Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 26. september kl. 09:13, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 982. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Maack, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir Hrönn Valdimarsdóttir, Þórður Már Sigfússon og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Rauðagerði 25 - (fsp) Auglýsingaskilti - USK24070208
Lögð fram fyrirspurn Handverkshússins ehf., dags. 18. júlí 2024, ásamt bréfi, dags. 18. júlí 2024, um og að setja upp LED auglýsingaskilti á útveggi handverkshússins á lóð nr. 25 við Rauðagerði. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd sem sýnir fjarlægð frá akbraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Stóragil - (fsp) Færsla á byggingarreit - USK24090212
Lögð fram umsókn Björns Rósenkranz Björnssonar, dags. 17. september 2024, um að færa byggingarreit í landi Stóragils á Kjalarnesi þannig að hann verði utan hættusvæðis ofanflóðamats og 10 metrum frá lóðamörkum, samkvæmt uppdr. Punktar og hnit, dags. 17. september 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Klettháls 13 - USK24090060
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. september 2024 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir geymslutjald á lóð nr. 13 við Klettháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Fylgigögn
-
Kópavogur - Smiðjuvegur 76 - Breyting á deiliskipulagi - USK24090177
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 12. september 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 76 við Smiðjuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að komið verði fyrir viðbyggingu norðaustan megin við núverandi hús á lóðinni. Lóðarmörk breytast í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu og stækka til norðausturs og mörk skipulagssvæðis breytist einnig í samræmi við tillögu að lóðarstækkun, samkvæmt uppdr. skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, dags. 12. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Langavatnsvegur 3 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24080009
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Júlíusar Júlíussonar, dags. 1. ágúst 2024, ásamt greinargerð, ódags., um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóð nr. 3 við Langavatnsveg sem felst í að heimila uppbyggingu á lóðinni. Einnig eru lagðar fram tillögur, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Háaleitisbraut 12 - (fsp) Uppbygging - Bensínafgreiðslulóð - SN210600
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. mars 2022 var lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen, dags. 26. ágúst 2021, varðandi uppbyggingu og stækkun lóðar nr. 12 við Háaleitisbraut, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar, dags. 19. ágúst 2021. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2022. Uppfærð vinnutillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 15. júlí 2023, og minnisblað, dags. 15. ágúst 2023, barst embættinu eftir umsögn skipulagsfulltrúa og samtal í framhaldinu, að uppbyggingu íbúðar- og verslunarhúsnæðis á bensínafgreiðslulóð Atlantsolíu með hliðsjón af athugasemdum skipulagsfulltrúa við fyrri tillögu. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Teiknistofunnar Traða., dags. 31. júlí 2024, og minnisblaði, dags. 17. september 2024, þar sem uppbyggingunni er nú skipt upp í tvö fjölbýlishús, vegna lagnakvaðar Veitna ohf., ásamt bílskýli á norðvesturhluta lóðar. Dvalarrými íbúa verður m.a. komið fyrir á lagnakvöðinni. Byggingarnar eru sem fyrr segir 5, 6 og 7 hæða fjölbýlishús sem stallast upp í átt að Safamýri. Á jarðhæð austan við húshluta er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi bygginga á lóð. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum bílastæðahluta á stækkaðri lóð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Á þessum hluta er aðkoma með rampi í bílakjallara og nýtt bílastæðaskýli næst Kringlumýrarbraut meðfram núverandi bílskúralengju að Álftamýri 2-6. Helstu stærðir tillögu eru 7.177m2 í séreign íbúða og 323m2 í verslun og þjónustu, samtals 7.500m2. Dvalarsvæði ofanjarðar er 1.841m2 ásamt svölum 620m2. Neðanjarðar er gert ráð fyrir 1.192 m2 bílgeymslu á stækkaðri lóð sem nemur 3.824m2. Nýtingarhlutfall er 2,10. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Nauthólsvegur 100 - Gámar/Nauthólsv. - USK24090081
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 4 gáma á lóð nr.100 við Nauthólsveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugarásvegur 63 - USK24090041
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum stoðvegg á lóðarmörkum að lóð nr. 59, pergólu og steyptum heitum potti á steyptri verönd við einbýlishús á lóð nr. 63 við Laugarásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sundin - Breyting á deiliskipulagi - Dyngjuvegur 18, Leikskólinn Sunnuborg - USK24060431
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. fenbúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdráttum Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnutorgs og skýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2024, um kolefnisspors niðurrifs. Erindið var grenndarkynnt frá 23. júlí 2024 til og með 19. september 2024. Athugasemdir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Þorragata 1 - Stækkun lóðar - USK23120194
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lögð fram umsókn Sælutraðar, dagvistunarfélags, dags. 20. desember 2023, ásamt bréfi Jóns Magnúsar Halldórssonar, dags. 20. desember 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Þorragötu til norðurs, samkvæmt uppdráttum K.J. Ark slf., dags. 19. desember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Máli lokað þar sem gerður hefur verið afnotasamningur um lóðina, sbr. samþykkt borgarráðs dags. 12. september 2024.
-
Bragagata 31 - (fsp) Hækkun á þaki - USK24090082
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Eiríks Pálssonar, dags. 9. september 2024, um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 31 við Bragagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Gufunesbryggja - Landfylling - Gámatjald/Gufunesbr. - USK24090080
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gámatjöld við Gufunesbryggju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Móvað 35 - USK24090191
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta tilhögun á lóð, koma upp heitum potti og útisturtu og skjólveggjum, stækka og breyta lögun skyggna yfir bílskúr og inngangi, gera opið skýli framan við anddyrið og hjólaskýli við norðaustur hlið, og klæða að utan með málmklæðningu einbýlishús á lóð nr. 35 við Móvað.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Óðinsgata 11 - (fsp) Stækkun húss o.fl. - USK24090154
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar, dags. 12. september 2024, um breytingu á norðurhluta hússins á lóð nr. 11 við Óðinsgötu sem felst í að stækka núverandi anddyri og stigahús, gera nýja kvista garðmegin og tvo nýja þakglugga götumegin, líkt og hefur verið gert við suðurhluta hússins, ásamt því að setja glugga á norðurgafli hússins, samkvæmt tillögu KRADS, dags. 28. ágúst 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún. Afla þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands.
-
Sigluvogur 10 - (fsp) Svalir - USK24080252
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Þórólfs Inga Þórssonar, dags. 26. ágúst 2024, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 10 við Sigluvog. Einnig er lögð fram skissa á ljósmynd og ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Súðarvogur 7 - USK24080257
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, dags. 26. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 22. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðarinnar nr. 7 við Súðarvog, sem felst í að heimiluð verði uppbygging á 10-12 íbúða nýbyggingu á lóð og yfirbygging bílastæða (14 stk.) í tengslum við nýbyggingu ásamt því að heimilt verði að bæta við svölum á íbúðir núverandi húss á lóð, samkvæmt tillögum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Eirhöfði 7 - (fsp) Djúpgámar - USK24070247
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmdafélagsins Arnarhvols ehf., dags. 23. júlí 2024, um að setja niður djúpgáma á lóð nr. 7 við Eirhöfða, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 5. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - Svæði 2A - Deiliskipulag - USK23010195
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. september 2024, þar sem bent er á að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis og/ eða form deiliskipulagsins þar sem upplýsingar og umsagnir vantar, sbr. bréfi stofnunarinnar.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Höfðabakki 1 - (fsp) Klæðning - USK24090139
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Loga Gunnarssonar, dags. 11. september 2024, ásamt bréfi, dags. 11. september 2024, um að klæða húsið á lóð nr. 1 við Höfðabakka með álklæðningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Akurgerði 9 - USK24060209
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á núverandi hús og byggja vinnustofu á lóð nr. 9 við Akurgerði.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Stóragerði 40 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24070165
Lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen, dags. 15. júlí 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina nr. 40 við Stóragerði sem felst í niðurrif núverandi mannvirkja á lóð og uppbyggingu fjölbýlishúss, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar, dags. 28. júní 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - Breyting á deiliskipulagi - Grafarlækur 2-4 - USK24050161
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Grafarlæk. Í breytingunni sem lögð r til felst að koma fyrir byggingarreit fyrir áhaldahús og snyrtilegu athafnasvæði áhaldahúss ásamt því að skilgreina byggingarreit fyrir áhaldahús sem falli að hluta til inn í landið og útfæra athafnasvæði og efnisgeymslu utanhúss fyrir viðhaldsdeild GR, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 1. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023.
-
Grafarvogur - Hitastigulsholur - Framkvæmdaleyfi - USK24090205
Lögð fram umsókn Benedikts Jóns Þórðarsonar, f. h. Veitna ohf., dags. 17. september 2024, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á hitastigulsholum við sunnanverðan Grafarvog til að kanna hvort heitt vatn finnist þar. Einnig er lögð fram skýrsla Veitna (Verðfyrirspurn), dags. 5. september 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Hádegismóar - Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 8 - USK24080061
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 8. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 8. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 8 við Hádegismóa. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð stækkar til norðaustur og bætist við nýr byggingarreitur á lóð sem fær húsnúmerið 8B. ásamt því að núverandi rafstrengir frá Veitum meðfram núverandi lóðarmörkum verða færðir út fyrir ný lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar, dags. 5. júlí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Engihlíð 9 - (fsp) Hækkun á þaki o.fl. - USK24080220
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Stefaníu Sigfúsdóttur, dags. 21. ágúst 2024, um að hækka þak hússins á lóð nr. 9 við Engihlíð og setja á það kvisti ásamt því að gera svalir á þakhæð móti suðri, samkvæmt uppdr. Atrium, dags. 16. ágúst 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hjallasel 55 - (fsp) Breyting á skráningu húss - USK24060312
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Elvars Ágústssonar, dags. 21. júní 2024, um að breyta skráningu hússins á lóð nr. 55 við Hjallasel úr vistheimili í íbúðarhúsæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist hverfisskipulagi.
-
Hraunberg 5A - USK24090213
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt erum leyfi til að breyta bílskúr/vinnustofu í íbúðarhúsnæði á lóð nr. 5A við Hraunberg.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist hverfisskipulagi.
-
Miklabraut 80-84 - (fsp) Hækkun á mæni og staðsetning kvista - USK24080156
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, dags. 15. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 14. ágúst 2024, um hækkun á mænishæð hússins á lóð nr. 80-84, setja kvisti og fjölga íbúðum á þriðju hæð um allt um 8, samkvæmt skissu á uppdrætti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Rituhólar 4 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24060177
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Dagbjarts Ingvars Arilíussonar, dags. 12. júní 2024, um að fjölga íbúðum í húsinu lóð nr. 4 við Rituhóla sem felst í að skrá skrá aukaíbúð í húsinu með sér fastanúmeri. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Trönuhólar 14 - (fsp) Fjölgun íbúða, breyting á notkun bílageymslu, stækkun húss o.fl. - USK24090168
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Finns Jens Númasonar, dags. 13. september 2024, um að skipta einbýlishúsinu nr. 14 við Trönuhóla í tvær íbúðir, breyta notkun bílageymslu í íbúðarrými sem mun tilheyra íbúð á efri hæð, breyta svölum hússins, stækka húsið vegna nýs anddyris á jarðhæð, nýta óuppfyllt sökkurými jarðhæðar sem íbúðarrými og fjölga bílastæðum, úr tveimur stæðum í fjögur stæði, samkvæmt uppdr., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:00
Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 26. september 2024