Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 977

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 977. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hjördís Sóley Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Katrín Eir Kjartansdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir, Ævar Harðarson og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Íbúðarhverfi við Elliðavog - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Sæviðarsund 100 - USK24070270

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 24. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Íbúðarhverfis við Elliðavog vegna lóðarinnar nr. 100 við Sæviðarsund sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 9. september 2022, br. 5. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt. 

    Fylgigögn

  2. Skútuvogur 8 - USK24060221

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að reisa tvö frístandandi 6,0 ferm. ljósaskilti í á lóðarmörkum með sljómagninu 200-250 Lux á lóð nr. 8 við Skútuvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  3. Vogahverfi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Nökkvavogur 23 og Langholtsvegur 172 - USK24060416Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Braga Baldurssonar, dags. 27. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 23. við Nökkvavog sem felst í að stækka lóðina inn á lóð nr. 172 við Langholtsveg. Um er að ræða lóðarskika sem er á milli lóðanna að Nökkvavogi 23 og Langholtsvegi 174 þar sem innkeyrsla er sýnd inn á lóð að Langholtsvegi 172 á gildandi deiliskipulagi.  Einnig er lögð fram yfirlitsmynd þar sem svæði er merkt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Ægisíða 56 - USK24060389

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja þak og stækka ris í fjölbýlishús á lóð nr. 56 við Ægissíðu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  5. Öldugata 23 - USK24060207

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, koma fyrir framleiðslueldhúsi á vinnurými í tengslum við nýja kaffistofu á 1. hæð, og bæta flóttaleiðir með því að koma fyrir flóttastiga frá risi niður á svalir 2. hæðar og flóttastiga þaðan niður á bílastæði við suðurhlið, einnig er gerð ný skábraut meðfram austurgafli skólahúss á lóð nr. 23 við Öldugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  6. Breiðholt I - breyting á deiliskipulagi - Arnarbakki 2-6, 8 og 10 - USK24030341

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 26. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðanna nr. 2-6, 8 og 10 við Arnarbakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir leikskóla á jarðhæð húss á lóð nr. 4, stækka lóð og auka byggingarmagn. Færa íbúðarlóð nr. 6 innan svæðisins og breyta henni í lóð nr. 10. Lóð nr. 6 verður leikskólalóð og heimilt verður að reisa á henni útileikstofu. Stúdentaíbúðum í húsum nr. 2 og 4 og íbúðum í húsi nr. 10 (áður nr. 6) verður fjölgað og þakformum húsa nr. 2, 4 og 10 verður breytt. Sameiginleg lóð verður gerð fyrir bílastæði á svæðinu og fylgilóð verður gerð fyrir djúpgáma á svæðinu ásamt því að byggingarreitur verður gerður fyrir hjóla- og sorpgeymslur, samkvæmt deiliskipulags- og skuggvarpsuppdr. Tendru Arkitektur og Grímu arkitekta, dags. 26. mars 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Mannvits fyrir Arnarbakka, útgáfa 9, dags. 24. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Þorsteinn Kristinsson, dags. 9. júní 2024, Kjartan Birgisson, dags. 10. júní 2024, Íbúaráð Breiðholts, dags. 13. júní 2024, Ásgrímur Guðmundsson, dags. 13. júní 2024, Hafdís Gréta Þórsdóttir, 13. júní 2024,  Veitur, dags. 9. júlí 2024, Eysteinn Helgason, dags. 15. júlí 2024, og Minjastofnun Íslands, dags. 26. júlí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  7. Breiðholt, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt - breyting á hverfisskipulagi - USK24050012

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts hverfi 6.1 Neðra Breiðholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipulagsmörkum þróunarreits 6.1.6.Þ er breytt til þess að ná utan um leikskólalóð við Arnarbakka 4. Skilmálaeining 6.1.1.ÍB mun minnka, þar sem grænt svæði sem tilheyrir skilmálaeiningunni verður fellt inn í þróunarreit 6.1.6.Þ. Eftir að uppbyggingu á svæðinu er lokið, samkvæmt nýju deiliskipulagi, er gert ráð fyrir að skipulagið verði fellt inn í hverfisskipulag Neðra-Breiðholts og fá skilmálaeiningarnúmerið 6.1.6, samkvæmt uppdr. Tendra arkitektúr og Gríma arkitekta, dags. 30. apríl 2024. Tillagan var auglýst frá 6. júní 2024 til og með 19. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemd: Guðbjörg Þórey Gísladóttir, dags. 10. júní 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  8. Skarðás - USK24070311

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkunarskilgreiningu lands og til að innrétta kaffistofu og geymslu í gömlu spennistöðvarhúsi á lóðinni Skarðás með landeignanúmer 125749.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Eiríksgata 29 - USK24070152

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta fjóra gististaði í flokki II, teg c, minna gistiheimili, eitt á hverri hæð, fyrir samtals 28 gesti í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Eiríksgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  10. Grandavegur 37 - (fsp) Innkeyrsla á lóð - USK24050256

    Lögð fram fyrirspurn Karvels Ögmundssonar, dags. 22. maí 2024, um að setja innkeyrslu á lóð nr. 37 við Grandaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  11. Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, - Breyting á deiliskipulagi fyrir Hlemmtorg - samræming við forhönnun Borgarlínu.- USK24080142

    Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulag reits 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, vegna breyttrar legu Borgarlínu um torgsvæði og hjólastíga, samkvæmt uppdrætti YRKI arkitekta, dags. 22. ágúst 2024. Breytingar deiliskipulagsins eru í samræmi við forhönnun Borgarlínu og verkhönnun Hlemmtorgs. Breytingin brýtur ekki í bága við upphafleg markmið deiliskipulagsins og víkur ekki frá grundvallarhönnun torgsins eins og það var upphaflega auglýst og staðfest

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  12. Suður Mjódd - Breyting á deiliskipulagi - Álfabakki 4A - USK24080065

    Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 8. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 18. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4A við Álfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til norðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar, dags. 18. júlí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  13. Sundin - Breyting á deiliskipulagi - Dyngjuvegur 18, Leikskólinn Sunnuborg - USK24060431

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. fenbúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdráttum Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnutorgs og skýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2024, um kolefnisspors niðurrifs. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 19. september 2024.

  14. Marargata 2 - (fsp) Breyta bílskúr í íbúð - USK24070183

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Þórðar Þórðarsonar, dags. 16. júlí 2024, um að breyta bílskúr á lóð nr. 2 við Marargötu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  15. Dugguvogur 46 - (fsp) Breyting á notkun - USK24050364

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Áslaugs Andra Jóhannssonar, dags. 29. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 46 við Dugguvog úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju.

    Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  16. Eikjuvogur 27 - USK24060292

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi að breyta bílastæði á lóð nr. 27 við Eikjuvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Háteigsvegur 2 - USK24070140

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar, annars vegar biðstofu framan við núverandi anddyri á norðurhlið og hins vegar nýtt anddyri á austurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Háteigsveg. Erindinu  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  18. Stefnisvogur 1 - USK24070158

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum, bílageymslu og atvinnurými og verða mhl. 01,02,03 og 04 á lóð nr. 1 við Stefnisvog. Erindinu  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  19. Hyrjarhöfði 4 - USK24060324

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 151,7 ferm. geymslu á lóð nr. 4 við Hyrjarhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  20. Bergstaðastræti 50B - USK24070299

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka tvö gluggaop og gera svalahurðir, gera svalir á norðurhlið, nýjar tröppur á suðurhlið, færa alla glugga í upprunalegt horf og klæða með timbri, íbúðarhús á lóð nr. 50B við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  21. Bergstaðastræti 57 - USK24080069

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til byggja kvist á norðausturhlið ásamt því að lækka gólf í kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 57 við Berstaðarstræti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Kirkjustétt 36 - (fsp) Svalir - USK24050286

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar, dags. 23. maí 2024, um að bæta við svölum á vesturhlið hússins á lóð nr. 36 við Kirkjustétt, samkvæmt uppdr. GB Design, dags. 18. apríl 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Fylgigögn

  23. Skólavörðustígur 25 - USK24070312

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs upp að og ofaná mhl. 03, gera verönd á hluta þaks, innrétta geymslur í kjallara og skrifstofur á hæð og sameina í einn matshluta hús á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Kjalarnes, Mógilsá - Esjuhlíðar - Framkvæmdaleyfi - USK24060269

    Lögð fram umsókn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 19. júní 2024, um framkvæmdaleyfi vegna lagfæringar á brú og gönguleið í Esjuhlíðum. Einnig er lögð fram greinargerð Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu vegna umsóknar framkvæmdasjóðs ferðamannastaða október 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  25. Breiðholt, hverfi 6.3 Efra Breiðholt - (fsp) Breyting á hverfisskipulagi - Suðurfell 4 - USK23050106

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt bréfi Kaldalóns f.h. Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 4 við Suðurfell sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu Kaldalóns, dags. 5. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Klyfjasel 26 - (fsp) Breyting á þakhalla - USK24070280

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Þórs Erlendssonar, dags. 24. júlí 2024, um að breyta þakhalla á húsinu á lóð nr. 26 við Klyfjasel, samkvæmt uppdr. Thor Architects, dags. 10. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Sóleyjarimi - Skipulagslýsing - Ný íbúðarbyggð - USK24050141

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing fyrir Sóleyjarima dags. í maí 2024. Um er að ræða deiliskipulagslýsingu vegna nýrrar íbúðabyggðar við Sóleyjarima. Viðfangsefnið er að deiliskipuleggja lóð þannig að unnt verði að koma fyrir íbúðabyggð með 65-96 íbúðum. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Margrét Sigrún Grímsdóttir, dags. 30. maí 2024, Halldís Hrund Guðmundsdóttir, dags. 5. júní 2024, Umhverfisstofnun, dags. 7. júní 2024, Skipulagsstofnun, dags. 24. júní 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 24. júní 2024, Lovísa Ósk Þrastardóttir, dags. 27. júní 2024, Rúna Sif Stefánsdóttir, dags. 27. júní 2024, Vignir Þór Sverrisson, dags. 27. júní 2024 og Haraldur Óskar Haraldsson, dags. 1. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  28. Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar - Landfylling - USK24050210

    Lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Í breytingunni sem lögð er til felst að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða í samræmi við heimildir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Á lóð Veitna er skilgreind heimild fyrir núverandi byggingarmagni og notkun ásamt því að lóðin er minnkuð, þannig að göngu- og hjólastígur meðfram sjávarsíðunni sé ekki innan lóðarinnar. Á landfyllingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir, Klettagarðar 16 og 18, um þær lóðir gilda almennir skilmálar úr deiliskipulagi og skal fjöldi bílastæða vera í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Heimilt verður að vera með tvær innkeyrslur inn á landsvæði landfyllingar frá Klettagörðum og að nýta landsvæði landfyllingar sem geymslu- og athafnasvæði, þó með fyrirvörum, ásamt því að heimilt verði að vera með tímabundið rútusvæði á landfyllingunni með aðkomu frá Klettagörðum, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 17. maí 2024. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn umsögn.

    Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 6. september 2024.

  29. Deiliskipulag neðan Sléttuvegar - Breyting á deiliskipulagi - Sléttuvegur 25, Skógarvegur 4 og 10 - USK24070237

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Ölduvarar ehf., dags. 22. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna Skógarvegar 4 og 10, lóð nr. 25 við Sléttuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa byggingarreiti fyrir djúpgáma og nýta tvö bílastæði sem snúningsstæði, samkvæmt uppdr THG dags. 22. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra  og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið kl. 16:00

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024