Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 966

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 23. maí kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 966. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Sigríður Maack og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Karlagata 24 - (fsp) breyta ósamþykktri íbúð í samþykkta - USK24050044

  Lögð fram fyrirspurn Röðuls Kolbeins Arinbjargarsonar, dags. 6. maí 2024, um að breyta ósamþykktri íbúð í samþykkta á lóð nr. 24 við Karlagötu..

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 2. Laugavegur 27B - USK24030201

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir veitingastað í fl. ll. breyta notkun úr atvinnuhúsnæði í veitingahús og íbúð í skrifstofur auk þess að opna á milli rýma/fasteigna og gera innanhússbreytingar sem snúa að rýmum 0214, 0215, 0216, 0217, 0319, 0218, 0221, 0222, 0223 í húsi nr. 27B við Laugaveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 3. Nýlendugata 5A - (fsp) rekstur gististaðar - USK24030289

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Sveins Sigurðar Kjartanssonar, dags. 21. mars 2024, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 5 við Nýlendugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Fylgigögn

 4. Korpúlfsstaðir - Breyting á deiliskipulagi - Thorsvegur 1 - USK24050137

  Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 13. maí 2024 ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 13. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaða vegna lóðarinnar nr. 1 við Thorsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að reisa byggingu á reit B samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 13. maí 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 13. maí 2024, og tillaga Teiknistofunnar Storðar ehf. að útfærslu, dags. 10. apríl 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 5. Kópavogur - Nýtt deiliskipulag - Göngu- og hjólastígur um Kópavogsháls - USK24050262

  Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 17. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastígs um Kópavogsháls á vinnslustigi. Skipulagssvæðið nær til bæjarlands milli Hafnarfjarðarvegar og aðlægra lóða vestan megin vegarins. Frá Skjólbraut í norðri að undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal í suðri. Um 600 m vegalengd. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 6. Langholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 90 - USK24050132

  Lögð fram fyrirspurn Margrétar Mistar Tindsdóttur, dags. 12. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Langholts vegna lóðarinnar nr. 90 við Langholtsveg, sem felst í að heimilt verði að breyta bílskúr í íbúð. Einnig er lögð fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 4. mars 2024 og 8. maí 2024 og ljósmynd.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 7. Rafstöðvarvegur 33-33A - BN061875

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri einnar hæðar viðbyggingu, sólskála, úr timbri við suðausturhlið íbúðar 0101, hús nr. 33, í tvíbýlishúsi á lóð nr. 33 - 33A við Rafstöðvarveg.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.. BN061875

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Austurbakki 2 - USK24020030

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0055542 og innrétta skrifstofur á 1. hæð og í kjallara, í rými þar sem áður var verslunar- og þjónusturými í mhl. 16 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 9. Einholt-Þverholt - breyting á deiliskipulagi - Einholt 2 - USK24040198

  Lögð fram umsókn Stay ehf., dags. 16. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 2 við Einholt. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að heimilt verði að hækka húsið um tvær hæðir þar sem efsta hæðin er inndregin og skilgreina byggingarreit fyrir lyftuhús og yfirbyggð bílastæði með þakgarði. Einnig verði gert ráð fyrir fjórum svalaeiningum, með svalalokunum að hluta, á 2.-4. hæð sem ná allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit ásamt því að gert er ráð fyrir þjónusturými í tengslum við fyrirhugað torg á horni Einholts og Stórholts, samkvæmt uppdr. Apparat, dags. 15. apríl 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 10. Nýlendugata 34 - (fsp) Sólskáli - USK24040224

  Lögð fram fyrirspurn Elínar Hansdóttur, dags. 21. apríl 2024, um að setja sólskála við húsið á lóð nr. 34 við Nýlendugötu, samkvæmt skissum, ódags. Einnig er lagður fram tölvupóstur Elínar Hansdóttur, dags. 17. maí 2024, með ítarlegri lýsingu á fyrirspurn.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 11. Slippa- og Ellingsenreitur - Vesturbugt, Gamla höfnin - breyting á deiliskipulagi - Reitir 03 og 04 - USK23100159

  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. maí 2024, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem skýra þarf atriði er varðar innviði og þjónustu ásamt því að lagfæra þarf framsetningu og afmörkun breytingasvæðis. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Alark arkitekta, dags. 16. nóvember 2023, síðast breytt

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

 12. Öldugata 44 og Brekkustígur 9 - (fsp) nýtt deiliskipulag - USK24050155

  Lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen, dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 14. maí 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóð nr. 22 við Öldugötu og nr. 9 við Brekkustíg vegna uppbyggingar á lóð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 13. Espigerði 4 - (fsp) hjólageymsla - USK24030233

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 18. mars 2024, um að bæta við hjólageymslu við norðurenda lóðar nr. 4 við Espigerði, samkvæmt uppdr., dags. í október 2023. Hjólageymslan yrði köld með möguleika á hleðslu rafhjóla. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Starhagi-Þormóðsstaðavegur - Breyting á deiliskipulagi - Starhagi 11 - USK24050167

  Lögð fram umsókn A arkitekta ehf., dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er rýmkaður og stækkaður, en gert er ráð fyrir að byggingar rúmi átta deilda leikskóla, lágmarksbyggingarmagn er hækkað, lóð er stækkuð til suðausturs til að auka við útileiksvæði og lóðamörk eru dregin til baka frá hjólastíg um 1 m, samkvæmt uppdr. A arkitekta, dags. 12. apríl 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 15. Suður Mjódd - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Skógarsel 10 - USK23100283

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar, ásamt bréfi, dags. 24. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarsel sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð, samkvæmt tillögu DAP, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 16. Fjölnisvegur 18 - (fsp) bílastæði - USK24040264

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigríðar G. Hauksdóttur, dags. 23. apríl 2024, ásamt bréfi Sigríðar Hauksdóttur og Evalds Sæmundsen, ódags., um bílastæði á lóð nr. 18 við Fjölnisveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Neikvætt með vísa til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Fylgigögn

 17. Sogavegur 92 - (fsp) bílskúr - USK24050143

  Lögð fram fyrirspurn Annþórs Kristjáns Karlssonar, dags. 13. maí 2024, um að setja bílskúr á lóð nr 92 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. Eggerts Guðmundssonar byggingarfræðings, dags. 7. maí 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 18. Borgartún 34-36 - breyting á deiliskipulagi - Borgartún 34-36 - USK24010339

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram umsókn Sinnsakar ehf., dags. 30. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit kjallara, samkvæmt uppdr. Andakt arkitekta dags. 8. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram á nýju ásamt tölvupósti Gunnars Sigurðssonar, dags. 22. maí 2024, þar sem umsókn er dregin til baka.

  Umsókn dregin tilbaka, sbr. tölvupóstur Gunnars Sigurðssonar, dags. 22. maí 2024.

 19. Lindargata 14 - USK24050087

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi að byggja kvist, hækka þak og setja svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 14 við Lindargötu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 20. Reitur 1.181.3, Lokastígsreitur 4 - breyting á deiliskipulagi - Njarðargata 61 - USK23070148

  Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 14. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.3, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit Njarðargötu 61 svo unnt verði að byggja 3 hæðir og ris á lóðinni með allt að 8 íbúðum. Núverandi stigahús víkur ásamt geymsluskúr og nýtt stigahús með lyftu er fellt inn í kropp hússins í stað þess sem teygir sig í norðvestur átt í dag, byggingarmagn eykst og nýtingarhlutfall hækkar, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 5. mars 2024. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023 og 16. ágúst 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2024 til og með 22. maí 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 6. maí 2024.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.

 21. Skeifan-Fenin - Breyting á deiliskipulagi -  Skeifan 7 og 9 - USK24050162

  Lögð fram umsókn Halldóru Kristínar Bragadóttur, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðanna nr. 7 og nr. 9 við Skeifuna. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. að sameina lóðirnar og afmarka þær eina nýja lóð að viðbættu borgarlandi að Suðurlandsbraut, rífa þær byggingar sem þar standa og reisa nýja byggingu með íbúðum og atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024, og skuggavarps- og skýringaruppdrættir Kanon arkitekta, dags. 13. maí 2024.Jafnframt er lögð fram tæknileg áræðanleika könnun VSÓ ráðgjafar dags. í júní 2020, minnisblað Mannvits, dags. 7. mars 2023, um sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar Skeifunnar 7, minnisblað Hnit verkfræðistofu, dags. 19. apríl 2024, um grundun væntra nýbygginga að Skeifunni 7 og 9, hljóðvistarskýrsla Arnheiðar Bjarnadóttir hjá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun, dags. 6. maí 2024, minnisblað Mannvits, dags. 14. maí 2024, vegna skoðunar og sýnatöku að Skeifunni 7, greinargerð Hnits verkfræðistofu, dags. í maí 2024, um endurnotkunaráætlun og koldíoxíðspor og samgöngumat VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 22. Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - breyting á deiliskipulagi - Vagnhöfði 7 - USK24030153

  Lögð fram umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 11. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 6. mars 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 23. Bíldshöfði 7 - USK24030214

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 448,7 ferm og 2709,9 rúmm einnar hæðar skrifstofu, verslunar og lagerhúsnæði í mhl. 28 á lóð nr. 7 við Bíldshöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 24. Sólvallagata 14 - USK23050255

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 19. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024 og 18. maí 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024 og 16. maí 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024, Friðgeir Torfi Gróu Ásgeirsson, dags. 28. febrúar 2024, Rósa Ásgeirsdóttir, 18. mars 2024, Áskell Jónsson, dags. 19. mars 2024, Stefán S. Guðjónsson, dags. 19. mars 2024, íbúaráð Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024, og Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, dags. dags. 30. janúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 25. Fálkagata 20B - stækkun á skála - USK24040241

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem spurt er hvort megi stækka glerskála til vesturs upp að nágrannalóð á lóð nr. 20B við Fálkagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 26. Garðastræti 2 - (fsp) breyting á þaki hússins - USK24040099

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Rannveigar Fannberg, dags. 10. apríl 2024, ásamt greinargerð Jóns Fannberg, dags. mars 2024, um breytingu á þaki hússins á lóð nr. 2 við Garðastræti þannig að mögulegt verði að gera ósamþykktar íbúðir samþykktarhæfar. Einnig er lögð fram tillaga ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Laugardalur, austurhluti - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sundlaugavegur 34 - USK24030064

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Helenu Björgvinsdóttur, dags. 5. mars 2024, ásamt bréfi VA arkitekta, dags. 5. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals, austurhluta vegna lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem felst í að heimilt verði að bæta einni hæð ofan á miðbyggingu hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.. USK24030064

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 28. Skúlagata 28 - (fsp) fjölgun gistirýma - USK23120108

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Eiríkssonar, dags. 12. desember 2023, ásamt bréfi T.ark, dags. 11. desember 2023, um fjölgun gistirýma á 2. hæð hússins á lóð nr. 28 við Skúlagötu, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 11. desember 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 22. apríl 2024, og uppdráttum T.ark arkitekta, dags. 22. apríl 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024..

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 29. Víðimelur 68 - (fsp) viðbygging og svalir - USK24050145

  Lögð fram fyrirspurn Yddu arkitekta ehf. dags. 13. maí 2024, um að stækka húsið á lóð nr. 68 við Víðimel sem felst í að gera viðbyggingu á norðausturhlið hússins og síkka glugga á suðausturhliðhússins og koma fyrir litlum svölum og tröppum út í garð, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 13. maí 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 30. Breiðholtsbraut - Suðuræð II - Þverum Elliðaár - framkvæmdaleyfi - USK23030360

  Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 28. mars 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir nýja stofnlögn hitaveitu, Suðuræð II. Þegar hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir þeim hluta lagnarinnar sem fylgir Breiðholtsbrautinni, frá Elliðaám að lokahúsinu við Suðurfell en sá hluti lagnarinnar er hluti af framkvæmd Vegagerðarinnar við breikkun Breiðholtsbrautar og mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Umsókn þessi á við þann hluta lagnarinnar, þar sem hún þverar Elliðaár og tengingu þessarar nýju lagnar við Suðuræð 1, norðan Breiðholtsbrautar. Einnig eru lögð fram frumdrög Landslags, dags. 21. mars 2023, uppdráttur Verkís, grunnmynd og snið, dags. 14. október 2022 síðast yfirfarinn 14. mars 2024, yfirlitsmynd Verkís, dags. 10. september 2021 síðast yfirfarin 15. október 2021, minnisblað Verkís um flóðahættu, dags. 27. mars 2024, svarpóstur Skipulagsstofnunar til Veitna, dags. 20. október 2021, um að framkvæmdin falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, umsagnir helstu hagsmunaaðila og myndir af Suðuræð II við Breiðholtsbrú. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  Fylgigögn

 31. Geldinganes - Framkvæmdaleyfi - USK24050032

  Lögð fram umsókn Sveinbjörns Hólmgeirssonar, dags. 3. maí 2024, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á nýrri rannsóknarholu á Geldingarnesi og bráðabirgða vatnslögn vegna borframkvæmda. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir sem sýna staðsetningu rannsóknarborhola og bráðabirgða vatnslögn.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 32. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Grafarlækur 2-4 - USK24050161

  Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Grafarlæk, sem felst í að hliðra núverandi göngustíg til að koma fyrir byggingarreit fyrir áhaldahús og snyrtilegu athafnasvæði áhaldahúss ásamt því að skilgreina byggingarreit fyrir áhaldahús sem falli að hluta til inn í landið og útfæra athafnasvæði og efnisgeymslu utanhúss fyrir viðhaldsdeild GR, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar, dags. 13. maí 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 33. Kjalarnes, Saltvík - Brimnes - Framkvæmdaleyfi - USK24050030

  Lögð fram umsókn Sveinbjörns Hólmgeirssonar, dags. 3. maí 2024, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á tveimur rannsóknarholum á Brimnesi Í landi Saltvíkur á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram minnisblað Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. apríl 2024, og samningur Skurnar og Veitna, dags. 14. nóvember 2022.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 34. Nauthólsvík - breyting á deiliskipulagi - USK24050158

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Borgarlína mun þvera Nauthólsveg og fara að stoppistöð við Háskólann í Reykjavík sem mun þjóna háskólasvæðinu og Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 21. maí 2024.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 35. Skarfagarðar - framkvæmdaleyfi - USK24040001

  Lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 27. mars 2024, ásamt bréfi Faxaflóahafna, ódags., um framkvæmdaleyfi fyrir gerð bráðabirgða bílastæðis fyrir hópbifreiðar á landfyllingu innan hafnarsvæðis Faxaflóahafna við Klettagarða. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 36. Sundahöfn - framkvæmdaleyfi - USK24040066

  Lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 5. apríl 2024, ásamt bréfi Faxaflóahafna, dags. 5. apríl 2024, um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar í Sundahöfn, utan Sundabakka, Vatnagarða og Skarfabakka. Ætlunin að losa dýpkunarefnið í gamlar malarnámur norðvestur af Engey. Einnig er lögð fram skýrsla Verkís, dags. í janúar 2023, vegna rannsókna á botnseti og sýnatöku 2022, uppdráttur, dags. í desember 2023, sem sýnir losunarsvæði, álit um mat á umhverfisáhrifum, dags. 23. mars 2022 og umhverfismatsskýrsla Eflu, dags. 24. nóvember 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 37. Í Úlfarsfellslandi - (fsp) uppbygging - USK24040125

  Lögð fram fyrirspurn Ástu Sólveigar Andrésdóttur, dags. 12. apríl 2024, um uppbyggingu í Úlfarsfellslandi.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 38. Egilsborgarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 1 - USK24040240

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar hjá Úti og inni arkitektum, dags. 17. apríl 2024, ásamt bréfi, dags. 5. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Egilsborgarreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Háteigsveg sem felst í stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir viðbyggingu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt  umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 39. Kríuhólar 6A - afmörkun lóðar - USK24050259

  Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 16. maí 2024, þar sem óskað er eftir samþykki skipulagsfulltrúa á afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Veitna við Kríuhóla 6A, samkvæmt uppdrætti/mæliblaði, dags. 16. maí 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 40. Öskjuhlíð - breyting á deiliskipulagi - Flugvallarvegur 7-7A - USK24040331

  Lögð fram umsókn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, dags. 30. apríl 2024, ásamt greinargerð, dags. 29. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðarinnar nr. 7-7A við Flugvallarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka núverandi húsnæði til norðurs að lóðarmörkum. Einnig eru lagðir fram uppdrættir, dags. 7. júlí 2022.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

Fundi slitið kl. 14:28

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 23. maí 2024