Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 4. júlí kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 972. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrönn Valdimarsdóttir, Katrín Eir Kjartansdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir og Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Fiskislóð 24 - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24070021
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Tinds Kárasonar, f.h. Picture Drive bílaleigu, um geymslustað ökutækja á lóð nr. 24 við Fiskislóð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laufásvegur 16 - (fsp) Bílastæði - USK24060120
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Rúnars Ólafssonar, dags. 10. júní 2024, um að setja bílastæði á lóð nr. 16 við Laufásveg fyrir framan innkeyrslu/þjónustudyr Listaháskóla Íslands. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ólafs Rúnars Ólafssonar, dags. 10. júní 2024, þar sem fram kemur skissa á ljósmynd og yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugavegur 11 - USK24050065
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og fjölga notkunareiningum með því að skipta notkunareiningu 0101 upp í þrjár; 0101, óráðstafað atvinnurými á 1. hæð, rými 0201, skrifstofurými og 0203, skrifstofurými og til þess að bæta flóttaleiðir með því að koma fyrir stálsvölum á austurhlið 2. og 3. hæðar í verslunar og veitingahúsi á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 139 - USK23040234
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júní 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja tvennar svalir, fyrir íbúð 0201, á norðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 139 við Laugarveg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024. Erindi er lagt fram að nýju þar sem málinu er vísað til skipulagsfulltrúa vegna bílastæða á lóð og fjölgunar á eignum og er nú lögð fram uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Njarðargata 43 - USK24050091
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í bættum brunavörnum auk þess fyrir nýjum svölum á norðurhlið hússins og ýmissa innanhússbreytinga í gistiheimili í fl.ll í húsi nr. 43 við Njarðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - USK24050182
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2024, vegna vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi sem nær yfir afmarkað svæði í Elliðaárdal. Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði frá Árbæjarstíflu upp fyrir Blásteinshólma og neðan frá stíflunni meðfram Rafstöðvarvegi að Elliðaárvirkjun. Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að uppfæra deiliskipulag fyrir Elliðaárdalinn þar sem árbæjarlónið verður ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir eru endurheimtir. Fjallað verður um nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg tenging yfir dalinn ásamt mögulegum dvalar og áningastöðum. Í deiliskipulagsvinnunni verður lögð áhersla á lífríkið á svæðinu og hugsanlegar mótvægisaðgerðir vegna frárennslis frá byggð í Elliðaárnar. Neðan stíflunnar er markmið breytts skipulags að auka umferðaröryggi um Rafstöðvarveg meðan staðinn er vörður um sjónræn tengsl Árbæjarstíflu og Elliðaárvirkjunar. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru og útivistarperla. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dags. 28. júní 2024, þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn umsögn.
Samþykkt að framlengja umsagnar- og athugasemdarfrest til og með 12. júlí 2024.
-
Grafarholt, svæði 3 - Breyting á deiliskipulagi - Jónsgeisli 89-95 - USK24020079
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Árna Jóns Sigfússonar, dags. 7. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 89-95 við Jónsgeisla. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja milliloft í byggingar, skilgreina nýja byggingarreiti á baklóðum fyrir kaldar geymslur yfir geymslusvæðum og setja gróðurbelti við suður lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Ólafs Melsted og Árna Jóns Sigfússonar, dags. 27. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Jónsgeisla 79-81, 83-87 og 97.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Kjalarnes, Hrafnhólar - Deiliskipulag - Skipulagslýsing - USK24030113
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram umsókn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 6. mars 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 5. mars 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir syðri hluta jarðarinnar Hrafnhóla á Kjalarnesi. Tilgangur deiliskipulags er að styrkja búrekstur á jörðinni þar sem tvinnað verður saman fjölbreyttum en hófsömum landbúnaði, gistingu, heilsutengdri þjónustu og útivist, samkvæmt skipulagslýsingu Studio Bua, dags. 1. júlí 2024. Einnig er lagt fram teikningasett Studio Bua, dags. 19. janúar 2024 og fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2012. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Kvosin - breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 3 - USK24020055
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. apríl 2024 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu, ásamt fylgiskjölum. Tillagan var auglýst frá 16. maí 2024 til og með 2. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Barðavogur 36 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24060002
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn A ehf., dags. 3. júní 2024, samt greinargerð, dags. 3. júní 2024, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 36 við Barðavog sem felst í að gera að gera séríbúð á jarðhæð/kjallara hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Fylgigögn
-
Stýrimannastígur 14 - USK24040292
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 19. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu á lóð nr. 14 við Stýrimannastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Úlfarsbraut 16 - USK24060444
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 29. júní 2024, ásamt bréfi, dags. 29. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 16 við Úlfarsbraut sem felst í að heimilt verði að stækka húsið, samkvæmt uppdrætti Teikning.is, dags. 14. febrúar 2024. Einnig er lögð fram útlitsteikning, ódags., fyrir breytingu og samþykki eigenda að Úlfarsbraut 2-14 (sléttar tölur).
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
-
Fossvogshverfi - Breyting á deiliskipulagi - Stjörnugróf 7-11 - Bjarkarás - USK24060316
Lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 21. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 7-11. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er færður til og stækkaður svo hægt sé að byggja nýtt og stærra gróðurhús austar á lóðinni og bæta við kaffihúsi. Aðkoma verður að kaffi- og gróðurhúsi um innkeyrslu norðan megin hússins en einnig verður aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að austanverðu um göngu- og hjólastíg. Staðsetning bílastæða við byggingarreitinn er leiðbeinandi, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 21. júní 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Sundin - Breyting á deiliskipulagi - Dyngjuvegur 18, Leikskólinn Sunnuborg - USK24060431
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júní 2024 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. fenbúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 2. júlí 2024 og samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnutorgs. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 39, 41, 43, 47, 49, 51 og 62, Dyngjuvegi 16 og 17, Hjallavegi 37 og Laugarásvegi 56, 58, 60, 62, 64, 66 og 75.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Borgartúnsreitur vestur - breyting á deiliskipulagi - Borgartún 5 og 7 og Guðrúnartún 6 - skipulagslýsing - USK24050013
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. maí 2024 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að skýra og móta byggingarheimildir á lóðunum Borgartúni 5 og 7 ásamt Guðrúnartúni 6 fyrir blandaða byggð íbúða, þjónustu og atvinnu. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Skipulagsstofnun, dags. 25. júní 2024, Minjastofnun íslands, dags. 26. júní 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 28. júní 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Bræðraborgarstígur 22 - USK24030240
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að sameina íbúð 0001 og 0101 og breyta innra fyrirkomulagi auk þessa að gera nýtt og stærra stigahús í stað þess eldra, fjarlægja núverandi útitröppur/geymslu og baðherbergi í kjallara og byggja það upp að nýju með öðrum hætti, lyfta þakhluta garðmegin og setja svalir bakatil á húsið nr. 22 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 13. mars 2024. Erindi var grenndarkynnt frá 30. maí 2024 til og með 28. júní 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Melar - breyting á deiliskipulagi - Reynimelur 66 - USK24060341
Lögð fram umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 24. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina nýtingarhlutfall byggingarmagns neðanjarðar en nýtingarhlutfall ofanjarðar helst óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 24. júní 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Norðurbrún 22 - USK24060038
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einangraðan sólskála ofan á þaksvalir á suðurhlið 2. hæðar í parhúsi nr. 22, mhl. 02, á lóð nr. 20-22 við Norðurbrún.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Borgartún 34 - USK24050109
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús á 4-8 hæðum með verslunar- og þjónusturýmum á vesturhluta jarðhæðar, bílakjallara með 80 stæðum og 100 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 24-36 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Reitur 1.171.0 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 1 - USK23040127
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella úr gildi heimild til að rífa steinhús á bakhluta lóðar, Laugavegur 1A, ásamt því að núverandi leyfilegt byggingarmagn er fært til. Hluti leyfilegs byggingarmagns verður aukið neðanjarðar ásamt að leyfa rishæð yfir jarðhæð fyrir miðri lóð, samkvæmt uppdr. Tvíeykis ehf., dags. 5. apríl 2023. Einnig er lagt fram skuggavarpsuppdráttur, ódags, samantekt og vangaveltur hönnuðar, dags. ódags og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 25. apríl til og með 11. júní 2024. Eftirtaldir sendur athugasemdir: Lára V. Júlíusdóttir f.h. stjórnar Brekkuholts ehf., dags. 5. júní 2024 og Stefán Arason, Hákon Arason og Torfi Arason f.h. Indókína ehf., dags. 5. júní 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 11. júní 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júní 2024.Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.
Fylgigögn
-
Bollagata 8 - USK24050330
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki, gera kvista á allar þekjur og þaksvalir á útbyggingu til suðurs, koma fyrir stiga á milli hæða og innrétta aukaíbúð í eigu íbúðar 0201 í íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Bollagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Fylgigögn
-
Bústaðahverfi - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK24040055
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. apríl 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis. Tillagan var auglýst frá 16. maí 2024 til og með 2. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Skólavörðustígur 9 - USK24060067
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun Hegningarhússins við Skólavörðustíg, mhl. 01, og innrétta verslun, vinnustofur og sýningarsvæði, einnig er sótt um leyfi til þess að byggja einnar hæðar glerbyggingu á kjallara að hluta, mhl. 02, meðfram gamla fangelsismúrnum og innrétta sem veitingastað í flokki ll teg ? fyrir um alls 80 gesti á lóð nr. 9 við Skólavörðustíg.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Lindargata 40-46 og Vatnsstígur 12 og 12A - USK24060218
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júní 2024 var lögð fram umsókn Jens Arnars Árnasonar, dags. 6. maí 2024, um breyting á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 40-46 við Lindargötu og 12 og 12A við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna þriggja í eina lóð, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic, dags. 27. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Vesturhöfn - Örfirisey - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 15-21 - USK23100095
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6.október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023, br. 1. júlí 2024. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 4. október 2023. Tillagan var auglýst frá 15. febrúar 2024 til og með 4. apríl 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Florian Stascheck, dags. 29. febrúar 2024, Bryndís Björnsdóttir f.h. Veitna, dags. 11. mars 2024, Heimir Snær Guðmundsson f.h. íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024, Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 30. mars 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Eyjarslóð 1 og Hólmaslóð 2 - USK24040335
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Hans Orra Kristjánssonar, dags. 30. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 1 við Eyjarslóð og nr. 2 við Hólmaslóð sem felst í að flytja byggingarheimildir á milli lóðanna, samkvæmt tillögu Sen Son, dags. 30. apríl 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Öldugata 44 og Brekkustígur 9 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24050155
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen, dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 14. maí 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóð nr. 22 við Öldugötu og nr. 9 við Brekkustíg vegna uppbyggingar á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Umsögn skipulagslagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Járnslétta 4 og 6 - USK24010283
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 25. janúar 2024, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Járnsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna í eina lóð ásamt því að núverandi byggingarreitir eru minnkaðir og þeim þriðja bætt við á miðja lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 30. maí 2024 til og með 28. júní 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Geldinganes - Framkvæmdaleyfi - USK24050032
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsókn Sveinbjörns Hólmgeirssonar, dags. 3. maí 2024, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á nýrri rannsóknarholu á Geldingarnesi og bráðabirgða vatnslögn vegna borframkvæmda. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir sem sýna staðsetningu rannsóknarborhola og bráðabirgða vatnslögn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
Fylgigögn
-
Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 6 - USK24060193
Lögð fram fyrirspurn Snælands ehf., dags. 13. júní 2024, ásamt bréfi Zeppelin arkitekta, dags. 13. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 6 við Hádegismóa sem felst í breytingu á lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 13. maí 2024. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd og ljósmyndir.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Saltvík - Brimnes - Framkvæmdaleyfi - USK24050030
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsókn Sveinbjörns Hólmgeirssonar, dags. 3. maí 2024, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á tveimur rannsóknarholum á Brimnesi Í landi Saltvíkur á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram minnisblað Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. apríl 2024, og samningur Skurnar og Veitna, dags. 14. nóvember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
Fylgigögn
-
Skrauthólar 4 - USK23100124
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir, auk þess er verið að sækja um að sameina mhl. 01, 02, 03, 04, 06, 08 og 09 í einn mhl. sem allir verða þá í mhl. 01. Mhl. 07 verður að mhl. 11 sem þjónustubygging og mhl. 10 helst sem mhl. 10.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bólstaðarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Bólstaðarhlíð 38 - USK24050120
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 38 og 38A við Bólstaðarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðirnar verði sameinaðar í lóðina Bólstaðarhlíð 38 ásamt því að nýir byggingarreitir eru skilgreindir á lóð fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 6. maí 2024, br. dags. 4. júlí 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. júní 2024 til og með 3. júlí 2024. Eftirtaldir sendu spurningar og umsögn: Sif Ægisdóttir, dags. 4. júní 2024, og Veitur, dags. 28. júní 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.
-
Bólstaðarhlíð 38 - USK24030143
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi að koma fyrir færanlegar kennslustofur á steypta sökkla á lóð nr. 38 við Bólstaðarhlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Hraunbær 102A - USK24050106
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og fjölga eignum með því að skipta rýmum 0104 og 0108 upp, minni verslunareiningar og vinnustofur í verslunar-og íbúðarhúsi við Hraunbæ 102A, mhl.01 á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata - breyting á deiliskipulagi - Garðastræti 37 - USK24040092
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Steinþórs Kára Kárasonar, dags. 10. apríl 2024, ásamt minnisblaði Kurt og Pí ehf., dags. 9. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 37 við Garðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreitum og útfærslu stækkunar á þakhæð auk hækkunar á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf., dags. 2. maí 2024. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 2. apríl 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. júní 2024 til og með 3. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Vesturás 31 - (fsp) Stækkun á kjallara - USK24030306
Lögð fram fyrirspurn Hrannar Ásgeirsdóttur, dags. 25. mars 2024, um stækkun á kjallara hússins á lóð nr. 31 við Vesturás um 35 fm.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sóleyjarimi - Skipulagslýsing - Ný íbúðarbyggð - USK24050141
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing fyrir Sóleyjarima dags. í maí 2024. Um er að ræða deiliskipulagslýsingu vegna nýrrar íbúðabyggðar við Sóleyjarima. Viðfangsefnið er að deiliskipuleggja lóð þannig að unnt verði að koma fyrir íbúðabyggð með 65-96 íbúðum. Lýsingin var í kynningu frá 30. maí til og með 28. júní 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Margrét Sigrún Grímsdóttir, dags. 30. maí 2024, Halldís Hrund Guðmundsdóttir, dags. 5. júní 2024, Umhverfisstofnun, dags. 7. júní 2024, Skipulagsstofnun, dags. 24. júní 2024, Minjastofnun Íslands, dags. 24. júní 2024, Lovísa Ósk Þrastardóttir, dags. 27. júní 2024, Rúna Sif Stefánsdóttir, dags. 27. júní 2024, Vignir Þór Sverrisson, dags. 27. júní 2024 og Haraldur Óskar Haraldsson, dags. 1. júlí 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra húsnæðisátakshóps.
-
Suðurlandsbraut 34 - Ármúli 31 - (fsp) Stækkun lóðar og sveigjanleiki í fjölda íbúða - USK24050270
Lögð fram fyrirspurn Saffír bygginga ehf., dags. 4. júní 2024, um hús B og C á lóð nr. 34 við Suðurlandsbraut og 31 við Ármúli. Annars vegar er óskað eftir stækkun lóðarinnar um 3 metra til suðurs til að koma fyrir görðum fyrir raðhúsíbúðir og hins vegar er óskað eftir meiri sveigjanleika í fjölda íbúða í hverju húsi, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Víðimelur 66 - (fsp) bílastæði - USK24020114
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Árna Gríms Sigurðssonar, dags. 12. febrúar 2024, um að koma fyrir bílastæði á austurhorni lóðarinnar nr. 66 við Víðimel, samkvæmt tillögu, ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. maí 2024. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024.
Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:26
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024