Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 979

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 5. september kl. 09:09, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 979. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sat: Borghildur Sölvey Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Helena Stefánsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Hraunteigur 19 - (fsp) Svalir á ris - USK24080207

    Lögð fram fyrirspurn Þórunnar Elvu Þorgeirsdóttur, dags. 20. ágúst 2024, um að setja svalir á ris hússins á lóð nr. 19 við Hraunteig.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Kaplaskjólsvegur og Nesvegur - (fsp) Síuhús - USK24090056

    Lögð fram fyrirspurn Veitna, dags. 4. september 2024, um að koma fyrir tímabundnu síuhúsi (8,3 m2) á grasbala á horni Kaplaskjólsvegar og Nesvegar, fyrir framan hús nr. 58 við Kaplaskjólsveg. Einnig er lögð fram loftmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu síuhúss.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  3. Skúlagata 10 - (fsp) Breyting á notkun - USK24080285

    Lögð fram fyrirspurn Eddu Kristínar Einarsdóttur, dags. 27. ágúst 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 27. ágúst 2024, um að breyta notkun á vinnustofu í rými 0002 í húsinu á lóð nr. 10 við Skúlagötu í íbúðarhúsnæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Austurbakki 2 - USK24020030

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0055542 og innrétta skrifstofur á 1. hæð og í kjallara, í rými þar sem áður var verslunar- og þjónusturými í mhl. 16 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Brautarholt 16 - Minnkun lóðar - USK24090016

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 2. september 2024, um minnkun lóðarinnar nr. 16 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 14. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  6. Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag - Breyting á deiliskipulagi vegna gatnamóta við Katrínartún - USK24080215

    Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breytinga á gatnamótum Laugavegs og Katrínartúns. Færsla á skipulagsmörkum að breyttum lóðamörkum Laugavegar 162 eru færð sunnar sem nemur 3 m Komið er fyrir akstursleið í austur frá Ásholti meðfram Laugavegi 162 samhliða sérrými almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, akfærum göngustíg frá Ásholti niður að Laugaveg, breyttri útfærslu gatnamóta Katrínartúns og Laugavegs til samræmis við forhönnun Borgarlínu, uppfærðri útfærslu sérrýmis almenningssamgangna, hjóla- og göngustíga, auknu svigrúmi sérrýmis Borgarlínu sbr. gulan lit í skýringum, og almennt breyttri framsetning lita á uppdrætti til frekari skýringa og samræmis við deiliskipulagsáætlanir Borgarlínu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Yrki arkitekta, dags. 5. september 2024. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lóðamarkabreytingu, dags. 5. september 2024. Lóðin verður 8041,8 m eftir skerðingu. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við forhönnun Borgarlínu.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  7. Hlíðarendi - Reitur I - breyting á deiliskipulagi - Haukahlíð 6 - USK23010208

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bjargs Íbúðafélags, dags. 17. janúar 2023 ásamt bréfi, dags. 16. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reits I við Haukahlíð, lóð nr. 6 við Haukahlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst fjölgun íbúða úr 70 íbúðum í 85 leiguíbúðir. Einnig breyting; á hlutföllum íbúðastærða fyrir lóðina, á skilmálum um randbyggð og útlit á þann hátt að norður og suðurhlið verði deilt í fjórar einingar í stað fimm, á skilmálum um frágang innan lóða, á skilmálum um ofanvatnslausnir og jarðvegsdýpt auk þess sem deiliskipulagsmörk verða færð að lóðamörkum. Einnig fjölgun bílastæða í kjallara í 54 stæði ásamt útlistingu á fyrirkomulagi aðgengis í bílakjallarann sbr. niðurstöðu á uppfærslu samgöngumats, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 30. apríl 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu, dags. 30. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingibjörn Sigurbergsson, dags. 11. júlí 2024, Sigríður Gunnarsdóttir, dags. 14. júlí 2024, Elín Sigurðardóttir, dags. 17. júlí 2024, Anna Borgþórsdóttir Olsen og Pétur K. Hilmarsson, dags. 17. júlí 2024, Einar Gylfi Haraldsson, dags. 19. júlí 2024, Geir Gylfason, dags. 19. júlí 2024 og íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 22. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  8. Laugavegur 176-178, Bolholt 4-8 og Skipholt 33-37 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Skipholt 35 - USK24080250

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar, dags. 23. ágúst 2024, ásamt greinargerð, dags. 17. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar 176-178, Bolholts 4-8 og Skipholts 33-37 vegna lóðarinnar nr. 35 við Skipholt, sem felst aukningu á byggingarmagn og að bæta við og breyta hluta af efri hæðum þannig heimilt verði að hafa þar íbúðir, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím dags. 4. júlí 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Kvosin - Breyting á deiliskipulagi - Tryggvagata 15 / Grófarhús - USK24070146

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram umsókn Simon Joscha Flender, dags. 12. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, vegna lóðarinnar nr. 15 við Tryggvagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera innri og ytri breytingar á Grófarhúsi samkvæmt vinningstillögu hönnunarsamkeppna sem haldin var árið 2022, en helstu breytingar eru breytt útlit á veggflötum hússins sem verður meira í anda upprunalegs útlits, niðurrif hæða innanhúss þar sem opnað verður milli hæða, breytt þakform með tveimur glerjuðum þakhæðum í stað núverandi þakhæðar og hækkun á hæðarkóta þaks sem nemur um hálfum metra, með frávikum vegna frágangs á þakplötu og tæknirýmum, ásamt því að gert er ráð fyrir framtíðartengingu við starfsemi Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu 17 með að hámarki tveimur göngubrúm, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. JVST, dags. 5. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023.

  10. Leifsgata 15 - (fsp) - Fá ósamþykkta íbúð samþykkta - USK24080315

    Lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Daggar Kristinsdóttur, dags. 29. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 29. ágúst 2024, um að fá ósamþykkta íbúð á jarðhæð hússins á lóð nr. 15 við Leifsgötu samþykkta.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Norðurbrún - Breyting á deiliskipulagi - Norðurbrún 22 - USK24080314

    Lögð fram umsókn Önnu Margrétar Hauksdóttur, dags. 29. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 22 við Norðurbrún. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar til að koma fyrir sólstofu, samkvæmt uppdr. AHV, dags. 29. ágúst 2024.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Norðurbrún 18 og 24 og Austurbrún 17.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  12. Nýlendureitur - Breyting á deiliskipulagi - Vesturgata 42 - USK24010044

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigríðar S. Sigþórsdóttur, dags. 4. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 42 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð, stækka byggingarreit vegna byggingu lyftuhúss á austurhlið, bæta við svölum á vesturhlið hússins á 2. og 3. hæð og koma fyrir leik- og dvalarsvæði fyrir íbúa á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Basalt arkitekta, dags. 27. júní 2024. Erindinu var grenndarkynnt frá 23. júlí 2024 til og með 21. ágúst 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólafur Baldvin Jónsson, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Jón Páll Baldvinsson, dags. 8. ágúst 2024, og Húsfélagið Vesturgötu 40 f.h. íbúa, dags. 21. ágúst 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 31. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  13. Óðinsgata 14A og 14B - (fsp) Fjölgun íbúða og hækkun á nýtingarhlutfalli - USK24050061

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta ehf., dags. 6. maí 2024, ásamt greinargerð, dags. 6. maí 2024, um að fjölga íbúðum í húsunum á lóðum nr. 14A og 14B við Óðinsgötu og hækka nýtingarhlutfall á lóðunum. Að Óðinsgötu 14A er jafnframt óskað eftir heimild til að stækka jarðhæð hússins til norðvesturs, bæta við tvíhallandi kvisti götumegin og fjarlægja núverandi kvisti til norðvesturs og gera þess í stað einhallandi inndregin kvist, fjarlægja svalir á norðvesturhlið húss og gera fjórar litlar svalir á 2. hæð og rishæð. Að Óðinsgötu 14B er jafnframt óskað eftir heimild til að grafa frá húsinu suðaustanmegin til að auka loft- og dagsbirtugæði inn í byggingu, setja útitröppu til suðausturs til að tengja íbúðir á jarðhæð, en íbúðir á jarðhæð eru með sér inngang, og gera tvær nýjar litlar svalir á 2. hæð, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 18. mars 2024. Einnig er lagt fram álit Minjastofnunar Íslands, ódags., og kynning á öríbúðum fyrir mínímalískan lífstíl. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdr. A2F arkitekta, dags. 27. júlí 2024, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Fylgigögn

  14. Síðumúli 27 - (fsp) Breyting á notkun, hækkun húss o.fl. - USK23100177

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Síðumúla 27 ehf., dags. 11. október 2023, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 27 við Síðumúla í íbúðarhúsnæði, hækka húsið um tvær hæðir, byggja lyftuhús við núverandi húsnæði og breyta útliti, samkvæmt uppdr. M11 Arkitekta, dags. 11. október 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Grettisgata 20A - USK24050253

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi að fjölga eignum, gera 3 íbúðir í íbúðarhúsi, mhl.01, rífa núverandi stigahús og byggja viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara og svala til suðurs og byggja nýbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara með tveimur íbúðum, mhl.02, á suðurhluta lóðar nr. 20A við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Grettisgata 20B - USK24060181

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi stigahús og byggja viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara og svala til suðurs á íbúðarhúsi á lóð nr. 20B við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Grettisgata 58A - USK24070298

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. september 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri viðbyggingu, sjá erindi USK24050258, á norðurhlið húss með þaksvölum ofaná og til að gera ósamþykkta íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 58A við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Síðumúli 32 - (fsp) Reiðhjólaskýli - Nýting borgarlands eða stækkun lóðar - USK24060220

    Lögð fram fyrirspurn Þórunnar Bjarneyjar Garðarsdóttur, dags. 14. júní 2024, um hvort heimilt verði að nýta borgarland við lóð nr. 32 við Síðumúla undir reiðhjólaskýli eða stækka lóðina til að koma umræddu skýli fyrir innan lóðar, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 27. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Vesturbrún 2 - USK24080228

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að gera tvö bílastæði og byggja stakstæðan, staðsteyptan bílskúr,samsíða bílskúr á lóðarmörkum lóðar nr.12 við Brúnaveg með aðkeyrslu frá Brúnavegi, mhl. 02, á lóð nr. 2 við Vesturbrún.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brúnavegi 12, þegar uppfærðir uppdrættir berast.

  20. Egilsgata 14 - (fsp) Svalir á íbúð 0201 - USK24060446

    Lögð fram fyrirspurn Alexiu Bjarkar Lebas, dags. 29. júní 2024, um að setja svalir á íbúð 0201 í húsinu á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdrætti, ódags. Einnig er lagt fram samkomulag þinglýstra eigenda að Egilsgötu 14, dags. 29. október 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Miðtún 11 - USK23110172

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. september 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að búið er að breyta innra skipulagi, byggja yfir útistiga, stækka bílgeymslu, koma fyrir smáhýsi og heitum potti á lóðarmörkum við hús á lóð nr. 11 við Miðtún.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Snorrabraut-Hlemmur - Breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 27-29 - USK24040003

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jeannot A. Tsirenge, dags. 1. apríl 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut-Hlemm vegna hússins nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimila svalir út fyrir byggingarreit á ákveðnum stöðum á húsinu, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2024, br. 4. september 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. maí 2024 til og með 13. júní 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingólfur Árni Gunnarsson f.h. Vatnaborga ehf. eiganda að Snorrabraut 27 og lóðarhafa að lóðinni Snorrabraut 27-29, dags. 13. júní 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  23. Bergstaðastræti 57 - USK24080069

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til byggja kvist á norðausturhlið ásamt því að lækka gólf í kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 57 við Berstaðarstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt,

    Fylgigögn

  24. Kennaraháskóli Íslands/Sjómannaskólinn - Breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 35 - USK24080246

    Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 23. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands/Sjómannaskólans vegna lóðarinnar nr. 35 við Háteigsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst fjölgun á byggingarreitum fyrir hjóla- og/eða sorpskýli á lóð, djúpgámsvæði er skilgreint, grenndargámar færðir, svæði fyrir ofanvatnslausnir fært og þakhalla breytt lítillega, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 30. ágúst 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  25. Álfsnes - Víðinesvegur 20 - Endurnýjun á starfsleyfi - Skotfélag Reykjavíkur - Umsagnarbeiðni - USK24080121

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotfélags Reykjavíkur um endurnýjun á starfsleyfi fyrir skotvöll félagsins að Víðinesvegi 20, Álfsnesi.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Álfsnes - Víðinesvegur 20 - Endurnýjun á starfsleyfi - Skotreyn - Umsagnarbeiðni - USK24080118

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) um endurnýjun á starfsleyfi fyrir skotvöll félagsins að Víðinesvegi 20, Álfsnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Blikastaðavegur 2-8 - Breyting á deiliskipulagi - USK24070007

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Arnars Þórs Jónssonar, dags. 1. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Blikastaðavegar 2-8. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur 2 er aðlagaður að fyrirhugaðri byggingu og byggingarreitur minnkar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Arkís, dags. 6. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  28. Hólmsheiði 2. áfangi - Deiliskipulag athafnasvæðis - SN210147

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði, áfangi 2. Skipulagssvæðið er um 50 ha að stærð og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og væntanlegs athafnasvæðis (áfangi 1) til austurs. Skipulagstillagan gerir ráð stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum, alls 6 talsins, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu og skulu mannvirki, byggingar og önnur manngerð inngrip á lóðum búa yfir arkitektúr sem skapar sterka tengingu við aðliggjandi náttúru. Jafnframt er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla A2F Arkitekta, dags. 5. september 2024. Auk þess er lögð fram drög að fornleifaskráningu Borgarsögusafns Reykjavíkur, ódags., jarðfræðiskýrsla frá COWI um sprunguathugun á svæðinu, dags. maí 2024, og skýrsla Vatnaskila um mat á mögulegri mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum, dags. maí 2024.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  29. Ásgarður 1-17 - (fsp) Bílastæði fyrir hleðslustöð - USK24070004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Páls Líndal, dags. 1. júlí 2024, um setja bílastæði fyrir framan hvert raðhús á lóð nr. 1-17 við Ásgarð til m.a. að auðvelda uppsetningu á hleðslustöð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Engihlíð 6-8 - (fsp) Lyftustokkur - USK24090008

    Lögð fram fyrirspurn Gunnars Loga Gunnarssonar, dags. 2. september 2024, ásamt greinargerð, dags. 2. september 2024, um að koma fyrir lyftustokki á norðurhlið hússins á lóð nr. 6-8 við Engihlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Heiðarás 3 - (fsp) Svalir - USK24080175

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundssonar, dags. 16. ágúst 2024, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 3 við Heiðarás, samkvæmt skissu, ódags.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi - SN150530

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti, dags. 31. október 2023 síðast br. 30. ágúst 2024, greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024.

    Lagt fram.

  33. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðahverfi - SN150531

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti, dags. 31. október 2023 síðast br. 30. ágúst 2024, greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024.

    Lagt fram.

  34. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi - SN150532

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti, dags. 31. október 2023 síðast br. 30. ágúst 2024, greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023, síðast br. 30. ágúst 2024.

    Lagt fram.

  35. Seljabraut 62-70 - (fsp) Kvöð um gönguleið - USK24070107

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Helgu Bryndísar Kristjánsdóttur, dags. 9. júlí 2024, vegna kvaðar um gönguleið af lóðinni nr. 62-70 við Seljabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. desember 2020, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Skeggjagata 9 - (fsp) innkeyrsla og bílastæði á lóð - USK24070188

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Lárusar Blöndal, dags. 16. júlí 2024, ásamt bréfi Önnu Kristínar Jónsdóttur og Lárusar Blöndal, ódags., um að koma fyrir innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 9 við Skeggjagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Fylgigögn

  37. Stekkjarsel 9 - (fsp) stækkun lóðar - USK24080186

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024 var lögð fram Jóns Hlyns Clausen Gunnlaugssonar, dags. 19. ágúst 2024, um stækkun lóðarinnar nr. 9 við Stekkjarsel, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024.

    Fylgigögn

  38. Borgartúnsreitur vestur - Breyting á deiliskipulagi - Borgartún 1 og 3 og Guðrúnartún 4 - USK23110063

    Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 6. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna þriggja í eina lóð og aukning á byggingarmagni ásamt því að heimilt verði að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024.

    Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 17. október 2024.

Fundi slitið kl. 16:00

Borghildur Sölvey Sturludóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 5. september 2024