Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, mánudaginn 25. nóvember kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 990. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sat: Borghildur Sölvey Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Skíðasvæði við Ártúnsbrekku - USK24090032
Lögð fram tillaga Menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna skíðasvæðisins við Ártúnsbrekku. Í breytingunni sem lögð er til felst að setja skilmála vegna snjóframleiðslu innan skilgreindrar skíðabrekku í Ártúnsbrekku, að afmarka byggingarreit umhverfis núverandi skíðahús, að bæta við þjónustuvegi og að bæta við lóð og byggingarreit fyrir veitubyggingu snjóframleiðslu, ásamt skilmálum þar um, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 19. nóvember 2024.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Suðurlandsvegur við Norðlingabraut - (fsp) Stækkun sumarhúss - USK24110193
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Þorvarðsdóttur, dags. 17. nóvember 2024, um að stækka sumarhús á lóðinni Suðurlandsv. v/Norlb, L112522, sem felst í að byggja yfir pall hússins. Einnig er lögð fram ljósmynd. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lýsisreitur, reitur 1.520 - Breyting á skilmálum deiliskipulagi - Hringbraut 121 - USK24110159
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 13. nóvember 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.520, Lýsisreits, vegna lóðarinnar nr. 121 við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með sérstök búsetuúrræði í húsinu sbr. kafla 3.4.1 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Reykjavíkurflugvöllur - Breyting á deiliskipulagi - Nauthólsvegur 50-52 - USK24110089
Lögð fram umsókn Ivon Stefáns Cilia, dags. 8. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun hússins sem heimilar starfsemi hjúkrunarheimilis ásamt stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta, dags. 30. október 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lautarvegur 8 - (fsp) Rými undir bílskúr - USK24110175
Lögð fram fyrirspurn Jóns Þórs Þorvaldssonar, dags. 14. nóvember 2024, um að nýta ófyllt rými undir bílskúr á lóð nr. 8 við Lautarveg, samkvæmt uppdr. Úti og Inni arkitekta, dags. 5. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.172.2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 30B - USK24100272
Lögð fram fyrirspurn P ARK teiknistofu sf., ásamt bréfi, dags. 24. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, vegna lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg, sem felst í affriðun og niðurrifi hússins. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir sem sýna ástand hússins, bréf Minjaverndar, dags. 1. nóvember 2024 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Dugguvogur 61 - (fsp) Uppbygging - USK24100270
Lögð fram fyrirspurn HH Verktaks ehf., dags. 24. október 2024, um uppbyggingu á lóð nr. 61 við Dugguvog, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí, dags. 24. október 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Ártúnshöfði 2C - Reitur M og N - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24110206
Lögð fram fyrirspurn Pláss slf., dags. 18. nóvember 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á fyrirhuguðu deiliskipulagi á reitum N og M við Ártúnshöfða, samkvæmt tillögu Pláss, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
-
Bíldshöfði 20 - (fsp) Skábraut - USK24110250
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 20. nóvember 2024, ásamt bréfi, dags. 20. nóvember 2024, um að koma fyrir skábraut sunnan megin við húsið á lóð nr. 20 við Bíldshöfða þannig að tenging náist við kjallara sem þar er, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 24. september 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Köllunarklettsvegur 6 - USK24100336
Lögð fram umsókn TÓ arkitekta ehf., dags. 29. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á hámarkshæð byggingarinnar um 5 m, samkvæmt uppdrætti TÓ arkitekta, dags. 29. október 2024. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 29. október 2024.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Köllunarklettsvegi 1, 3-5, 4, og 8, Klettagörðum 15-17 og 21 þegar uppfærðir uppdrættir berast.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Borgarlína 1. lota - Ártúnshöfði - Hamraborg - USK24110185
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um umhverfismatsskýrslu vegna 1. lotu Borgarlínu frá Ártúnshöfða í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 22 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað. Bílastæðalóðir austan við Skógarhlíð 20 falla út og í kjölfarið færast bílastæði yfir í borgarland. Bílastæðum á lóð Eskihlíðar 24-26 fækkað um 1 stæði og þá stækkar lóð við Skógarhlíð 20 til suðvesturs og austurs, samkvæmt uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 23. nóvember 2023. Tillagan var auglýst frá 3. október 2024 til og með 14.nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Flúðasel 61-77 - (fsp) Bílastæði - USK24100347
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Marteinssonar, dags. 30. október 2024, um að bæta við bílastæði með rafbílahleðslu í útskot við innkeyrsluhurð við bílakjallara hússins á lóð nr. 61-77 við Flúðasel, samkvæmt uppdr. Ólafs Marteinssonar, dags. 30. október 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Seljabraut 24 - (fsp) Fósturheimili í íbúð - USK24110187
Lögð fram fyrirspurn Virtus Capital ehf., dags. 15. nóvember 2024, um að nýta íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Seljabraut fyrir rekstur bráðavistunarheimilis fyrir börn í fóstri.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 09:15
Borghildur Sölvey Sturludóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024