Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 959

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 4. apríl kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 959. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Maack, Laufey Björg Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Grímsnes- og Grafningshreppur - Nesjavellir - Skipulags- og matslýsing -Deiliskipulagsbreyting - Umsagnabeiðni - USK23110158

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Grímsness- og Grafningshrepps, dags. 14. mars 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi Nesjavallavirkjunar. Endurskoðunin er m.a. til komin vegna væntanlegrar fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu þar sem í gildandi deiliskipulagi er takmarkað svigrúm fyrir frekari viðhaldsboranir. Í tengslum við þessar breytingar er afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð í samræmi við breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar í aðalskipulagi. Þá verða færð inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir og greinargerð Landslags, dags. 21. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Kjalarnes, Saurbær - (fsp) fjarskiptalóð - USK24030269

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar, dags. 19. mars 2024, um stofnun fjarskiptalóðar í landi Saurbæjar á Kjalarnesi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Langavatnsvegur 2 - (fsp) deiliskipulag - skipulagslýsing - USK24030288

    Lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta ehf., dags. 19. mars 2024, ásamt drögum að skipulagslýsingu, dags. 19. mars 2024, vegna deiliskipulagsáætlunar fyrir lóð við Langavatn, landeignanúmer 113417.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Sundahöfn - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 101 - USK24020278

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar, dags. 27. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar vegna lóðarinnar nr. 101 við Kleppsveg sem felst í að heimilt verði að bæta við bílaþvottastöð á lóð, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 9. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Landspítalinn við Hringbraut - Eiríksgata 36 - (fsp) tímabundin skrifstofu- og þjónustubygging - USK24030116

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Landspítala, dags. 7. mars 2024, ásamt bréfi THG arkitekta, dags. 6. mars 2024, um að reisa tímabundna tveggja hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu við austurhlið aðalbyggingar Landspítala við Hringbraut, ofan á núverandi W-álmu, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 6. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Tryggvagata 19 - ósk um samtal og samráð vegna nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands - USK24020222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna, dags. 21. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 21. febrúar 2024, um samtal og samráð við Reykjavíkurborg um skipulag lóðar nr. 19 við Tryggvagötu og tengingu nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands, LHÍ, í og við Tollhúsið við nærliggjandi umhverfi.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Vesturgata 35A - USK23030081

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35A, mhl.02 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindið var grenndarkynnt frá 26. febrúar 2024 til og með 25. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Auður Þórhallsdóttir, dags. 24. mars 2024, Daníel Sigurðsson, dags. 25. mars 2024, Sigrún Hildur Jónsdóttir, dags. 25. mars 2024 og Ásdís Óladóttir, dags. 25. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Vesturgata 35B - USK23030080

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35B, mhl.01 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindið var grenndarkynnt frá 26. febrúar 2024 til og með 25. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Auður Þórhallsdóttir, dags. 24. mars 2024, Daníel Sigurðsson, dags. 25. mars 2024, Sigrún Hildur Jónsdóttir, dags. 25. mars 2024 og Ásdís Óladóttir, dags. 25. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Furugerði 8 - USK24020268

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Furugerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Langagerði 7 - USK24020215

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem snúa að breytingu innanhúss og nýrra rýma auk útlitsbreytinga að Langagerði 7. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Fylgigögn

  11. Laufásvegur 18 - (fsp) endurnýjun og breyting á þaki - USK24030285

    Lögð fram fyrirspurn Vinnustofunnar Þverár ehf., dags. 20. mars 2024, ásamt bréfi, dags. í febrúar 2024, um endurnýjun og breytingu á þaki hússins á lóð nr. 18 við Laufásveg, samkvæmt uppdrætti Vinnustofunnar Þverár ehf., ódags. Einnig er lögð fram ljósmynd af þaki hússins.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Laugavegur 62 - (fsp) hlið að porti lóðar - USK23120047

    Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Arnar Benediktssonar, dags. 6. desember 2023, um að setja upp hlið að porti lóðarinnar nr. 62 við Laugaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Þorláksgeisli 122 - (fsp) stækkun húss - USK24030187

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur, dags. 13. mars 2024, um stækkun á neðri hæð hússins á lóð nr. 133 við Þorleiksgeisla, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 12. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Múlar - Þróunaráætlun - USK23090148

    Kynnt staða vinnu við gerð þróunaráætlunar fyrir Múla.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  15. Melar, Reynimelur-Grenimelur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Reynimelur 66 - USK24020262

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðbrandssonar, dags. 27. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 23. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mela, Reynimels-Grenimels vegna lóðarinnar nr. 66 við Grenimel, sem felst í aukningu á byggingarheimildum í kjallara hússins, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 5. janúar 2024.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Fylgigögn

  16. Reitur 1.174.3 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 79 - USK24030317

    Lögð fram umsókn Lilju Sifjar Þorsteinsdóttur, dags. 25. mars 2024, ásamt greinargerð, dags. 25. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 79 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt veri að gera þrjá kvisti á húsið til norðurs ásamt svölum, samkvæmt uppdr. Sveins Arnarsonar dags. 19. febrúar 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  17. Tryggingarstofnunarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 87

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar, dags. 3. mars 2024, ásamt bréfi Úti Inni arkitekta dags. 28. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingastofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 87 við Grettisgötu, sem felst í uppbyggingu fjölbýlishúss á lóð, samkvæmt tillögu Úti Inni arkitekta, dags. 28. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Tryggingarstofnunarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 87 og Laugavegur 114-118 - Myndlistarskólinn í Reykjavík - USK24030210

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar, dags. 15. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingarstofnunarreits vegna lóðanna nr. 87 við Grettisgötu og 114-118 við Laugaveg, sem felst í uppbyggingu á Listakjarna við Hlemm, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Barónsstígur 5 - (fsp) breyting á notkun hluta húss - USK24010008

    Lögð fram fyrirspurn Snorra Guðmundssonar, dags. 28. desember 2024, um breytingu á notkun rýma merkt F2003642 og F2224772 í húsinu á lóð nr. 5 við Barónsstíg úr vörugeymslu og skrifstofu í gististað.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Hamrahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Hesthamrar 9 - USK23120060

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 5. desember 2023, ásamt bréfi og fylgiskjölum, dags. 5. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Hesthamra sem felst í að 1. hæð (jarðhæð) verði heimiluð á lóðinni ásamt því að innrétta þar íbúð ásamt stoðrýmum. Auk þess verði heimilt að gera vinnustofu og skrifstofu á hæðinni sem tilheyra aðalhæð hússins. Ekki stendur til að fjölga fastanúmerum á lóðinni. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Melhagi 11 - USK23100138

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, mhl. 02 við fjölbýlishús á lóð nr. 11 við Melhaga. Erindið var grenndarkynnt frá 22. febrúar 2024 til og með 21. mars 2024. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  22. Nýlendugata 5A - (fsp) rekstur gististaðar - USK24030289

    Lögð fram fyrirspurn Sveins Sigurðar Kjartanssonar, dags. 21. mars 2024, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 5 við Nýlendugötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Ármúli, Vegmúli og Hallarmúli - breyting á deiliskipulagi - Ármúli 13A - USK24020149

    Lögð fram umsókn Ágeirs Ásgeirssonar, dags. 15. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 9. febrúar 2024. Einnig er lagður fram skýringaruppdr., dags. 5. febrúar 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  24. Vatnsstígur 4 - (fsp) rekstur veitingastaðar - USK24020167

    Lögð fram fyrirspurn Leiguíbúða ehf. dags. 16. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 16. febrúar 2024, um rekstur veitingastaðar á jarðhæð hússins á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Aðalstræti 9 - (fsp) breyting á notkun - USK23100325

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2024 var lögð fram uppfærð fyrirspurn Aðaleigna ehf., dags. 5. janúar 2023, um breytingu á notkun 2. hæð hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofuhúsnæði í íbúðir og sameina rými í kjallara, sem áður var kaffihús og sólbaðsaðstaða, í eitt rými fyrir veitingarekstur, samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Ívars Haukssonar, dags. 19. desember 2023. Einnig var lagt fram minnisblað Ívars Haukssonar, dags. 4. janúar 2024 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. janúar 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppdráttum, dags. 7. febrúar 2024 og skjali sem sýnir stærðir og gerðir íbúða, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Baldursgata 28 - (fsp) endurbygging og stækkun húss og fjölgun íbúða - USK24030222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 15. mars 2024, ásamtbréfi, dags.  14. mars 2024, um endurbyggingu og stækkun hússins á lóð nr. 28 við Baldursgötu ásamt fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Urban Arkitekta, dags. 14. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Fylgigögn

  27. Bústaðahverfi - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK24040055

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, að breytingu á skilmálum Bústaðahverfis. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt við texta í skilmálum í kaflanum 5.1.1. er snýr að svölum á rishæð húsanna.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  28. Fjólugata 7 -(fsp) bílastæði - USK24030065

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Ástu Sigríðar Fjeldsted, dags. 5. mars 2024, um að setja bílastæði á lóð nr. 7 við Fjólugötu, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. í febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Fylgigögn

  29. Langholtsvegur 92 - USK24030184

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til að gera kvist og svalir á suðurþekju og innrétta íbúðarrými í rishæð tvíbýlishúss á lóð nr. 92 við Langholtsveg.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 90 og 94.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  30. Smáíbúðahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sogavegur 34 - USK24030303

    Lögð fram fyrirspurn Huldu Jónsdóttur, dags. 22. mars 2024, ásamt bréfi Hjark, dags. 22. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Smáíbúðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Sogaveg, sem felst í að hliðra til og stækka byggingarreit fyrir bílskúrs og gera þess í stað gestaherbergi og geymslu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  31. Þingholtsstræti 21 - (fsp) stækka bílskúr og byggja nýtt hús - USK23120206

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Vesturstrætis ehf., dags. 21. desember 2023, um stækkun á iðnaðarhúsi (mhl 02) á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti ásamt uppbyggingu nýs húss á lóð, samkvæmt tillögu Batterísins arkitekta, dags. 20. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. febrúar 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Batterísins arkitekta, dags. 18. mars 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Blikastaðavegur 2-8 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Blikastaðavegur 2-8 - USK24030286

    Lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Jónssonar, dags. 20. mars 2024, ásamt bréfi Arkís, dags. 20. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg sem felst í breytingu á hæð bygginga og tilfærslu á núverandi byggingarreitum innan lóðar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  33. Kjalarnes, Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Koparslétta 4-8 - USK24030283

    Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 20. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 4-8 við Koparsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs í átt að Koparsléttu, næst innkeyrslu á lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 16. mars 2024. Stækkunin er tilkomin vegna dreifistöðvar Veitna sem nauðsynlegt er að reisa á svæðinu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  34. Kjalarnes, Hrafnhólar - deiliskipulag - USK24030113

    Lögð fram umsókn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 6. mars 2024, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 5. mars 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir syðri hluta jarðarinnar Hrafnhóla á Kjalarnesi, samkvæmt skipulagslýsingu Studio Bua, dags. 16. febrúar 2024. Einnig er lagt fram teikningasett Studio Bua, dags. 19. janúar 2024 og fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2012.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  35. Silfurslétta 2 - (fsp) breyting á notkun efri hæðar hússins í gistirými - USK23120046

    Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 6. desember 2023, um breytingu á notkun efri hæðar hússins á lóð nr. 2 við Silfursléttu úr skrifstofu í gistirými. Einnig eru lagður fram uppdrættir Mansard teiknistofu. dags. 26. október 2021 og 15. nóvember 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Vesturlandsvegur - breyting á deiliskipulagi -  Skrauthólar 1 og 5 - USK24010300

    Lögð fram umsókn Moises Reondres Ramos, dags. 29. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar vegna lóðanna nr. 1 og 5 við Skrauthóla. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð nr. 1 við Skrauthóla og minnka lóð nr. 5 við Skrauthóla sem því nemur, samkvæmt uppdr. KRark dags. 5. júní 2015.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  37. Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi - breyting á hverfisskipulagi - Öldusel 17 - USK23080222

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. febrúar 2024, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla, sbr. bréfi stofnunarinnar.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  38. Espigerði 4 - (fsp) hjólageymsla - USK24030233

    Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 18. mars 2024, um að bæta við hjólageymslu við norðurenda lóðar nr. 4 við Espigerði, samkvæmt uppdr., dags. í október 2023. Hjólageymslan yrði köld með möguleika á hleðslu rafhjóla.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Skipholt 22 - (fsp) gestahús - USK24010329

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Elenu Teuffer, dags. 30. janúar 2024, ásamt greinargerð ódags., um að koma fyrir gestahúsi á lóðinni nr. 22 við Skipholt.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Leifsgata 22 - málskot - USK24040010

    Lagt fram málskot Ingibjargar Baldursdóttur, Björns Ólasonar og Örnu Hrundar Jónsdóttur, dags. 21. mars 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2024 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 22 við Leifsgötu um tvö. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  41. Akurgerði 9 - (fsp) stækkun húss - USK24030128

    Lögð fram fyrirspurn Teikna-teiknistofu arkitekta, dags. 8. mars 2024, um stækkun hússins á lóðinni nr. 9 við Akurgerði, samkvæmt uppdr. Teikna-teiknistofu arkitekta, dags. 5. mars 2024..

    Vísað til umsagar verkefnastjóra.

  42. Hlemmur - breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 29 - USK24040003

    Lögð fram umsókn Jeannot A. Tsirenge, dags. 1. apríl 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðarinnar nr. 29 við Snorrabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að svalir íbúðar 0205 nái út fyrir útvegg og að þaksvalir verði tileinkaðar íbúð nr. 0201, samkvæmt uppdr.  Jeannot A. Tsirenge, dags. 1. apríl 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

Fundi slitið kl. 15:07

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 4. apríl 2024