Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 978

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 978. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Katrín Eir Kjartansdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Auðun Helgason og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Aðalstræti 8 - (fsp) Kvistur - USK24070163

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar, dags. 15. júlí 2024, um að setja kvisti á þak hússins á lóð nr. 8 við Aðalstræti í stað glugga sem þar eru, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 20. júlí 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Búðagerði 10 - (fsp) Breyting á notkun - USK24070075

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Arnar Helgasonar, f.h. Húsverndar ehf., dags. 6. júlí 2024, ásamt bréfi Arnar Helgasonar, dags, 25. júní 2024, um að breyta verslunarhúsnæði í íbúðarhúnæði, samkvæmt uppdr. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  3. Grandavegur 37 - (fsp) Innkeyrsla á lóð - USK24050256

    Lögð fram fyrirspurn Karvels Ögmundssonar, dags. 22. maí 2024, um að setja innkeyrslu á lóð nr. 37 við Grandaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Grensásvegur 24 - USK24060322

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN055716, með síðari breytingu USK23030024 þannig að hús nr. 24, er hækkað um eina hæð og ásamt húsi nr. 26  klætt utan með álklæðningu, gistihús í flokki ll teg b, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Krókháls 7 - USK24070094

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur stafrænum auglýsingaskiltum á lóð nr. 7 við Krókháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  6. Miklabraut 80-84 - (fsp) Hækkun á mæni og staðsetning kvista - USK24080156

    Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, dags. 15. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 14. ágúst 2024, um hækkun á mænishæð hússins á lóð nr. 80-84, setja kvisti og fjölga íbúðum á þriðju hæð um allt um 8, samkvæmt skissu á uppdrætti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Síðumúli 29 - Geymslustaður ökutækjaleigu - Umsagnarbeiðni - USK24080044

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 24. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Andra Freys Hlynssonar f.h. Start Car Rental ehf. um geymslustað ökutækja að Síðumúla 29. Sótt er um að leigja út fjögur ökutæki með geymslustað á lóðinni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - USK24050182

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2024, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi sem nær yfir afmarkað svæði í Elliðaárdal. Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði frá Árbæjarstíflu upp fyrir Blásteinshólma og neðan frá stíflunni meðfram Rafstöðvarvegi að Elliðaárvirkjun. Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að uppfæra deiliskipulag fyrir Elliðaárdalinn þar sem árbæjarlónið verður ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir eru endurheimtir. Fjallað verður um nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg tenging yfir dalinn ásamt mögulegum dvalar og áningastöðum. Í deiliskipulagsvinnunni verður lögð áhersla á lífríkið á svæðinu og hugsanlegar mótvægisaðgerðir vegna frárennslis frá byggð í Elliðaárnar. Neðan stíflunnar er markmið breytts skipulags að auka umferðaröryggi um Rafstöðvarveg meðan staðinn er vörður um sjónræn tengsl Árbæjarstíflu og Elliðaárvirkjunar. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru- og útivistarperla. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 12. júlí 2024 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Umhverfisstofnun, dags. 10. júní 2024, íbúaráð Breiðholts, dags. 13. júní 2024, Íþróttafélagið Fylkir, dags. 27. júní 2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 27. júní 2024, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024, Stangveiðifélag Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024, íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 28. júní 2024, fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalins íbúa íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 3. júlí 2024, Hafrannsóknastofnun, dags. 8. júlí 2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  9. Foldahverfi 3. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Fjallkonuvegur 1 - USK24050082

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Arnar Sigurðssonar, dags. 7. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 3. áfanga vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir þvottastöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 3. maí 2024, br. 29. ágúst 2024. Tillagan var auglýst frá 11. júlí 2024 til og með 23. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 6. ágúst 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  10. Gufunesvegur 10 - Móttökustöð Sorpu - Endurnýjun á starfsleyfi - Umsagnarbeiðni - USK24080297

    Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sorpa bs. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttökustöð Sorpu að Gufunesvegi 10. Óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og til gildistíma starfsleyfis en starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru að jafnaði gefin út til 12 ára.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Kópavogur - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut - Tillaga að nýju deiliskipulagi - USK24080042

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 19. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Ásbrautar í Kópavogi. Skipulagssvæðið nær yfir fjölbýlishúsalóðir 3-21 og göturými við Ásbraut. Markmið með deiliskipulagsvinnunni að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar, samkvæmt lýsingu, dags. 12. júlí 2024. Erindinu  var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hofsvallagata 54 - USK24080295

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á skipulagsmörkum. Innan nýja deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar þrjár lóðir, ný afmörkun fyrir lóð Vesturbæjarlaugar, ný lóð undir veitingavagn og ný lóð fyrir grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 20. ágúst 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  13. Reykjavíkurflugvöllur - Endurnýjun á starfsleyfi - Umsagnarbeiðni - USK24080296

    Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar ISAVIA innanlandsflugvalla ehf. um endurnýjun á starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar fyrir mengandi starfsemi þ.e. rekstri flugvallar, bifreiða og vélaverkstæðis og olíugeymis til eigin nota. Óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og til gildistíma starfsleyfis en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur alla jafna út starfsleyfi til 12 ára.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Skerjafjörður - Framkvæmdaleyfi, Landfylling - USK24080242

    Lögð fram umsókn Rúnars Gísla Valdimarssonar, dags. 23. ágúst 2024, um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar núverandi landfyllingar í Skerjafirði/Fossvogi, samkvæmt uppdr. Borgarlínunnar, dags. 21. desember 2022, uppfærður 30. nóvember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  15. Fjallkonuvegur 1 - USK24070114

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sjálfvirka þvottastöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  16. Lokastígur 28A - USK24070156

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll án veitinga með gistingu fyrir allt að 4 manns í íbúð 0201 og að setja svalir Njarðargötumegin auk áður gerðra innanhússbreytinga í húsi nr. 28A við Lokastíg. Erindinu  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Njálsgata 84 - Breyting á skráningu - USK24060178

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Kaldal, dags. 12. júní 2024, um að breyta skráningu byggingar á baklóð nr. 84 við Njálsgötu úr vinnustofu í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Álfabakki 2A - USK24070291

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23080010 með því að breyta útliti glugga og handriða, bætt við fituskilju ásamt  að skipta hljóðmön út fyrir hljóðvegg og auka bílastæði auk breytinga á innra fyrirkomulagi á 1 hæð og bílakjallara í húsi á lóð nr. 2A við Álfabakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  19. Borgartúnsreitur vestur - breyting á deiliskipulagi - Borgartún 5 og 7  og Guðrúnartún 6 - skipulagslýsing - USK24050013

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. maí 2024 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að skýra og móta byggingarheimildir á lóðunum Borgartúni 5 og 7 ásamt Guðrúnartúni 6 fyrir blandaða byggð íbúða, þjónustu og atvinnu. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Skipulagsstofnun, dags. 25. júní 2024, Minjastofnun íslands, dags. 26. júní 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  20. Nýlendureitur - Breyting á deiliskipulagi - Vesturgata 42 - USK24010044

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigríðar S. Sigþórsdóttur, dags. 4. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 42 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð, stækka byggingarreit vegna byggingu lyftuhúss á austurhlið, bæta við svölum á vesturhlið hússins á 2. og 3. hæð og koma fyrir leik- og dvalarsvæði fyrir íbúa á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Basalt arkitekta, dags. 27. júní 2024. Erindinu var grenndarkynnt frá 23. júlí 2024 til og með 21. ágúst 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólafur Baldvin Jónsson, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Jón Páll Baldvinsson, dags. 8. ágúst 2024, og Húsfélagið Vesturgötu 40 f.h. íbúa, dags. 21. ágúst 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 31. júlí 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Grettisgata 20A - USK24050253

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi að fjölga eignum, gera 3 íbúðir í íbúðarhúsi, mhl.01, rífa núverandi stigahús og byggja viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara og svala til suðurs og byggja nýbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara með tveimur íbúðum, mhl.02, á suðurhluta lóðar nr. 20A við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Grettisgata 20B - USK24060181

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi stigahús og byggja viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara og svala til suðurs á íbúðarhúsi á lóð nr. 20B við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Háteigsvegur 2 - USK24070140

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar, annars vegar biðstofu framan við núverandi anddyri á norðurhlið og hins vegar nýtt anddyri á austurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Háteigsveg.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Háteigsvegi 1, 3 og 4 og Rauðarárstíg 40 og 42.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  24. Menntaskólinn við Sund - Breyting á deiliskipulagi - Gnoðarvogur 43 - USK24070262

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar, dags. 23. júlí 2024, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 23. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla - Menntaskólans við Sund vegna lóðarinnar nr 43 við Gnoðarvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 17. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  25. Vogabyggð svæði 2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Súðarvogur 7 - USK24080257

    Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, dags. 26. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 22. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðarinnar nr. 7 við Súðarvog, sem felst í að heimiluð verði uppbygging á 10-12 íbúða nýbyggingu á lóð og yfirbygging bílastæða (14 stk.) í tengslum við nýbyggingu ásamt því að heimilt verði að bæta við svölum á íbúðir núverandi húss á lóð, samkvæm tillögum, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Teigahverfi - breyting á deiliskipulagi - Hofteigur 23 - USK24040139

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Péturs Andreas Maack, dags. 12. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hofteig. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr, samkvæmt uppdr. GB Design, dags. 12. apríl 2024, br. 29. ágúst 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 24. júní 2024 til og með 22. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 7. ágúst 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  27. Blikastaðavegur 2-8 - Breyting á deiliskipulagi - USK24070007

    Lögð fram umsókn Arnars Þórs Jónssonar, dags. 1. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Blikastaðavegar 2-8. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur 2 er aðlagaður að fyrirhugaðri byggingu og byggingarreitur minnkar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Arkís, dags. 6. júní 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  28. Kjalarnes - Hesthamrar - Smábýli 12 - USK24020258

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús, mhl.01 og hesthús, mhl.02 við Smábýli 12 á landinu Hesthamrar á Kjalarnesi. Erindið var grenndarkynnt frá 24. júlí 2024 til og með 22. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags, 22. ágúst 2024, vegna veghelgunarsvæðis og umsögn Guðríðar Gunnarsdóttur og Björns Ólafsonar, dags. 29. júlí 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  29. Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 6 - USK24060193

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Snælands ehf., dags. 13. júní 2024, ásamt bréfi Zeppelin arkitekta, dags. 13. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 6 við Hádegismóa sem felst í breytingu á lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 13. maí 2024. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd og ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Kjalarnes, Mógilsá - Esjuhlíðar - Framkvæmdaleyfi - USK24060269

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 19. júní 2024, um framkvæmdaleyfi vegna lagfæringar á brú og gönguleið í Esjuhlíðum. Einnig er lögð fram greinargerð Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu vegna umsóknar framkvæmdasjóðs ferðamannastaða október 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 29. ágúst 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  31. Heiðarás 3 - (fsp) svalir - USK24080175

    Lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundssonar, dags. 16. ágúst 2024, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 3 við Heiðarás, samkvæmt skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi - SN150530

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  33. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðahverfi - SN150531

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  34. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi - SN150532

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt hverfisskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en bendir á að áður þarf að lagfæra og/eða skýra nokkur atriði sbr. bréfi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  35. Stekkjarsel 9 - (fsp) stækkun lóðar - USK24080186

    Lögð fram Jóns Hlyns Clausen Gunnlaugssonar, dags. 19. ágúst 2024, um stækkun lóðarinnar nr. 9 við Stekkjarsel, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Tillaga um gerð skilalýsingar á íbúðum ætlaðar eldra fólki - 2024 - MSS24080040

    Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2024, þar sem bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 16. ágúst 2024, er varðar samþykkt á tillögu öldungaráðs um þarfagreiningu fyrir skilalýsingu á íbúðum ætlaðar eldra fólki, er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Lagt fram.

Fundi slitið kl. 16:00

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 29. ágúst 2024