Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 11. janúar kl. 09:14, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 948. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson og Ævar Harðarson, Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Sigríður Lára Gunnarsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Elliðaárdalur - göngu- og hjólabrú við Grænugróf - USK23100209
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bitabrú, hjóla- og göngubrú yfir Elliðaár sem tengir Breiðholt og Árbæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 14 - USK23110001
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. október 2023, ásamt greinargerð Alark, dags. 30. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarka sérlóð fyrir æfingasvæði á vestasta hluta lóðarinnar, nánar tiltekið vestan við ný samþykktan gervigrasvöll félagsins, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 30. október 2023. Hlíðarendi 14 skiptist því í tvær lóðir.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Endastöð strætó - Skúlagata - USK23090029
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis fyrir tímabundna skiptistöð Strætó. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitir fyrir þjónustu eru felldir út og afmarkað er svæði fyrir skiptistöð Strætó þar sem komið verði fyrir biðstöðvum ásamt strætóskýlum. Auk þess er afmarkaður byggingareitur fyrir aðstöðuhús starfsmanna Strætó, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar, dags. 28. september 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 229 frá árinu 2023. Tillagan var auglýst frá 2. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023. Eftirtaldir sendur athugasemdir: Hólmfríður Guðmundsdóttir, dags. 30. nóvember 2023, Þorbjörg Guðmundsdóttir, dags. 4. desember 2023, Ingi B. Poulsen hjá POULSEN lögmannsstofu f.h. Húsfélagsins Völundur, dags. 11. desember 2023, Jónas Örn Jónasson hjá Reykjavik Lawyers f.h. Kristínar Hjartardóttur og Eylendar ehf., dags. 13. desember 2023 og Helgi Axel Svavarsson og Eunsun Lee, dags. 13. desember 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 29. nóvember 2023, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. desember 2023 og umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 14. desember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Haukahlíð 2 - USK23100216
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3ja áfanga fjölbýlishússins Haukahlíðar 2, 72 íbúðir í þremur stigahúsum sem verða Haukalíð 8, 10 og 12, jafnframt er sótt um leyfi til að breyta erindi BN061145 þannig að innra skipulagi íbúða, stærðum og lagnastokkum hefur verið breytt, öll stigahús eru sameinuð í einn matshluta, sem í verða 195 íbúðir og 101 bílastæði í kjallara ásamt þremur djúpgámasettum á lóð nr. 2 við Haukahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði Eflu, dags. 4. janúar 2024, um fjölda bílastæða fyrir reit H og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.174.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 79 - USK23110337
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Lilju Sifjar Þorsteinsdóttur, dags. 28. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 79 við Grettisgötu, sem felst í að setja kvisti á suðurhlið hússins, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
-
Starhagi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23120170
Lögð fram fyrirspurn Alex Kaaber, dags. 18. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll. Í breytingunni sem lögð er til felst minniháttar hækkun á byggingarreitum, stækkun á byggingarreit B og hliðrun á byggingarreitum austan við reit B, auk minniháttar hliðrun á göngu- og hjólastíg, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 27. nóvember 2023. Einnig er lögð fram kynning, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturgata 24 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220205
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 12. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 12. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu sem felst í að heimila uppbyggingu ca. 450 m2 íbúðarhúsnæðis á lóð með nýtingarhlutfall 1.28, samkvæmt uppdráttum T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. apríl 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 27. október 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vesturgata 35A - USK23030081
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35A, mhl.02 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 33, 33A, 33B, 34, 35 og 36 og Stýrimannastíg 3.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Vesturgata 35B - USK23030080
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35B, mhl.01 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 33, 33A, 33B, 34, 35 og 36 og Stýrimannastíg 3.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Bergstaðastræti 81 - USK23120165
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðkomu við fjölbýlishús á lóð nr. 81 við Bergstaðastræti.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Elliðaárdalur við Grænugróf - Breiðholtsbraut - framkvæmdaleyfi - USK23120021
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. desember 2023, um framkvæmdaleyfi sem felur í sér gerð göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugróf í Elliðaárdal ásamt stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut. Einnig er lagt fram teikningasett, dags. í nóvember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
Fylgigögn
-
Furugerði 4 - (fsp) skipta einbýlishúsi í tvær íbúðir - USK23110064
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndal, dags. 6. nóvember 2023, ásamt bréfi Alarks arkitekta ehf., dags. 6. nóvember 2023, um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Furugerði upp í tvær íbúðir á sitthvoru fastanúmerinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hafnarstræti 1-3 - USK23070106
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka veitingarstað í flokki ll tegund ? fyrir alls 200 gesti með því að breyta í veitingasal skrifstofu í austurenda efri hæðar, koma fyrir vatnsúðakerfi í hluta byggingar og glugga og nýjum flóttastiga á norðurhlið veitinga- og verslunarhúss á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. september 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki er gerð skipulagsleg athugasemd við erindið, enda hafa breytingar fengið jákvæða umsögn frá Minjastofnun Íslands. Samþykki meðlóðarhafa þarf fyrir breytingunum.
-
Klettagarðar - starfsleyfi fyrir efnismóttöku - umsagnarbeiðni - USK24010092
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um umsókn Faxaflóahafna sf. um starfsleyfi fyrir efnismóttöku (móttöku á úrgangi til endurvinnslu), þ.e. móttöku á hreinu jarðefni til síðari nota við fyllingu við Klettagarða. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag. Einnig er lagt fram tillöguhefti Alta, dags. 23. nóvember 2023, yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhugaða landfyllingu og starfsleyfisskilyrði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir Faxaflóahafnir sf. vegna móttöku á úrgangi til endurnýtingar, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugarásvegur 1 - (fsp) opnunartími veitingastaðar - USK23100263
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Skúbb ehf., dags. 18. október 2023, um leyfilegan opnunartíma veitingastaðar á lóð nr. 1 við Laugarásveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugavegur 28D - (fsp) breyting á notkun húss - USK23120150
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Glúms ehf., dags. 15. desember 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 28D við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í gististað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Fylgigögn
-
Nauthólsvegur 58 - (fsp) breyting á notkun hluta húss - USK23090118
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Bjargfasts ehf./Hilmars Á Hilmarssonar, dags. 12. september 2023, um breytingu á notkun hluta hússins á lóð nr. 58 við Nauthólsveg úr skrifstofu í svefnaðstöðu og sameiginlega eldhúsaðstöðu fyrir starfsmenn vallarins, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 12. september 2023. Einnig var lögð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. desember 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Njálsgata 1 - USK23110085
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina rými 0001 og 0002 og innrétta veitingastað í flokki ll, tegund ?, fyrir alls 30 gesti í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 1 við Njálsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ofanleiti 1 og 2 - breyting á skilmálum deiliskipulags - Ofanleiti 2 - USK23100347
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Verkís hf., dags. 27. október 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp allt að 43 m2 stafrænt þjónustuskilti á vesturgafl hússins, samkvæmt tillögu Verkís, dags. 8. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Vegagerðarinnar, dags. 5. desember 2023.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Rauðarárstígur 27 - USK23030371
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2., 3. og 4. hæð, fjölga fasteignum og byggja hjóla- og vagnaskýli austan við hús á lóð nr. 27 við Rauðarárstíg. Erindið var grenndarkynnt frá 8. desember 2023 til og með 9. janúar 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Reitur 1.172.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 38 - USK23110233
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Huldar ehf., dags. 17. nóvember 2023, ásamt bréfi Uglu Hauksdóttur f.h. Huldar ehf., dags. 6. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðarinnar nr. 38 við Laugaveg, sem felst í að heimilt verði að vera með gististað í flokki II í íbúð merkt 200-4857. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. nóvember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Fylgigögn
-
Þorragata 1 - stækkun lóðar - USK23120194
Lögð fram umsókn Sælutraðar, dagvistunarfélags, dags. 20. desember 2023, ásamt bréfi Jóns Magnúsar Halldórssonar, dags. 20. desember 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Þorragötu til norðurs, samkvæmt uppdráttum K.J. Ark slf., dags. 19. desember 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Dugguvogur 42A - minnkun lóðar - USK23110218
Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 13. nóvember 2023, um minnkun lóðar nýrrar dreifistöðvar að Dugguvogi 42A, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Klettháls - breyting á deiliskipulagi - Klettháls 5 - USK24010034
Lögð fram umsókn Stillingar hf., dags. 2. janúar 2024, ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð, ehf. dags. 21. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Klettháls vegna lóðarinnar nr. 5 við Klettháls. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni lóðarinnar og að skilgreindur verði nýr innri byggingarreitur á lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 21. desember 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Aðalstræti 9 - (fsp) breyting á notkun - USK23100325
Lögð fram uppfærð fyrirspurn Aðaleigna ehf., dags. 5. janúar 2023, um breytingu á notkun 2. hæð hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofuhúsnæði í íbúðir og sameina rými í kjallara, sem áður var kaffihús og sólbaðsaðstaða, í eitt rými fyrir veitingarekstur, samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Ívars Haukssonar, dags. 19. desember 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Ívars Haukssonar, dags. 4. janúar 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bjarnarstígur 9 - USK23050253
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og rishæð á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9 við Bjarnarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. maí 2023. Erindið var grenndarkynnt frá 8. desember 2023 til og með 9. janúar 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Gefjunarbrunnur 12 - (fsp) notkun kjallara - USK23120172
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Páls Mars Magnússonar, dags. 18. desember 2023, ásamt bréfi, ódags., um nýtingu á rými í kjallara hússins á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn sem íbúð ásamt auka herbergi og geymslu fyrir efri hæð hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Fylgigögn
-
Háaleitisbraut 151-159 - (fsp) breyting á innkeyrslu - USK23110292
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Daníels Friðrikssonar, dags. 24. nóvember 2023, um að færa innkeyrslu á bílastæði lóðarinnar nr. 151-159 við Háaleitisbraut, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Leiðhamrar 54 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK23090020
Lögð fram fyrirspurn Jóhannesar Þorkelssonar, dags. 30. ágúst 2023, um fjölgun bílastæða á lóð nr. 54 við Leiðhamra.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Samtún 2 - (fsp) uppbygging vinnustofu á lóð - USK23110283
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Elínar Arnardóttur, dags. 23. nóvember 2023, um uppbyggingu vinnustofu á lóð nr. 2 við Samtún, samkvæmt fyrirspurnarteikningum Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 1. nóvember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Þórsgata 6 - (fsp) niðurrif og uppbygging - USK23120181
Lögð fram fyrirspurn Hörseyjar ehf., dags. 19. desember 2023, um niðurrif hússins á lóð nr. 6 við Þórsgötu og uppbyggingu fjölbýlishúss, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu, dags. 11. desember 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Almannadalur 9 - BN060970
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús, fjögur rými í einni lengju á tveimur hæðum, kaffistofa og stoðrými á efri hæð í húsi nr. 9 á lóð nr. 9-15 við Almannadal. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hólaland - USK23100249
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess byggja, úr þremur samsettum gámaeiningum, sem byggt er yfir og klætt utan með timbur- eða liggjandi álklæðningu, hús, mhl.02, með geymslu, vinnustofu og líkamsrækt fyrir íbúa búsetukjarna á lóðinni Hólaland, Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Móavík - (fsp) afmörkun lóðar - USK24010037
Lögð fram fyrirspurn Hrefnu Stefánsdóttur, dags. 3. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 29. desember 2023, um afmörkun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Suðurlands ehf., dags. 12. júlí 2010.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi - SN150530
Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 1. febrúar 2024.
-
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðahverfi - SN150531
Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2 Hlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 1. febrúar 2024.
-
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðahverfi - SN150532
Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 1. febrúar 2024.
-
Bjarkargata 6 - breyta skráningu á bílskúr - USK23120207
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 9. janúar 2024 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílageymslu í íbúðarhúsnæði í húsi nr. 6 við Bjarkargötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.174.1 - breyting á deiliskipulagi - Hverfisgata 98A, 100 og 100A - USK24010036
Lögð fram umsókn Hverfisgötu 100 ehf., dags. 4. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1, með síðari breytingum að Hverfisgötu 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum milli lóða nr. 100A og 100C. Lóð 100A minnkar um 51 m2 og lóð 100C stækkar sem því nemur, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 13. nóvember 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
Fundi slitið kl. 15:43
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024