Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 980

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 12. september kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 980. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Sigríður Maack, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fossháls 1 - (fsp) Setja upp skilti - USK24060396

    Lögð fram fyrirspurn Hafþórs Úlfarssonar, dags. 26. júní 2024, um að setja upp varanlegt skilti á borgarlandi við lóð nr. 1 við Fossháls. Einnig er lögð fram hugmynd að staðsetningu skiltis.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Grandavegur 37 - (fsp) Innkeyrsla og bílastæði á lóð - USK24050256

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Karvels Ögmundssonar, dags. 22. maí 2024, um að setja innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 37 við Grandaveg.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Hverfisgata 105 - (fsp) Breyting á notkun rýmis 0305 - USK24090015

    Lögð fram fyrirspurn Alark arkitekta ehf., dags. 2. september 2024, um að breyta notkun rýmis merkt 0305 í húsi á lóð nr. 105 við Hverfisgötu þannig að heimilt verði að hafa þar íbúð, samkvæmt tillögu Alark arkitekta, dags. 29. ágúst 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Klapparstígur 31 - (fsp) Uppsetningu á grindverki og hliði - USK24060222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Mjúk Iceland ehf., dags. 16. júní 2024, um að setja grindverk og hlið á milli húsanna á lóðum nr. 29  og 31 við Klapparstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Fylgigögn

  5. Lokastígur 28A - USK24070156

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll án veitinga með gistingu fyrir allt að 4 manns í íbúð 0201 og að setja svalir Njarðargötumegin auk áður gerðra innanhússbreytinga í húsi nr. 28A við Lokastíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Fylgigögn

  6. Ofanleiti 1 og 2 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Ofanleiti 2 - USK23100347

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Verkís hf., dags. 27. október 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp allt að 43 m2 stafrænt þjónustuskilti á vesturgafl hússins, Þeirri hlið sem snýr að Kringlumýrarbraut, samkvæmt tillögu Verkís, dags. 8. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 5. desember 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst  2024 til og með 4. september 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Reitir fasteignafélag hf. húseigandi Kringlunnar 1, dags. 2. september 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Vesturgata 26B - (fsp) Breyting á notkun - USK24080286

    Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Arnar Thorlacius, dags. 27. ágúst 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 26B við Vesturgötu úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Gufunesvegur 10 - Móttökustöð Sorpu - Endurnýjun á starfsleyfi - Umsagnarbeiðni - USK24080297

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sorpa bs. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttökustöð Sorpu að Gufunesvegi 10. Óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og til gildistíma starfsleyfis en starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru að jafnaði gefin út til 12 ára.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Korpúlfsstaðir - Breyting á deiliskipulagi - Thorsvegur 1 - USK24050137

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 13. maí 2024 ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 13. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaða vegna reits B á lóð nr. 1 við Thorsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að reiturinn verði einnig skilgreindur fyrir vélageymslu með starfsmannaaðstöðu Golfklúbbs Reykjavíkur og að núverandi efnisgeymsla sem hólfuð er niður með stoðveggjum standi áfram a lóðinni. Hámarksstærð byggingar verði 600 fm og hámarkshæð byggingar vélgeymslu verði 7 m frá neðstu gólfplötu. Bílastæði miðast við 1 stæði á hverja 100 fm og verða því 6 og hjólastæði miðast við 0,6 stæði á 100 fm og verða því 4, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 19. júní 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 7. ágúst 2024 til og með 4 september 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hildur Jónsdóttir, dags. 28. ágúst 2024. Einnig barst ábending frá Veitum, dags. 7. ágúst 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Skúlagötusvæði - Skúlagata - breyting á deiliskipulagi - USK23040113

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023, uppf. 31. ágúst 2023. Tillagan var auglýst frá 16. júní 2023 til og með 28. júlí 2023. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur, dags. 18. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Málinu er lokað þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafresti lauk, sbr. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  11. Brautarholt 16 - Minnkun lóðar - USK24090016

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 2. september 2024, um minnkun lóðarinnar nr. 16 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 14. maí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða lóðabreytingu samhliða byggingarleyfi.

  12. Grafarholt, svæði 3 - Breyting á deiliskipulagi - Jónsgeisli 89-95 - USK24020079

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Árna Jóns Sigfússonar, dags. 7. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 89-95 við Jónsgeisla. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja milliloft í byggingar, skilgreina nýja byggingarreiti á baklóðum fyrir kaldar geymslur yfir geymslusvæðum og setja gróðurbelti við suður lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Ólafs Melsted og Árna Jóns Sigfússonar, dags. 27. maí 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 7. ágúst 2024 til og með 4. september 2024. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

  13. Skerjafjörður - Framkvæmdaleyfi, Landfylling - USK24080242

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Eignasjóðs reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2024, um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar núverandi landfyllingar í Skerjafirði/Fossvogi, samkvæmt uppdr. Borgarlínunnar, dags. 21. desember 2022, uppfærður 30. nóvember 2023. Einnig er lagt fram magntöluyfirlit Eflu, dags. í janúar 2024, og framkvæmdaáætlun, dags. 29. janúar 2024. Jafnframt eru drög að útboðs- og verklýsingu Eflu, dags. 8. mars 2024, og teikningahefti Eflu, dags. í apríl 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.  Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  14. Eddufell 2-6 - Málskot - USK24090093

    Lagt fram málskot Gísla Þrastarsonar, framkvæmdarstjóra, f.h. Eddufells 2-6, fasteignafélags ehf., dags. 31. ágúst 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. maí 2024 á fyrirspurn um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 2-6 við Eddufell úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir og útlitsmyndir. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  15. Laugarásvegur 63 - USK24090041

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum stoðvegg á lóðarmörkum að lóð nr. 59, pergólu og steyptum heitum potti á steyptri verönd við einbýlishús á lóð nr. 63 við Laugarásveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Laugavegur 13 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK23070017

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Hafsjós ehf, ódags., um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 13 við Laugaveg sem felst í að skipta rými merkt 01 0101 upp í tvö fastanúmer. Fyrirspyrjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er fyrirspurn nú lögð fram að nýju ásamt bréfi skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 20. júní 2024.

    Málinu er lokað þar sem ekki hefur verið brugðist við bréfi skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 20. júní 2024.

  17. Leifsgata 15 - (fsp) - Fá ósamþykkta íbúð samþykkta - USK24080315

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Daggar Kristinsdóttur, dags. 29. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 29. ágúst 2024, um að fá ósamþykkta íbúð á jarðhæð hússins á lóð nr. 15 við Leifsgötu samþykkta. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Fylgigögn

  18. Suður Mjódd - Breyting á deiliskipulagi - Álfabakki 4A - USK24080065

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 8. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 18. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4A við Álfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til norðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar, dags. 18. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og borgarinnar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  19. Snorrabraut 77 - (fsp) Þak yfir svalir efri hæðar - USK24070076

    Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur, dags. 6. júlí 2024, um að framlengja þakflöt hússins á lóð nr. 77 við Snorrabraut yfir núverandi svalir 2. hæð, samkvæmt tillögu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Sigluvogur 10 - (fsp) Svalir - USK24080252

    Lögð fram fyrirspurn Þórólfs Inga Þórssonar, dags. 26. ágúst 2024, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 10 við Sigluvog. Einnig er lögð fram skissa á ljósmynd og ljósmyndir

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Síðumúli 32 - (fsp) Reiðhjólaskýli - Nýting borgarlands eða stækkun lóðar - USK24060220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Þórunnar Bjarneyjar Garðarsdóttur, dags. 14. júní 2024, um hvort heimilt verði að nýta borgarland við lóð nr. 32 við Síðumúla undir reiðhjólaskýli eða stækka lóðina til að koma umræddu skýli fyrir innan lóðar, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 27. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Fylgigögn

  22. Háaleitisbraut 1 - USK24040293

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 6 hæða fjölbýlishús með 27 íbúðum auk kjallara og bílageymslu, mhl.03, á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  23. Esjumelar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 1B - USK24070239

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta, dags. 22. júlí 2024, ásamt bréfi/greinargerð Grímu arkitekta dags. 22. júlí 2024, um breyting á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1b við Gullsléttu, sem felst í að reisa færanlegar starfsmannabúðir á lóðinni. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Fylgigögn

  24. Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar - Landfylling - USK24050210

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Í breytingunni sem lögð er til felst að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða í samræmi við heimildir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Á lóð Veitna er skilgreind heimild fyrir núverandi byggingarmagni og notkun ásamt því að lóðin er minnkuð, þannig að göngu- og hjólastígur meðfram sjávarsíðunni sé ekki innan lóðarinnar. Á landfyllingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir, Klettagarðar 16 og 18, um þær lóðir gilda almennir skilmálar úr deiliskipulagi og skal fjöldi bílastæða vera í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Heimilt verður að vera með tvær innkeyrslur inn á landsvæði landfyllingar frá Klettagörðum og að nýta landsvæði landfyllingar sem geymslu- og athafnasvæði, þó með fyrirvörum, ásamt því að heimilt verði að vera með tímabundið rútusvæði á landfyllingunni með aðkomu frá Klettagörðum, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 17. maí 2024. Tillagan var auglýst frá 11. júlí 2024 til og með 6. september 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar 12 - USK24070159

    Lögð fram umsókn Friðriks Ólafssonar, dags. 15. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 12 við Klettagarða. Í breytingunni felst að heimilt verði að setja milliloft á tveimur stöðum í verkstæðishluta hússins, samkvæmt uppdr. Friðriks Ólafssonar, dags. 15. júlí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  26. Barmahlíð 43 - USK24090042

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060666 með því að þakhalla á gafli er breytt og komið fyrir kvisti og stigi að rishæð færður til í húsi á lóð nr. 43 við Barmahlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

  27. Barmahlíð 45 - USK24090043

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060666 með því að þakhalla á gafli er breytt og komið fyrir kvisti og stigi að rishæð færður til í húsi á lóð nr. 45 við Barmahlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

  28. Mávahlíð 30 - (fsp) Setja hurð á austurgafl húss o.fl. - USK24070065

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Þóris Sigurðssonar, dags. 5. júlí 2024, um að setja hurð á austurgafl hússins á lóð nr. 30 við Mávahlíð og skjólvegg á lóðarmörkum Miklubrautar 30/32. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Stigahlíð 86 - USK23090210

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, 2ja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, að hluta einangrað að utan og klætt læstri málmklæðningu á lóð nr. 86 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Starhagi-Þormóðsstaðavegur - Breyting á deiliskipulagi - Starhagi 11 - USK24050167

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn A arkitekta ehf., dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er rýmkaður og stækkaður, en gert er ráð fyrir að byggingar rúmi átta deilda leikskóla, lágmarksbyggingarmagn er hækkað, lóð er stækkuð til suðausturs til að auka við útileiksvæði og lóðamörk eru dregin til baka frá hjólastíg um 1 m, samkvæmt uppdr. A arkitekta, dags. 12. apríl 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. júní 2024 til og með 26. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Álfrún Petra Baldursdóttir og Árni Freyr Magnússon, dags. 24. júlí 2024, Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson, dags. 25. júlí 2024, og Guðrún Halla Jóhannsdóttir, dags. 27. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Fundi slitið kl. 16:00

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 12. september 2024