfis, borgarskipulags, samgangna og bygginga. Svæðinu er ætlað að bera skýr auðkenni og vera aðlaðandi, fjölbreytt og til fyrirmyndar sem sjálfbært staðbundið samfélag. Fólk og mannlíf verður í forgrunni. Skerpt verður á séreinkennum svæðisins og staðarandi nýttur til að draga fram þau umhverfisverðmæti sem fyrir eru. Enn fremur er stuðst við meginmarkmið og leiðarljós Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, AR2040: að stuðla að kröftugum og sjálfbærum vexti borgar sem styður við markmið um kolefnishlutleysi, vernd náttúrusvæða, líffræðilega fjölbreytni og samkeppnishæft, lífvænlegt, réttlátt og fjölbreytt borgarsamfélag. Vistvænar samgöngur verða í forgangi og grunnþjónusta í göngufæri. Einnig er lagt fram samgöngumat unnið af verkfræðistofunni EFLA, dags. 7. nóvember 2024 sem ber heitið: Samgöngumat - Háskólakampus HÍ - Heildarsýn á ferðavenjur og samgöngukosti - Framtíðarsýn á uppbyggingu háskólasvæðis Háskóla Íslands og samþættingu við Borgarlínu, unnið fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Við vinnslu samgöngumats var þróunaráætlun Háskóla Íslands rýnd og önnur uppbyggingaráform á háskólasvæðinu, lagt mat á framtíðaráhrif áætlunarinnar og hvernig byggja mætti undir breyttar ferðavenjur. Sýnt er fram á að samgöngur munu leika lykilhlutverk í þróun háskólasvæðisins til framtíðar. Eins er talið nauðsynlegt að stórefla fjölbreyttar og vistvænar samgöngur innan háskólasvæðisins og höfuðborgarsvæðisins alls og stærsti áhrifavaldurinn í því sambandi er Borgarlínan sem hágæða almenningssamgöngukerfi.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  9. Háskóli Íslands, vestur - Breyting á deiliskipulagi - Birkimelur 1 - USK24110341

    Lögð fram umsókn Birkis Árnasonar, dags. 27. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Deiliskipulag vestan Suðurgötu, vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun lóðarinnar þannig að þjónustulóð verður að íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar, ásamt því að byggingarmagn er aukið, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 27. nóvember 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 26. nóvember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  10. Háskólinn í Reykjavík - (fsp) Undanþágur frá samþykktu deiliskipulagi - Nauthólsvegur 79 - USK24110136

    Lögð fram fyrirspurn Steinunnar Völu Sigfúsdóttur, dags. 12. nóvember 2024, um undanþágur frá samþykktu deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 79 við Nauthólsveg, sem varða gólfkóða jarðhæða, byggingarmagn og tilfærslu fermetra milli bygginga, aðkomu að bílageymslu, staðsetningu djúpgáma, staðsetningu bílastæða og kvöð um almennt aðgengi á vesturhlið byggingar E1, samkvæmt tillögu Skala arkitekta, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag - Breyting á deiliskipulagi vegna gatnamóta við Katrínartún - USK24080215

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breytinga á gatnamótum Laugavegs og Katrínartúns. Færsla á skipulagsmörkum að breyttum lóðamörkum Laugavegar 162 eru færð sunnar sem nemur 3 m Komið er fyrir akstursleið í austur frá Ásholti meðfram Laugavegi 162 samhliða sérrými almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, akfærum göngustíg frá Ásholti niður að Laugaveg, breyttri útfærslu gatnamóta Katrínartúns og Laugavegs til samræmis við forhönnun Borgarlínu, uppfærðri útfærslu sérrýmis almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, auknu svigrúmi sérrýmis Borgarlínu sbr. gulan lit í skýringum, og almennt breyttri framsetning lita á uppdrætti til frekari skýringa og samræmis við deiliskipulagsáætlanir Borgarlínu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Yrki arkitekta, dags. 5. september 2024. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lóðamarkabreytingu, dags. 5. september 2024. Lóðin verður 8041,8 m eftir skerðingu. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við forhönnun Borgarlínu. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauki 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  12. Hlíðarendi - Breyting á deiliskipulagi - Reitur A - Arnarhlíð 3 - USK23060353

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hlíðarenda ses, dags. 27. júní 2023, ásamt greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 16. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 3 við Arnarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga íbúðum, fella niður göng undir Flugvallarveg, auka byggingarmagn á jarðhæð, auka hlutfall 5. hæðar af stærð 4. hæðar, koma fylgilóðum vegna djúpgáma fyrir í borgargötum, breyta lóðastærð, mörk skipulagssvæðis færast að lóðamörkum, útbyggingar eru ávarpaðar og leikskólahugmyndir á lóð eru felldar niður, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggvarpsuppdráttum Alark arkitekta, dags. 27. ágúst 2024 og 16. september 2024, og sólarljósaútreikningum af dvalarsvæði. Einnig er lagt fram uppfært samgöngumat samkvæmt minnisblaði VSÓ ráðgjafar, dags. 18. september 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Álfheimar 8-14 og 16-25 - (fsp) Bílastæði - USK24100131

    Lögð fram fyrirspurn Elínar Maríu Sveinbjörnsdóttur, dags. 11. október 2024, um að gera bílastæði á lóð nr. 8-14 og 16-25 við Álfheima. Einnig er lögð fram ljósmynd. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Klapparstígur 26 - USK24060079

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 6. júní 2024, ásamt bréfi, dags. 5. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klapparstíg sem felst í að heimilt verði að færa hótelmóttökuna ofar á Klapparstíg og opna hótelið aftan til með stækkun á jarðhæð út að torginu með glerskála, færa herbergi neðar á Klapparstíg og fækka þeim um eitt og útbúa verslun/veitingarými á horni Hverfisgötu og Klapparstígs, samkvæmt uppdráttum Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 5. júní 2024. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 22. nóvember 2024, og uppdráttum, dags. 6. september 2024 og 19. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Skeifan - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 56 - USK24110334

    Lögð fram fyrirspurn Trípólí ehf., dags. 27. nóvember 2024, ásamt bréfi Reita, dags. 25. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 56 við Suðurlandsbraut, sem felst í niðurrifi hússins á lóð nr. 56 við Suðurlandsbraut og uppbyggingu íbúðar- og þjónustuhúss á lóðinni, samkvæmt tillögu Trípólí, dags. 26. nóvember 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Borgartúnsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Bríetartún 3-5 - USK24100004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. október 2024 var lögð fram umsókn Freys Frostasonar, dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðurs og nýtingarhlutfall aukið, heimilt verður að bæta tveimur hæðum ofan á núverandi heimildir á norðausturhluta lóðar, bílastæðum er fækkað um 22 stæði og verða engin bílastæði ofanjarðar á lóð, en við ákvörðun um fjölda bílastæða er farið eftir bíla- og hjólastæðareglum borgarinnar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta, dags. 3. desember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023. 

  17. Smiðshöfði 19 - USK24110266

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir stafrænu auglýsingaskilti á gafl húss á lóð nr. 19 við Smiðshöfða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Akurgerði 9 - USK24060209

    Að lokinni grenndarkynningu var lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á núverandi hús og byggja vinnustofu á lóð nr. 9 við Akurgerði. Erindið var grenndarkynnt frá 31. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Bankastræti 2 - USK23120020

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi vegna breytinga á brunavörnum og koma fyrir flóttastiga frá efri hæð  niður með suðurgafli veitingarhúss í flokki 2 tegund a fyrir 72 gesti í húsinu Lækjarbrekku, mhl.01, og til þess að breyta innra skipulagi og innrétta bakarí á neðri hæð Gamla bakarísins, við Lækjargötu 3a, mhl.04, á lóð  nr. 2 við Bankastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nu lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  20. Skipholt 15 - USK24100364

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2024 þar sem sótt  er um leyfi til þess bæta við nýjum inngangi og til að skipta  rými 0105  upp í tvær notkunareiningar og innrétta annars vegar verslun og gistiíbúð hinsvegar á 1. hæð í  verslunar- og íbúðarhúsi á lóð nr. 15 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Fylgigögn

  21. Þjórsárgata 9A - (fsp) Breyting bílskúrs í íbúð - USK24100283

    Lögð fram fyrirspurn Jónínu Ólafsdóttur, dags. 25. október 2024, um að breyta notkun bílskúrs á lóð nr. 9A við Þjórsárgötu í íbúð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Arnarnesvegur 3. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - USK24090155

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegar áfanga 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega stofnstígs (göngu- og hjólastígar) er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun mislægra gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem og deiliskipulags Elliðaárdals. Þá breytast deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar innan marka Reykjavíkurborgar til samræmis við nýja afmörkun Elliðaárdals. Alls flyst 1.21ha frá Arnarnesskipulaginu og yfir í deiliskipulag Elliðaárdals. Deiliskipulagsmörkin eru breytt þannig að mörkin fara að vegkanti ramps á Arnarnesvegi. Samgöngustígur norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum færist þar með yfir í deiliskipulag Elliðaárdals og að mörkum íbúabyggðar ÍB40, samkvæmt uppdráttum frá Eflu, dags. 6. september 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Blikastaðavegur 2-8 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Blikastaðavegur 2-8 - USK24110097

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 11. nóvember 2024, ásamt greinargerð, dags. 8. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Blikastaðavegar 2-8 vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg, sem felst í að heimilt verði að koma fyrir starfsemi Emmessís á lóðinni. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - USK24090074

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega samgöngustíga er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun annars vegar við mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar og hins vegar samgöngustígs með tveimur brúm yfir Dimmu. Báðar brýr fá breytta staðsetningu við nánari hönnun. Þá er ofanvatnstjörn komið fyrir milli stíga norðan við Breiðholtsbraut. Jafnframt er deiliskipulagsmörkum breytt þannig að mörkin fara að vegkanti rampa á Arnarnesvegi. Samgöngustígar norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum verða þannig innan deiliskipulags Elliðaárdals að mörkum þróunarreits. Deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar breytast til samræmis við þessa afmörkun, samkvæmt uppdráttum frá Landslagi, dags. 29. ágúst 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Kjalarnes, Sætún II, Smábýli 15 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24110006

    Lögð fram fyrirspurn Skurnar ehf., dags. 1. nóvember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir Smábýli 15 á Kjalarnesi, Sætúni II, sem felst í að auka byggingarmagn á spildunni, samkvæmt uppdrætti TAG teiknistofu, dags. 22. október 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Laugardalsvöllur - (fsp) Framkvæmdaleyfi - USK24090272

    Lögð fram fyrirspurn KSÍ, Laugardalsvallar, dags. 22. september 2024, um hvort framkvæmd á Laugardalsvelli sem felst í að skipta út núverandi grasi fyrir blandað gras (Hybrid-gras) og setja upp hitunarkerfi sé framkvæmdaleyfisskyld. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing, ódags. og loftmynd af vellinum.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Melar II - USK24110305

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við suðausturgafl einbýlishúss á lóðinni Melar II með landnúmer 125723.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Stóragil - USK24110189

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Stóragil með landnúmer 237090. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sjávarhólum og Smábýli 2.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  29. Brekkugerði 19 - USK24100288

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útliti glugga og hurða auk þess sem þaksvölum hefur verið breytt í þakgarð og þar komið fyrir útigeymslu, hluti af þakkanti verið sagaður niður og gler sett í staðinn, gler sett í stað bílskúrshurðar og notkun bílskúrs breytt í stofu í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Brekkugerði. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. október 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  30. Flúðasel 61-77 - (fsp) Bílastæði - USK2410034

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Marteinssonar, dags. 30. október 2024, um að bæta við bílastæði með rafbílahleðslu í útskot við innkeyrsluhurð við bílakjallara hússins á lóð nr. 61-77 við Flúðasel, samkvæmt uppdr. Ólafs Marteinssonar, dags. 30. október 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Fylgigögn

  31. Hvammsgerði 13 - USK24110245

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofaná, breyta innra skipulagi, fjarlægja gler úr sólstofu og klæða að utan með liggjandi báruáli einbýlishús á lóð nr. 13 við Hvammsgerði.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:00

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 5. desember 2024