Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 15. ágúst kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 976. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Katrín Eir Kjartansdóttir, Sigríður Maack, Laufey Björg Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Fiskislóð 24 - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24070021
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Tinds Kárasonar, f.h. Picture Drive bílaleigu, um geymslustað ökutækja á lóð nr. 24 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Tinds Kárasonar, dags. 26. júlí 2024, varðandi eigendaskipti.
Umsagnarbeiðni er dregin til baka, sbr. tölvupóst, dags. 26. júlí 2024.
-
Flókagata 39 - (fsp) Rekstur gististaðar - USK24070043
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Sigurðardóttur, dags. 4. júlí 2024, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 39 við Flókagötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Geldinganes - Jarðborun - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi - USK24070285
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um starfsleyfi fyrir jarðborunum á Geldinganesi. Í umsókninni er sótt um starfsleyfi fyrir borun allt að 800 m djúprar borholu í leit að heitu vatni. Óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um það hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hjarðarhagi 54-58 - (fsp) Djúpgámar - USK24050001
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Aðalheiðar L. Guðmundsdóttur, dags. 1. maí 2024, ásamt greinargerð, ódags., um að setja hálfgrafna djúpgáma á lóð nr. 54-58 við Hjarðarhaga, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Norðurstígur 5 - (fsp) Gististaður í flokki II - USK24030006
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hálands ehf., dags. 29. febrúar 2024, ásamt bréfi Þórhalls Andréssonar, dags. 29. febrúar 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í nýbyggingu á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi HÁLANDS ehf., dags. 6. ágúst 2024, þar sem fyrirspurn er endurtekin. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Kjalarnes - Jarðborun - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi - USK24070286
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. um starfsleyfi fyrir jarðborunum á tveimur borteigum á Kjalarnesi. Í umsókninni er sótt um starfsleyfi fyrir borun tveggja allt að 800 m langra borhola í leit að heitu vatni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Klapparstígur 31 - (fsp) Uppsetningu á grindverki og hliði - USK24060222
Lögð fram fyrirspurn Mjúk Iceland ehf., dags. 16. júní 2024, um að setja grindverk og hlið á milli húsanna á lóðum nr. 29 og 31 við Klapparstíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skipholt 14 - (fsp) breyting á notkun - USK24060337
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Indriðadóttur, dags. 24. júní 2024, um breytingu á notkun kjallara hússins úr geymslum í íbúð með sér fastanúmeri.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Snorrabraut 83 - USK24060305
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga eignum og breyta notkun bílskúrs, mhl.02, og innrétta í rýmum 0101 og 0102 sjálfstæðar íbúðir á íbúðarhúsalóð nr. 83 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sæviðarsund 27 - (fsp) Eignaskipting bílskúrs og bílastæða - USK24050265
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Bjarnadóttur, dags. 22. maí 2024, um að eignaskipta bílskúr og bílastæðum á lóð nr. 27 við Sæviðarsund. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Erindi er framsent til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
-
Öldugata 23 - USK24060207
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, koma fyrir framleiðslueldhúsi á vinnurými í tengslum við nýja kaffistofu á 1. hæð, og bæta flóttaleiðir með því að koma fyrir flóttastiga frá risi niður á svalir 2. hæðar og flóttastiga þaðan niður á bílastæði við suðurhlið, einnig er gerð ný skábraut meðfram austurgafli skólahúss á lóð nr. 23 við Öldugötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langavatnsvegur 3 - (fsp) Deiliskipulag - USK24080009
Lögð fram fyrirspurn Júlíusar Júlíussonar, dags. 1. ágúst 2024, ásamt greinargerð, ódags., um gerð deiliskipulags fyrir lóð nr. 3 við Langavatnsveg sem felst í að heimila uppbyggingu á lóðinni. Einnig eru lagðar fram tillögur, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Engjavegur 6 - USK24070113
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti, 6x4m, á vesturgafli húss á lóð nr. 6 við Engjaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Hverafold 50 - USK24070096
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að reisa skjólvegg á lóð nr. 50 við Hverafold. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Laugarásvegur 35 - Sér fastanúmer á einn bílskúrinn - USK24060126
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Styrmis Bjarts Karlssonar, dags. 10. júní 2024, um að breyta fastanúmeri á bílskúr sem tilheyrir húseign á lóð nr. 35 við Laugarásveg. Einnig lagður fram uppdráttur Mönduls, dags. 18. janúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Skógarhlíð 10 - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24070276
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 24. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Lukasz Kosiak f.h. Rebel Travel ehf. um geymslustað ökutækja að Skógarhlíð 10. Sótt er um að leigja út tvö ökutæki með geymslustað á lóðinni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt. Samþykki meðlóðarhafa skal liggja fyrir vegna ráðstöfunar á sameign.
Fylgigögn
-
Álfabakki 2A - USK24070291
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23080010 með því að breyta útliti glugga og handriða, bætt við fituskilju ásamt að skipta hljóðmön út fyrir hljóðvegg og auka bílastæði auk breytinga á innra fyrirkomulagi á 1 hæð og bílakjallara í húsi á lóð nr. 2A við Álfabakka.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Álfaland 15 - USK24070263
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að stækka húsið til suðurs, breyta innra skipulagi og gera 4 íbúðir í húsi á lóð nr. 15 við Álfaland.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Guðrúnartún 1 - (fsp) Stækkun húss fyrir lagnastokk - USK24060124
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar, dags. 10. júní 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 1 við Guðrúnartún til að koma fyrir lagnastokk, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Arkitecture, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
-
Kleppsvegur 46 - Afmörkun lóðarskika fyrir djúpgáma - USK24080137
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 13. ágúst 2024, um afmörkun lóðarskika fyrir djúpgáma við lóð nr. 46 við Kleppsveg, samkvæmt mæliblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. ágúst 2024.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
-
Marargata 2 - (fsp) Breyta bílskúr í íbúð - USK24070183
Lögð fram fyrirspurn Þórðar Þórðarsonar, dags. 16. júlí 2024, um að breyta bílskúr á lóð nr. 2 við Marargötu í íbúð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Melar - Breyting á deiliskipulagi - Reynimelur 66 - USK24060341
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 24. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina nýtingarhlutfall byggingarmagns neðanjarðar en nýtingarhlutfall ofanjarðar helst óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 24. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Spítalastígur 4A - USK23110280
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypt og klætt utan með bárujárni parhús á tveimur hæðum auk kjallara, með alls fjórum íbúðum, tvær í húsi á lóð nr. 6B og tvær í húsi á lóð nr. 4B við Spítalastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Spítalastígur 6A - USK23110281
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypt og klætt utan með bárujárni parhús á tveimur hæðum auk kjallara, með alls fjórum íbúðum, tvær í húsi á lóð nr. 4B og tvær í húsi á lóð nr. 6B við Spítalastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Ármúli, Vegmúli og Hallarmúli - Breyting á deiliskipulagi - Ármúli 13A - USK24020149
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 9. febrúar 2024. Einnig er lagður fram skýringaruppdr., dags. 5. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023.
-
Dugguvogur 46 - (fsp) Breyting á notkun - USK24050364
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Áslaugs Andra Jóhannssonar, dags. 29. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 46 við Dugguvog úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eikjuvogur 27 - USK24060292
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi að breyta bílastæði á lóð nr. 27 við Eikjuvog.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Deiliskipulag neðan Sléttuvegar - Breyting á deiliskipulagi - Sléttuvegur 25, Skógarvegur 4 og 10 - USK24070237
Lögð fram umsókn Ölduvarar ehf., dags. 22. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna Skógarvegar 4 og 10, lóð nr. 25 við Sléttuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa byggingarreiti fyrir djúpgáma og nýta tvö bílastæði sem snúningsstæði, samkvæmt uppdr THG dags. 22. júlí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Bergstaðastræti 50B - USK24070299
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka tvö gluggaop og gera svalahurðir, gera svalir á norðurhlið, nýjar tröppur á suðurhlið, færa alla glugga í upprunalegt horf og klæða með timbri, íbúðarhús á lóð nr. 50B við Bergstaðastræti.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Akurgerði 9 - USK24060209
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á núverandi hús og byggja vinnustofu á lóð nr. 9 við Akurgerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Drafnarstígur 3 - USK24070228
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633 með því að stækka kjallara og 1. hæð, innrétta íverurými í kjallara, grafa frá austurgafli, setja glugga og hurðir á kjallara og verönd við austurgafl einbýlishúss á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 14. ágúst 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Kirkjustétt 36 - (fsp) Svalir - USK24050286
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar, dags. 23. maí 2024, um að bæta við svölum á vesturhlið hússins á lóð nr. 36 við Kirkjustétt, samkvæmt uppdr. GB Design, dags. 18. apríl 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.171.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 2 - USK23070048
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Laugavegar 2 ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 2 við Laugaveg sem felst í að reisa byggingu sem trappast frá brunagafli á Skólavörðustíg niður að Laugavegi, samkv. tillögu SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. nóvember 2023, ásamt uppfærðri tillögu SP(R)INT Studio, dags. 18. apríl 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt nýjum gögnum, dags. 10. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024. Draga þarf úr umfangi byggingar.
Fylgigögn
-
Skólavörðustígur 25 - USK24070312
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs upp að og ofaná mhl. 03, gera verönd á hluta þaks, innrétta geymslur í kjallara og skrifstofur á hæð og sameina í einn matshluta hús á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Álfsnes - Víðinesvegur 20 - Endurnýjun á starfsleyfi - Skotfélag Reykjavíkur - Umsagnarbeiðni - USK24080121
Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotfélags Reykjavíkur um endurnýjun á starfsleyfi fyrir skotvöll félagsins að Víðinesvegi 20, Álfsnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Álfsnes - Víðinesvegur 20 - Endurnýjun á starfsleyfi - Skotreyn - Umsagnarbeiðni - USK24080118
Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) um endurnýjun á starfsleyfi fyrir skotvöll félagsins að Víðinesvegi 20, Álfsnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Esjulaut - (fsp) Stækkun húss - USK24060317
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Berglindar Gunnarsdóttur, dags. 21. júní 2024, um stækkun hússins að Esjulaut á Kjalarnesi og koma þar fyrir bílageymslu, fóðurgeymslu og geymslu, samkvæmt uppdráttum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Stekkjarbrekkur - Hallsvegur - Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK24070189
Lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 16. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri endurvinnslustöð Sorpu á lóð, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 18. júní 2024. Einnig er lögð fram tillaga Nordic Office of Architecture, dags. 6. maí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Bakkagerði 4 - (fsp) Sólskáli - USK24070103
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Jörundssonar, dags. 9. júlí 2024, um að setja sólskála á lóð nr. 4 við Bakkagerði, samkvæmt uppdr. VK Verkfræðistofu, dags. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Klyfjasel 26 - (fsp) Breyting á þakhalla - USK24070280
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Þórs Erlendssonar, dags. 24. júlí 2024, um að breyta þakhalla á húsinu á lóð nr. 26 við Klyfjasel, samkvæmt uppdr. Thor Architects, dags. 10. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Mávahlíð 30 - (fsp) Setja hurð á austurgafl húss o.fl. - USK24070065
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Þóris Sigurðssonar, dags. 5. júlí 2024, um að setja hurð á austurgafl hússins á lóð nr. 30 við Mávahlíð og skjólvegg á lóðarmörkum Miklubrautar 30/32.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024 - Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði - Einarsnes 36 - USK24020304
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna nærþjónustukjarna innan íbúðarbyggðar (ÍB7) í Skerjafirði og mögulega niðurfellingu nærþjónustukjarna að Einarsnesi 36. Tillagan var kynnt frá 13. júní 2024 til og með 9. ágúst 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Garðabær, dags. 21. júní 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 4. júlí 2024, Umhverfisstofnun, dags. 26. júlí 2024, Seltjarnarnesbær, dags. 2. ágúst 2024, og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 2. ágúst 2024.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.
Fundi slitið kl. 15:18
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024