Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 981

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 19. september kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 981. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Ingvar Jón Bates Gíslason, Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ólafur Ingibergsson og Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fossháls 1 - (fsp) Setja upp skilti - USK24060396

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Hafþórs Úlfarssonar, dags. 26. júní 2024, um að setja upp varanlegt skilti á borgarlandi við lóð nr. 1 við Fossháls. Einnig er lögð fram hugmynd að staðsetningu skiltis. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Fylgigögn

  2. Hjallavegur 62 - (fsp) innkeyrsla - USK24090069

    Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Þorbjarnardóttur, dags. 5. september 2024, um eignarhald á innkeyrslu að lóð nr. 62 við Hjallaveg. Innkeyrslan liggur í gegnum lóðirnar að Hjallavegi 60 og 66, samkvæmt mæliblaði, dags. 9. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Hraunteigur 19 - (fsp) Svalir á ris - USK24080207

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Þórunnar Elvu Þorgeirsdóttur, dags. 20. ágúst 2024, um að setja svalir á ris hússins á lóð nr. 19 við Hraunteig. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Hverfisgata 105 - (fsp) Breyting á notkun rýmis 0305 - USK24090015

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Alark arkitekta ehf., dags. 2. september 2024, um að breyta notkun rýmis merkt 0305 í húsi á lóð nr. 105 við Hverfisgötu þannig að heimilt verði að hafa þar íbúð, samkvæmt tillögu Alark arkitekta, dags. 29. ágúst 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Skúlagata 10 - (fsp) Breyting á notkun - USK24080285

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Eddu Kristínar Einarsdóttur, dags. 27. ágúst 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 27. ágúst 2024, um að breyta notkun á vinnustofu í rými 0002 í húsinu á lóð nr. 10 við Skúlagötu í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19 september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Fylgigögn

  6. Skúlagata - (fsp) Útlitsbreyting - Klæðning húss - USK24090167

    Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., dags. 13. september 2024, ásamt greinargerð Yrki arkitekta, dags. 13. september 2024, um útlitsbreytingu á húsinu á lóð nr. 4 við Skúlagötu sem felst í að klæða bygginguna að utan með ð hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu. Einnig eru lagðir fram uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 30. júní 2021 með síðari breytingum.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Kjalarnes, Hrafnhólar - Deiliskipulag - Skipulagslýsing - USK24030113

    Lögð fram umsókn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 6. mars 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 5. mars 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir syðri hluta jarðarinnar Hrafnhóla á Kjalarnesi. Tilgangur deiliskipulags er að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist, samkvæmt skipulagslýsingu Studio Bua, dags. 1. júlí 2024. Einnig er lagt fram teikningasett Studio Bua, dags. 19. janúar 2024 og fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2012. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dags. 16. september 2024, þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn umsögn.

    Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 30. september 2024.

  8. Klettháls 13 - USK24090060

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. september 2024 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir geymslutjald á lóð nr. 13 við Klettháls.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Kópavogur - Smiðjuvegur 76 - Breyting á deiliskipulagi - USK24090177

    Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 12. september 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 76 við Smiðjuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að komið verði fyrir viðbyggingu norðaustan megin við núverandi hús á lóðinni. Lóðarmörk breytast í samræmi við fyrirhugaða viðbyggingu og stækka til norðausturs og mörk skipulagssvæðis breytist einnig í samræmi við tillögu að lóðarstækkun, samkvæmt uppdr. skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, dags. 12. júlí 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Skarðás - USK24070311

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkunarskilgreiningu lands og til að innrétta kaffistofu og geymslu í gömlu spennistöðvarhúsi á lóðinni Skarðás með landeignanúmer 125749. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Fylgigögn

  11. Stekkjarbakki 2 - (fsp) Vetnisstöð - USK24080163

    Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 15. ágúst 2024, ásamt greinargerð, dags. 14. ágúst 2024, um uppbyggingu vetnisstöðvar á lóð nr. 2 við Stekkjarbakka.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hofsvallagata 54 - USK24080295

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á skipulagsmörkum. Innan nýja deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar fjórar lóðir, ný afmörkun fyrir lóð Vesturbæjarlaugar og Vesturborgar, ný lóð undir veitingavagn og ný lóð fyrir grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 12. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  13. Brautarholt 16 - USK24030336

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að hækka rishæð, fjarlægja austara stigahús, breyta gluggum, byggja svalir, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki II, teg. b,, 32 gistirými fyrir 70 gesti á efri hæðum, verslunarrými á jarðhæð, gera þaksvalir á vesturbyggingu, sameina mhl. 02 og 03 og innrétta tvær vinnustofur og sorpgeymslu í bakhúsi á lóð nr. 16 við Brautarholt.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 10-14, 18-20, Skipholti 11-13 og 15 og Laugavegi 162, 164 og 166 þegar uppfærðir uppdrættir berast.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  14. Reykjavíkurflugvöllur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Nauthólsvegur 50 - USK24090073

    Lögð fram fyrirspurn Reita, dags. 6. september 2024, ásamt bréfi, dags. 5. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg, sem felst í að heimiluð verði starfsemi hjúkrunarheimilis á lóð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Hlíðarendi - Breyting á deiliskipulagi - Reitur A - Arnarhlíð 3 - USK23060353

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lögð fram umsókn Hlíðarenda ses, dags. 27. júní 2023, ásamt greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 16. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 3 við Arnarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga íbúðum, fella niður göng undir Flugvallarveg, auka byggingarmagn á jarðhæð, auka hlutfall 5. hæðar af stærð 4. hæðar, koma fylgilóðum vegna djúpgáma fyrir í borgargötum, breyta lóðastærð, mörk skipulagssvæðis færast að lóðamörkum, útbyggingar ávarpaðar og leikskólahugmyndir á lóð eru felldar niður, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggvarpsuppdráttum Alark arkitekta, dags. 27. ágúst 2024 og 16. september 2024, og sólarljósaútreikningum af dvalarsvæði. Einnig er lagt fram uppfært samgöngumat samkvæmt minnisblaði VSÓ ráðgjafar, dags. 18. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023.

  16. Skipasund 1 - Stækkun lóðar og stæði - USK23110220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Guðjóns Valdimarssonar, dags. 16. nóvember 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Skipasund til norðurs þannig að lóðalína sé í línu með aðliggjandi lóð fyrir Sæviðarsund 2-8, ásamt því að heimilt verði að vera með stæði í norðausturhorn lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Byggvir ehf. dags. 7. febrúar 2024. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu en er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti verkefnastjóra skipulagsfulltrúa, dags. 2. maí 2024, ásamt fylgiskjali, dags. 11. mars 2024, þar sem tilkynnt er að umsækjandi sé hættur við lóðarstækkun.

    Umsókn er dregin til baka sbr. tölvupóstur verkefnastjóra skipulagsfulltrúa, dags. 2. maí 2024, ásamt fylgiskjali dags. 11. mars 2024.

  17. Einarsnes - Breyting á deiliskipulagi - Einarsnes 64 og 66A - USK24090029

    Lögð fram umsókn Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 3. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 64 og 66A við Einarsnes. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak sambyggðra bílskúra og lengja þá um 2 m til norðurs. Auk þess er gert ráð fyrir möguleika á tengingu bílskúrs við Einarsnes 66A og að rými undir núverandi útskagandi þakkanti á Austurhlið bílskúrs 66A verði breytt í innirými, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 30. ágúst 2024. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur, dags. 30. ágúst 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  18. Miðtún 11 - USK23110172

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. september 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að búið er að breyta innra skipulagi, byggja yfir útistiga, stækka bílgeymslu, koma fyrir smáhýsi og heitum potti á lóðarmörkum við hús á lóð nr. 11 við Miðtún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Fylgigögn

  19. Óðinsgata 11 - (fsp) Stækkun húss o.fl. - USK24090154

    Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar, dags. 12. september 2024, um breytingu á norðurhluta hússins á lóð nr. 11 við Óðinsgötu sem felst í að stækka núverandi anddyri og stigahús, gera nýja kvista garðmegin og tvo nýja þakglugga götumegin, líkt og hefur verið gert við suðurhluta hússins, ásamt því að setja glugga á norðurgafli hússins, samkvæmt tillögu KRADS, dags. 28. ágúst 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Höfðabakki 1 - (fsp) klæðning - USK24090139

    Lögð fram fyrirspurn Gunnars Loga Gunnarssonar, dags. 11. september 2024, ásamt bréfi, dags. 11. september 2024, um að klæða húsið á lóð nr. 1 við Höfðabakka með álklæðningu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Baldursgata 28 - (fsp) Endurbygging og stækkun húss og fjölgun íbúða - USK24030222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 15. mars 2024, ásamt bréfi, dags. 14. mars 2024, um endurbyggingu og stækkun hússins á lóð nr. 28 við Baldursgötu ásamt fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Urban Arkitekta, dags. 14. mars 2024. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024, samþykkt sbr. skilyrði og leiðbeiningar í umsögn.

    Fylgigögn

  22. Barónsstígur 5 - (fsp) Breyting á notkun og fjölgun íbúða - USK24080179

    Lögð fram fyrirspurn 132 ehf., dags. 17. ágúst 2024, um breytingu á notkun rýmis merkt 0202 í húsinu á lóð nr. 5 við Barónsstíg úr skrifstofu í íbúðarhúsnæði og gera þar tvær íbúðir.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Bergþórugata 29 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24080263

    Lögð fram fyrirspurn Ólafs Halldórssonar, dags. 26. ágúst 2024, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 29 við Bergþórugötu sem felst í að skipta íbúð á 2. hæð hússins í tvær íbúðir, eins og gert hefur verið á 1. hæð hússins sbr. grunnmynd, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Bragagata 31 - (fsp) Hækkun á þaki - USK24090082

    Lögð fram fyrirspurn Eiríks Pálssonar, dags. 9. september 2024, um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 31 við Bragagötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Gerðarbrunnur 44 - (fsp) Skipta einbýlishúsi í tvær íbúðir - USK24090173

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Sigríðar Einarsdóttur, dags. 14. september 2024, ásamt bréfi, dags. 14. september 2024, um að gera tvær íbúðir í stað einbýlishúss á lóð nr. 44 við Gerðarbrunn. Einnig lagður fram uppdr. Arkamon, ódags. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Gerðarbrunni 46, dags. 14. október 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Reitur 1.172.2 - Breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 9A og 9B - USK24090113

    Lögð fram umsókn Stefáns Arnar Stefánssonar, dags. 10. september 2024, ásamt bréfi, dags. 10. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr.  9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með íbúðir á jarðhæð, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015, br. 6. ágúst 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  27. Arnarnesvegur 3. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - USK24090155

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegar áfanga 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega stofnstígs (göngu- og hjólastígar) er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun mislægra gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem og deiliskipulags Elliðaárdals. Þá breytast deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar innan marka Reykjavíkurborgar til samræmis við nýja afmörkun Elliðaárdals. Alls flyst 1.21ha frá Arnarnesskipulaginu og yfir í deiliskipulag Elliðaárdals. Deiliskipulagsmörkin eru breytt þannig að mörkin fara að vegkanti ramps á Arnarnesvegi. Samgöngustígur norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum færist þar með yfir í deiliskipulag Elliðaárdals og að mörkum íbúabyggðar ÍB40, samkvæmt uppdráttum frá Eflu, dags. 6. september 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  28. Borgarlína 1. lota - Laugavegur frá Hallarmúla að Hlemmi - Deiliskipulag - USK24090202

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af lóðarmörkum í norðri (Hátún 2-10 og Nóatún 17), deiliskipulagsmörkum fyrir Hlemm í vestur, fyrirhuguðum deiliskipulagsmörkum Borgarlínu um Suðurlandsbraut austan megin, og að lóðarmörkum sunnan við Laugaveg. Með tilkomu nýs deiliskipulags bætast við Borgarlínubrautir frá Suðurlandsbraut að Katrínartúni ásamt einni stöð, Hátún. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er aðgengi virkra ferðamáta við götum verulega bætt. Öryggi allra vegfarenda er verulega bætt. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Grænni ásýnd gatnanna aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar ásamt torgsvæði, samkvæmt uppdráttum og greinargerð frá Yrki arkitektum, dags. 12. september 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  29. Borgarlína 1. lota - Norðurhluti Nauthólsvegar - Deiliskipulag - USK24090203

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á nyrðri hluta Nauthólsvegar. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af aðliggjandi skipulagsmörkum í norðri, lóðarmörkum í austri og vestri og við lóðarmörk Menntasveigs í suðri. Ásamt því teygjast mörkin til vesturs, um Hlíðarfót yfir Fálkahlíð, suður um nýjan afleggjara að Hótel Reykjavík Natura. Með tilkomu nýs deiliskipulags verður bætt við Borgarlínubrautum frá Arnarhlíð og að lóðarmörkum Menntasveigs við HR, ásamt einni stöð, Öskjuhlíð. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er aðgengi virkra ferðamáta við götuna verulega bætt. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar nema við gatnamót Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Grænni ásýnd gatnanna er aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð frá Yrki arkitektum, dags. 12. september 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  30. Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - USK24090074

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega samgöngustíga er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun annars vegar við mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar og hins vegar samgöngustígs með tveimur brúm yfir Dimmu. Báðar brýr fá breytta staðsetningu við nánari hönnun. Þá er ofanvatnstjörn komið fyrir milli stíga norðan við Breiðholtsbraut. Jafnframt er deiliskipulagsmörkum breytt þannig að mörkin fara að vegkanti rampa á Arnarnesvegi. Samgöngustígar norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum verða þannig innan deiliskipulags Elliðaárdals að mörkum þróunarreits. Deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar breytast til samræmis við þessa afmörkun, samkvæmt uppdráttum frá Landslagi, dags. 29. ágúst 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  31. Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 2-4 - USK24090096

    Lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 10. september 2024, ásamt greinargerð, dags. 9. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Hádegismóa, sem felst í auknu nýtingarhlutfalli á lóð og að stækkun lóðarinnar, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 9 september 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Hádegismóar - Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 8 - USK23120140

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf. ásamt bréfi, dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 8 við Hádegismóa. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð er stækkuð til norðurausturs og bætist við nýr byggingarreitur á lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 14. desember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 12. september 2024, þar sem fallið er frá umsókn.

    Umsókn er dregin til baka sbr. tölvupóstur Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 12. september 2024.

  33. Kjalarnes, Sætún I - Breyting á deiliskipulagi - USK23120004

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. september 2024, þar sem bent er á að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar vegna eftirfarandi: Gera þarf grein fyrir hvernig fyrirhuguð uppbygging atvinnuhúsnæðis samræmist ákvæðum aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði, gera þarf grein fyrir þeirri atvinnustarfsemi sem fyrirhuguð er innan lóðar A, nýtingarhlutfall er sett fram án kjallara, en reikna skal nýtingarhlutfall með kjallara, og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum við framfylgd skipulagsins.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  34. Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar 12 - USK24070159

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lögð fram umsókn Friðriks Ólafssonar, dags. 15. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 12 við Klettagarða. Í breytingunni felst að heimilt verði að setja milliloft á tveimur stöðum í verkstæðishluta hússins, samkvæmt uppdr. Friðriks Ólafssonar, dags. 15. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  35. Barmahlíð 43 - USK24090042

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060666 með því að þakhalla á gafli er breytt og komið fyrir kvisti og stigi að rishæð færður til í húsi á lóð nr. 43 við Barmahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist hverfisskipulagi.

  36. Barmahlíð 45 - USK24090043

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060666 með því að þakhalla á gafli er breytt og komið fyrir kvisti og stigi að rishæð færður til í húsi á lóð nr. 45 við Barmahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.Samræmist hverfisskipulagi.

  37. Engihlíð 6-8 - (fsp) Lyftustokkur - USK24090008

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Loga Gunnarssonar, dags. 2. september 2024, ásamt greinargerð, dags. 2. september 2024, um að koma fyrir lyftustokki á norðurhlið hússins á lóð nr. 6-8 við Engihlíð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Engihlíð 9  - (fsp) Hækkun á þaki o.fl. - USK24080220

    Lögð fram fyrirspurn Stefaníu Sigfúsdóttur, dags. 21. ágúst 2024, um að hækka þak hússins á lóð nr. 9 við Engihlíð og setja á það kvisti ásamt því að gera svalir á þakhæð móti suðri, samkvæmt uppdr. Atrium, dags. 16. ágúst 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Hjallasel 55 - (fsp) Breyting á skráningu húss - USK24060312

    Lögð fram fyrirspurn Elvars Ágústssonar, dags. 21. júní 2024, um að breyta skráningu hússins á lóð nr. 55 við Hjallasel úr vistheimili í íbúðarhúsæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  40. Rituhólar 4 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24060177

    Lögð fram fyrirspurn Dagbjarts Ingvars Arilíussonar, dags. 12. júní 2024, um að fjölga íbúðum í húsinu lóð nr. 4 við Rituhóla sem felst í að skrá skrá aukaíbúð í húsinu með sér fastanúmeri.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  41. Trönuhólar 14 - (fsp) Fjölgun íbúða, breyting á notkun bílageymslu, stækkun húss o.fl. - USK24090168

    Lögð fram fyrirspurn Finns Jens Númasonar, dags. 13. september 2024, um að skipta einbýlishúsinu nr. 14 við Trönuhóla í tvær íbúðir, breyta notkun bílageymslu í íbúðarrými sem mun tilheyra íbúð á efri hæð, breyta svölum hússins, stækka húsið vegna nýs anddyris á jarðhæð, nýta óuppfyllt sökkurými jarðhæðar sem íbúðarrými og fjölga bílastæðum, úr tveimur stæðum í fjögur stæði, samkvæmt uppdr., ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  42. Vesturás 31 - (fsp) Stækkun á kjallara - USK24030306

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Hrannar Ásgeirsdóttur, dags. 25. mars 2024, um stækkun á kjallara hússins á lóð nr. 31 við Vesturás um 35 fm. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  43. Sægarðar 1 - (fsp) Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - USK24010090

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 8. janúar 2024, ásamt greinargerð Verkís, dags. 6. desember 2023, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna lóðarinnar nr. 1 við Sægarða vegna lagnaleiða frá nýrri aðveitustöð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi.

Fundi slitið kl. 09:15

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 19. september 2024