Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 968

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 6. júní kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 968. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson og Ævar Harðarson. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Barðavogur 36 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK24060002

    Lögð fram fyrirspurn A ehf., dags. 3. júní 2024, samt greinargerð, dags. 3. júní 2024, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 36 við Barðavog sem felst í að gera að gera séríbúð á jarðhæð/kjallara hússins.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Bergstaðarstræti 12B - (fsp) Klæðning húss - USK24030345

    Lögð fram fyrirspurn Erlendar Sturlu Birgissonar, dags. 22. mars 2024, ásamt bréfi, dags. 5. mars 2024, um að klæða húsið á lóðinni nr. 12B við Bergstaðastræti með standandi bárujárnsklæðningu, samkvæmt uppdr. VEB verkfræðistofu, dags. 5. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Granaskjól 5 - (fsp) Stækkun á innkeyrslu - USK24050195

    Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Bogasonar, dags. 15. maí 2024, ásamt tölvupósti, dags. 7. mars 2024, um stækkun á innkeyrslu og koma fyrir tveimur bílastæðum á lóð nr. 5 við Granaskjól. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Fylgigögn

  4. Kjalarnes, Sætún - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24050375

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 28. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um ökutækjaleigur vegna umsóknar Ingvars Björgvinsson, f.h. Smart campers ehf. um geymslustað ökutækja að Sætúni á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Laugavegur 139 - USK23040234

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja tvennar svalir, fyrir íbúð 0201, á norðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 139 við Laugarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Snorrabraut 83 - (fsp) Breyting á notkun húss - USK24050062

    Lögð fram fyrirspurn Hallgríms A. Ingvarssonar, dags. 6. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 83 við Snorrabraut úr íbúðarhúsæði í atvinnuhúsnæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Tjarnargata 37 - (fsp) Bílskúr og innkeyrsla - USK24050284

    Lögð fram fyrirspurn Gunnars Bergmanns Stefánssonar, dags. 23. maí 2024, ásamt bréfi, dags 16. apríl 2024, um að setja stakstæðan bílskúr á lóð nr. 37 við Tjarnargötu sunnan húseignarinnar með innkeyrslu frá Skothúsvegi, samkvæmt tillögu gb DESIGN, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Vesturbrún 18 - (fsp) Bílastæði - USK24050310

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Friðriks Pálssonar, dags. 24. maí 2024, ásamt greinargerð ódags., um að koma fyrir bílastæði á lóð nr. 18 við Vesturbrún, samkvæmt uppdr. Betula, dags. 1. september 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Fylgigögn

  9. Úlfarsbraut 96 - (fsp) Tilfærsla á bílastæði fyrir hreyfihamlaða - USK24050367

    Lögð fram fyrirspurn Úlfarsbrautar 96, húsfélags, dags. 29. maí 2024, ásamt bréfi, ódags., um tilfærslu á bílastæði fyrir hreyfihamlaða nær inngangi hússins nr. 96 við Úlfarsbraut, utan lóðarmarka, samkvæmt skissu, ódags. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Gufunes - Endurnýjun á starfsleyfi Moldarblöndunnar - Umsagnarbeiðni - USK24050343

    Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Moldarblöndunnar Gæðamoldar ehf. um tímabundna endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttöku á úrgangi til endurvinnslu þ.e. móttöku á garðaúrgangi til endurvinnslu og móttöku á mold til endurvinnslu. Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi þar sem gert er ráð fyrir að gildistími verði til 30. október 2026. Óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og afstöðu til gildistíma starfsleyfis. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Langholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 90 - USK24050132

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Margrétar Mistar Tindsdóttur, dags. 12. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Langholts vegna lóðarinnar nr. 90 við Langholtsveg, sem felst í að heimilt verði að breyta bílskúr í íbúð. Einnig er lögð fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 4. mars 2024 og 8. maí 2024 og ljósmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Fylgigögn

  12. Mosfellsbær - Blikastaðaland - Breyting á deiliskipulag - USK24050341

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 24. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðir A og B eru sameinaðar og lóðamörk þeirra lóða uppfærð. Gerðar eru breytingar á byggingareitum á lóðum A-B og D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Jafnframt er götuheiti Korputúns fært inn í deiliskipulagsgögn, húsnúmer uppfærð og skilmálar varðandi byggingar uppfærðir. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, dags. 24. apríl 2024 og deiliskipulags- og skýringaruppdrátta, dags. 12. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Blesugróf 25 - USK24050251

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 25 við Blesugróf.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  14. Bústaðavegur 151B-D - (fsp) Breyting á notkun - SN210519

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., dags 12. júlí 2021, ásamt bréfi, dags. 12. júlí 2021, um breytingu á notkun lóðanna að Bústaðavegi 151B-D ásamt breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Einnig var lögð fram tillaga Arkís arkitekta, dags. 28. júní 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. febrúar 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Óskars Rafnssonar, ódags., þar sem óskað er eftir endurskoðun á afstöðu skipulagsfulltrúa varðandi notkun lóðanna.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra og deildarstjóra aðalskipulags.

  15. Hlemmur + - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hverfisgata 112A og 114 - USK24040237

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Vatnaborgar ehf., dags. 8. apríl 2024, ásamt bréfi SP(R)INT Studio, dags. 12. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlemm + vegna lóðanna nr. 112A og 114 Við Hverfisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna að Hverfisgötu 112A og 114, niðurrif núverandi húsnæðis og uppbyggingu nýs húsnæðis og að hámarksdýpt byggingarreits verði aukin um 3 m til suðurs, ásamt því að jarðhæð og kjallari verði skilgreind sem verslun og þjónustu, heimilt verði að reka gististarfsemi á lóðunum og að skilmáli um bílastæðakvöð falli út, samkvæmt tillögu SP(R)INT Studio, dags. 12. mars 2024. Einnig er lagt fram minnisblað Norconsult, ódags., vegna forathugunar á burðavirki húsanna vegna mögulegrar stækkunar. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. maí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt  umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Fylgigögn

  16. Laufásvegur 49-51 - (fsp) - Breyting á notkun - USK24040002

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Gula hússins ehf., dags. 27. mars 2024, um breytingu á notkun hússins á lóðinni nr. 49-51 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Skúlagötusvæði - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Skúlagata 4 - USK24040016

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., dags. 2. apríl 2024, ásamt bréfi, dags. 4. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skúlagötu, sem felst í að koma fyrir nýrri aðkomu að húsinu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem gerir ráð fyrir umræddri (breyttri) aðkomu og niðurrifi skemmu.

  18. Gufunes 1. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Svæði E - Hafnarsvæði - USK24050387

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 30. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna svæðis E - Hafnarsvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarmagni á og við bryggjuna, eða lóðum E1.1 og E1.2 til samræmis við vinningstillögu úr alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið. Þá er bætt við svæði undir heita potta, nær bryggjunni (lóð E1.3). Haldið er í hugmyndir um fljótandi sundlaug og flotbryggjur fyrir sjósund en lóðamörk og umfang skilgreint nánar (lóð E1.4), samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Yrki arkitekta, dags. 28. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  19. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 102 - USK24050243

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 21. maí 2024, ásamt ódags. bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sundin, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 102 við Kleppsveg, sem felst í að stækka byggingarreit A og færa byggingarreit B, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Síðumúli 2-6 - Breyting á deiliskipulagi - Síðumúli 6 - SN220763

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. H301 ehf., dags. 29. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð minnkar og lóðarmörk dragast að húsvegg ásamt því að byggingarreitur stækkar og byggingarmagn eykst. Núverandi hús verður hækkað um eina hæð með efstu hæð inndregna og viðbygging sem verður á núverandi bílastæði verður jafn há framhúsi og einnig með inndregna efstu hæð. Sameiginlegt útisvæði íbúa hússins verður á þaksvölum og jarðhæð sunnan megin við hús, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Einnig er lagt fram minnisblað Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Atli þorsteinn Stefánsson, dags. 21. maí 2024, og íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 23. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  21. Reitur 1.172.1, Frakkastígsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 35 og Vatnsstígur 4 - USK23070137

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Leiguíbúða ehf., dags. 13. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 35 við Laugaveg og nr. 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna Vatnsstígur 4, Laugavegur 33 og 35 og hluta lóðarinnar Laugavegur 37 í þeim tilgangi að samnýta bílakjallara, gera tengingar milli húsa mögulegar og einfalda eignaskipti og útgáfu rekstrar- og starfsleyfa. Að Vatnsstíg 4 er þakformi syðri hluta hússins breytt þannig að neðri rishæð verður með innhallandi útveggjum og efri rishæð verður inndregin með samfelldum þaksvölum meðfram suður- og vesturhlið. Í breytingunni sem lögð er til fyrir Laugaveg 35 felst að útveggur efstu hæðar nýbyggingar til vesturs þarf ekki að vera innhallandi, heimild fyrir lyftuhúsi er aftur sett inn og má það ná allt að 4,6 metrum upp fyrir endanlegt yfirborð þakverandar, heimilt verður að byggja stigahús fast upp við lyftuhús og skulu útveggir þess aðrir en þeir sem snúa upp að lyftuhúsinu, vera sem mest úr gleri og skal þak stigahúss halla frá lyftuhúsi og ekki vera hærra en nauðsyn krefur, heimilt verður að byggja upp í skot á milli nýbyggingar og gamla timburhússins og nær heimildin eingöngu til verslunarhæðar timburhússins, á efri hæðum verða svalir, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 14. mars 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. apríl 2024 til og með 28. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Danfríður Kristín Árnadóttir og Halldór Ólafsson, dags. 23. maí 2024, og Heba Hertervig og Sigurður Jónsson, dags. 25. maí 2024. Jafnframt er lagt fram bréf Hebu Hertervig og Sigurðar Jóssonar, dags. 3. júní 2024, þar sem fallið er frá áður gerðum athugasemdum.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  22. Elliðavogur/Ártúnshöfði - svæði 1 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Reitur 3 - USK24050304

    Lögð fram umsókn Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, dags. 24. maí 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Elliðavogs/Ártúnshöfða, svæðis 1, vegna reits 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að nýta rými í kjallara sem atvinnuhúsnæði, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. maí 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a.liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  23. Sólvallagata 14 - USK23050255

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 19. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024 og 18. maí 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024 og 16. maí 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024, Friðgeir Torfi Gróu Ásgeirsson, dags. 28. febrúar 2024, Rósa Ásgeirsdóttir, 18. mars 2024, Áskell Jónsson, dags. 19. mars 2024, Stefán S. Guðjónsson, dags. 19. mars 2024, íbúaráð Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024 og Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, dags. 30. janúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  24. Foldahverfi 4. og 5. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Fannafold 191 - USK24040004

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 1. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 4. og 5. áfanga vegna lóðarinnar nr. 191 við Fannafold. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lóðarinnar til að koma fyrir sólstofu og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. W7 slf., dags. 20. mars 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðeiganda, dags. 29. mars 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. maí 2024 til og með 13. júní 2024 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 3. júní 2024 er erindi nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  25. Haukdælabraut 40 - USK24040014

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058806 þannig að sótt er um leyfi til að færa útitröppur til austurs nær lóðarmörkum á lóð nr. 42 við Haukdælabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Malarhöfði - Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags - USK24040009

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í apríl 2024, vegna nýs deiliskipulags við Malarhöfða í Reykjavík, á landnotkunarsvæði M4 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með tilkomu framtíðar Borgarlínu og uppbyggingu á Ártúnshöfða við Elliðaárvog býðst einstakt tækifæri til að glæða lífi í gamalt iðnaðarhverfi og umbreyta því í spennandi og vistvænt hverfi. Lýsingin var kynnt frá 25. apríl 2024 til og með 29. maí 2024. Eftirtaldir sendu umsögn: Veitur, dags. 27. maí 2024.

    Vísað inn í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu.

  27. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK24050216

    Lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar, dags. 17. maí 2024, ásamt greinargerð, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum hússins um eina og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. PK arkitekta, dags. 2. maí 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 35 og 37 - USK24040243

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lögð fram umsókn Yddu arkitekta ehf., dags. 22. apríl 2024, ásamt greinargerð, dags. 22. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst aukningu á nýtingarhlutfalli, hækkun á hámarkshæð og að notkun lóða verði skilgreind sem atvinnustarfsemi, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 24. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 33, 37B, 39 og 41.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  29. Víðimelur 68 - (fsp) Viðbygging og svalir - USK24050145

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Yddu arkitekta ehf. dags. 13. maí 2024, um að stækka húsið á lóð nr. 68 við Víðimel sem felst í að gera viðbyggingu á norðausturhlið hússins og síkka glugga á suðausturhliðhússins og koma fyrir litlum svölum og tröppum út í garð, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 13. maí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Fylgigögn

  30. Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 2-4 - USK24020221

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 21. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 21. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðanna  nr. 2-4 við Hádegismóa sem felst í stækkun lóðarinnar og hækkun á nýtingarhlutfalli, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 21. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Í Úlfarsfellslandi - (fsp) Uppbygging - USK24040125

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Ástu Sólveigar Andrésdóttur, dags. 12. apríl 2024, um uppbyggingu í Úlfarsfellslandi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður - Breyting á deiliskipulagi - Grundarhóll - USK24010165

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram umsókn Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna, dags. 16. janúar 2024, ásamt bréfi, dags. 15. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar vegna Grundarhóls. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Landhönnunar, dags. 24. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a.liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  33. Klettasvæði- Breyting á deiliskipulagi - Sundahöfn - Klettagarðar - Landfylling - USK24050210

    Lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 17. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Í breytingunni sem lögð er til felst að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða í samræmi við heimildir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Á lóð Veitna er skilgreind heimild fyrir núverandi byggingarmagni og notkun ásamt því að lóðin er minnkuð, þannig að göngu- og hjólastígur meðfram sjávarsíðunni sé ekki innan lóðarinnar. Á landfyllingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir, Klettagarðar 16 og 18, um þær lóðir gilda almennir skilmálar úr deiliskipulagi og skal fjöldi bílastæða vera í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Heimilt verður að vera með tvær innkeyrslur inn á landsvæði landfyllingar frá Klettagörðum og að nýta landsvæði landfyllingar sem geymslu- og athafnasvæði, þó með fyrirvörum, ásamt því að heimilt verði að vera með tímabundið rútusvæði á landfyllingunni með aðkomu frá Klettagörðum, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 17. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  34. Lykkja 2A - USK23040207

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu, mhl. 02 úr timbri  á lóð nr. 2A við Lykkju. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Kríuhólar 6A - afmörkun lóðar - USK24050259

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 16. maí 2024, þar sem óskað er eftir samþykki skipulagsfulltrúa á afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Veitna við Kríuhóla 6A, samkvæmt uppdrætti/mæliblaði, dags. 16. maí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað inn í yfirstandandi vinnu við uppfærslu á skilmálum hverfisskipulags Breiðholts. 

  36. Álfabakki 2A - USK24010088

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi USK23080010, þannig innra skipulagi er breytt, auk þess sem bætt er við bílakjallara undir hús á lóð nr. 2 við Álfabakka, samkvæmt aðaluppdráttum Urban Beat landlagshönnuða, dags. 15. maí 2024 og 18. júlí 2023, síðast br. 14. maí 2024. Einnig eru lagðir fram lóðauppdrættir, dags. 26. apríl 2024 og garðateikningar, dags. 15. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Fundi slitið kl. 15:50

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 6. júní 2024