Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 965

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 16. maí kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 965. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir

Þetta gerðist:

  1. Hafnarstræti 5 og 7 - (fsp) hækkun húsa um tvær hæðir - USK24040318

    Lögð fram fyrirspurn Hauks Hafliða Nínusonar, dags. 29. apríl 2024, um hækkun húsanna á lóðunum nr. 5 og 7 við Hafnarstræti um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 10. apríl 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Hafnarstræti 7 - (fsp) breyting á notkun 2.-4. hæðar hússins - USK24040317

    Lögð fram fyrirspurn Hauks Hafliða Nínusonar, dags. 29. apríl 2024, um breytingu á notkun 2.-4. hæðar hússins á lóð nr. 7 við Hafnarstræti þannig að koma megi fyrir um 30-45 hótelherbergjum sem tilheyri hóteli 1919 í sambyggðu húsin á Pósthússtræti 2, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 26. apríl 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - Laugavegur 73 - Málskot - USK24050159

    Lagt fram málskot PK Arkitekta, dags. 8. maí 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. mars 2024 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða um tvær, úr tíu íbúðum í tólf íbúðir, samkvæmt uppdr. PKdM, dags. 30. ágúst 2019. Einnig er lagt fram yfirlit yfir breytingar.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  4. Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - USK24050182

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2024, vegna vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi sem nær yfir afmarkað svæði í Elliðaárdal. Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði frá Árbæjarstíflu upp fyrir Blásteinshólma og neðan frá stíflunni meðfram Rafstöðvarvegi að Elliðaárvirkjun. Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að uppfæra deiliskipulag fyrir Elliðaárdalinn þar sem árbæjarlónið verður ekki lengur til staðar og náttúrulegir árfarvegir eru endurheimtir. Fjallað verður um nýtt hlutverk Árbæjarstíflu sem aðgengileg tenging yfir dalinn ásamt mögulegum dvalar og áningastöðum. Í deiliskipulagsvinnunni verður lögð áhersla á lífríkið á svæðinu og hugsanlegar mótvægisaðgerðir vegna frárennslis frá byggð í Elliðaárnar. Neðan stíflunnar er markmið breytts skipulags að auka umferðaröryggi um Rafstöðvarveg meðan staðinn er vörður um sjónræn tengsl Árbæjarstíflu og Elliðaárvirkjunar. Markmiðið er að umhverfi og dalurinn allur verði áfram einstök náttúru og útivistarperla.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  5. Foldahverfi 3. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Fjallkonuvegur 1 - USK24050082

    Lögð fram umsókn Gunnars Arnar Sigurðssonar, dags. 7. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 3. áfanga vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa þvottastöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 3. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  6. Gufunesvegur 3 - Skemmtigarðurinn í Gufunesi - reitur U51 - ósk um uppfærslu á mæliblaði - USK24030038

    Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar, dags. 16. apríl 2024,  ásamt bréfi T.ark Arkitekta ehf., dags. 1. mars 2024, um að skipulagsfulltrúi staðfesti og óski eftir að mæli- og lóðarblað verði gert af byggingareitum að Gufunesvegi 3, skv. gildandi deiliskipulagi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  7. Mýrargata 43 - USK24040106

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060025 þannig að komið er fyrir fyrir þakgarði fyrir íbúð 0701 í mhl. 01 á aðliggjandi þaki á sama mhl. í húsi nr. 43 við Mýrargötu á lóð nr. 64 við Vesturgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Álfabakki 4A - (fsp) hús ofan á dælubrunn - USK24040242

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Stefaníu Agnesar Þórisdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19. apríl 2024, ásamt bréfi, dags. 19. apríl 2024, um að setja hús ofan á dælubrunn á lóð nr. 4A við Álfabakka. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingarreit dælustöðvar á lóð, á eigin kostnað. 

  9. Eddufell 2-6 - (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins - USK24030340

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Gísla Þrastarsonar, dags. 26. mars 2024, ásamt bréfi Eddufells 2-6, fasteignafélags ehf., dags. 26. mars 2024, um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóðinni nr. 2-6 við Eddufell úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Örnu Þorleifsdóttur, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Fylgigögn

  10. Fornhagi 8 - (fsp) stækkun leikskólans Hagaborg - USK24050121

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Benediktsdóttur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 10. maí 2024, um stækkun leikskólans Hagaborg á lóð nr. 8 við Fornhaga, samkvæmt uppdr. VA Vinnustofu arkitekta, dags. 1. desember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Fossaleynismýri - breyting á deiliskipulagi - Fossaleynir 14 - USK24030189

    Lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar, dags. 13. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Fossaleynismýri vegna lóðarinnar nr. 14 við Fossaleyni. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á nýtingarhlutfalli, uppfærslu á bílastæðakröfum í samræmi við fermetrafjölda og að heimilt verði að koma fyrir millilofti sem eingöngu verur notað sem geymslurými, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 12. mars 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  12. Hulduheimar 11 - (fsp) færanlegar kennslustofur - USK24050119

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Benediktsdóttur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 10. maí 2024, um að setja færanlegar kennslustofur á lóð leikskólans Hulduheima að Hulduheimum 11. Einnig er lagt fram minnisblað Verkís, dags. 26. apríl 2024, vegna stækkunar leikskólans Hulduheimar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Kirkjuteigur 21 - USK24030254

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs, kjallara og tvær hæðir ásamt aukahæð yfir hluta, gera þaksvalir og innrétta fjórar íbúðir og tvær innbyggðar bílgeymslur í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig. Einnig eru lagðar fram uppfærðar teikningar PK Arkitekta, dags. 15. mars 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við uppfærðar teikningar PK Arkitekta.

  14. Reitur 1.174.1 - breyting á deiliskipulagi - Hverfisgata 100 (98A, 100 og 100A) og 100C - USK24010036

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lögð fram umsókn Hverfisgötu 100 ehf., dags. 4. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1, með síðari breytingum að Hverfisgötu 100 (98A, 100 og 100A) og 100C. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum milli lóða nr. 100 og 100C. Lóð 100 (fyrir sameiningu 98A, 100 og 100A) minnkar og lóð 100C stækkar sem því nemur ásamt því að byggingarmagn lóðar 100 breytist til samræmis við minnkun lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 13. nóvember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  15. Sólheimar 29-35 - (fsp) breyting á notkun o.fl. - USK24050122

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Benediktsdóttur hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 10. maí 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 29-35 við Sólheima þannig að heimilt verði að starfrækja þar leikskóla, nýta svæði á borgarlandi sem leiksvæði fyrir leikskólann og staðsetja byggingarreit á lóð fyrir snyrtingu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir VA arkitekta, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Einarsnes 28 - (fsp) stækkun húss - USK24040140

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Charles Jefferson James Mackey, dags. 12. apríl 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 28 við Einarsnes, samkvæmt skissum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Einarsnes 66A - (fsp) stækkun á bílskúr - USK24030087

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Andrésar Narfa Andréssonar dags. 6. mars 2024, um stækkun og hækkun bílskúrs á lóð nr. 66A við Einarsnes, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 6. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2024.. USK24030087

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags 16. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Fjölnisvegur 18 - (fsp) bílastæði - USK24040264

    Lögð fram fyrirspurn Sigríðar G. Hauksdóttur, dags. 23. apríl 2024, ásamt bréfi Sigríðar Hauksdóttur og Evalds Sæmundsen, ódags., um bílastæði á lóð nr. 18 við Fjölnisveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Laugavegur, Bolholt, Skipholt - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 176 - USK24050126

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 10. maí 2024, ásamt bréfi Reita fasteignafélags, dags. 10. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst lenging á byggingareit 7. hæðar meðfram Laugavegi og aukning á heildarbyggingarmagni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 10. maí 2024. Einnig er lögð fram tillaga, ódags.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  20. Orkureitur - breyting á deiliskipulagi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 34 - USK24050034

    Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf., dags. 3. maí 2024, ásamt bréfi, dags. 3. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Orkureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Suðurlandsbraut sem felst í að hækka og stækka grunnflöt 6. hæðar, samkvæmt uppdr., ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Elliðaárvogur-Ártúnshöfði - Svæði 7 - (fsp) nýtt deiliskipulag - Breiðhöfði 7 - Reitur 4 - USK24030242

    Lögð fram fyrirspurn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 15. mars 2024, ásamt bréfi, dags. 15. mars 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir reit 4, Breiðhöfði 1, innan svæðis 7 á Ártúnshöfða, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Storðar, dags. 5. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Ánanaust 15 - starfsleyfi fyrir vörugeymslu/flutningamiðstöð - umsagnarbeiðni - USK24050075

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir vörugeymslu fyrir matvæli / flutningamiðstöð í rými 01 0101 í húsnæðinu að Ánanausti 15, fasteignanúmer F2000794. Óskað er umsögn um hvort starfsemin sé í heimil samkvæmt skipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Fylgigögn

  23. Bergþórugata 1 - USK24020227

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera svalir á austurgafl rishæðar og norðurhlið 2. hæðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 1 við Bergþórugötu. Einnig er lögð fram umögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  24. Bergþórugata 59 - (fsp) svalir - USK24040067

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lögð fram fyrirspurn Berglindar Rósar Magnúsdóttur, dags. 6. apríl 2024, um að setja svalir á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 59 við Bergþórugötu, samkvæmt uppdr. Luigi Bartolozzi, dags. 6. apríl 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Fálkagata 20B - Má stækka skála sem fyrir er á norðurhlið um 7,4 m2 - USK24040241

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem spurt er hvort megi stækka glerskála til vesturs upp að nágrannalóð á lóð nr. 20b við Fálkagötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Laugardalur, austurhluti - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sundlaugavegur 34 - USK24030064

    Lögð fram fyrirspurn Helenu Björgvinsdóttur, dags. 5. mars 2024, ásamt bréfi VA arkitekta, dags. 5. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals, austurhluta vegna lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem felst í að heimilt verði að bæta einni hæð ofan á miðbyggingu hússins.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Skúlagötusvæði - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Lindargata 40-46 og Vatnsstígur 12 og 12A - USK24020165

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, dags. 16. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 12-12A við Vatnsstíg, sem felst í sameiningu lóðanna nr. 40-46 við Lindargötu og 12 og 12A við Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic, dags. 6. maí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Sléttuvegur 3 - USK24040064

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir svalalokun og lokun á bogavegg á efstu hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Sléttuvegi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  29. Sléttuvegur 25 - USK24040213

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN060835 þannig að sorpgeymslur, rými 0081 og 0128, eru fjarlægðar og hjólageymslur, rými 0078 og 0127, stækkaðar sem því nemur og komið fyrir nýrri geymslu, rými 0128, skábraut að bílakjallara er lengd lítillega og tveimur djúpgámum. með 5 gámum hvor, komið fyrir við innganga, jafnframt eru rýmisnúmer og  skráningartafla uppfærð fyrir fjölbýlishús við Skógarveg 6 og 8, mhl.03, á lóð nr. 25 við Sléttuveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Teigahverfi – breyting á deiliskipulagi - Hofteigur 23 - USK24040139

    Lögð fram umsókn Péturs Andreas Maack, dags. 12. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr 23 við Hofteig. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr, samkvæmt uppdr. GB Design, dags. 12. apríl 2024.. USK24040139

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hofteig 21 og Gullteig 18.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  31. Arnarnesvegur - 3 áfangi - Framkvæmdaleyfi - SN220436

    Lagt fram bréf Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, dags. 15. apríl 2024, þar sem óskað er eftir uppfærslu framkvæmdaleyfis fyrir Arnarnesveg m.t.t. breytinga á hönnun og nýrra skipulagsmarka. Einnig er lögð fram afstöðumynd, dags. 24. febrúar 2024, og yfirlitsmynd framkvæmdar, dags. 7. mars 2024. Eingöngu er um að ræða breytingu á staðsetningu á göngustígs innan þess áfanga sem skilgreindur er sem X6 í gögnum framkvæmdaleyfisins. Breytingin felur í sér að umræddur áfangi nær yfir minna framkvæmdasvæði en þau hönnunargögn sem fylgja útgefnu framkvæmdaleyfi. Annað er óbreytt. Ekki er talin þörf á útgáfu nýrra afnotaleyfa fyrir umrætt svæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, lögð fram.

    Fylgigögn

  32. Brú yfir Fossvog - framkvæmdaleyfi - USK24040277

    Lögð fram umsókn Elísabetar Rúnarsdóttur f.h. Vegagerðarinnar, dags. 22. apríl 2024, ásamt bréfi Vegagerðarinnar, dags. 19. apríl 2024, um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við landfyllingar vegna brúargerðar yfir Fossvog. Einnig lagt fram teikningasett Eflu, dags. í apríl 2024, umsögn Hafrannsóknastofnunar, dags. 31. janúar 2024, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. janúar 2024, umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 24. janúar 2024, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 16. janúar 2024 og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu, dags. 30. apríl 2020. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
     Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  33. Kjalarnes, Saltvík - breyting á skilmálum deiliskipulags - reitir B og C - USK24050097

    Lögð fram umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar, dags. 8. maí 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Saltvíkur á Kjalarnesi vegna reita B og C. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 8. maí 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  34. Laugardalur - Þjóðarhöll - matsskyldufyrirspurn - umsagnarbeiðni - USK24050180

    Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 14. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um matsskyldufyrirspurn VSÓ ráðgjafara, dags. í maí 2024, vegna áforma um byggingu Þjóðarhallar í Laugardal sem verður fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til umsagnaraðila, dags. í september 2024, vegna umsagna um tilkynningarskyldar framkvæmdir.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  35. Lykkja 2A - USK23040207

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu, mhl. 02 úr timbri  á lóð nr. 2A við Lykkju.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

  36. Sævarhöfði 2 - (fsp) breyting á lóð og bílastæði - USK24020057

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn BL ehf., dags. 6. febrúar 2024, ásamt bréfi Arkís, dags. 10. janúar 2024, um breytingu á lóð nr. 2 við Sævarhöfða sem felst í að stækka lóð til austurs fyrir bílastæði og minnka lóð í norðaustur þannig að hægt sé með góðu móti að koma fyrir stoppistöð sem áætluð er þar, bæta við bílastæðum í suðausturhorni lóðar og gróðursetja tré við Bíldshöfða og niður að Sævarhöfða, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf., dags 26. janúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Fylgigögn

  37. Varmadalsland - USK24040210

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. maí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt íbúðarhús á lóð nr. í Varmadalslandi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Vesturlandsvegur - breyting á deiliskipulagi -  Skrauthólar 1 og 5 - USK24010300

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram umsókn Moises Reondres Ramos, dags. 29. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar vegna lóðanna nr. 1 og 5 við Skrauthóla. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð nr. 1 við Skrauthóla og minnka lóð nr. 5 við Skrauthóla sem því nemur, samkvæmt uppdr. KRark dags. 5. júní 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  39. Árbær, hverfi 7.1 Ártúnsholt - breyting á hverfisskipulagi - Straumur 9 - USK23120094

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 8. desember 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt vegna lóðarinnar nr. 9 við Straum. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð til austurs, skilgreina nýja byggingarreiti á austurhluta lóðar þar sem heimilt verður að reisa opna þvottabása og spennistöð ásamt búnaði til hleðslu rafbíla og hækka nýtingarhlutfall, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 15. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  40. Eyrarland - breyting á deiliskipulagi - Álfaland 15 - USK23090027

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Reksturs og fjármála ehf., dags. 1. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta húsinu upp í fjórar íbúðir og endurbyggja, stækka og hækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 1. september 2023, br. 26. apríl 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björn Guðjón Kristinsson og Ásta Björnsdóttir, dags. 11. febrúar 2024, Rúnar Steinn Ólafsson og Steinunn Ásta Helgadóttir, dags. 13. febrúar 2024, Selma Filippusdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Bjarni Runólfur Ingólfsson og Þórunn Kristjónsdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Ómar Gaukur Jónsson og Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, dags. 28. febrúar 2024, Kristín Andersen, Jóhann B. Kristjánsson, Guðmundur, Arnar Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Ívar Örn Erlingsson, Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, Hermann Ólason, Sigrún Sigurðardóttir, Gísli Kristjánsson, Jón Magnús Hannesson og Hildur Sturludóttir, dags. 29. febrúar 2024, Árni Freyr Stefánsson og Julie Coadou, dags. 1. mars 2024 og Hermann Ólason og Sigrún Sigurðardóttir, dags. 1. mars 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  41. Bíldshöfði 7 - umsagnarbeiðni vegna framlengingu á starfsleyfi - USK23120017

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar B.M. Vallár um breytingu á starfsleyfi m.t.t. gildistíma fyrir rekstur steypustöðvar og steypueiningaverksmiðju að Bíldshöfða 7. Þegar hefur verið gefið út starfsleyfi til ársins 2026 en sótt er um að leyfið gildi út 2030. Óskað er eftir því að í umsögninni verði gerð tillaga að gildistíma starfsleyfis í ljósi skipulagsmála. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 15. maí 2024.

    Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 15. maí 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:33

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 16. maí 2024