Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 975. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Laufey Björg Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir. Fundarritari var Helena Stefánsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Íbúðarhverfi við Elliðavog - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Sæviðarsund 100 - USK24070270
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 24. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Íbúðarhverfis við Elliðavog vegna lóðarinnar nr. 100 við Sæviðarsund sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 9. september 2022, br. 5. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sæviðarsund 27 - (fsp) Eignaskipting bílskúrs og bílastæða - USK24050265
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Bjarnadóttur, dags. 22. maí 2024, um að eignaskipta bílskúr og bílastæðum á lóð nr. 27 við Sæviðarsund.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hrafnhólar Geymsla - MHL10 - USK24030274
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí þar sem sótt er um leyfi til stækka núverandi aðstöðuhús/geymslu mhl. 10 á lóð Hrafnhóla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Umsagnarbeiðni dregin til baka sbr. tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024.
-
Hrafnhólar Gistiheimili - MHL 12 - USK24030276
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí þar sem sótt er um leyfi til að byggja átta gistirými úr forsteyptum einingum sem verða mhl. 12 á lóðinni Hrafnhólar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Umsagnarbeiðni dregin til baka sbr. tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024.
-
Hrafnhólar Gróðurhús - MHL13 - USK24030275
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí þar sem sótt er um leyfi fyrir gróðurhúsi, MHL13 á lóð við Hrafnhóla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Umsagnarbeiðni dregin til baka sbr. tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí 2024.
-
Norðlingaholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Lóðarskikar við Norðlingabraut 112431 og 176663 - USK24070067
Lögð fram fyrirspurn Hlínar Finnsdóttur, dags. 5. júlí 2024, ásamt bréfi Ásgeirs Ásgeirssonar f.h. Rauðhóls ehf., dags. í júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna tveggja lóðarskika við Norðlingabraut, lóðanúmer 112431 og 176663. Tillaga felur í sér annars vegar að breyta notkun skika nr. 112431 úr sumarbústaðalandi í iðnaðar- og athafnalóð og setja byggingarreit fyrir bílaþvottastöð á lóðina og hins vegar stækka skika nr. 176663 til austurs og gera reit fyrir bílahleðslustöð og bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 5. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lokastígur 28A - USK24070156
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll án veitinga með gistingu fyrir allt að 4 manns í íbúð 0201 og að setja svalir Njarðargötumegin auk áður gerðra innanhússbreytinga í húsi nr. 28a við Lokastíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Síðumúli 29 - Geymslustaður ökutækjaleigu - Umsagnarbeiðni - USK24080044
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 24. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Andra Freys Hlynssonar f.h. Start Car Rental ehf. um geymslustað ökutækja að Síðumúla 29. Sótt er um að leigja út fjögur ökutæki með geymslustað á lóðinni.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vatnagarðar 12 - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24080056
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 7. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar ökutækjaleigunnar Okkar Bílaleiga ehf. um að bæta við geymslustað ökutækja að Vatnagörðum 12, með allt að 30 ökutæki til útleigu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Borgarskólalóð - Breyting á deiliskipulagi - Vættaborgir 11 og 13 - Hulduheimar - USK24050119
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Önnu Maríu Benediktsdóttur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 10. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgaskólalóða, skipulag Borgarskólalóðar, dags. 20. janúar 1999 ásamt síðari breytingum, vegna lóðanna nr. 11 og 13 við Vættaborgir. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóða, að koma fyrir viðbyggingu innan lóðar og að heimilt verði að koma fyrir færanlegum kennslustofum á lóð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 18. júní 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Verkís, dags. 20. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Hulduheima. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. júlí 2024 til og með 1. ágúst 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ágúst Ingi Friðriksson, dags. 27. júlí 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 15. júlí 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fossvogshverfi - Breyting á deiliskipulagi - Stjörnugróf 7-11 - Bjarkarás - USK24060316
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 21. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 7-11. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er færður til og stækkaður svo hægt sé að byggja nýtt og stærra gróðurhús austar á lóðinni og bæta við kaffihúsi. Aðkoma verður að kaffi- og gróðurhúsi um innkeyrslu norðan megin hússins en einnig verður aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að austanverðu um göngu- og hjólastíg. Staðsetning bílastæða við byggingarreitinn er leiðbeinandi, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 21. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Hamrahverfi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Bláhamrar 2-4 - USK24050196
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Árna Árnasonar, dags. 16. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis- vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Bláhamra sem felst í að fjölga íbúðum í húsinu um eina á þann veg að ósamþykkt íbúð verði samþykkt. Einnig er lögð fram eignaskiptayfirlýsing þar sem hægt er að sjá íbúð sem um ræðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024, samþykkt. Gera þarf breytingu á deiliskipulagi.
Fylgigögn
-
Laugarnesvegur 49 - (fsp) Stækkun húss - USK24060063
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Bjargmundar Grímssonar, dags. 5. júní 2024, um að lyfta þaki, hækka hús um eina hæð eða stækka húsið á lóðinni nr. 49 við Laugarnesveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Guðrúnartún 1 - (fsp) Stækkun húss fyrir lagnastokk - USK24060124
Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar, dags. 10. júní 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 1 við Guðrúnartún til að koma fyrir lagnastokk, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Arkitecture, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Spítalastígur 4A - USK23110280
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypt og klætt utan með bárujárni parhús á tveimur hæðum auk kjallara, með alls fjórum íbúðum, tvær í húsi á lóð nr. 6B og tvær í húsi á lóð nr. 4B við Spítalastíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Spítalastígur 6A - USK23110281
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypt og klætt utan með bárujárni parhús á tveimur hæðum auk kjallara, með alls fjórum íbúðum, tvær í húsi á lóð nr. 4B og tvær í húsi á lóð nr. 6B við Spítalastíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Dugguvogur 46 - (fsp) Breyting á notkun - USK24050364
Lögð fram fyrirspurn Áslaugs Andra Jóhannssonar, dags. 29. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 46 við Dugguvog úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háteigsvegur 2 - USK24070140
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar, annars vegar biðstofu framan við núverandi anddyri á norðurhlið og hins vegar nýtt anddyri á austurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 2 við Háteigsveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Menntaskólinn við Sund - Breyting á deiliskipulagi - Gnoðarvogur 43 - USK24070262
Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar, dags. 23. júlí 2024, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 23. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla - Menntaskólans við Sund vegna lóðarinnar nr 43 við Gnoðarvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 17. júlí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Klapparstígur 26 - USK24060079
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 6. júní 2024, ásamt bréfi, dags. 5. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klapparstíg sem felst í að heimilt verði að færa hótelmóttökuna ofar á Klapparstíg og opna hótelið aftan til með stækkun á jarðhæð út að torginu með glerskála, færa herbergi neðar á Klapparstíg og fækka þeim um eitt og útbúa verslun/veitingarými á horni Hverfisgötu og Klapparstígs, samkvæmt uppdráttum Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 5. júní 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Stefnisvogur 1 - USK24070158
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum, bílageymslu og atvinnurými og verða mhl. 01,02,03 og 04 á lóð nr. 1 við Stefnisvog .
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eirhöfði 7 - (fsp) Djúpgámar - USK24070247
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdafélagsins Arnarhvols ehf., dags. 23. júlí 2024, um að setja niður djúpgáma á lóð nr. 7 við Eirhöfða, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 5. janúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Drafnarstígur 3 - USK24070228
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633 með því að hækka hús í landi, stækka kjallara og 1. hæð, innrétta íverurými í kjallara, grafa frá austurgafli, gera glugga og hurðir á kjallara og verönd við austurgafl einbýlishúss á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Starhagi-Þormóðsstaðavegur - Breyting á deiliskipulagi - Starhagi 11 - USK24050167
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn A arkitekta ehf., dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er rýmkaður og stækkaður, en gert er ráð fyrir að byggingar rúmi átta deilda leikskóla, lágmarksbyggingarmagn er hækkað, lóð er stækkuð til suðausturs til að auka við útileiksvæði og lóðamörk eru dregin til baka frá hjólastíg um 1 m, samkvæmt uppdr. A arkitekta, dags. 12. apríl 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. júní 2024 til og með 26. júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Álfrún Petra Baldursdóttir og Árni Freyr Magnússon, dags. 24. júlí 2024, Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson, dags. 25. júlí 2024, og Guðrún Halla Jóhannsdóttir, dags. 27. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 35 og 37 - USK24040243
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yddu arkitekta ehf., dags. 22. apríl 2024, ásamt greinargerð, dags. 22. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst aukningu á nýtingarhlutfalli, hækkun á hámarkshæð og að notkun lóða verði skilgreind sem atvinnustarfsemi, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 22. apríl 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. júlí 2024 til og með 29. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Kjalarnes, Sætún I - Breyting á deiliskipulagi - USK23120004
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kjalarness ehf., dags. 30. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sætúns I á Kjalarnesi. í breytingunni sem lögð er til felst að hámarks hæð bygginga verði 12m frá gólfkóta 1. hæðar, nýtingarhlutfall verði aukið og tveimur innkeyrslum á lóð bætt við, auk þess verði heimilt að bæta við allt að þremur byggingum til viðbótar innan byggingarreits auk geymslukjallara, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf., dags. 30. nóvember 2023. Tillagan var auglýst frá 13. júní 2024 til og með 26 júlí 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 9. júlí 2024.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Nauthólsvík - Breyting á deiliskipulagi - USK24050158
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Borgarlína mun þvera Nauthólsveg og fara að stoppistöð við Háskólann í Reykjavík sem mun þjóna háskólasvæðinu og Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 21. maí 2024. Tillagan var auglýst frá 13. júní 2024 til og með 26 júlí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Landhelgisgæsla Íslands, dags. 26. júní 2024 og Isavia Innanlandsflugvellir, dags. 19. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturlandsvegur - Korpulína 1 - Framkvæmdaleyfi - USK23110266
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2024 var lögð fram umsókn Landsnets, dags. 21. nóvember 2023, ásamt minnisblaði, dags. 21. nóvember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rörum undir Vesturlandsveg til að klára lagningu á Korpulínu 1 yfir í nýtt tengivirki Landsnets við Korpu. Einnig voru lagðar fram teikningar Mannvits, dags. 2. nóvember 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Þórðar Ófeigssonar, dags. 10. júlí 2024, þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi.
Samþykkt að framlengja framkvæmdaleyfi til og með 1. október 2024.
-
Ásgarður 1-17 - (fsp) Bílastæði fyrir hleðslustöð - USK24070004
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Páls Líndal, dags. 1. júlí 2024, um setja bílastæði fyrir framan hvert raðhús á lóð nr. 1-17 við Ásgarð til m.a. að auðvelda uppsetningu á hleðslustöð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bakkagerði 4 - (fsp) Sólskáli - USK24070103
Lögð fram fyrirspurn Stefáns Jörundssonar, dags. 9. júlí 2024, um að setja sólskála á lóð nr. 4 við Bakkagerði, samkvæmt uppdr. VK Verkfræðistofu, dags. júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Seljabraut 62-70 - (fsp) Kvöð um gönguleið - USK24070107
Lögð fram fyrirspurn Helgu Bryndísar Kristjánsdóttur, dags. 9. júlí 2024, vega kvaðar um gönguleið af lóðinni nr. 62-70 við Seljabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kópavogur - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut - Tillaga að nýju deiliskipulagi - USK24080042
Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 19. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsingu vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Ásbrautar í Kópavogi. Skipulagssvæðið nær yfir fjölbýlishúsalóðir 3-21 og göturými við Ásbraut. Markmið með deiliskipulagsvinnunni að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar, samkvæmt lýsingu, dags. 12. júlí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Kjósarhreppur - Endurskoðun Aðalskipulags 2024-2036 - Umsagnarbeiðni - USK24080052
Lögð fram umsagnarbeiðni Kjósarhrepps, dags. 15. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsingu, dags. í júlí 2024, fyrir endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.
-
Fossaleynismýri - Breyting á deiliskipulagi - Fossaleynir 14 - USK24030189
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar, dags. 13. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossaleynismýri vegna lóðarinnar nr. 14 við Fossaleyni. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á nýtingarhlutfalli, uppfærslu á bílastæðakröfum í samræmi við fermetrafjölda og að heimilt verði að koma fyrir millilofti sem eingöngu verur notað sem geymslurými, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 8. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fossaleyni 10, 12, 16 og 21-23.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - Breyting á deiliskipulagi - Vagnhöfði 7 - USK24030153
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 11. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 6. mars 2024, br. 17. júlí 2024. Samþykkt var að grenndarkynna tillöguna og er hún nú lögð fram að nýju.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hyrjarhöfða 4, 6 og 8, Funahöfða 19, Dvergshöfða 2-4 og Bíldshöfða 9.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
Fundi slitið kl. 10:39
Björn Axelsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024