Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 957

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 14. mars kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 957. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Laufey Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Sigríður Maack og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

 1. Borgartún 34 - staðsetning ökutækjaleigu - umsagnarbeiðni - USK24010314

  Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 26. janúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Jóns Kristins Björgvinssonar f.h. Green Campers ehf. um geymslustað ökutækja að Borgartúni 34. Sótt er um að leigja út allt að 10 ökutæki. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Daníels Þórs Magnússonar, dags. 6. mars 2024, þar sem óskað er eftir endurskoðun á erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt. Ekki gerð athugasemd við tímabundið leyfi til 15. september 2024.

  Fylgigögn

 2. Foldahverfi - (fsp) breyting a deiliskipulagi - Fjallkonuvegur 1 - USK24020220

  Lögð fram fyrirspurn Gunnars Arnar Sigurðssonar, dags. 21. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis  vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg, sem felst í að heimilt verði að koma fyrir nýrri þvottastöð á lóð, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 20. febrúar 2024. Einnig er lögð fram teikning af þvottastöð, dags. í janúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 3. Grafarholt austur - Gvendargeisli 76 - málskot - USK24030195

  Lagt fram málskot Antons Á. Kristinssonar, ódags., vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2024 um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts austur vegna lóðarinnar nr. 76 við Gvendargeisla sem felst í að skjólgirðing norðan og austan megin við lóð, meðfram gangstíg, fái að standa óbreytt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2024.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

 4. Sævarhöfði 2 - (fsp) breyting á lóð og bílastæði - USK24020057

  Lögð fram fyrirspurn BL ehf., dags. 6. febrúar 2024, ásamt bréfi Arkís, dags. 10. janúar 2024, um breytingu á lóð nr. 2 við Sævarhöfða sem felst í að stækka lóð til austurs fyrir bílastæði og minnka lóð í norðaustur þannig að hægt sé með góðu móti að koma fyrir stoppistöð sem áætluð er þar, bæta við bílastæðum í suðausturhorni lóðar og gróðursetja tré við Bíldshöfða og niður að Sævarhöfða, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf., dags 26. janúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 5. Blesugróf 25 - (fsp) reisa hús út fyrir byggingarreit - USK24020306

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Ingaþórs Björnssonar, dags. 29. febrúar 2024, um uppbyggingu nýs íbúðarhúss á lóð nr. 25 við Blesugróf sem fer að hluta til út fyrir byggingarreit lóðarinnar skv. gildandi mæliblaði, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 6. mars 2024.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 6. Landspítalinn við Hringbraut - Eiríksgata 36 - (fsp) tímabundin skrifstofu- og þjónustubygging - USK24030116

  Lögð fram fyrirspurn Landspítala, dags. 7. mars 2024, ásamt bréfi THG arkitekta, dags. 6. mars 2024, um að reisa tímabundna tveggja hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu við austurhlið aðalbyggingar Landspítala við Hringbraut, ofan á núverandi W-álmu, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 6. mars 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 7. Furugerði 8 - USK24020268

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Furugerði.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 8. Teigagerði 5 - (fsp) hækkun og stækkun húss - USK23110141

  Lögð fram fyrirspurn Mulazim Usundag, dags. 29. janúar 2024, um hækkun og stækkun hússins á lóð nr. 5 við Teigagerði, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 9. Breiðholt III, Fell -  breyting á deiliskipulagi - Völvufell - USK23120184

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells (Þróunarreitur nr. 84 AR2040). Í breytingunni sem lögð er til felst heildarendurskoðun á svæðinu, til að koma á móts við breyttar áherslur. Almennum íbúðum í raðhúsum og fjölbýlishúsi er fjölgað, námsmannaíbúðir fjarlægðar,  leikskólalóð stækkuð, lóðarmörkum breytt og skipulagsmörkum þróunarsvæðisins eru uppfærð til samræmis við Þróunarreit Hverfisskipulags, samkvæmt uppdr. Krads, dags. 14. mars 2024.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

 10. Kringlan - breyting á deiliskipulagi - Listabraut 3 - USK23110065

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 6. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kringlunnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Listabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp stafræn skilti í stað hefðbundinna dúkaskilta, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 14. september 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Umsækjandi hafi samband við embættið.

 11. Hringbraut 116/Sólvallagata 79 - (fsp) resktur gististaðar - USK24020091

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Steindórs ehf., dags. 8. febrúar 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í íbúð í húsinu að Hringbraut 116/Sólvallagötu 79, með fastanúmer 200-2302.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Fylgigögn

 12. Laugavegur 28D - (fsp) rekstur gististaðar - USK24030071

  Lögð fram fyrirspurn Hólmfríðar Helgu Jósefsdóttur, dags. 5. mars 2024, um rekstur gististaðar í íbúð F2004817 í húsinu á lóð nr. 28D við Laugaveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 13. Rauðarárstígur 1 - (fsp) breyting á notkun - USK24010115

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Ásthildar Björgvinsdóttur, dags. 14. febrúar 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig er lögð fram grunnmynd, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Fylgigögn

 14. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK24020109

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Fjallasólar ehf., dags. 9. febrúar 2024, ásamt greinargerð PK arkitekta, dags. 9. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða um tvær, úr tíu íbúðum í tólf íbúðir, samkvæmt uppdr. PKdM, dags. 30. ágúst 2019, br. 8. febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Fylgigögn

 15. Stangarhylur 6 - USK24020214

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til innrétta gististað í fl. 4, teg.?, fyrir 9 manns, á 2. hæð í rými?, auk þess er bætt við gluggum á efri hæð austurhliðar, gerður nýr flóttastigi á norðurhlið hússins auk þess sem gerðar eru ýmsar breytingar á innra skipulagi í iðnaðarhúsi, mhl.?,  á lóð nr. 6, við Stangarhyl. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 16. Reitur 1.172.1, Frakkastígsreitur - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 35 og Vatnsstígur 4 - USK23070137

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram umsókn Leiguíbúða ehf., dags. 13. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 35 við Laugaveg og nr. 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna Vatnsstígur 4, Laugavegur 33 og 35 og hluta lóðarinnar Laugavegur 37 í þeim tilgangi að samnýta bílakjallara, gera tengingar milli húsa mögulegar og einfalda eignaskipti og útgáfu rekstrar- og starfsleyfa. Að Vatnsstíg 4 er þakformi syðri hluta hússins breytt þannig að neðri rishæð verður með innhallandi útveggjum og efri rishæð verður inndregin með samfelldum þaksvölum meðfram suður- og vesturhlið. Í breytingunni sem lögð er til fyrir Laugaveg 35 felst að útveggur efstu hæðar nýbyggingar til vesturs þarf ekki að vera innhallandi, heimild fyrir lyftuhúsi er aftur sett inn og má það ná allt að 4,6 metrum upp fyrir endanlegt yfirborð þakverandar, heimilt verður að byggja stigahús fast upp við lyftuhús og skulu útveggir þess aðrir en þeir sem snúa upp að lyftuhúsinu, vera sem mest úr gleri og skal þak stigahúss halla frá lyftuhúsi og ekki vera hærra en nauðsyn krefur, heimilt verður að byggja upp í skot á milli nýbyggingar og gamla timburhússins og nær heimildin eingöngu til verslunarhæðar timburhússins, á efri hæðum verða svalir, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 14. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hverfisgötu 52, 54 og 56.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

 17. Eirhöfði 1 - USK23120133

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til breyta erindi USK23020319 og byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús til viðbótar, með fimm stigahúsum og 67 íbúðum þannig að íbúðir verða samtals 139, á áður gerðum bílakjallara með 88 stæðum sem verður 2. áfangi uppbyggingar á lóð nr. 1 við Eirhöfða.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 18. Bergstaðastræti 48 - (fsp) setja hlið fyrir undirgögn - USK23110340

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Skúla Sigurðar Ólafssonar, dags. 29. nóvember 2023, um að setja hlið fyrir undirgöng á lóð nr. 48 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram ljósmynd.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Fylgigögn

 19. Hólmgarður 46 - USK24030045

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir ásamt því að byggja geymsluskúr á lóð nr. 46 við Hólmgarð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 20. Laugavegur 36 - (fsp) glerþak yfir útiaðstöðu - USK24030002

  Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, dags. 29. febrúar 2024, um að setja glerþak yfir útiaðstöðu á lóð nr. 36 við Laugaveg, samkvæmt tillögu, ódags.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

 21. Leifsgata 25 - USK24020181

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi að bæta við kvist á norðurhlið einbýlishús á lóð nr.25 Leifsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Miðstræti 8B - (fsp) stigahús og svalir - USK24030011

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 1. mars 2024, ásamt bréfi, ódags., um að reisa stigahús við suðurgafl hússins á lóð nr. 8B við Miðstræti og setja svalir á allar hæðir/íbúðir hússins, samkvæmt skissum Ólafar Flygenring, dags. í febrúar 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt

  Fylgigögn

 23. Tryggvagata 14 - USK24010018

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2024 þar sem sótt er um heimild til koma upp fjarskiptaloftneti á húsi á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samkvæmt deiliskipulagi Naustareits er heimilt að gera minniháttar breytingar án þess að breyta þurfi deiliskipulagi.

 24. Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 35 og 37 - USK24030054

  Lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur, dags. 4. mars 2024, ásamt greinargerð, dags. 4. mas 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 35 og 37 við Fiskislóð, sem felst í að heimilt verði að auka nýtingarhlutfall á lóðunum úr 0,5 í 1, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 4. mars 2024. Einnig er lagður fram tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 28. febrúar 2024, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 25. Grafarholt svæði 1 - breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK24030063

  Lögð fram umsókn Falk Kruger, dags. 4. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni sem lögð er til felst að svalir megi skaga 1,65 m út fyrir byggingarreit í stað 1,0 m, heimilt verði að fjölga íbúðum um eina, úr 17 íbúðum í 18 íbúðir, stækka byggingarreit fyrir mhl 1 til vesturs til að koma fyrir aukastigahúsi og  nýta jarðhæð að hluta til undir tæknirými, sérgeymslur og sameiginlegar geymslur fyrir íbúa á 2. hæð og 3. hæð, ásamt því að byggingarreitur fyrir tengibyggingu á milli mhl. 1 og mhl. 2 víkur, nýtingarhlutfall og B-rými er leiðrétt í samræmi við gildandi aðalteikningar fyrir Kirkjustétt 4 (mhl. 2) í núverandi stærðartöflu, byggingarreitur fyrir Kirkjustétt 4 (mhl 2) við inngang á  deiliskipulagsuppdrætti er leiðréttur, stærðartafla vegna stækkunar á byggingarreit mhl. 1 og aðlögun á B-rými vegna breytingar á svalaskögun mhl 1 er uppfærð og bensínsjálfsafgreiðslustöð mun víkja í nánari framtíð,  samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 20. febrúar 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar viðskipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 26. Gullslétta 18 - USK24020044

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi  með því að loka millilofti og bæta við svölum á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 18 við Gullsléttu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Hesthamrar - Kjalarnes - USK24020258

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús, mhl. 01 og hesthús, mhl. 02 við Smábýli 12 á landinu Hesthamrar á Kjalarnesi.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 28. Kjalarnes, Hrafnhólar - (fsp) niðurrif geymslu og uppbygging gistihúsnæðis - USK23120154

  Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Sumarliðadóttur, dags. 15. desember 2023, um að rífa niður geymslu (nefnd mjólkurhús í fasteignaskrá) í landi Hrafnhóla á Kjalarnesi og reisa þess í stað gistihúsnæði með 8 herbergjum ásamt því að koma fyrir gróðurhúsi á landinu með jarðvarma. Einnig eru lagðir fram uppdrættir, fyrir breytingar og eftir breytingar, dags. 15. desember 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 29. Krókháls 11 - (fsp) stækkun húss - USK24020277

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2024 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 27. febrúar 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 11 við Krókháls, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 30. Í Úlfarsfellslandi - Landnúmer: 186206 - (fsp) sumarhús - USK24030114

  Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Jóhanns Árnasonar, dags. 7. mars 2024, um að reisa sumarhús í Úlfarsfellslandi, landnúmer 186206.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 31. Láland 13 - USK24010357

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka anddyri til vesturs, byggja yfir garð á norðurhlið og verönd á suðurhlið og einangra og klæða að utan einbýlishús nr. 13 á lóð nr. 9-15 við Láland. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 32. Melbær 16 - (fsp) - skrá rými sem kjallara - USK23120158

  Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Geirs Sigurgeirssonar og Önnu Lindu Robinson, dags. 16. desember 2024, um að skrá rými í húsinu á lóð nr. 16 við Melbæ sem kjallara, samkvæmt uppdr. Luigi Bartolozzi, dags. 15. desember 2023.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

 33. Þverholt 11 - (fsp) breyting á notkun húss - USK24030115

  Lögð fram fyrirspurn FÍ fasteignafélags slhf., dags. 7. mars 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 11 við Þverholt úr skólahúsnæði í íbúðarhúsnæði.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 34. Hvalfjarðarsveit - Kjós - Aðalskipulagsbreyting - Nýtt deiliskipulag í Eyrarþorpi - Lýsing - USK24030169

  Lögð fram umsagnarbeiðni Hvalfjarðarsveitar, dags. 7. mars 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Viðfangsefni breytingarinnar er fjórþætt og tengist uppbygginu í landi Eyrar. Í fyrsta lagi, breyting á stefnu um íbúðar- og landbúnaðarsvæði til þess að endurspegla betur stefnu sveitarfélagsins um íbúðabyggð í dreifbýli. Í öðru lagi, fjölgun á lóðum í ÍB8 neðan við þjóðveg og stækkun á íbúabyggð (ÍB8) með 33 ha svæði í átt að Eyrarfjalli til að bregðast við eftirspurn eftir lóðum í dreifbýli. Í þriðja lagi, verslunar og þjónustusvæði við bæinn Eyri fyrir ferðaþjónustu. Í fjórða lagi, staðsetning nýrra brunn- og vatnsverndarsvæða til að þjóna væntanlegri byggð og verslunar- og þjónustusvæði. Einnig er lögð fram skipulagslýsing Eflu, dags. 27. febrúar 2024.

  Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 15:05

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 14. mars 2024