Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 958

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Þetta gerðist:

  1. Dunhagi 18-20 - (fsp) leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram minnisblað THG arkitekta f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 30. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu garðmegin, samkvæmt uppdrætti THG arkitekta, dags. 23. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Grímsnes- og Grafningshreppur - Nesjavellir - Deiliskipulagsbreyting - Umsagnabeiðni - USK23110158

    Lögð fram umsagnarbeiðni Grímsness- og Grafningshrepps, dags. 14. mars 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi Nesjavallavirkjunar. Endurskoðunin er m.a. til komin vegna væntanlegrar fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu þar sem í gildandi deiliskipulagi er takmarkað svigrúm fyrir frekari viðhaldsboranir. Í tengslum við þessar breytingar er afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð í samræmi við breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar í aðalskipulagi. Þá verða færð inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir og greinargerð Landslags, dags. 21. febrúar 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Endastöð strætó - Skúlagata - USK23090029

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 15. mars 2024, þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna eftirfarandi: Gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar ásamt því að æskilegt er að fram komi í skilmálum skýrari viðmið um tímabundna nýtingu lóðar með tilliti til áætlaðra loka framkvæmda við aðalskiptistöð við Hlemm og þá eftir atvikum settir skilmálar um frágang svæðis að lokinni tímabundinn notkun. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur VSÓ ráðgjafar, dags. 28. september 2023, síðast br. 15. mars 2024.

    Lagt fram.

  4. Efstaleiti 9 - USK24020154

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, koma fyrir nýjum gluggum á suðurhlið 1. hæðar og flóttahurð og flóttastiga á norðurhlið og uppfæra brunavarnir í skrifstofuhúsi á lóð nr. 9 við Efstaleiti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samþykkt að veita undanþágu frá deiliskipulagsbreytingu með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr.  3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  5. Njálsgötureitur, Reitur 1.190.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bergþórugata 1 - USK24010343

    Lögð fram fyrirspurn Martijn Veenman, dags. 30. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, vegna lóðarinnar nr. 1 við Bergþórugötu sem felst í stækkun hússins/setja garðskála á lóð, samkvæmt skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Hæðargarður 22 - USK24030047

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2024 þar sem sótt er leyfi til þess að byggja geymsluskúr, mhl.02 við lóðarmörk að lóð nr. 20, breyta aðgengi og eignarhaldi sameignar á 1. hæð, innra skipulagi íbúðar 0201, hækka þak og byggja kvisti til norðurs og suðurs, innrétta íbúðarrými í risi og gera svalir á suðurhlið 2. hæðar og rishæðar á íbúðarhúsi, mhl. 01, á lóð nr. 22 við Hæðargarð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Hæðargarður 24 - USK24030046

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2024 þar sem sótt er leyfi til þess að byggja geymsluskúr, mhl.02 við lóðarmörk að lóð nr. 26, breyta aðgengi og eignarhaldi sameignar á 1. hæð, innra skipulagi íbúðar 0201, hækka þak og byggja kvisti til norðurs og suðurs, innrétta íbúðarrými í risi og gera svalir á suðurhlið 2. hæðar og rishæðar á íbúðarhúsi, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Hæðargarð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Teigagerði 5 - (fsp) hækkun og stækkun húss - USK23110141

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Mulazim Usundag, dags. 29. janúar 2024, um hækkun og stækkun hússins á lóð nr. 5 við Teigagerði, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Þorláksgeisli 122 - (fsp) stækkun húss - USK24030187

    Lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur, dags. 13. mars 2024, um stækkun á neðri hæð hússins á lóð nr. 133 við Þorleiksgeisla, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 12. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Hamrahverfi - breyting á deiliskipulagi - Neshamrar 8 - USK23110176

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Gústafs Smára Björnssonar, dags. 13. nóvember 2023, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 11. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Neshamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur jarðhæðar er stækkaður til norðvesturs. Innan nýs byggingarreits verður heimilt að reisa byggja bílskýli og viðbyggingu við núverandi hús, samkvæmt uppdr. Sturlu Thors Jónssonar arkitekts, dags. 11 nóvember 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 11. nóvember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embættið.

  11. Tryggingarstofnunarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 87 og Laugavegur 114-118 - Myndlistarskólinn í Reykjavík - USK24030210

    Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar, dags. 15. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingarstofnunarreits vegna lóðanna nr. 87 við Grettisgötu og 114-118 við Laugaveg, sem felst í uppbyggingu á Listakjarna við Hlemm, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Tryggingastofnunarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 87 - USK24030040

    Lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar, dags. 3. mars 2024, ásamt bréfi Úti Inni arkitekta dags. 28. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingastofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 87 við Grettisgötu, sem felst í uppbyggingu fjölbýlishúss á lóð, samkvæmt tillögu Úti Inni arkitekta, dags. 28. febrúar 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Birkihlíð 48 - (fsp) rekstur gististaðar - USK24010199

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Steins Helgasonar, dags. 31 október 2023, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 48 við Birkihlíð.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Fylgigögn

  14. Hlemmur og nágrenni - 4. áfangi: Rauðarárstígur - Laugavegur - framkvæmdaleyfi - USK24030234

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 18. mars 2024, um framkvæmdaleyfi fyrir 4. áfanga Hlemms og nágrennis vegna endurnýjunar og tengingar götukafla Laugavegs og Rauðarárstígs, samkvæmt teikningasetti, dags. í mars 2024. Einnig er lögð fram útboðs- og verklýsing, dags. í mars 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  15. Norðurstígur 5 - (fsp) gististaður í flokki II - USK24030006

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Hálands ehf., dags. 29. febrúar 2024, ásamt bréfi Þórhalls Andréssonar, dags. 29. febrúar 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í nýbyggingu á lóð nr. 5 við Norðurstíg.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Fylgigögn

  16. Reitur 1.174.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 71 - USK24010340

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 30. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 71 við Grettisgötu sem felst í að breyta kvistum á suðurhlið hússins og setja þar einn stærri kvist, þaksvalir og tvo þakglugga, samkvæmt uppdr. Ólafar Flygenring, dags. 30. janúar 2024. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Skerjafjörður - framkvæmdaleyfi - Landfylling - USK24030226

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. mars 2024, um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar strætótengingar milli Skerjafjarðar og Fossvogsbrúar. Einnig er lagður fram uppdráttur/yfirlitsmynd, dags. 21. desember 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/202

  18. Skúlagata - Endastöð strætó - framkvæmdaleyfi - USK24020229

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 22. febrúar 2024, um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna skiptistöð Strætó sem felst í lóðarfrágangi á lóð norðan við Skúlagötu við gatnamót Klapparstígs. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  19. Sævarhöfði 6-10 - framkvæmdaleyfi - USK24030225

    Lögð fram umsókn Sturlu Sigurðarsonar, dags. 15. mars 2024, ásamt minnisblaði Eflu, dags. 11. mars 2024, um framkvæmdaleyfi fyrir geymslu mengaðs jarðvegs tímabundið á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  20. Varmahlíð 1 - framkvæmdaleyfi - USK23120211

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Orku náttúrunnar, dags. 27. desember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingu hleðsluinnviða á lóð nr. 1 við Varmahlíð, lóð Perlunnar, sem felst í að setja upp 8 hleðslustöðvar á lóð nr. 1 við Varmahlíð, , samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 12. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  21. Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsk) breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 27 - USK24020110

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Reirs ehf., dags. 9. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð sem felst í uppbyggingu atvinnu- og skrifstofuhúss á lóð, samkvæmt tillögu Nordic Office Architecture, dags. í janúar 2024. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 5. febrúar 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Fylgigögn

  22. Borgartún 34-36 - breyting á deiliskipulagi - Borgartún 34-36 - USK24010339

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Sinnsakar ehf., dags. 30. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit kjallara, samkvæmt uppdr. Andakt arkitekta dags. 8. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embættið.

  23. Reitur 1.181.3, Lokastígsreitur 4 - breyting á deiliskipulagi - Njarðargata 61 - USK23070148

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 14. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.3, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit Njarðargötu 61 svo unnt verði að byggja 3 hæðir og ris á lóðinni með allt að 8 íbúðum. Núverandi stigahús víkur ásamt geymsluskúr og nýtt stigahús með lyftu er fellt inn í kropp hússins í stað þess sem teygir sig í norðvestur átt í dag, byggingarmagn eykst og nýtingarhlutfall hækkar, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 5. mars 2024. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023 og 16. ágúst 2023.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 42, 44, 44A og 46 og Lokastíg 25, 26 og 28. 

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  24. Skúlagata 26 - USK24020156

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 16 hæða hótel, stálgrindarhús með steyptum stiga- og lyftukjörnum, einangrað og klætt áli/gleri, með 210 herbergjum á áður samþykktum þriggja hæða kjallara og verður þriðji áfangi uppbyggingar á lóð nr. 26 við Skúlagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  25. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Lindargata 14 - SN220704

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fjórir eigendur og leigjendur að Klapparstíg 14, dags. 14. maí 2023, Guðni Pálsson, dags. 15. maí 2023, Ólafur Th. Ólafsson og Birna Eggertsdóttir, dags. 16. maí 2023, Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir f.h. Silfurbergs ehf. og Berg Contemporary ehf. og Kristinn Pálmarsson f.h. K16 ehf., dags. 15. maí 2023 og danska sendiráðið, dags. 15. maí 2023.

    Vísað til umhverfis - og skipulagsráðs.

  26. Elliðavogur/Ártúnshöfði svæði 1 - Reitur 3 - (fsp) uppbygging - USK24020261

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Tendra ehf., dags. 26. febrúar 2024, um uppbyggingu á reit 3 í Elliðavogi/Ártúnshöfða, samkvæmt kynningu, dags. 22. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Baldursgata 28 - (fsp) endurbygging og stækkun húss og fjölgun íbúða - USK24030222

    Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 15. mars 2024, ásamtbréfi, dags.  14. mars 2024, um endurbyggingu og stækkun hússins á lóð
    nr. 28 við Baldursgötu ásamt fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Urban Arkitekta, dags. 14. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Fjólugata 7 - (fsp) bílastæði - USK24030065

    Lögð fram fyrirspurn Ástu Sigríðar Fjeldsted, dags. 5. mars 2024, um að setja bílastæði á lóð nr. 7 við Fjólugötu, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. í febrúar 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Háteigsvegur 35 - USK23110017

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 4. hæða 44 íbúða fjölbýlishús, sem verður 1. áfangi mhl 01 og 03 af 2 á lóð nr. 35 við Háteigsvegur. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lagt fram að nýju.

    Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

  30. Kennaraháskóli Íslands/Sjómannaskólinn - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 35 - USK24020276

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 23. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands/Sjómannaskólans vegna lóðarinnar nr. 35 við Háteigsveg sem felst í að djúpgámasvæði verði skilgreint, grenndargámar verði færðir og svæði fyrir ofanvatnslausnir verði fært, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 23. febrúar 2024.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Laufásvegur 19 og 21-23 og Þingholtsstræti 34 - deiliskipulag - USK23100130

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 19 og 21-23 við Laufásveg. Í tillögunni sem lögð er til felst breyta notkun á húsnæðinu sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg 21-23 ásamt skrifstofum á baklóð Laufásvegar 19 í íbúðarhúsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, samkvæmt uppdrætti Alta, dags. 22. nóvember 2023. Húsnæðið verði eingöngu nýtt til þessarar nota og óheimilt að leigja það út á almennum markaði. Tillagan var auglýst frá 11. janúar 2024 til og með 22. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðrún Erla Geirsdóttir, dags. 21. febrúar 2024, Arnar Guðmundsson, dags. 21. febrúar 2024, ásamt viðauka við athugasemd, dags. 22. febrúar 2024, Karl Pétur Jónsson f.h. Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna, dags. 22. febrúar 2024, Sigrún Tryggvadóttir, dags. 22. febrúar 2024, Dóra Haraldsdóttir, dags. 22. febrúar 2024, Alda Björk Valdimarsdóttir, Filippía Ingibjörg Elísdóttir og Guðni Elísson, dags. 22. febrúar 2024, Guðlaug Gísladóttir f.h. Auðrún ehf., dags. 22. febrúar 2024, Hafliði Þór Pétursson og Snærós Vaka Magnúsdóttir og Íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 22. febrúar 2024. Auk þess er lögð fram bókun fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, dags. 23. febrúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024  og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  32. Grafarholt svæði 1 - breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK24030063

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram umsókn Falk Kruger, dags. 4. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni sem lögð er til felst að svalir megi skaga 1,65 m út fyrir byggingarreit í stað 1,0 m, heimilt verði að fjölga íbúðum um eina, úr 17 íbúðum í 18 íbúðir, stækka byggingarreit fyrir mhl 1 til vesturs til að koma fyrir aukastigahúsi og  nýta jarðhæð að hluta til undir tæknirými, sérgeymslur og sameiginlegar geymslur fyrir íbúa á 2. hæð og 3. hæð, ásamt því að byggingarreitur fyrir tengibyggingu á milli mhl. 1 og mhl. 2 víkur, nýtingarhlutfall og B-rými er leiðrétt í samræmi við gildandi aðalteikningar fyrir Kirkjustétt 4 (mhl. 2) í núverandi stærðartöflu, byggingarreitur fyrir Kirkjustétt 4 (mhl 2) við inngang á  deiliskipulagsuppdrætti er leiðréttur, stærðartafla vegna stækkunar á byggingarreit mhl. 1 og aðlögun á B-rými vegna breytingar á svalaskögun mhl 1 er uppfærð og bensínsjálfsafgreiðslustöð mun víkja í nánari framtíð,  samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 20. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Maríubaugi 1 (Ingunnarskóla) og Kirkjustétt 4 og 6.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  33. Hesthamrar - Kjalarnes - USK24020258

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús, mhl. 01 og hesthús, mhl. 02 við Smábýli 12 á landinu Hesthamrar á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Varmadalur 5 - USK23100181

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr límtréseiningum á lóð nr. 5 í Varmadal. Erindi var grenndarkynnt frá 12. mars 2024 til og með 12. apríl 2024 en þar sem samþykki hagsmunaaðila bárust 13., 17. og 18. mars 2024 er erindi nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt umstjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  35. Stangarhylur 3 - USK24020162

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sex íbúðir á 1. og 2. hæð í mhl. 01, 20 vinnustofur og gististað, flokkur ekki tilgreindur, sextán herbergi í kjallara, 1. og 2. hæð mhl. 02, ásamt því að sótt er um leyfi til að byggja þrennar svalir, stækka glugga, gera nýja innganga, grafa frá kjallara og gera nýja flóttaleið úr mhl. 02 í atvinnuhúsi á lóð nr. 3 við Stangarhyl. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024. Samræmist ekki hverfisskipulagi.

    Fylgigögn

  36. Þverholt 11 - (fsp) breytt notkun - USK24030115

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn FÍ fasteignafélags slhf., dags. 7. mars 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 11 við Þverholt úr skólahúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Sólvallagata 14 - USK23050255

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 19. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024, Friðgeir Torfi Gróu Ásgeirsson, dags. 28. febrúar 2024, Rósa Ásgeirsdóttir, 18. mars 2024, Áskell Jónsson, dags. 19. mars 2024, Stefán S. Guðjónsson, dags. 19. mars 2024, og íbúaráð Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  38. Spöngin 33-39 - USK23090339

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN061254 þannig að,  eins og á 1. hæð, er skipt um einangrun, glugga og útveggjaklæðningu á 2. hæð, einnig er innra skipulagi breytt, stigahúsi milli 1. og 2. hæðar lokað og lyfta lögð sorpgeymslu er breytt í hjólageymslu niður í  verslunar- og skrifstofuhúsi nr. 33-39, mhl.05, og sorpkýli, mhl.07, komið fyrir á norðaustur horni á lóð nr. 9-41 við Spöngina. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  39. Þingholtsstræti 21 - (fsp) stækka bílskúr og byggja nýtt hús - USK23120206

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Vesturstrætis ehf., dags. 21. desember 2023, um stækkun á iðnaðarhúsi (mhl 02) á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti ásamt uppbyggingu nýs húss á lóð, samkvæmt tillögu Batterísins arkitekta, dags. 20. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. febrúar 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Batterísins arkitekta, dags. 18. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  40. Í Úlfarsfellslandi - Landnúmer: 186206 - (fsp) sumarhús - USK24030114

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Jóhanns Árnasonar, dags. 7. mars 2024, um að reisa sumarhús í Úlfarsfellslandi, landnúmer 186206. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Kjalarnes, Saltvík - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK24030180

    Lögð fram fyrirspurn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar, dags. 12. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi  Saltvíkur á Kjalarnesi sem felst í að auka nýtingarhlutfall á reitum B og C, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu, dags. 12. mars 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.