Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 987

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 31. október kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 987. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingbergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir og Ævar Harðarson. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Hagamelur 8 - USK24080316

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun rýmis 0101 úr bílskúr í vinnustofu, skipta bílskúrshurð út fyrir einangrað timburfag með glugga og hurð og koma fyrir tveimur nýjum gluggum á norðvesturhlið, á lóðarmörkum að lóð nr. 10 á bílskúr, mhl.02,  á lóð nr. 8 við Hagamel.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  2. Hátún 10-14 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK24090286

    Lögð fram fyrirspurn Vilhjálms Levís Egilssonar, dags. 23. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 10-14 við Hátún, sem felst í uppbyggingu á reitnum, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 12. apríl 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Sjafnargata 11 - (fsp) Taka rými í kjallara í notkun og setja glugga - USK24100163

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Páls Gunnlaugssonar, dags. 15. október 2024, ásamt bréfi, dags. 15. október 2024, um að taka rými í kjallara hússins (undir verönd) á lóð nr. 11 við Sjafnargötu í notkun og setja á það glugga, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 15. október 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Skógarvegur 18 - USK24070018

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt erum leyfi til að staðsetja tvo djúpgáma á lóð nr. 18 við Skógarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Fylgigögn

  5. Skógarvegur 18 - USK24010336

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur djúpgámum við austurenda bílageymslu á lóð nr. 18 við Skógarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Fylgigögn

  6. Elliðaárvogur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - Geirsnef - USK24100368

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í nóvember 2024, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. Svæðið afmarkast af skipulagsmörkum í gildandi skipulagi í austri og suðri. Það er frá Elliðaá í austri og Vesturlandsvegi í suðri. Að skipulagsmörkum Vogabyggðar 5 í norðvestri og að skipulagsmörkum Vesturlandsvegar, Knarrarvogar og Vogabyggðar 3. Tilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að koma á skipulagi á Geirsnefið sem fjölbreyttu útivistarsvæði.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  7. Korpúlfsstaðir - Breyting á deiliskipulagi - Thorsvegur 1 - USK24050137

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 13. maí 2024 ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 13. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaða vegna reits B á lóð nr. 1 við Thorsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að reiturinn verði einnig skilgreindur fyrir vélageymslu með starfsmannaaðstöðu Golfklúbbs Reykjavíkur og að núverandi efnisgeymsla sem hólfuð er niður með stoðveggjum standi áfram a lóðinni. Hámarksstærð byggingar verði 600 fm og hámarkshæð byggingar vélgeymslu verði 7 m frá neðstu gólfplötu. Bílastæði miðast við 1 stæði á hverja 100 fm og verða því 6 og hjólastæði miðast við 0,6 stæði á 100 fm og verða því 4, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 19. júní 2024, br. 21. október 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 7. ágúst 2024 til og með 4 september 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hildur Jónsdóttir, dags. 28. ágúst 2024. Einnig barst ábending frá Veitum, dags. 7. ágúst 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2024, sbr. heimildir um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykktum stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  8. Mosfellsbær - Austurhluti Hlíðavallar - Drög að skipulagslýsingu vegna áforma um breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags - Umsagnarbeiðni - USK24100303

    Lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 24. október 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um drög að skipulagslýsingu, ódags., vegna áforma um breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulagsáætlunar vegna betrumbóta íþrótta- og útivistarsvæðis við sunnanverðan Leiruvog. Skipulagið mun skilgreina betur sambúð íþrótta og útivistar á svæðinu, þ.m.t. stíga, reiðleiða, fjöru og grænna svæða. Allur eystri helmingur Hlíðavallar verður hluti af nýju deiliskipulagi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra og deildarstjóra aðalskipulags. 

  9. Veðurstofureitur - Veðurstofuhæð - Nýtt deiliskipulag - USK23030053

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni er komið fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Við gerð tillögunnar var unnið út frá bæði náttúrulegu yfirbragði Veðurstofuhæðar og núverandi fyrirkomulagi, svo sem helstu aðkomuleiða, veitumannvirkja og þjónustustarfsemi Veðurstofunnar. Leitast er við að ná fram og skapa heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði skv. gild. aðalskipulagi ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum og hvötum í sem mestri sátt við núverandi borgarumhverfi í Hlíðum og Kringlu. Komið er fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg sem tengir saman norður–suður milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar. Hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma tekur mið af karaktereinkennum landsvæðisins. Bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Núverandi heimreið af Bústaðavegi inn á reitinn verður lagfærð og aðlöguð aukinni umferð væntanlegra íbúa. Tillagan byggir undir virkt deilihagkerfi íbúa reitsins gagngert til að auka lífsgæði þeirra og annarra borgarbúa. Skilgreint náttúrulegt útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og nágranna næst reitnum er staðsett á suð-austurhluta reitsins. Útivistarsvæðið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í náttúrulegri hringrás ofanvatnslausna á reitnum. Byggingarmagn á reitnum er skipt í þrennt á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir íbúðum í miðlægu bílastæðahúsi sem gæti fjölgað á seinni stigum. Gert er ráð fyrir áframahaldandi starfsemi Veðurstofunnar á reitnum. Starfsemin muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg. Nýbyggingarreitur undir skrifstofur vestan við núverandi byggingu verður útfærður í sér deiliskipulagsgerð. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis er staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis ásamt nýjum aðkomuvegi að nýjum mælireit Veðurstofunnar og geislamælaskúr Geislavarna ríkisins, samkvæmt uppdráttum og skýringarmyndum ásamt skilmálum og yfirlitskorti Lendager, dags. 13. júní 2024. Tillagan var auglýst frá 11. júlí 2024 til og með 25. september 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. október 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  10. Fjólugata 11  - (fsp) Innkeyrsla á lóð - USK24090236

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, dags. 18. september 2024, ásamt greinargerð, dags. 10. september 2024, um að setja innkeyrslu á lóð nr. 11 við Fjólugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Fossvogshverfi - Breyting á deiliskipulagi - Stjörnugróf 7-11 - Bjarkarás - USK24060316

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf., dags. 21. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 9, lóð nr. 7-11 við Stjörnugróf. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er færður til, stækkaður og hafður rúmur. Bætt er við byggingarheimildum fyrir kaffihúsi og pökkunaraðstöðu í tengslum við gróðurhúsið. Aðkoma verður að kaffi- og gróðurhúsi um innkeyrslu norðan megin hússins en einnig verður aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að austanverðu um göngu- og hjólastíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 14. ágúst 2024. Tillagan var auglýst frá 12. september 2024 til og með 24. október 2024. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauki 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  12. Heiðargerði 24 - USK24090335

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti, bæta við glugga á gafli og breyta innra skipulagi  í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Heiðargerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. 

  13. Vatnagarðar - Breyting á deiliskipulagi - Sægarðar 15 - USK24080188

    Lögð fram umsókn Andra Klausen, dags. 19. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 19. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 15 við Sægarða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 9. apríl 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  14. Einarsnes - Breyting á deiliskipulagi - Einarsnes 64 og 66A - USK24090029

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram umsókn Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 3. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 64 og 66A við Einarsnes. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak sambyggðra bílskúra og lengja þá um 2 m til norðurs. Auk þess er gert ráð fyrir möguleika á tengingu bílskúrs við Einarsnes 66A og að rými undir núverandi útskagandi þakkanti á Austurhlið bílskúrs 66A verði breytt í innirými, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 30. ágúst 2024. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur, dags. 30. ágúst 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Einarsnesi 62, 62A, 64A, 66B, 68 og 70.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  15. Ármúli, Vegmúli og Hallarmúli - Breyting á deiliskipulagi - Ármúli 13A - USK24020149

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt deiliskipulags. og skýringaruppdr. T.ark arkitekta, dags. 11. júlí 2024. Tillagan var auglýst frá 12. september 2024 til og með 24. október 2024. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Barðavogur 16 - USK24100130

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurenda bílskúrs, breyta gluggum auk breytinga innanhúss á íbúðarhúsi nr. 16 við Barðavog.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  17. Austurstræti 10A - USK24090156

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti á 2. hæð á lóð nr. 10a við Austurstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  18. Breiðhöfði 15 - USK23090058

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 3-7 hæða fjölbýlishús og bílakjallara með 111 íbúðum á lóð nr. 15 við Breiðhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024. Samræmist ekki deiliskipulagi.

    Fylgigögn

  19. Granaskjól 18 - (fsp) Hækkun á þaki og setja kvisti - USK24080013

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Ómars Brynjólfssonar, dags. 2. ágúst 2024, um að hækka þak hússins á lóð nr. 18 við Granaskjól og setja kvisti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Gerðarbrunnur 44 - (fsp ) Stigi á vesturhlið húss - USK24090173

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Önnu Sigríðar Einarsdóttur, dags. 14. september 2024, ásamt bréfi, dags. 14. september 2024, um að áðurgerður stigi á vesturhlið hússins á lóð nr. 44 við Gerðarbrunn verði heimilaður. Einnig er lagður fram uppdr. Arkamon, ódags. og samþykki lóðarhafa að Gerðarbrunni 46, dags. 14. október 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samþykkt að veita undanþágu frá breytingu á deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr.  3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  21. Langholtsvegur 170 - (fsp) Stækkun á byggingarreit - USK24090362

    Lögð fram fyrirspurn Ámunda Fannars Sæmundssonar, dags. 30. september 2024, um stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 170 við Langholtsveg, samkvæmt uppdr. GÁ-Hönnunar, dags. 8. janúar 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Stóragerði 40 - USK24100225

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja hús, tanka, olíuskiljur, malbik og lagnir í jörð auk skipta um jarðveg á bensínstöðvarreit á lóð nr. 40 við Stóragerði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Ægisíða 46 - USK24090220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti á einbýlishúsi á lóð nr. 46 við Ægisíðu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. október 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Hólmsheiði 2. áfangi - Nýtt deiliskipulag athafnasvæðis - SN210147

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og A2F arkitekta að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2 á Hólmsheiði. Um er að ræða 50 ha svæði sem afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og fyrirhugaðs athafnasvæðis (áfangi 1) í austri. Tillagan gerir ráð fyrir stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum, alls sex talsins, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu og skulu mannvirki, byggingar og önnur manngerð inngrip á lóðum búa yfir arkitektúr sem skapar sterka tengingu við aðliggjandi náttúru, samkvæmt uppdráttum og greinargerð A2F arkitekta, dags. 31. október 2024. Einnig eru lögð fram önnur gögn, þ.e. jarðfræðiskýrsla unnin af COWI í tengslum við sprunguathuganir á svæðinu, dags. maí 2024, og skýrsla Vatnaskila um mat á mögulegri mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum, dags maí 2024. Auk þess eru lögð fram minnisblað COWI um meðhöndlun ofanvatns á svæðinu, dags. 22. október 2024, fornleifaskráning og húsakönnun á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 2024, og samgöngumat EFLU fyrir áfanga 2, dags. 29. október 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  25. Kjalarnes, Stóragil - (fsp) Færsla á byggingarreit - USK24090212

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Björns Rósenkranz Björnssonar, dags. 17. september 2024, um að færa byggingarreit í landi Stóragils á Kjalarnesi þannig að hann verði utan hættusvæðis ofanflóðamats og 10 metrum frá lóðamörkum, samkvæmt uppdr. Punktar og hnit, dags. 17. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024, samþykkt. 

    Fylgigögn

  26. Nauthólsvík - Breyting á deiliskipulagi - USK24050158

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Borgarlína mun þvera Nauthólsveg og fara að stoppistöð við Háskólann í Reykjavík sem mun þjóna háskólasvæðinu og Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 21. maí 2024, br. 18. október 2024. Tillagan var auglýst frá 13. júní 2024 til  og með 26 júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Landhelgisgæsla Íslands, dags. 26. júní 2024 og Isavia Innanlandsflugvellir, dags. 19. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  27. Fossháls 13-15 - USK24090346

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24070124 sem snýr að því að færa steyptan vegg út að lóðarmörkum á lóð nr. 13-15 við Fossháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Fylgigögn

  28. Háteigsvegur 24 - (fsp) Svalir með stiga út í garð - USK24090002

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Karls Kvaran, dags. 1. september 2024, ásamt bréfi, dags. 1. september 2024, um að setja svalir/pall á 2. hæð hússins á lóð nr. 24 við Háteigsveg með stiga út í garð, samkvæmt tillögu SP(R)INT STUDIO, dags. 1. september 2024 og skissum á byggingarnefndarteikningum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2024.

    Fylgigögn

  29. Langagerði 118 - USK24080086

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. október 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061172 vegna lokaúttektar þannig að húsið verði klætt að hluta til með báruáli og timbri í stað múrklæðningar auk áður gerðra breytinga í húsi á lóð nr. 118 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  30. Stuðlasel 26 - USK24100249

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með aukaíbúð í húsi nr. 26 við Stuðlasel.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Garðabær - Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Rammahluti Vífilsstaðalands - Umsagnarbeiðni - USK24050076

    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 24. október 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Rammahluta Vífilsstaðalands. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða á svæðinu fjölgi ásamt því að bætt er við ákvæðum um svigrúm í fjölda íbúða.

    Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.

  32. Garðabær - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi Garðabæjar og gerð deiliskipulags fyrir hluta Hnoðraholts suður, Háholts - Umsagnarbeiðni - USK24100304

    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 24. október 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsingu, dags. 3. október 2024, vegna áforma um breyting á aðalskipulagi Garðabæjar og gerð deiliskipulags fyrir hluta Hnoðraholts suður, Háholts.

    Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 14:30

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 31. október 2024