Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 971

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 27. júní kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 971. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Katrín Eir Kjartansdóttir, Sigríður Maack, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Austurbakki 2 - (fsp) Stafrænt þjónustuskilti - USK24020208

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf., dags. 19. febrúar 2024, ásamt bréfi, ódags., um að setja upp stafrænt þjónustuskilti austan megin við Hörpu, á sama stað og núverandi skilti er staðsett.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Fylgigögn

  2. Drápuhlíð 14-16 - (fsp) breyting á notkun húss - USK24050363

    Lögð fram fyrirspurn Hjallastefnunnar ehf., dags. 29. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 14-16 við Drápuhlíð úr heilsugæslu í leikskóla.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Framnesvegur 31B - (fsp) Breyting á notkun - USK24060027

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Axels Steindórssonar, dags. 4. júní 2024, um breytingu á notkun hússins í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Kringlan - Breyting á deiliskipulagi - Listabraut 3 - USK23110065

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 6. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kringlunnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Listabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp stafræn þjónustuskilti á útveggjum húss þar sem nú eru dúkaskilti, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 14. september 2023. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Ofanleiti 2 og Kringlunni 1.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  5. Ofanleiti 1 og 2 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Ofanleiti 2 - USK23100347

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Verkís hf., dags. 27. október 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp allt að 43 m2 stafrænt þjónustuskilti á vesturgafl hússins, Þeirri hlið sem snýr að Kringlumýrarbraut, samkvæmt tillögu Verkís, dags. 8. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Vegagerðarinnar, dags. 5. desember 2023.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024. Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum á Kringlunni 1 og 3.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  6. Stangarhylur 2 - (fsp) Breyting á skráningu íbúðar - USK24060194

    Lögð fram fyrirspurn Kattavinafélags Íslands, dags. 13. júní 2024, um breytingu á skráningu íbúðar á 1. hæð hússins á lóð nr. 2 við Stangarhyl úr atvinnuhúsnæði í íbúð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Suður Mjódd - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Álfabakki 6 - USK24040285

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Garðheima Gróðurvara ehf., dags. 24. apríl 2024, ásamt greinargerð PK arkitekta, dags 23. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 6 við Álfabakka sem felst í að heimilt verði að reisa stafrænt tveggja hliða skilti, samkvæmt uppdr. PK arkitekta, dags. 25. ágúst 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Fylgigögn

  8. Öldugata 45 - (fsp) Uppbygging á lóð - USK24040235

    Lögð fram fyrirspurn Árna J. Magnúsar, dags. 22. apríl 2024, um að reisa 3.-4. hæða nýbyggingu á lóð nr. 45 við Öldugötu, milli húsanna að Öldugötu 41 og 45, ásamt því að bæta einni hæð ofan á núverandi hús eða rífa núverandi hús á lóð og byggja þess í stað 3.-4. hæða fjölbýli. Einnig er lögð fram skissa á yfirlitsmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Korpúlfsstaðir - Breyting á deiliskipulagi - Thorsvegur 1 - USK24050137

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 13. maí 2024 ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 13. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaða vegna reits B á lóð nr. 1 við Thorsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að reiturinn verði einnig skilgreindur fyrir vélageymslu með starfsmannaaðstöðu Golfklúbbs Reykjavíkur og að núverandi efnisgeymsla sem hólfuð er niður með stoðveggjum standi áfram a lóðinni. Hámarksstærð byggingar verði 600 fm og hámarkshæð byggingar vélgeymslu verði 7 m frá neðstu gólfplötu. Bílastæði miðast við 1 stæði á hverja 100 fm og verða því 6 og hjólastæði miðast við 0,6 stæði á 100 fm og verða því 4, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 19. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum á Garðstöðum 1-19 og 2-18.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  10. Lambhagaland - Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 23 - USK24060033

    Lögð fram umsókn Helga Hafliðasonar, dags. 4. júní 2024, ásamt bréfi, dags. 4. júní 2024, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka nýtingarhlutfall lóðar, og stækka byggingarreit ásamt því að helgunarlína Úlfarsár sem er minnkað úr 100 metrum í 50 metra, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar, dags. 31. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  11. Kleifarvegur 15 - (fsp) Stækkun lóðar - USK24060121

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Kerfisvaktarinnar ehf., dags. 10. júní 2024, um stækkun lóðarinnar nr. 15 við Kleifarveg til suðurs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Fylgigögn

  12. Fornhagi 8 (fsp) Stækkun leikskólans Hagaborg - USK24050121

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Benediktsdóttur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 10. maí 2024, um stækkun leikskólans Hagaborg á lóð nr. 8 við Fornhaga, samkvæmt uppdr. VA Vinnustofu arkitekta, dags. 1. desember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Aðlaga þarf þó byggingu að lóðarmörkum.

  13. Nýlendureitur - Breyting á deiliskipulagi - Vesturgata 42 - USK24010044

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Sigríðar S. Sigþórsdóttur, dags. 4. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 42 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð, stækka byggingarreit vegna byggingu lyftuhúss á austurhlið, bæta við svölum á vesturhlið hússins á 2. og 3. hæð og koma fyrir leik- og dvalarsvæði fyrir íbúa á lóð, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Basalt arkitekta, dags. 27. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum á Vesturgötu 39, 40, 41, 44, 44A og 45 og Nýlendugötu 21A, 23, 27 og 29.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  14. Reitur 1.161 - Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata - Breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 6 - USK23060301

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram umsókn Alternance slf., dags. 22. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera upp gamla húsið með því að færa það í átt að upprunalegu formi. Heimilt verði að fjarlæga viðbyggingu sem gengur inn í gamla húsið og endurgera kvisti í stíl við það upprunalega. Auk þess verði heimilt að gera bakbyggingu og tengigang milli húsanna og kjallara undir nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Alternance slf. dags. 2. febrúar 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir Alternance slf. dags. 30. september 2023 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  15. Reitur 1.171.0 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 1 - USK23040127

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella úr gildi heimild til að rífa steinhús á bakhluta lóðar, Laugavegur 1A, ásamt því að núverandi leyfilegt byggingarmagn er fært til. Hluti leyfilegs byggingarmagns verður aukið neðanjarðar ásamt að leyfa rishæð yfir jarðhæð fyrir miðri lóð, samkvæmt uppdr. Tvíeykis ehf., dags. 5. apríl 2023. Einnig er lagt fram skuggavarpsuppdráttur, ódags, samantekt og vangaveltur hönnuðar, dags. ódags og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 25. apríl til og með 11. júní 2024. Eftirtaldir sendur athugasemdir: Lára V. Júlíusdóttir f.h. stjórnar Brekkuholts ehf., dags. 5. júní 2024 og Stefán Arason, Hákon Arason og Torfi Arason f.h. Indókína ehf., dags. 5. júní 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 11. júní 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  16. Vesturvallagata 4 - USK24040291

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á tveim hæðum úr steinsteypu og bárujárnsklæddri timburgrind með timburþaki við hús á lóð nr. 4 við Vesturvallag Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. júní 2024.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  17. Stálhöfði 2 - USK24050360

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einn matshluta, þrjú 3-6 hæða fjölbýlishús með 144 íbúðum og sameiginlegum bílakjallara á tveimur hæðum með alls 85 bílastæðum á lóð nr. 2 við Stálhöfða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Vatnsstígur 12 - USK24060064

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir tvö steinsteypt fjölbýlis með timburþaki sem verða stúdentagarðar með 7 íbúðarherbergi í sitt hvort húsið á lóð nr. 12 við Vatnsstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK24050216

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar, dags. 17. maí 2024, ásamt greinargerð, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum hússins um eina og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. PK arkitekta, dags. 2. maí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Fylgigögn

  20. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Lindargata 40-46 og Vatnsstígur 12 og 12A - USK24060218

    Lögð fram umsókn Jens Arnars Árnasonar, dags. 6. maí 2024, um breyting á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 40-46 við Lindargötu og 12 og 12A við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna þriggja í eina lóð, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic, dags. 27. júní 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  21. Kjalarnes, Hesthamrar - Smábýli 12 - USK24020258

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús, mhl.01 og hesthús, mhl.02 við Smábýli 12 á landinu Hesthamrar á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024, lögð fram.Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Kirkjulandi og Smábýli 11. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.  1276/2023.

  22. Miðleiti 2-6 - (fsp) Djúpgámar - USK24030121

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóhanns Rúnars Björgvinssonar, dags. 8. mars 2024, um að setja djúpgáma á lóð nr. 2-6 við Miðleiti. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Borgarspítalareitur - Skipulagslýsing - USK24050386

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, vegna gerð deiliskipulags fyrir Borgarspítalareit. Skipulagssvæðið afmarkast af Háaleitisbraut til vesturs, suður jaðri Borgarspítalans til norðurs, núverandi íbúðabyggð við Markarveg og Kjarrvegar til suðurs og Álftaandi til austurs. Skipulagslýsing þessi nær til breytingar á gildandi deiliskipulagi Eyrarland. Staðgreinir 1.840, samþykkt í borgarráði 30. desember 1973. Breytingin felur í sér að deiliskipuleggja reitinn sunnan Borgarsjúkrahússins undir nýja íbúðabyggð með áherslu á fjölbreytta og spennandi byggð fyrir unga sem aldna sem tekur mið af staðháttum og umhverfi. Einnig er lagður fram tölvupóstur Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, f.h. íbúaráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 26. júní 2024, um framlengingu á umsagnarfresti.

    Samþykkt að framlengja umsagnar- og athugasemdarfrest til 1. október 2024.

  24. Safamýri, Framsvæði - Skipulagslýsing - Ný íbúðarbyggð - USK24050280

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2024. Skipulagslýsing þessi nær til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri sem samþykkt var í borgarráði 14. nóvember 1961, með síðari breytingum fyrir Framsvæðið, samþykkt 10. júní 2003. Í breytingunni felst gerð deiliskipulags fyrir nýja íbúðarbyggð með sérlegri áherslu á vistvæna íbúðarbyggð fyrir bíllausan lífsstíl og grænt útivistar- og leiksvæði fyrir hverfið. Einnig er lagður fram tölvupóstur Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, f.h. íbúaráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 26. júní 2024, um framlengingu á umsagnarfresti.

    Samþykkt að framlengja umsagnar- og athugasemdarfrest til 1. október 2024.

  25. Rauðarárstígur 10 - (fsp) Breyting á notkun og stækkun húss til að koma fyrir lyftu - USK24060055

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar, dags. 5. júní 2024, um breytingu á notkun 2., 3. og 4. hæð hússins úr skrifstofuhúsnæði í skólahúsnæði fyrir Myndlistaskólann í Reykjavík ásamt stækkun hússins sem felst í að reisa viðbyggingu á baklóð fyrir vörumóttöku og lyftu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, ódags. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdrætti ASK arkitekta, dags. 27. júní 2024.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem sýnir tilfærslu á svölum, nýja lyftu og mögulega notkunarbreytingu.

  26. Sundin - Breyting á deiliskipulagi - Dyngjuvegur 18, Leikskólinn Sunnuborg - USK24060431

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. júní 2024, að breytingu á deiliskipulaginu Sundin sem samþykkt var þann 8. fenbúar 2006, ásamt síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkun deiliskipulags Sunda stækkar til suðvestur á mörkum 1., 2. og 3. hluta, þar sem lóðin að Dyngjuvegi 18 er felld að deiliskipulaginu Sundin, stækkun á byggingarreit og hækkun húss ásamt því að heimila kennslustofur tímabundið á lóðinni og niðurrif á lóð Laugarásvegar 77, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 24. júní 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ Ráðgjafar, útgáfa 4 dags. 17. maí 2024, vegna stækkunar leikskólans Sunnutorgs.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023

  27. Hamrahverfi - Breyting á deiliskipulagi - Neshamrar 8 - USK23110176

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gústafs Smára Björnssonar, dags. 13. nóvember 2023, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 11. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Neshamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur jarðhæðar er stækkaður til norðvesturs. Innan nýs byggingarreits verður heimilt að byggja bílskýli og viðbyggingu við núverandi hús, samkvæmt uppdr. Sturlu Thors Jónssonar arkitekts, dags. 4. apríl 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 4. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. maí 2024 til og með 13. júní 2024. Eftirtaldir sendu umsögn/ábendingu: Kolbeinn Björgvinsson f.h. Þórhildar Jónasdóttur, dags. 20. maí 2024 og Veitur, dags. 6. júní 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2024 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2024, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:39

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 27. júní 2024