Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 962

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, föstudaginn 26. apríl kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 962. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ævar Harðarson og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

 1. Dunhagi 18-20 - (fsp) leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lagt fram minnisblað THG arkitekta f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 30. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu garðmegin, samkvæmt uppdrætti THG arkitekta, dags. 23. júní 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt ásamt uppdráttum Landslags, dags. 22. mars 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 2. Langavatnsvegur 2 - (fsp) deiliskipulag - skipulagslýsing - USK24030288

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta ehf., dags. 19. mars 2024, ásamt drögum að skipulagslýsingu, dags. 19. mars 2024, vegna deiliskipulagsáætlunar fyrir lóð við Langavatn, landeignanúmer 113417. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 3. Njálsgötureitur, Reitur 1.190.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bergþórugata 1 - USK24010343

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Martijn Veenman, dags. 30. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, vegna lóðarinnar nr. 1 við Bergþórugötu sem felst í stækkun hússins/setja garðskála á lóð, samkvæmt skissu, ódags.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 4. Sæmundargata 15-19 - (fsp) bílastæði - USK24010266

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Alvoteck, dags. 24. janúar 2024, ásamt bréfi, ódags., um að heimilt verði að leggja á svæði fyrir utan inngang hússins lóð nr. 15 við Sæmundargötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Fylgigögn

 5. Eddufell 2-6 - (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins - USK24030340

  Lögð fram fyrirspurn Gísla Þrastarsonar, dags. 26. mars 2024, ásamt bréfi Eddufells 2-6, fasteignafélags ehf., dags. 26. mars 2024, um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóðinni nr. 2-6 við Eddufell úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Örnu Þorleifsdóttur, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 6. Gufunes 1. áfangi - Jöfursbás og Gufunes - Samgöngutengingar - breytingar á deiliskipulagi - USK23120026

  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 19. apríl 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytinganna í B-deild Stjórnartíðinda þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir, sbr. bréf stofnunarinnar.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 7. Kringlan – deiliskipulag áfanga 1, 2 og 3 - skipulagslýsing - USK24040320

  Lögð fram skipulagslýsing fyrir 1., 2. og 3. áfanga Kringlusvæðis, dags. í apríl 2024, skv. rammaskipulagi Kringlunnar. Unnið verður deiliskipulag fyrir hvern áfanga fyrir sig út frá þeim megin markmiðum sem sett eru fram í deiliskipulagslýsingu þessari og byggja á markmiðum rammaskipulags að teknu tilliti til forsendubreytinga sem tilkomnar eru til eftir að rammaskipulag var samþykkt og útlistaðar verða hér á eftir. Í 1. áfanga er um að ræða uppbyggingu á lóðum nr. 1-3 við Kringluna, þar sem standa tvær byggingar sem áður hýstu skrifstofur og prentsmiðju Morgunblaðsins, ásamt lóð nr. 5 þar sem skrifstofubygging Sjóvá stendur. Áfangi 2 er að stærstum hluta á lóð nr. 7, þar sem byggingar VR standa, og 3. áfangi verður að hluta til á lóð nr. 7 og að hluta til á borgarlandi norðan lóðar.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

 8. Breiðhöfði 9 - USK23090206

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5-6 hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum á bílakjallara með 30 stæðum á lóð nr. 9 við Breiðhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Fylgigögn

 9. Hlemmur - breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 29 - USK24040003

  Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram að nýju umsókn Jeannot A. Tsirenge, dags. 1. apríl 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut-Hlemm vegna lóðarinnar nr. 29 við Snorrabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimila svalir út fyrir byggingarreit á ákveðnum stöðum á húsi nr. 29 við Snorrabraut, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hverfisgötu 112 og 114, Snorrabraut 27 og Laugavegi 103.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

 10. Akurgerði 9 - (fsp) stækkun húss - USK24030128

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Teikna-teiknistofu arkitekta, dags. 8. mars 2024, um stækkun hússins á lóðinni nr. 9 við Akurgerði, samkvæmt uppdr. Teikna-teiknistofu arkitekta, dags. 5. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Hátún 10 - (fsp) djúpgámar - USK24030331

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Sævars Sigurðssonar, dags. 9. apríl 2024, ásamt bréfi, ódags., um að setja niður djúpgáma á lóðinni nr. 10 við Hátún, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 14. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Hrísrimi 25 - USK24030200

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt erum leyfi fyrir sólskála á norður hlið tvíbýlishús á lóð nr. 23-25 við Hrísrima. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

 13. Hverfisgata 83 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK24040047

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Andrésar Ívarssonar f.h. Félagsbústaða, dags. 3. apríl 2024, um rekstur gististaðar í flokki II húsinu á lóð nr. 83 við Hverfisgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Fylgigögn

 14. Langholtsvegur 89 - USK23040101

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024 var lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsinu þannig að 1. og 2. hæð stækkar, breyta verslun í íbúð í rými 0201, breyta geymslu sem var áður með rýmisnúmer 0003 í tómstundarherbergi með nýja baðherbergisaðstöðu, breyta bílskúr í vinnustofu?, innri breytingar á öllum þremur hæðum ásamt því að breyta staðsetningu inntaks, fjarlægja stiga á milli hæða og þess í stað koma fyrir nýjum stiga á norðurhlið, endurnýja inngang á 2. hæð, byggja svalir á vesturhlið, endurnýja kvisti og breyta þaki, breyta fyrirkomulagi á lóð með því að breyta landhalla, fækka um eitt stæði af fjórum og færa sorpskýli í húsi á lóð nr. 89 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.

 15. Nesvegur 46 - (fsp) breyting á notkun bílskúrs - USK24040129

  Lögð fram fyrirspurn Hönnu Rúnar Sverrisdóttur, dags. 12. apríl 2024, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 46 við Nesveg í íbúð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 16. Norðlingabraut 16 - (fsp) breyting á notkun lóðar - USK24030209

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 14. mars 2024, um breytingu á notkun lóðarinnar nr. 16 við Norðlingabraut úr atvinnu- og þjónustulóð í íbúðalóð, samkvæmt tillögu Arkþing-Nordic, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024. Samræmist ekki aðalskipulagi.

  Fylgigögn

 17. Reitur 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata - breyting á deiliskipulagi - Garðastræti 37 - USK24040092

  Lögð fram umsókn Steinþórs Kára Kárasonar, dags. 10. apríl 2024, ásamt minnisblaði Kurt og Pí ehf., dags. 9. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 37 við Garðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreitum og útfærslu stækkunar á þakhæð, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf., dags. 9. apríl 2024. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 2. apríl 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 18. Reitur 1.171.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 2 - USK23070048

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Laugavegar 2 ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 2 við Laugaveg sem felst í að reisa byggingu sem trappast frá brunagafli á Skólavörðustíg niður að Laugavegi, samkv. tillögu SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. nóvember 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu SP(R)INT Studio, dags. 18. apríl 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 19. Skúlagötusvæði -  (fsp) breyting á deiliskipulagi - Vatnsstígur 12-12A - USK24020165

  Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, dags. 16. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 12-12A við Vatnsstíg, sem felst í uppbyggingu a lóð, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 20. Blikastaðavegur 2-8 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Blikastaðavegur 2-8 - USK24030286

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Jónssonar, dags. 20. mars 2024, ásamt bréfi Arkís, dags. 20. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg sem felst í breytingu á hæð bygginga og tilfærslu á núverandi byggingarreitum innan lóðar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Klapparberg 14 - (fsp) aukaíbúð - USK24040148

  Lögð fram fyrirspurn Eggerts Ólafssonar, dags. 14. apríl 2024, um að aukaíbúð í bílskúr á lóð nr. 14 við Klapparberg verði samþykkt sem íbúðarhúsnæði.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 22. Rofabær 47 - USK23050220

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og setja létt svalahandrið í stað steyptra á húsum nr. 43, 45 og 47 sem eru mhl. 01,02 og 03, á lóð nr. 47 við Rofabæ. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi stjórnar húsfélags í Rofabæ 43-47, ódags. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 23. Gylfaflöt, suður - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Gylfaflöt 10 - USK24040114

  Lögð fram fyrirspurn Ultraform ehf., dags. 10. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar, suður vegna lóðarinnar nr. 10 við Gylfaflöt, sem felst í að að heimilt verði að opna líkamsræktarstöð í húsinu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:00

Björn Axelsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 26. apríl 2024