Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 7. mars kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 956. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Fiskislóð 30 - geymslustaður ökutækja - umsagnarbeiðni - USK24030058
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Aurimas Sachniukas, Auro ice car rental ehf., um geymslustað ökutækja að Fiskislóð 30.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 6 og 14 - USK23110001
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. október 2023, ásamt greinargerð Alark arkitekta, dags. 30. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðanna nr. 6 og 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun tveggja lóða, annars vegar fyrir æfingasvæði og hins vegar fyrir gervigrasvöll á lóð Knattspyrnufélagsins Vals. Um að ræða vestasta hluta Hlíðarenda 14, nánar til tekið vestan við ný samþykktan gervigrasvöll félagsins, og vestasta hluta Hlíðarenda 6, Friðriksvöll. Hlíðarendi 14. skiptist í tvær lóðir og Hlíðarendi 6 skiptist einnig í tvær lóðir, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 1. mars 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
-
Lambhagaland - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 23 - USK24020036
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt bréfi ,dags 1. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg, sem felst í hækkun á nýtingarhlutafalli lóðar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Sundahöfn - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 101 - USK24020278
Lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar, dags. 27. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar vegna lóðarinnar nr. 101 við Kleppsveg sem felst í að heimilt verði að bæta við bílaþvottastöð á lóð, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 9. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Blesugróf 25 - (fsp) uppbygging íbúðarhúss sem fer að hluta til út fyrir byggingarreit - USK24020306
Lögð fram fyrirspurn Ingaþórs Björnssonar, dags. 29. febrúar 2024, um uppbyggingu nýs íbúðarhúss á lóð nr. 25 við Blesugróf sem fer að hluta til út fyrir byggingarreit lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 6. mars 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Efstaleiti 9 - USK24020154
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, koma fyrir nýjum gluggum á suðurhlið 1. hæðar og flóttahurð og flóttastiga á norðurhlið og uppfæra brunavarnir í skrifstofuhúsi á lóð nr. 9 við Efstaleiti.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Tryggvagata 19 - ósk um samtal og samráð vegna nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands - USK24020222
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna, dags. 21. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 21. febrúar 2024, um samtal og samráð við Reykjavíkurborg um skipulag lóðar nr. 19 við Tryggvagötu og tengingu nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands, LHÍ, í og við Tollhúsinu við nærliggjandi umhverfi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Efstasund 80 - USK24010268
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Snorrasonar, dags. 25. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 80 við Efstasund sem felst í að færa fyrirhugaðan bílskúr frá lóðarmörkum innar á lóðina. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hlyngerði 2 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK24020169
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Rúnu Írisar Gizurarson, dags. 19. febrúar 2024, um fjölgun bílastæða á lóð nr. 2 við Hlyngerði um eitt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ránargata 44 - USK23080094
Að lokinni grenndarkynningu var lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera kvist með opnanlegu gluggafagi fyrir baðherbergi undir norðurþekju risíbúðar 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ránargötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Teigahverfi - breyting á deiliskipulagi - Laugarnesvegur 41 - USK24010120
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Laugarnesveg. Í breytingunni sem lögð er til felst færsla á byggingarreit, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta, dags. 11. janúar 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 21. febrúar 2024.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Austurbakki 2 - (fsp) stafrænt þjónustuskilti - USK24020208
Lögð fram fyrirspurn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf., dags. 19. febrúar 2024, ásamt bréfi, ódags., um að setja upp stafrænt þjónustuskilti austan megin við Hörpu, á sama stað og núverandi skilti er staðsett.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Álfabakki 2A - USK24010088
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi USK23080010, þannig innra skipulagi er breytt, auk þess sem bætt er við bílakjallara undir hús á lóð nr. 2 við Álfabakka.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Birkihlíð 48 - (fsp) rekstur gististaðar - USK24010199
Lögð fram fyrirspurn Baldurs Steins Helgasonar, dags. 31 október 2023, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 48 við Birkihlíð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kvosin - breyting á deiliskipulagi - Kirkjustræti 4 - USK23090274
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar, dags. 26. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 4 við Kirkjustræti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að byggja anddyri við vesturhlið hússins og framlengja stigapall við aðalinngang til suðurs að nýrri inngangshurð sem bætt verður við á vesturhliðinni, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta dags. 26. september 2023. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 12. apríl 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Norðurstígur 5 - (fsp) gistihús í flokki II - USK24030006
Lögð fram fyrirspurn Hálands ehf., dags. 29. febrúar 2024, ásamt bréfi Þórhalls Andréssonar, dags. 29. febrúar 2024, um rekstur gististaðar í flokki II í nýbyggingu á lóð nr. 5 við Norðurstíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Stangarhylur 6 - USK24020214
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2024 þar sem sótt er um leyfi til innrétta gististað í fl. 4, teg. ?, fyrir 9 manns, á 2. hæð í rými ?, auk þess er bætt við gluggum á efri hæð austurhliðar, gerður nýr flóttastigi á norðurhlið hússins auk þess sem gerðar eru ýmsar breytingar á innra skipulagi í iðnaðarhúsi, mhl. ?, á lóð nr. 6, við Stangarhyl.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Garðastræti 42 - (fsp) stækkun húss og setja bílskúr á lóð - USK24020177
Lögð fram fyrirspurn Hilmu Sveinsdóttur, dags. 19. febrúar 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 42 við Garðastræti til norðvesturs og setja bílskúr á lóð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kennaraháskóli Íslands/Sjómannaskólinn - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 35 - USK24020276
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 23. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands/Sjómannaskólans vegna lóðarinnar nr. 35 við Háteigsveg sem felst í að djúpgámasvæði verði skilgreint, grenndargámar verði færðir og svæði fyrir ofanvatnslausnir verði fært, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 23. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langholtsvegur 60 - (fsp) kvistur - USK24010327
Lögð fram fyrirspurn Öglu Þórunnar Hjartardóttur, dags. 31. janúar 2024, um að setja kvist á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 60 við Langholtsveg, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Melar, Reynimelur-Grenimelur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Reynimelur 66 - USK24020262
Lögð fram fyrirspurn Björns Guðbrandssonar, dags. 27. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 23. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Mela, Reynimels-Grenimels vegna lóðarinnar nr. 66 við Grenimel, sem felst í aukningu á byggingarheimildum í kjallara hússins, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 5. janúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturbrún 2 - USK23010008
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæðan, staðsteyptan bílskúr við lóðarmörk lóðar nr. 4, mhl.02, við íbúðarhús á nr. 2 við Vesturbrún. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jóhann Guðmundur Jóhannsson og Bryndís Pálsdóttir, dags. 1. mars 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 19. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vogabyggð 3 - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK24030035
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að texta í kaflanum "Svalir" er breytt.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Vogabyggð svæði 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Stefnisvogur 36 - USK24010342
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar, dags. 29. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 36 við Stefnisvog sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum um allt að 12 þannig að heildarfjöldi íbúða verður 83 íbúðir. Við breytinguna lækkar meðalstærð íbúða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Aðalstræti 6 - USK24020031
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja glugga á vesturgafl húss á lóð nr. 6 við Aðalstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Bergstaðastræti 48 - (fsp) setja hlið fyrir undirgögn - USK23110340
Lögð fram fyrirspurn Skúla Sigurðar Ólafssonar, dags. 29. nóvember 2023, um að setja hlið fyrir undirgöng á lóð nr. 48 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram ljósmynd.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Haukdælabraut 66 - USK24010083
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN045084 vegna lokaúttektar þannig pallur á efri hæð hefur verið stækkaður, stoðveggur færður nærri lóðarmörkum til austurs, heitur pottur stækkaður og komið fyrir sökklum fyrir sólpall, og steyptum tröppum og stoðveggjum frá palli niður að neðri hluta lóðar og steyptum stoðvegg meðfram lóðarmörkum að göngustígs í borgarlandi við einbýlishús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hofteigur 54 - (fsp) kvistir - USK23110047
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðbergs Björnssonar, dags. 3. nóvember 2023 um að stækka kvisti á suður- og austurhlið hússins á lóð nr. 54 við Hofteig ásamt því að bæta við kvistum á norður- og vesturhlið hússins, samkvæmt teikningu, ódags. Einnig er lögð fram samþykkt byggingarnefndarteikning af Hofteigi 40 sem sýnir samskonar framkvæmd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Miðstræti 8B - (fsp) stigahús og svalir - USK24030011
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 1. mars 2024, ásamt bréfi, ódags., um að reisa stigahús við suðurgafl hússins á lóð nr. 8B við Miðstræti og setja svalir á allar hæðir/íbúðir hússins, samkvæmt skissum Ólafar Flygenring, dags. í febrúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Stýrimannastígur 9 - USK23080169
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskúr og bílskýli austast á lóð nr. 9 við Stýrimannastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa, dags. 1. mars 2024, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Umsagnarbeiðni dregin til baka sbr. tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 1. mars 2024
-
Vatnsstígur 10 - USK23110171
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi að byggja íbúðarhús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum teikningum Nordic Office of Architecture, dags. 15. febrúar 2024.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við uppfærðar teikningar, dags. 15. febrúar 2024.
-
Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Járnslétta 4 og 6 - USK24010283
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 25. janúar 2024, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Járnsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna í eina lóð ásamt því að núverandi byggingarreitir eru minnkaðir og þeim þriðja bætt við á miðja lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Bronssléttu 1, 3, 5 og 7, Járnsléttu 2 og 8 og Koparsléttu 8, 10 og 12.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Kjalarnes, Esjumelar og Varmidalur - breyting á deiliskipulagi - Silfurslétta 2-8 - USK24020039
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 5. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Esjumela og Varmadals, vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Silfursléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í fjórar lóðir, nýtingarhlutfall verður fest með nýtinguna 0,60 og núverandi innkeyrslur færðar til að bæta aðkoma inn á lóðirnar. Auk þess er afmarkað svæði á hverri lóð fyrir kvöð um umferð innan lóðar og á milli byggingarreita hverrar lóðar ásamt því að krafa um mænishæð er felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 5. febrúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Silfursléttu 1, 3, 5, 5A, 7, 9 og 11.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Kjalarnes, Mógilsá - Grundarhóll - lóðastækkun - USK24010165
Lögð fram umsókn Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna, dags. 16. janúar 2024, ásamt bréfi, dags. 15. janúar 2024, um stækkun lóðarinnar að Grundarhóli á Kjalarnesi.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Krókháls 11 - (fsp) stækkun húss - USK24020277
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 27. febrúar 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 11 við Krókháls, samkvæmt tillögu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skógarhlíð - breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs, skv. uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 23. nóvember 2023. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 24, 26 og 28 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Árbær, hverfi 7.3 Selás - breyting á hverfisskipulagi - Selásbraut 98 - USK23020273
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta að breytingu á hverfisskipulagi í Árbæ, hverfi 7.3. Selás, vegna lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð er stækkuð til norðurs. Á lóðarstækkun er komið fyrir 28 bílastæðum, þar af þremur fyrir hreyfihamlaða og á afstöðumynd eru nýbyggingar sýndar ásamt bílastæðum, uppfærðum byggingarreitum og gönguleiðum. Auk þess verður heimilt að setja svalir sem snúa í norðaustur og eru á 2. hæð og ofar 160 cm út fyrir byggingarreit. Í kjölfar athugasemda við áður auglýsta tillögu hefur fyrirhugð innkeyrsla að lóðinni verið færð og fyrirkomulagi sorplausna breytt, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 29. nóvember 2023. Einnig er lögð fram lóðarmynd, dags. 5. desember 2023 og afstöðumynd, dags. 29. nóvember 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2023, um athugasemdir sem bárust vegna fyrri tillögu. Tillagan var endurauglýst frá 11. janúar 2024 til og með 22. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur S. Andrésson og Sigrún Helgadóttir, dags. 17. janúar 2024, Klara Njálsdóttir og Guðmundur Hermannsson, dags. 1. febrúar 2024, Hannes Ómar Sampsted, dags. 5. febrúar 2024, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, dags. 6. febrúar 2024, Hjálmar Ingvarsson og Hulda Jónsdóttir, dags. 6. febrúar 2024, Einar Örn Guðmundsson, dags. 9. febrúar 2024, Helga Guðjónsdóttir, dags. 11. febrúar 2024 og Edda Björk Karlsdóttir, dags. 20. febrúar 2024. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Ólafi Frey Þorsteinssyni, dags. 3. mars 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. febrúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Eyrarland - breyting á deiliskipulagi - Álfaland 15 - USK23090027
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Reksturs og fjármála ehf., dags. 1. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta húsinu upp í fjórar íbúðir og endurbyggja, stækka og hækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 1. september 2023. Einnig er lagður fram uppdr./grunnmynd Plúsarkitekta, dags. 14. ágúst 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björn Guðjón Kristinsson og Ásta Björnsdóttir, dags. 11. febrúar 2024, Rúnar Steinn Ólafsson og Steinunn Ásta Helgadóttir, dags. 13. febrúar 2024, Selma Filippusdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Bjarni Runólfur Ingólfsson og Þórunn Kristjónsdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Ómar Gaukur Jónsson og Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, dags. 28. febrúar 2024, Kristín Andersen, Jóhann B. Kristjánsson, Guðmundur, Arnar Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Ívar Örn Erlingsson, Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, Hermann Ólason, Sigrún Sigurðardóttir, Gísli Kristjánsson, Jón Magnús Hannesson og Hildur Sturludóttir, dags. 29. febrúar 2024, Árni Freyr Stefánsson og Julie Coadou, dags. 1. mars 2024 og Hermann Ólason og Sigrún Sigurðardóttir, dags. 1. mars 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lundahólar 5 - USK24020126
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja frístandandi hús, mhl. 02, og innrétta þar aukaíbúð við einbýlishús á lóð nr. 5 við Lundahóla.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Skipulagsreitir í Reykjavík - Laugavegur 162-166 - Guðrúnartúnsreitur - Laugarnesreitur (Laugarnesvegur 91) - USK24030073
Lagt fram minnisblað Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna, dags. 16. febrúar 2024, um fyrirhugaða vinnu FSRE við skipulagsgerð að þremur reitum á komandi ári, nánar tiltekið að Laugavegi 162-166, Guðrúnartúnsreit og Laugarnesreit (Laugarnesvegur 91). Óskað er eftir aðkomu skipulagsyfirvalda í Reykjavík að þessu ferli og að stofnaður verði samstarfsvettvangur með FSRE um ferli, umgjörð og skipulagsleg markmið verkefnisins.
Lagt fram.
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - Ártúnshöfði 2A - deiliskipulag - USK23010195
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2A. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af núverandi Ártúnshöfða til austurs, Elliðaám til vesturs og Stórhöfða (Borgarlínu) til suðurs. Til norðurs afmarkast deiliskipulagssvæðið út frá lóðamörkum sem afmarka lóð Sævarhöfða 12. Svæðið er um 5,48 ha að stærð og þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og blandaðri byggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu er 582. Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögnum skipulagsráðgjafa: ARKÍS arkitektar og LANDSLAG. Verkfræðiráðgjöf: VERKÍS. Almennri greinargerð fyrir svæði 2 (og svæði 1); Sértækri greinargerð fyrir byggingar og lóðir á svæði 2A; deiliskipulags- og skýringaruppdrætti, dags. 6. mars 2024. Einnig er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými, dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís, dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4, dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís, dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís, dags. maí 2021, og mengunarrannsókn Verkís, dags. maí 2020.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Fundi slitið kl. 14:24
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 7. mars 2024