Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 950

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 25. janúar kl. 09:11, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 950. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Ævar Harðarson og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Reykjavíkurflugvöllur - Þorragata - færsla á eldsneytistönkum - USK24010222

    Lagt fram bréf Landslaga f.h. Isavia Innanlandsflugvalla ehf., dags. 10. janúar 2024, um færslu á eldsneytistönkum á Reykjavíkurflugvelli, nánar tiltekið að Þorragötu 12B, 12C og 12D, og staðsetja nýja á lóð nr. 22 við Þorragötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Rafstöðvarvegur 31 - USK23110290

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23070140 með því að byggja svalaskýli yfir svalir á 1. hæð við vesturgafl í húsi nr. 31 við Rafstöðvarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024. Samræmist ekki hverfisskipulagi.

    Fylgigögn

  3. Sigluvogur 12 - (fsp) breyting á notkun bílskúra - USK23110256

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Makaku ehf., dags. 19. nóvember 2023, ásamt bréfi Óttars Magnúsar Karlssonar f.h. Makaku ehf., ódags., um að breyta bílskúrum á lóð nr. 12 við Sigluvog í íbúðir. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Fylgigögn

  4. Víðimelur 78 - (fsp) breyting á notkun jarðhæðar hússins - USK23110116

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Mána Blöndal, dags. 9. nóvember 2023, ásamt greinargerð ódags., um breytingu á notkun jarðhæðar hússins á lóð nr. 78 við Víðimel úr verslun í íbúð. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Leifsgata 22 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK23120059

    Lögð fram fyrirspurn Ingibjargar Baldursdóttur, dags. 6. desember 2023, um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 22 við Leifsgötu um tvö, samkvæmt afstöðumynd/skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Smárarimi/Sóleyjarimi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sóleyjarimi 81 - USK23110282

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Sigurveigar Hallsdóttur, dags. 22. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Rimahverfis vegna lóðarinnar nr. 81 við Sóleyjarrima, sem felst í að setja niður smáhýsi á lóð, samkvæmt uppdr. VSÓ Ráðgjafar, dags. 14. nóvember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Fylgigögn

  7. Lækjargata 1 - breyting á deiliskipulagi - Bankastræti 3 - SN220731

    Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju forsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2023, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Lækjargötu 1, Stjórnarráðshússlóð, samþykkt í borgarráði 2. september 2021. Breytingin felur í sér stækkun á deiliskipulagssvæði lóðarinnar, þannig að lóðin Bankastræti 3 verði hluti af deiliskipulaginu. Forsögnin var kynnt frá 14. desember 2023 til og með 17. janúar 2024. Eftirtaldir sendu umsagnir: Forsætisráðuneytið sem lóðarhafi að Lækjargötu 1, dags. 17. janúar 2024, og sem leigutaki að Hverfisgötu 4A og 6A , dags. 17. janúar 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  8. Elliðaár - Elliðavatnsstífla - framkvæmdaleyfi - USK23120135

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 13. desember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs eftirlits og vöktunar í Elliðaárstíflu. Í framkvæmdinni felst lagning rörs út í Elliðaá, sem inniheldur rennslismæli, inn í mannvirki Veitna sem er undir Breiðholtsbrúnni. Einnig er lögð fram kynning Verkís á vöktun, mælingum og eftirliti Elliðavatnsstíflu, teikningahefti Verkís, dags. 21. nóvember 2022, um stjórnbúnað fyrir rennslismæla, minnisblað Verkís, dags. 31. mars 2023, um lokur og stjórnbúnað, verkteikningar Orkuveitu Reykjavíkur og Verkís, dags. 5. og 7. desember 2023 og yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu framkvæmda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024 . Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  9. Heiðmörk - framkvæmdaleyfi - reiðleið - USK23110287

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 var lögð fram umsókn Hestamannafélagsins Fáks, dags. 22. nóvember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á 615 metra langri reiðleið sem verður tenging við núverandi leið að brú inn í Heiðmörk, samkvæmt uppdr. DLD - Dagný Land Design, dags. 6. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. október 2023, og umsögn Veitna, dags. 8. nóvember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2024 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  10. Pósthússtræti 17 - (fsp) rekstur veitingastaðar - USK24010146

    Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Friðriks Garðarssonar, dags. 14. janúar 2024, um rekstur veitingastaðar í húsinu á lóð nr. 17 við Pósthússtræti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Reitur 1.140.5 - breyting á deiliskipulagi - Pósthússtræti 13-15 - USK23100149

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram umsókn P13 fjárfestinga ehf., dags. 11. október 2023, ásamt bréfi Birkis Ingibjartssonar, dags. 11. október 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.140.5 vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Pósthússtræti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með gistiþjónustu í flokki II í íbúðum á 2. hæð hússins, samkvæmt tillögu, dags. 11. október 2023.  Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  12. Snorrabraut 62 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK23110159

    Lögð fram fyrirspurn Ábótar íslenskrar fæðubótar ehf., dags. 13. nóvember 2023, um rekstur gististaðar í flokki II í íbúð 309, fastanúmer 252-2424, í húsinu á lóð nr. 62 við Snorrabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Fossvogsblettur 2-2A - nýtt deiliskipulag - Ævintýraborgir - USK23050069

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2023 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. nóvember 2023, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis og/eða forms deiliskipulagsins fyrr en umsagnir Minjastofnunar Íslands og Veitna liggja fyrir um tillöguna og gerð verði grein fyrir þeim mannvirkjum sem fyrir eru á uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023, breyttur eftir auglýsingu, og  umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 16. janúar 2024.

    Lagt fram.

  14. Heilsuverndarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Barónsstígur 45 - USK24010093

    Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 9. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 45 við Barónsstíg sem felst í að færa til lóðamörk vegna endurhönnunar lóðar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Laugarásvegur 57 - USK23080046

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð á austurgafl og til að gera dyr út í garð úr stofu kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 57 við Laugarásveg.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  16. Bíldshöfði 2 og 4-6 - breyting á deiliskipulagi - Bíldshöfði 2 - USK23110306

    Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 27. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð, stækka byggingarreit, auka nýtingarhlutfall og að frárein að vestanverðu verði lögð af, samkvæmt uppdr. DAP, dags. í nóvember 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  17. Hlemmur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 29 - USK24010127

    Lögð fram fyrirspurn Jeannot A. Tsirenge, dags. 11. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðarinnar nr. 29 við Snorrabraut sem felst í að heimilt verði að setja svalir á íbúðir hússins, samkvæmt uppdr. JAT21 Arkitekta, dags. 12. janúar 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  18. Hverfisgata 16 - (fsp) bílastæði - USK24010166

    Lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins Hverfisgötu 16, dags. 16. janúar 2024, um að nýta hluta garðs á lóð nr. 16 við Hverfisgötu sem bílastæði. Einng lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Fylgigögn

  19. Kjalarnes, Esjumelar - Varmadalur - breyting á deiliskipulagi - Norðurgrafavegur 8 og 10 - USK23120137

    Lögð fram umsókn Helgu Rúnar Guðmundsdóttur f.h. Veitna ohf., dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Esjumela - Varmadals vegna lóðanna nr. 8 og nr. 10 við Norðurgrafaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð fyrir spennistöð við Norðurgrafaveg 8 er færð við Norðurgrafaveg 10 ásamt því að hnykkt er á skilmálum um spennistöðvar í deiliskipulagi, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 13. desember 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. 

  20. Álftahólar 8 - (fsp) breytingar á útvegg hússins - USK24010176

    Lögð fram fyrirspurn Þóris Arnars Garðarssonar, dags. 21. nóvember 2023, um að opna á milli íbúðar og lokaðra svala í íbúð merkt 302 í húsinu á lóð nr. 8 við Álftahóla, sem felst í að fjarlægja glugga og svalahurð ásamt steypu sem er undir hvoru tveggja. Einnig er lögð fram skissa ásamt lýsingu á fyrirspurn.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Árbær, hverfi 7.1 Ártúnsholt - breyting á hverfisskipulagi - Straumur 9 - USK23120094

    Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 8. desember 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt vegna lóðarinnar nr. 9 við Straum. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð til austurs, skilgreina nýja byggingarreiti á austurhluta lóðar þar sem heimilt verður að reisa opna þvottabása og spennistöð ásamt búnaði til hleðslu rafbíla og hækka nýtingarhlutfall, samkvæmt uppdr. DAP, dags. í nóvember 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  22. Breiðholt, hverfi 6.3 Efra Breiðholt - breyting á hverfisskipulagi - Hraunberg 5 - USK23040056

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Icecard ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í tvær jafn stórar lóðir og gera bílageymslu/vinnustofu að einbýlishúsi. Auk þess verða viðbyggingarmöguleikar 40 fm fyrir hvora lóð og bílastæði tvö á hvorri lóð, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 12. apríl 2023. Erindið var auglýst frá 30. nóvember 2023 til og með 17. janúar 2024. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  23. Fljótasel 20-36 - (fsp) skúr - USK23100258

    Lögð fram fyrirspurn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, dags. 22. október 2023, um að setja skúr sem hýsir hita- og rafmagnslagnir fyrir bílskúra lóðarinnar nr. 20-26 við Fljótasel á bak við bílskúr sem tilheyrir húsi nr. 20 við Fljótasel.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Mávahlíð 19 - (fsp) bílskúr - USK23110142

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Ágústs Leifssonar, dags. 13. nóvember 2023, um að setja bílskúr á lóð nr. 19 við Mávahlíð, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Skógarhlíð 18 -  (fsp) innkeyrsla - USK23110108

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 9. nóvember 2023, ásamt bréfi, dags. 7. nóvember 2023 um að breyta aðkomu á lóð nr. 18 við Skógarhlíð sem felst í að heimilt verði að aka af afreininni frá Bústaðarvegi beint inn á lóð, akstur gegnum lóð nr. 16 við Bústaðarveg verði aflagður og að útakstur frá lóðinni verði áfram leyfður í gegnum Bensínstöðvarlóðina nr. 3 við Bústaðarveg, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu, dags. 7. nóvember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Fylgigögn

  26. Sægarðar 1 - (fsp) breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - USK24010090

    Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 8. janúar 2024, ásamt greinargerð Verkís, dags. 6. desember 2023, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna lóðarinnar nr. 1 við Sægarða vegna lagnaleiða frá nýrri aðveitustöð.

    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

  27. Klambratún - Flókagata 24 - Framkvæmdaleyfi - USK24010249

    Lögð fram umsókn Verkfræðistofu Reykjavíkur, dags. 22. janúar 2024, um framkvæmdaleyfi að Klambratúni, Flókagötu 24, sem felst í að koma fyrir djúpgámum á lóð, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 21. desember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5.3 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  28. Skarfagarðar 4 - breyting á deiliskipulagi - USK23010260

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. janúar 2023, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit og afmörkun nýrrar lóðar fyrir spennistöð. Byggingarreitir suðaustan við núverandi byggingu eru sameinaðir í einn byggingarreit en byggingarreitur norðvestan við núverandi byggingu er aðlagaður núverandi byggingu ásamt því að byggingarreitur stækkar, en byggingarmagn á lóð helst óbreytt, auk þess er bætt við byggingarreit fyrir hjólageymslu og hjólastæðum komið fyrir við inngang, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 15. desember 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 9. febúar 2024, en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 24. janúar 2024 er erindi nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  29. Austurbakki 2 - Reitur 6 - mhl. 16 og 17 - USK24010086

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2023 þar sem sótt er um að innrétta skrifstofur á 1. hæð og í kjallara í rými þar sem áður var verslunar- og þjónusturými, ásamt því að breyta innra skipulagi í mhl. 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Elliðavogur-Ártúnshöfði - svæði 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Breiðhöfði 27 - USK23110321

    Lögð fram fyrirspurn Þorpsins 6 ehf., dags. 27. nóvember 2023, ásamt greinargerð Runólfs Ágústssonar, dags. 27. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðavogar/Ártúnshöfða svæði 1 vegna lóðarinnar nr. 27 við Breiðhöfða sem felst í að breyta samsetningu íbúða og atvinnuhúsnæðis, m.a. með því að fjölga íbúðum á reitnum og breyta hluta af fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði í efri byggingu, sem tillagan gerir ráð fyrir að verði breytt í svokallað punkthús, í íbúðir og hækka bygginguna úr 8 hæðum í 14 hæðir, samkvæmt tillögu JVST, dags. 23. nóvember 2023. Einnig er lagt fram minnisblað ÖRUGG verkfræðistofu, dags. 16. nóvember 2023, um vindgreiningu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  31. Haukahlíð 1 - USK23100093

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta útfærslu á hliði í undirgöngum á áður samþykktu erindi í húsi nr. 1 við Haukahlíð. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Helga Mars Hallgrímssonar, dags. 23. janúar 2024, og uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:24

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024