Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 30. maí kl. 9:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 967. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Valný Aðalsteinsdóttir, Ævar Harðarson, Þórður Már Sigfússon, Sólveig Sigurðardóttir og Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Bólstaðarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Bólstaðarhlíð 38 - USK24050120
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 38 og 38A við Bólstaðarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðirnar verði sameinaðar í lóðina Stakkahlíð 38 ásamt því að nýir byggingarreitir eru skilgreindir á lóð fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 6. maí 2024.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skaftahlíð 42 og Bólstaðahlíð 36.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Laugavegur 27B - USK24030201
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir veitingastað í fl. ll. breyta notkun úr atvinnuhúsnæði í veitingahús og íbúð í skrifstofur auk þess að opna á milli rýma/fasteigna og gera innanhússbreytingar sem snúa að rýmum 0214, 0215, 0216, 0217, 0319, 0218, 0221, 0222, 0223 í húsi nr. 27B við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Freyjugata 15 - (fsp) Rekstur gististaðar - USK24040278
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar H. Magnasonar, dags. 23. apríl 2024, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 15 við Freyjugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024
Fylgigögn
-
Karlagata 24 - (fsp) Breyta ósamþykktri íbúð í samþykkta - USK24050044
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Röðuls Kolbeins Arinbjargarsonar, dags. 6. maí 2024, um að breyta ósamþykktri íbúð í samþykkta á lóð nr. 24 við Karlagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Áframsent til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
-
Kjalarnes, Sætún - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24050375
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 28. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um ökutækjaleigur vegna umsóknar Ingvars Björgvinsson, f.h. Smart campers ehf. um geymslustað ökutækja að Sætúni á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 139 - USK23040234
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja tvennar svalir, fyrir íbúð 0201, á norðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 139 við Laugarveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Njarðargata 43 - USK24050091
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í bættum brunavörnum auk þess fyrir nýjum svölum á norðurhlið hússins og ýmissa innanhússbreytinga í gistiheimili í fl.ll í húsi nr. 43 við Njarðargötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
-
Skeifan 13A - USK24020019
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur frístandandi og færanlegum skiltum á lóð nr. 13A við Skeifuna. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Fylgigögn
-
Stakkholt 4A - (fsp) Rekstur gististaðar í flokki II - USK24040121
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Róberts Leós Sigurðarsonar, dags. 10. apríl 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 4A við Stakkholt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur - athafnasvæði hestamanna - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Faxaból 12 - USK24040336
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Halldóru Narfadóttur, dags. 30. apríl 2024, ásamt bréfi Halldóru Narfadóttur, dags. 30. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, athafnasvæðis hestamanna, vegna lóðarinnar nr. 12 við Faxaból sem felst í að stoðveggur sem hefur verið reistur á lóðarmörkum verði færður inn í deiliskipulagið. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Fylgigögn
-
Gufunes - Endurnýjun á starfsleyfi Moldarblöndunnar - Umsagnarbeiðni - USK24050343
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 24. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Moldarblöndunnar Gæðamoldar ehf. um tímabundna endurnýjun á starfsleyfi fyrir móttöku á úrgangi til endurvinnslu þ.e. móttöku á garðaúrgangi til endurvinnslu og móttöku á mold til endurvinnslu. Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi þar sem gert er ráð fyrir að gildistími verði til 30. október 2026. Óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og afstöðu til gildistíma starfsleyfis. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. febrúar 2024.
Lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. febrúar 2024.
Fylgigögn
-
Kópavogur - Nýtt deiliskipulag - Göngu- og hjólastígur um Kópavogsháls - USK24050262
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 17. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastígs um Kópavogsháls á vinnslustigi. Skipulagssvæðið nær til bæjarlands milli Hafnarfjarðarvegar og aðlægra lóða vestan megin vegarins. Frá Skjólbraut í norðri að undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal í suðri. Um 600 m vegalengd. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Mosfellsbær - Blikastaðaland - Breyting á deiliskipulag - USK24050341
Lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 24. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðir A og B eru sameinaðar og lóðamörk þeirra lóða uppfærð. Gerðar eru breytingar á byggingareitum á lóðum A-B og D. Samhliða breytingum byggingareita eru gerðar uppfærslur á byggingarmagni viðkomandi reita. Jafnframt er götuheiti Korputúns fært inn í deiliskipulagsgögn, húsnúmer uppfærð og skilmálar varðandi byggingar uppfærðir. Breytingar taka til greinargerðar og sérskilmála ásamt skilmálatöflu, dags. 24. apríl 2024 og deiliskipulags- og skýringaruppdrátta, dags. 12. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bjarmaland 16 - (fsp) Kjallari - USK24050263
Lögð fram fyrirspurn Jóns Guðmundssonar, dags. 22. maí 2024, ásamt bréfi, dags. 20. maí 2024, um að fá samþykktan áðurgerðan útgrafinn kjallara í húsinu á lóð nr. 16 við Bjarmaland sem nýttur er sem tómstunda- og geymslurými, samkvæmt uppdr Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 20. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skipholtsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 30 - USK24020228
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 22. febrúar 2024, ásamt bréfi DAP, dags. 21. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Brautarholt. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum og aukning á nýtingarhlutfalli lóðar, hækkun byggingarinnar um eina hæð og nýta núverandi takmarkaðan byggingarreit á lóð, ásamt því að gerður er nýr byggingarreitur fyrir hjóla- og vagnageymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. (skuggavarp) DAP, dags. 21. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Slippa- og Ellingsenreitur - Breyting á deiliskipulagi - Grandagarður 2 - USK23120061
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ÞG verktaka ehf, dags. 20. nóvember 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 20. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að stækka kjallara undir byggingum og verður Innkeyrsla í kjallara verði færð af opnu svæði milli Alliance reits og Mýrargötu 26 inn undir nýbygginu við Rastargötu, salarhæð götuhæðar í stærri nýbyggingum lækki, nýbygging næst Mýrargötu megi hýsa hótel, heimilt verði að tengja nýbyggingar saman á annarri og þriðju hæð með glerjuðum tengigangi og verður skilgreindur byggingarreitur fyrir þann tengigang og að ákvæði um að fundarsalir eða önnur stoðrými fyrir atvinnustarfsemi á efri hæðum sé óheimil verði fellt út, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Glámu-Kím, dags. 26. febrúar 2024. Einnig er lagt fram minnisblað VSB verkfræðistofu, dags. 8. febrúar 2024 vegna bílastæðaráðgjafar/samgöngumats. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur, dags. 23. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Óðinsgata 14A og 14B - (fsp) Fjölgun íbúða og hækkun á nýtingarhlutfalli - USK24050061
Lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta ehf., dags. 6. maí 2024, ásamt greinargerð, dags. 6. maí 2024, um að fjölga íbúðum í húsunum á lóðum nr. 14A og 14B við Óðinsgötu og hækka nýtingarhlutfall á lóðunum. Að Óðinsgötu 14A er jafnframt óskað eftir heimild til að stækka jarðhæð hússins til norðvesturs, bæta við tvíhallandi kvisti götumegin og fjarlægja núverandi kvisti til norðvesturs og gera þess í stað einhallandi inndregin kvist, fjarlægja svalir á norðvesturhlið húss og gera fjórar litlar svalir á 2. hæð og rishæð. Að Óðinsgötu 14B er jafnframt óskað eftir heimild til að grafa frá húsinu suðaustanmegin til að auka loft- og dagsbirtugæði inn í byggingu, setja útitröppu til suðausturs til að tengja íbúðir á jarðhæð, en íbúðir á jarðhæð eru með sér inngang, og gera tvær nýjar litlar svalir á 2. hæð, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 18. mars 2024. Einnig er lagt fram álit Minjastofnunar Íslands, ódags., og kynning á öríbúðum fyrir mínímalískann lífstíl.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Síðumúli 2-6 - Breyting á deiliskipulagi - Síðumúli 6 - SN220763
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. H301 ehf., dags. 29. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð minnkar og lóðarmörk dragast að húsvegg ásamt því að byggingarreitur stækkar og byggingarmagn eykst. Núverandi hús verður hækkað um eina hæð með efstu hæð inndregna og viðbygging sem verður á núverandi bílastæði verður jafn há framhúsi og einnig með inndregna efstu hæð. Sameiginlegt útisvæði íbúa hússins verður á þaksvölum og jarðhæð sunnan megin við hús, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Einnig er lagt fram minnisblað Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Atli þorsteinn Stefánsson, dags. 21. maí 2024, og íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 23. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sogavegur 92 - (fsp) Bílskúr - USK24050143
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Annþórs Kristjáns Karlssonar, dags. 13. maí 2024, um að setja bílskúr á lóð nr. 92 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. Eggerts Guðmundssonar byggingarfræðings, dags. 7. maí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 102 - USK24050243
Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 21. maí 2024, ásamt ódags. bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sundin, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 102 við Kleppsveg, sem felst í að stækka byggingarreit A og færa byggingarreit B, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Borgarspítalareitur - Skipulagslýsing - USK24050386
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, vegna gerð deiliskipulags fyrir Borgarspítalareit. Skipulagssvæðið afmarkast af Háaleitisbraut til vesturs, suður jaðri Borgarspítalans til norðurs, núverandi íbúðabyggð við Markarveg og Kjarrvegar til suðurs og Álftaandi til austurs. Skipulagslýsing þessi nær til breytingar á gildandi deiliskipulagi Eyrarland. Staðgreinir 1.840, samþykkt í borgarráði 30. desember 1973. Breytingin felur í sér að deiliskipuleggja reitinn sunnan Borgarsjúkrahússins undir nýja íbúðabyggð með áherslu á fjölbreytta og spennandi byggð fyrir unga sem aldna sem tekur mið af staðháttum og umhverfi.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Lindargata 14 - USK24050087
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi að byggja kvist, hækka þak og setja svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 14 við Lindargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Orkureitur - Breyting á deiliskipulagi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 34 - USK24050034
Lögð fram uppfærð fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf., dags. 28. maí 2024, ásamt bréfi, dags. 28. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Orkureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Suðurlandsbraut sem felst í stækkun og hækkun á 6. hæð hússins og koma fyrir flóttastigahúsi, samkvæmt uppdr., ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.161 - Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata - Breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 6 - USK23060301
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram umsókn Alternance slf., dags. 22. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera upp gamla húsið með því að færa það í átt að upprunalegu formi. Heimilt verði að fjarlæga viðbyggingu sem gengur inn í gamla húsið og endurgera kvisti í stíl við það upprunalega. Auk þess verði heimilt að gera bakbyggingu og tengigang milli húsanna og kjallara undir nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Alternance slf. dags. 2. febrúar 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir Alternance slf. dags. 30. september 2023 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Safamýri, Framsvæði - skipulagslýsing - Ný íbúðarbyggð - USK24050280
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2024. Skipulagslýsing þessi nær til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri sem samþykkt var í borgarráði 14. nóvember 1961, með síðari breytingum fyrir Framsvæðið, samþykkt 10. júní 2003. Í breytingunni felst gerð deiliskipulags fyrir nýja íbúðarbyggð með sérlegri áherslu á vistvæna íbúðarbyggð fyrir bíllausan lífsstíl og grænt útivistar- og leiksvæði fyrir hverfið.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Suðurlandsbraut 6 - (fsp) Stækkun húss - USK24050279
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 23. maí 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut, samkvæmt uppdr. Ólafar Flygenring, dags. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturbrún 18 - (fsp) Bílastæði - USK24050310
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Pálssonar, dags. 24. maí 2024, ásamt greinargerð ódags., um að koma fyrir bílastæði á lóð nr. 18 við Vesturbrún, samkvæmt uppdr. Betula, dags. 1. september 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vogabyggð svæði 1 - Breyting á skilmálum deiliskipulags -Stefnisvogur 38 - USK24050199
Lögð fram umsókn Birkis Árnasonar, dags. 16. maí 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipul ags Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 38 við Stefnisvog. Í breytingunni sem lögð er til felst fjölgum íbúða á reit 1-4 og breyting á lágmarkskröfu um stærð svala, samkvæmt skilmálum Vogabyggðar svæðis 1 fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 26. janúar 2018, síðast breytt 14. maí 2024.
Samþykkt með vísan til til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Vogabyggð 3 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - USK24030035
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að texta í kaflanum "Svalir" er breytt. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 23. maí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Borgartún 34 - USK24050109
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús á 4-8 hæðum með verslunar- og þjónusturýmum á vesturhluta jarðhæðar, bílakjallara með 80 stæðum og 100 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 24-36 við Borgartún.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bryggjuhverfi, svæði 4 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Gjúkabryggja 8 - USK24050231
Lögð fram fyrirspurn M11 arkitekta ehf., dags. 20. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, svæði 4, vegna lóðarinnar nr. 8 við Gjúkabryggju, sem felst í að minnka byggingarmagn, lækka hæðarkóra í tveimur byggingum innan lóðar og fækka bílastæðum, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 20. maí 2024. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing Hopp Reykjavík ehf. og FA 40 ehf., dags.6. maí 2024, um samvinnu að aðgengi að deilibílum.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - Svæði 2A - Deiliskipulag - USK23010195
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2A. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af núverandi Ártúnshöfða til austurs, Elliðaám til vesturs og Stórhöfða (Borgarlínu) til suðurs. Til norðurs afmarkast deiliskipulagssvæðið út frá lóðamörkum sem afmarka lóð Sævarhöfða 12. Svæðið er um 5,48 ha að stærð og þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og blandaðri byggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu er 582. Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögnum skipulagsráðgjafa: ARKÍS arkitektar og LANDSLAG. Verkfræðiráðgjöf: VERKÍS. Almennri greinargerð fyrir svæði 2 (og svæði 1); Sértækri greinargerð fyrir byggingar og lóðir á svæði 2A; deiliskipulags- og skýringaruppdrætti, dags. 6. mars 2024. Einnig er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými, dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís, dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4, dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís, dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís, dags. maí 2021, og mengunarrannsókn Verkís, dags. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Dagur Páll Ammendrup, dags. 6. maí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Snorrabraut 54 - USK24030337
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að endurnýja og færa til upprunalegs útlits og breyta notkun í gistiheimili í flokki 2, teg b með alls 23 hótelíbúðum fyrir alls 92 gesti og 8 starfsmenn í húsi Mjólkursamsölunnar, mhl.01 á lóð nr. 54 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024.
Rétt bókun er: Frestað, bíður deiliskipulagsbreytingar.
-
Heilsuverndarreitur - Breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 54 - USK23120182
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram umsókn Rökkurhafnar, dags. 19. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að endurbyggja húsið (Mjólkurstöðin) sem íbúðahótel en um leið færa bygginguna nær upphaflegu útliti, stækka kjallarahæð sem leiðir til stækkunar skráðra fermetra neðanjarðar, endurgera glugga sem næst upprunalegri mynd, fjarlægja eldri byggingarhlutar til norðvesturs en þar er núverandi anddyri hússins og gera þess í stað minni útbyggingu sem verður nýtt anddyri hússins, hækka gólfplötu á 1. hæð, síkka glugga að Snorrabraut lítillega og rífa og endurbyggja Ketilhúsið í fyrri mynd að utanverðu, samkvæmt uppdr. TEIKNA, Teiknistofu arkitekta, dags. 25. mars 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru í samræmi við núgildandi landnotkun á lóðinni skv. deiliskipulagi og umfang byggðar er óbreytt.
-
Laugardalur, austurhluti - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Holtavegur 29B - USK24050200
Lögð fram fyrirspurn Richard Ólafs Briem, dags. 16. maí 2024, um breytingu á deiliskipulags fyrir Laugardal, austurhluta, vegna lóðarinnar nr. 29B við Holtaveg sem felst í stækkun lóðarinnar. Einnig fylgja með tvær tillögur að stækkun, ódags. og tillaga sem sýnir áform félagsbústaða á lóðinni, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.171.4 - Breyting á deiliskipulagi - Skólavörðustígur 9 - USK23110160
Að lokinni auglýsingu var lögð fram að nýju umsókn Áslaugar Traustadóttur, dags. 13. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðarinnar nr. 9 við Skólavörðustíg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á mörkum deiliskipulags í samræmi við hnitsett lóðarmörk þar sem skipulagsmörk liggja meðfram lóð Skólavörðustígs 9 við Vegamótastíg. Gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir lága nýbyggingu sem ætluð er fyrir veitingastarfsemi í flokki II og að aðkomuleiðir lóðarinnar verði við báða enda hegningarhússins ásamt aðgengi verður þvert í gegnum húsið fyrir miðju. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar og byggingarmagn eykst, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 28. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 31 janúar 2024, og greinagerð Fornleifastofnunar Íslands vegna fornleifarannsóknar vegna framkvæmda við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, ódags. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 23. maí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Sléttuvegur 25 - USK24040213
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN060835 þannig að sorpgeymslur, rými 0081 og 0128, eru fjarlægðar og hjólageymslur, rými 0078 og 0127, stækkaðar sem því nemur og komið fyrir nýrri geymslu, rými 0128, skábraut að bílakjallara er lengd lítillega og tveimur djúpgámum. með 5 gámum hvor, komið fyrir við innganga, jafnframt eru rýmisnúmer og skráningartafla uppfærð fyrir fjölbýlishús við Skógarveg 6 og 8, mhl.03, á lóð nr. 25 við Sléttuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 35 og 37 - USK24040243
Lögð fram umsókn Yddu arkitekta ehf., dags. 22. apríl 2024, ásamt greinargerð, dags. 22. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst aukningu á nýtingarhlutfalli, hækkun á hámarkshæð og að notkun lóða verði skilgreind sem atvinnustarfsemi, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 24. apríl 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður - Breyting á deiliskipulagi - Klettastígur í Esju - USK23110296
Að lokinni auglýsingu var lögð fram að nýju umsókn Fjallafélagsins ehf., dags. 27. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulag Kjalarness, Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að setja upp klettastíg við Fálkaklett í Búahömrum Esju, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 20. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 4. apríl 2024 til og með 23. maí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
-
Laugardalur - Þjóðarhöll - Matsskyldufyrirspurn - Umsagnarbeiðni - USK24050180
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 14. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um matsskyldufyrirspurn VSÓ ráðgjafara, dags. í maí 2024, vegna áforma um byggingu Þjóðarhallar í Laugardal sem verður fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til umsagnaraðila, dags. í september 2024, vegna umsagna um tilkynningarskyldar framkvæmdir. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lykkja 2A - USK23040207
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu, mhl. 02 úr timbri á lóð nr. 2A við Lykkju. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. maí 2024, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:33
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 30. maí 2024