Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 11. apríl kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 960. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdmarsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Laufey Björk Sigurðarsóttir, Sigríður Maack, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir og Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Breiðholt I - breyting á deiliskipulagi - Arnarbakki 2-6, 8 og 10 - USK24030341
Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 26. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðanna nr. 2-6, 8 og 10 við Arnarbakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir leikskóla á jarðhæð húss á lóð nr. 4, stækka lóð og auka byggingarmagn. Færa íbúðarlóð nr. 6 innan svæðisins og breyta henni í lóð nr. 10. Lóð nr. 6 verður leikskólalóð og heimilt verður að reisa á henni útileikstofu. Stúdentaíbúðum í húsum nr. 2 og 4 og íbúðum í húsi nr. 10 (áður nr. 6) verður fjölgað og þakformum húsa nr. 2, 4 og 10 verður breytt. Sameiginleg lóð verður gerð fyrir bílastæði á svæðinu og fylgilóð verður gerð fyrir djúpgáma á svæðinu ásamt því að byggingarreitur verður gerður fyrir hjóla- og sorpgeymslur, samkvæmt deiliskipulags- og skuggvarpsuppdr. Tendru Arkitektur og Grímu arkitekta, dags. 26. mars 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Foldahverfi 3. áfangi - (fsp) breyting a deiliskipulagi - Fjallkonuvegur 1 - USK24020220
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Arnar Sigurðssonar, dags. 21. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg, sem felst í að heimilt verði að koma fyrir nýrri þvottastöð á lóð, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 20. febrúar 2024. Einnig er lögð fram teikning af þvottastöð, dags. í janúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Saurbær - (fsp) fjarskiptalóð - USK24030269
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar, dags. 19. mars 2024, um stofnun fjarskiptalóðar í landi Saurbæjar á Kjalarnesi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Rafstöðvarvegur 33-33A - BN061875
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri einnar hæðar viðbyggingu, sólskála, úr timbri við suðausturhlið íbúðar 0101, hús nr. 33, í tvíbýlishúsi á lóð nr. 33 - 33A við Rafstöðvarveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Brautarholt 16 - USK24030336
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að hækka rishæð, fjarlægja austara stigahús, breyta gluggum, byggja svalir, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki II, teg. b,, 32 gistirými fyrir 70 gesti á efri hæðum, verslunarrými á jarðhæð og sameina mhl. 02 og 03 og innrétta tvær vinnustofur og sorpgeymslu í bakhúsi á lóð nr. 16 við Brautarholt .
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hvassaleiti 18 og 24A - breyting á lóðamörkum - USK24040082
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, landupplýsingardeildar, dags. 3. apríl 2024, um breytingu á lóðamörkum lóðanna að Hvassaleiti 18 og 24A, samkvæmt uppdrætti/breytingarblaði umhverfis- og skipulagssvið, landupplýsingardeildar, dags. 10. nóvember 2020.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Laugarásvegur 77 - Niðurrif - USK24030239
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að rífa leikskóla, mhl. 01 á lóð nr. 77 við Laugarásveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skúlagötusvæði - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Skúlagata 4 - USK24040016
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., dags. 2. apríl 2024, ásamt bréfi, dags. 4. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skúlagötu, sem felst í að koma fyrir nýrri aðkomu að húsinu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hamrahverfi - breyting á deiliskipulagi - Neshamrar 8 - USK23110176
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram umsókn Gústafs Smára Björnssonar, dags. 13. nóvember 2023, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 11. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Neshamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur jarðhæðar er stækkaður til norðvesturs. Innan nýs byggingarreits verður heimilt að byggja bílskýli og viðbyggingu við núverandi hús, samkvæmt uppdr. Sturlu Thors Jónssonar arkitekts, dags. 4. apríl 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 4. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Neshömrum 5, 6, 7 og 10.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Norðurbrún - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Norðurbrún 22 - USK24020150
Lögð fram fyrirspurn Önnu Margrétar Hauksdóttur, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 22 við Norðurbrún, sem felst í að gera eina eða tvær aukaíbúðir á jarðhæð og að bæta við sólskála á verönd annarrar hæðar hússins, samkvæmt uppdráttum AVH ehf., dags. 12. janúar 2024 og dags 31. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.174.3 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 79 - USK24030317
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram umsókn Lilju Sifjar Þorsteinsdóttur, dags. 25. mars 2024, ásamt greinargerð, dags. 25. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 79 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt veri að gera þrjá kvisti á húsið til norðurs ásamt svölum, samkvæmt uppdr. Sveins Arnarsonar dags. 19. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 77, 78, 80 og 81.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Austurbrún 31 - (fsp) breyting á notkun - USK24030132
Lögð fram fyrirspurn Guðlaugs Eyjólfssonar, dags. 11. mars 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 31 við Austurbrún í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laufásvegur 49-51 - (fsp) breyting á notkun - USK24040002
Lögð fram fyrirspurn Gula hússins ehf., dags. 27. mars 2024, um breytingu á notkun hússins á lóðinni nr. 49-51 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bjarkargata 6 - breyta skráningu á bílskúr - USK23120207
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 9. janúar 2024 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílageymslu í íbúðarhúsnæði í húsi nr. 6 við Bjarkargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Dugguvogur 53 - starfsleyfi - umsagnarbeiðni - USK24020247
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um starfsleyfi fyrir þvottahús á vegum Aluu ehf. að Dugguvogi 53 (Kænuvogsmegin). Óskað er eftir umsögn um hvort þessi starfsemi samræmist nýju deiliskipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Heilsuverndarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Barónsstígur 45 - USK24010093
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 9. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 45 við Barónsstíg sem felst í að færa til lóðamörk vegna endurhönnunar lóðar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skúlagata 26 - USK24020156
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 16 hæða hótel, stálgrindarhús með steyptum stiga- og lyftukjörnum, einangrað og klætt áli/gleri, með 210 herbergjum á áður samþykktum þriggja hæða kjallara og verður þriðji áfangi uppbyggingar á lóð nr. 26 við Skúlagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024.
Rétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 42 - USK23090182
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Santos ehf., dags. 18. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 42 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun bílskúrs í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Noland, dags. 18. september 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. janúar 2024 til og með 31. janúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jón Gunnar Steinarsson, dags. 8. janúar 2024, og Guðbjartur Sturluson og Þorgerður Jörundsdóttir, dags. 16. janúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Vatnsstígur 4 - (fsp) rekstur veitingastaðar - USK24020167
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Leiguíbúða ehf. dags. 16. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 16. febrúar 2024, um rekstur veitingastaðar á jarðhæð hússins á lóð nr. 4 við Vatnsstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bíldshöfði 9 - USK24020275
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 23. febrúar 2024, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 22. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 9 við Bíldshöfða sem felst í að heimilt verði að reisa þjónustukjarna og íbúðir á lóðinni, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 22. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Borgartún reitur 1.220.0 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bríetartún 3-5 - USK24010320
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Eignalausna ehf., dags. 29. janúar 2024, ásamt minnisblaði THG arkitekta, dags. 15. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 29. janúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kirkjuteigur 21 - USK24030254
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs, kjallara og tvær hæðir ásamt aukahæð yfir hluta, gera þaksvalir og innrétta fjórar íbúðir og tvær innbyggðar bílgeymslur í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Klettháls - breyting á deiliskipulagi - Klettháls 5 - USK24010034
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lögð fram umsókn Stillingar hf., dags. 2. janúar 2024, ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð, ehf. dags. 21. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Klettháls vegna lóðarinnar nr. 5 við Klettháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að nýtingarhlutfall lóðar hækkar, skilgreindur er innri byggingarreitur á lóðinni og núverandi afmörkun byggingarreits er endurskoðuð, ásamt því að gróðursvæði er afmarkað á lóðarmörkum og samræmt við endurskoðun á byggingarreit, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Teiknistofunnar Storð, dags. 8. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Kletthálsi 3 og 7 og Tunguháls 8.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6 gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Snorrabraut 54 - USK24030337
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að endurnýja og færa til upprunalegs útlits og breyta notkun í gistiheimili í flokki 2, teg b með alls 23 hótelíbúðum fyrir alls 92 gesti og 8 starfsmenn í húsi Mjólkursamsölunnar, mhl.01 á lóð nr. 54 við Snorrabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sævarhöfði 6-10 - umsagnarbeiðni um tímabundið starfsleyfi - USK24040094
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. apríl 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, um tímabundið starfsleyfi fyrir móttöku á úrgangi eða millilager fyrir megnað efni af Ártúnshöfða, á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og leiðbeiningu um ásættanlegan gildistíma starfsleyfis í ljósi skipulagsmála. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2024, um fyrir hugaða starfsemi og drög Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ódags., að starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsemina. Jafnframt er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 10. apríl 2024.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 10. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Foldahverfi 4. og 5. áfangi - breyting á deiliskipulagi - Fannafold 191 - USK24040004
Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 1. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis 4. og 5. áfanga vegna lóðarinnar nr. 191 við Fannafold. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lóðarinnar til að koma fyrir sólstofu og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. W7 slf., dags. 20. mars 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðeiganda, dags. 29. mars 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Haukdælabraut 66 - USK24010083
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN045084 vegna lokaúttektar þannig pallur á efri hæð hefur verið stækkaður, stoðveggur færður nærri lóðarmörkum til austurs, heitur pottur stækkaður og komið fyrir sökklum fyrir sólpall, og steyptum tröppum og stoðveggjum frá palli niður að neðri hluta lóðar og steyptum stoðvegg meðfram lóðarmörkum að göngustígs í borgarlandi við einbýlishús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa, dags. 9. apríl 2024, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Umsagnarbeiðni dregin til baka.
-
Hólmgarður 46 - USK24030045
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir ásamt því að byggja geymsluskúr á lóð nr. 46 við Hólmgarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lynghagi 3 - USK24010331
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að lengja, breyta þakformi og hækka bílskúr, mhl. 02, og innrétta þar vinnustofu á lóð nr. 3 við Lynghaga. Erindi var grenndarkynnt frá 6. mars 2024 til og með 8. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka umembættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Norðlingaholt - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Norðlingabraut 16 - USK24030209
Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 14. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 16 við Norðlingabraut sem felst í að breyta notkun lóðarinnar úr atvinnu- og þjónustulóð í íbúðalóð, samkvæmt tillögu Arkþing-Nordic, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Smáíbúðahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sogavegur 34 - USK24030303
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024 var lögð fram fyrirspurn Huldu Jónsdóttur, dags. 22. mars 2024, ásamt bréfi Hjark, dags. 22. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Smáíbúðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Sogaveg, sem felst í að hliðra til og stækka byggingarreit fyrir bílskúrs og gera þess í stað gestaherbergi og geymslu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 35 og 37 - USK24030054
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur, dags. 4. mars 2024, ásamt greinargerð, dags. 4. mas 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 35 og 37 við Fiskislóð, sem felst í að heimilt verði að auka nýtingarhlutfall á lóðunum úr 0,5 í 1, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 4. mars 2024. Einnig er lagður fram tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 28. febrúar 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024.
Fylgigögn
-
Vesturhöfn - Örfirisey - breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 15-21 - USK23100095
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6.október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 4. október 2023. Tillagan var auglýst frá 15. febrúar 2024 til og með 4. apríl 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Florian Stascheck, dags. 29. febrúar 2024, Bryndís Björnsdóttir f.h. Veitna, dags. 11. mars 2024, Heimir Snær Guðmundsson f.h. íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024, Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 30. mars 2024 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Grafarholt, svæði 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK24030314
Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Ernis Sturlusonar, dags. 26. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæði 1 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt, sem felst í heimilt verði að opna líkamsræktarstöð í húsinu að Kirkjustétt 2.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bólstaðarhlíð 38 - USK24030143
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi að koma fyrir færanlegar kennslustofur á steypta sökkla á lóð nr. 38 við Bólstaðarhlíð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 13:15
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024