Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 09:18, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 988. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Sólveig Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Valný Aðalsteinsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Aðalstræti 8 - (fsp) Kvistur - USK24070163
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar, dags. 15. júlí 2024, um að setja kvisti á þak hússins á lóð nr. 8 við Aðalstræti í stað glugga sem þar eru, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 20. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 20224, samþykkt.
Fylgigögn
-
Austurbrún 2 - (fsp) Breyting á notkun 12. hæðar hússins - USK24100149
Lögð fram fyrirspurn Ellerts Más Jónssonar, dags. 15. október 2024, um breytingu á notkun 13. hæðar hússins á lóð nr. 2 við Austurbrún úr veislusal (Samkomustað) í íbúð, samkvæmt uppdr. Ellerts Más Jónssonar, dags. 14. október 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eiríksgata 13 - USK24090378
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að gera björgunarop úr kjallara og breyta skráningu íbúðar í gististað í flokki II í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Eiríksgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kvistaland 26 - Framkvæmdaleyfi - USK24090325
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. október 2024 var lögð fram umsókn umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 25. september 2024, um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á lóð nr. 26 við Kvistaland, leikskólalóð Kvistaborgar, til suðurs og lagningar nýs göngustígs meðfram lóðarstækkun. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
Fylgigögn
-
Stekkjarbakki 2 - (fsp) Vetnisstöð - USK24080163
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 15. ágúst 2024, ásamt greinargerð, dags. 14. ágúst 2024, um uppbyggingu vetnisstöðvar á lóð nr. 2 við Stekkjarbakka. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Fylgigögn
-
Nýr landspítali við Hringbraut, randbyggð - (fsp) Breyting á deiliskipulagi – USK23060176
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Íslenskra Fasteigna ehf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut, sem felst í breytingum á skilmálum og útfærslum bygginga nr. 32, 33 og 34 sem nefnast Randbyggð, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar, dags. 26. maí 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppdráttum SPITAL, dags. 8. ágúst og 26. september 2024, og umsögn skiplagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reykjavíkurflugvöllur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Nauthólsvegur 50 - USK24090073
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Reita, dags. 6. september 2024, ásamt bréfi, dags. 5. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg, sem felst í að heimiluð verði starfsemi hjúkrunarheimilis á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist heimildum aðalskipulags.
-
Vatnagarðar - Breyting á deiliskipulagi - Sægarðar 15 - USK24080188
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. október 2024 var lögð fram umsókn Andra Klausen, dags. 19. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 19. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 15 við Sægarða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 9. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslag.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Laugavegur 168-176 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 176 - USK24100337
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 29. október 2024, ásamt bréfi Reita fasteignafélags, dags. 29. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegs 168-176 vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta lóðamörkum lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti Yrki arkitekta, dags. 29. október 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Reynisvatnsás - Breyting á deiliskipulagi - Döllugata 1 - USK24100234
Lögð fram umsókn Ragnars Magnússonar, dags. 22. október 2024, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar nr. 1 við Döllugötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði uppbygging einbýlishúss á lóð á tveimur hæðum í stað einbýlishúss á pöllum.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - Breyting á deiliskipulagi - Vagnhöfði 7 - USK24030153
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 11. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 6. mars 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 3. október 2024 til og með 31. október 2024. Athugasemdir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Köllunarklettsvegur 6 - USK24100336
Lögð fram umsókn TÓ arkitekta ehf., dags. 29. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á hámarkshæð byggingarinnar um 5 m, samkvæmt uppdrætti TÓ arkitekta, dags. 29. október 2024. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 29. október 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Austurbrún 31 - USK24090379
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í mhl. 01 og aukaíbúð í mhl. 02 á lóð nr. 31 við Austurbrún.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Austurbrún 29 og 33 og Kambsvegi 20 og 22.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Ásvallagata 3 - (fsp) Svalir - USK24100150
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Birgis Páls Auðunssonar,dags. 15. október 2024, um að setja svalir á 2. hæð hússins á lóð nr. 3 við Ásvallagötu. Einnig lögð fram skissa, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hafnarstræti 5 og 7 - (fsp) Hækkun húsa um tvær hæðir - USK24040318
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Hauks Hafliða Nínusonar, dags. 29. apríl 2024, um hækkun húsanna á lóðunum nr. 5 og 7 við Hafnarstræti um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 26. apríl 2024. Einnig eru lögð fram viðbótargögn, dags. 12. júní 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Fylgigögn
-
Hafnarstræti 7 - (fsp) Breyting á notkun 2.-4. hæðar hússins - USK24040317
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Hauks Hafliða Nínusonar, dags. 29. apríl 2024, um breytingu á notkun 2.-4. hæðar hússins á lóð nr. 7 við Hafnarstræti þannig að koma megi fyrir um 30-45 hótelherbergjum sem tilheyri hóteli 1919 í sambyggðu húsin á Pósthússtræti 2, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 26. apríl 2024. Tillagan tekur einnig mið af því að draga fram gluggahliðar jarðhæða, teygja þær út á gangstétt og búa til rými á milli húsa, við Hafnarstræti og Tryggvagötu. Einnig eru lögð fram viðbótargögn, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Fylgigögn
-
Laugavegur 49 - (fsp) Rampur - USK24100034
Lögð fram fyrirspurn Gullkúnstar ehf., dags. 3. október 2024, um að setja ramp við húsið á lóð nr. 49 við Laugaveg. Einnig lagðar fram ljósmyndir.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Stóragerði 40 - USK24100225
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja hús, tanka, olíuskiljur, malbik og lagnir í jörð auk skipta um jarðveg á bensínstöðvarreit á lóð nr. 40 við Stóragerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsókn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar 15-17 - USK24100035
Lögð fram umsókn VSÓ Ráðgjafar, dags. 3. október 2024, ásamt bréfi, dags. 3. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Klettagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta lögun byggingarreits norðan við núverandi byggingar ásamt því að fyrirkomulag bílastæða er ekki bindandi, samkvæmt uppdr. VSÓ Ráðgjafar, dags. 3. október 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Barmahlíð 38 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24100228
Lögð fram fyrirspurn Einars Guðmars Halldórssonar, dags. 22. október 2024, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 38 við Barmahlíð sem felst í að skipta upp íbúð, merkt 0102, á 2. hæð og risi hússins í tvær íbúðir með sitthvort fasteignanúmerið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hagasel 38 - (fsp) Grafa frá geymslu undir bílskúr o.fl. - USK24080266
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Snorra Jónassonar, dags. 26. ágúst 2024, um að grafa frá geymslu sem staðsett er undir bílskúr á lóð nr. 38 við Hagasel og setja þar hurð og glugga ásamt því að breyta notkun bílskúrs (iðnaðarverkstæðis).
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Stuðlasel 26 - USK24100249
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með aukaíbúð í húsi nr. 26 við Stuðlasel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:05
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2024