No translated content text
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 18. apríl kl. 09:09, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 961. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Sigríður Maack, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ólafur Ingibergsson og Ævar Harðarson. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Óðinsgata 17 - (fsp) fjölgun íbúða - USK24040091
Lögð fram fyrirspurn Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur, dags. 9. apríl 2024, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 17 við Óðinsgötu sem felst í að íbúð á jarðhæð verði skráð sem séreign.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Dunhagi 18-20 - (fsp) leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lagt fram minnisblað THG arkitekta f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 30. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu garðmegin, samkvæmt uppdrætti THG arkitekta, dags. 23. júní 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt ásamt uppdráttum Landslags, dags. 22. mars 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Fiskislóð 30 - geymslustaður ökutækja - umsagnarbeiðni - USK24030058
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Aurimas Sachniukas, Auro ice car rental ehf., um geymslustað ökutækja að Fiskislóð 30. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Hrafnhólar - (fsp) niðurrif geymslu og uppbygging gistihúsnæðis - USK23120154
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 15. desember 2023, um að rífa niður geymslu (nefnd mjólkurhús í fasteignaskrá) í landi Hrafnhóla á Kjalarnesi og reisa þess í stað gistihúsnæði með 8 herbergjum ásamt því að koma fyrir gróðurhúsi á landinu með jarðvarma. Einnig eru lagðir fram uppdrættir, fyrir breytingar og eftir breytingar, dags. 15. desember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skipholtsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 22 - USK24020041
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Skeifunnar ehf., dags. 6. febrúar 2024, ásamt bréfi Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 6. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt sem felst í hækkun núverandi húss um tvær hæðir, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 6. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sæmundargata 15-19 - (fsp) bílastæði - USK24010266
Lögð fram fyrirspurn Alvoteck, dags. 24. janúar 2024, ásamt bréfi, ódags., um að heimilt verði að leggja á svæði fyrir utan inngang hússins lóð nr. 15 við Sæmundargötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Álfabakki 4 - USK24040057
Lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, tveggja hæða að hluta, klætt samlokueiningum, fyrir verslun, skrifstofu og lager á lóð nr. 4 við Álfabakka.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hvassaleiti 18 og 24A - breyting á lóðamörkum - USK24040082
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, landupplýsingardeildar, dags. 3. apríl 2024, um breytingu á lóðamörkum lóðanna að Hvassaleiti 18 og 24A, samkvæmt uppdrætti/breytingarblaði umhverfis- og skipulagssvið, landupplýsingardeildar, dags. 10. nóvember 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Laufásvegur 18 - (fsp) endurnýjun og breyting á þaki - USK24030285
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Vinnustofunnar Þverár ehf., dags. 20. mars 2024, ásamt bréfi, dags. í febrúar 2024, um endurnýjun og breytingu á þaki hússins á lóð nr. 18 við Laufásveg, samkvæmt uppdrætti Vinnustofunnar Þverár ehf., ódags. Einnig er lögð fram ljósmynd af þaki hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Laugarásvegur 1 (fsp) stækkun og breyting á notkun lóðar - USK24040083
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Friðrikssonar, dags. 9. apríl 2024, ásamt tveimur bréfum Húsfélagsins Laugarásvegi 1, dags. 8. apríl 2024, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Laugarásveg og breyta notkun hennar í eingöngu íbúðarsvæði þ.e. tekin verður út krafa um nærþjónustu. Einnig er lagður fram uppdr., ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 62 - (fsp) hlið að porti lóðar - USK23120047
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóhanns Arnar Benediktssonar, dags. 6. desember 2023, um að setja upp hlið að porti lóðarinnar nr. 62 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Leifsgata 22 - málskot - USK24040010
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lagt fram málskot Ingibjargar Baldursdóttur, Björns Ólasonar og Örnu Hrundar Jónsdóttur, dags. 21. mars 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2024 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 22 við Leifsgötu um tvö. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Sogavegur 200 - (fsp) hækkun á þaki hússins, setja kvist og fjarlægja skorstein - USK24040059
Lögð fram fyrirspurn Halldórs Jóns Karlssonar, dags. 4. apríl 2024, um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 200 við Sogaveg, setja kvist og fjarlægja skorstein, samkvæmt uppdr. Smára Björnssonar dags. 23. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bræðraborgarstígur 22 - USK24030240
Lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að sameina íbúð 0001 og 0101 og breyta innra fyrirkomulagi auk þessa að gera nýtt og stærra stigahús í stað þess eldra, fjarlægja núverandi útitröppur/geymslu og baðherbergi í kjallara og byggja það upp að nýju með öðrum hætti, lyfta þakhluta garðmegin og setja svalir bakatil á húsið nr. 22 við Bræðraborgarstíg. Erindi er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 13. mars 2024.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bræðraborgarstíg 20, 24 og 24A og Brekkustíg 15, 15B og 17.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkvæmt gr. 8.1 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Karfavogur 29 - USK24030334
Lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan bílskúr á lóð nr. 29 við Karfavog.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Melar, Reynimelur-Grenimelur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Reynimelur 66 - USK24020262
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðbrandssonar, dags. 27. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 23. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mela, Reynimels-Grenimels vegna lóðarinnar nr. 66 við Grenimel, sem felst í aukningu á byggingarheimildum í kjallara hússins, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 5. janúar 2024. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Garðastræti 42 - (fsp) stækkun húss og setja bílskúr á lóð - USK24020177
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hilmu Sveinsdóttur, dags. 19. febrúar 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 42 við Garðastræti til norðvesturs og setja bílskúr á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hverfisgata 83 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK24040047
Lögð fram fyrirspurn Andrésar Ívarssonar f.h. Félagsbústaða, dags. 3. apríl 2024, um rekstur gististaðar í flokki II húsinu á lóð nr. 83 við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 28D - (fsp) rekstur gististaðar - USK24030071
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hólmfríðar Helgu Jósefsdóttur, dags. 5. mars 2024, um rekstur gististaðar í íbúð F2004817 í húsinu á lóð nr. 28D við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Klapparstígur 26 - USK24020127
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, hækka gólf og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Langholtsvegur 60 - (fsp) kvistur - USK24010327
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Öglu Þórunnar Hjartardóttur, dags. 31. janúar 2024, um að setja kvist á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 60 við Langholtsveg, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt
Fylgigögn
-
Reitur 1.182.1 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 20A og 20B - USK23120161
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Xyzeta ehf., dags. 18. desember 2023, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 18. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðarinnar nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir tveimur nýjum stigahúsum ásamt nýjum neðri kjallara undir stækkaðri núverandi kjallarahæð, stækka íbúðir út á milli stigahúsanna með svölum á suðurhlið 20A og 20B, rífa bakhús Grettisgötu 20A og reisa þess í stað einlyft íbúðarhús með risi auk kjallara, fyrir tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar dags. 18. desember 2023, útg. A. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdr., dags. 18. desember 2023 og skuggavarpsuppdr., ódagsettir, ásamt jarðvegsathugun og framkvæmdaáætlun Tensio verkfr.ráðgjafar, dags. janúar 2024 og samþykki eiganda húss nr. 20C. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 22. janúar 2014, 18. febrúar 2023, 15. júní 2023 og 22. október 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. mars 2024 til og með 12. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust..
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
-
Vesturbrún 2 - USK23010008
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæðan, staðsteyptan bílskúr við lóðarmörk lóðar nr. 4, mhl.02, við íbúðarhús á nr. 2 við Vesturbrún. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jóhann Guðmundur Jóhannsson og Bryndís Pálsdóttir, dags. 1. mars 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 19. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Breiðhöfði 9 - USK23090206
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5-6 hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum á bílakjallara með 30 stæðum á lóð nr. 9 við Breiðhöfða.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eirhöfði 1 - USK23120133
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til breyta erindi USK23020319 og byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús til viðbótar, með fimm stigahúsum og 67 íbúðum þannig að íbúðir verða samtals 139, á áður gerðum bílakjallara með 88 stæðum sem verður 2. áfangi uppbyggingar á lóð nr. 1 við Eirhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.171.5 - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 20B - USK23080183
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Stórvals ehf., dags. 23. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta einni hæð ofan á vestur- og suðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, dags. 18. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
-
Foldahverfi 4. og 5. áfangi - breyting á deiliskipulagi - Fannafold 191 - USK24040004
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 1. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 4. og 5. áfanga vegna lóðarinnar nr. 191 við Fannafold. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lóðarinnar til að koma fyrir sólstofu og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. W7 slf., dags. 20. mars 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðeiganda, dags. 29. mars 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fannafold 171 og 193.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. sbr. gr. 12. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Grensásvegur 44-50 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grensásvegur 50 - USK23110157
Á embættisfundi skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Byggingarstjórans ehf., dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grensásvegar 44-50 vegna lóðarinnar nr. 50 við Grensásveg sem felst í að rífa núverandi byggingu á lóðinni og að reisa þar fjölbýlishús, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta, ódags. Einnig er lögð fram ástandsskýrsla, dags. 3. maí 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hátún 10 - (fsp) djúpgámar - USK24030331
Lögð fram fyrirspurn Sævars Sigurðssonar, dags. 9. apríl 2024, ásamt bréfi, ódags., um að setja niður djúpgáma á lóðinni nr. 10 við Hátún, samkvæmt uppdr. Arkitekta, dags. 14. mars 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hrísrimi 25 - USK24030200
Lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt erum leyfi fyrir sólskála á norður hlið tvíbýlishús á lóð nr. 23-25 við Hrísrima.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Hæðargarður 22 - USK24030047
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2024 þar sem sótt er leyfi til þess að byggja geymsluskúr, mhl.02 við lóðarmörk að lóð nr. 20, breyta aðgengi og eignarhaldi sameignar á 1. hæð, innra skipulagi íbúðar 0201, hækka þak og byggja kvisti til norðurs og suðurs, innrétta íbúðarrými í risi og gera svalir á suðurhlið 2. hæðar og rishæðar á íbúðarhúsi, mhl. 01, á lóð nr. 22 við Hæðargarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hæðargarður 24 - USK24030046
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2024 þar sem sótt er leyfi til þess að byggja geymsluskúr, mhl.02 við lóðarmörk að lóð nr. 26, breyta aðgengi og eignarhaldi sameignar á 1. hæð, innra skipulagi íbúðar 0201, hækka þak og byggja kvisti til norðurs og suðurs, innrétta íbúðarrými í risi og gera svalir á suðurhlið 2. hæðar og rishæðar á íbúðarhúsi, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Hæðargarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Langholtsvegur 89 - USK23040101
Lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsinu þannig að 1. og 2. hæð stækkar, breyta verslun í íbúð í rými 0201, breyta geymslu sem var áður með rýmisnúmer 0003 í tómstundarherbergi með nýja baðherbergisaðstöðu, breyta bílskúr í vinnustofu?, innri breytingar á öllum þremur hæðum ásamt því að breyta staðsetningu inntaks, fjarlægja stiga á milli hæða og þess í stað koma fyrir nýjum stiga á norðurhlið, endurnýja inngang á 2. hæð, byggja svalir á vesturhlið, endurnýja kvisti og breyta þaki, breyta fyrirkomulagi á lóð með því að breyta landhalla, fækka um eitt stæði af fjórum og færa sorpskýli í húsi á lóð nr. 89 við Langholtsveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hálsahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Tunguháls 6 - USK24020040
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 5. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls sem felst í nýrri tengingu inn á lóðina frá Tunguhálsi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 3. og 5. febrúar 2024. Einnig er spurt um skilgreiningu á 1. hæð sem snýr að Tunguhálsi sem aðkomuhæð og hámarks byggingarhæð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Koparslétta 4-8 - USK24030283
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 20. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 4-8 við Koparsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs í átt að Koparsléttu, næst innkeyrslu á lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 16. mars 2024. Stækkunin er tilkomin vegna dreifistöðvar Veitna sem nauðsynlegt er að reisa á svæðinu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Koparsléttu 3.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. sbr. gr. 12. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Kjalarnes, Saltvík - (fsp) - USK24030180
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar, dags. 12. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi sem felst í að auka nýtingarhlutfall á reitum B og C, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu, dags. 12. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Silfurslétta 2 - (fsp) breyting á notkun efri hæðar hússins í gistirými - USK23120046
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 6. desember 2023, um breytingu á notkun efri hæðar hússins á lóð nr. 2 við Silfursléttu úr skrifstofu í gistirými. Einnig eru lagður fram uppdrættir Mansard teiknistofu. dags. 26. október 2021 og 15. nóvember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024,
Fylgigögn
-
Stekkjarbrekkur-Hallsvegur - breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK23070113
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. apríl 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar búið er að gera grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar í greinargerð sbr. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Engihlíð 6 - USK24020089
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa stromp, gera hurðargat í burðarvegg og utanhússklæðningu og einangrunar auk ýmissa innanhússbreytinga í húsi nr. 6 við Engihlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar verkefnisstjóra, dags. 18. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Stakkholt 4A - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK24040121
Lögð fram fyrirspurn Róberts Leós Sigurðarsonar, dags. 10. apríl 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 4A við Stakkholt.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sólvallagata 14 - USK23050255
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 19. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024, Friðgeir Torfi Gróu Ásgeirsson, dags. 28. febrúar 2024, Rósa Ásgeirsdóttir, 18. mars 2024, Áskell Jónsson, dags. 19. mars 2024, Stefán S. Guðjónsson, dags. 19. mars 2024, og íbúaráð Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á afgreiðslufundi skiplagsfulltrúa 21. mars 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að framlengja grenndarkynningu til 18. maí 2024 vegna skuggavarpsuppdrátta.
-
Heimahverfi - breyting á deiliskipulagi - Sólheimar 36 - USK24010104
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Auðar Hreiðarsdóttur/Esju Architecture, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 36 við Sólheima. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til vesturs og staðsettur í vesturhorni lóðar á mörkum Sólheima 34, 36 og Glaðheima 18, ásamt því að notkun hans er breytt í tómstundahús, og byggingarreitur fyrir íbúðarhús er færður neðar á lóðina til að passa núverandi íbúðarhúsi ásamt því að hægt verði að stækka húsið, samkvæmt uppdr. Esju Architecture, dags. 8. janúar 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Esju Architecture sem sýna skuggavarp fyrir og eftir breytingar, dags. 8. janúar 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. mars 2024 til og með 12. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Gylfaflöt, suður - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Gylfaflöt 10 - USK24040114
Lögð fram fyrirspurn Ultraform ehf., dags. 10. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar, suður vegna lóðarinnar nr. 10 við Gylfaflöt, sem felst í að að heimilt verði að opna líkamsræktarstöð í húsinu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 16:00
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024