Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 21. desember kl. 10:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 946. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Marta María Jónsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Ólafur Ingibergsson, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Dunhagi 5 - USK23080262
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hálfopið reiðhjólaskýli úr stáli og timbri á bílastæðum við norðaustan við hús á lóð nr. 5 við Dunhaga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur - Stígur í stað stokks - USK23100208
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja gönguleið sem samanstendur af tveimur brúm og áningarstað á milli þeirra, byggt á grunni gamals hitaveitustokks yfir Elliðaárnar í krikanum milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 14 - USK23060006
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta hluta æfingasvæðis á náttúrugrasi í æfingasvæði á gervigrasi með tilheyrandi tæknibúnaði, sem er vestan Arnarhlíðar og Snorrabrautaráss, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 14. ágúst 2023, br. 18. desember 2023. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 30. júní 2023, um áhrif flóðlýsingar gervigrasvallar á nærliggjandi byggð. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust. Erindinu var frestað á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.
-
Lyngháls 1 - USK23080167
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023 þar sem sótt er um stöðuleyfi til að setja upp gámatjald á lóð nr.1 við Lyngháls. Erindi er lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Mosfellsbær - Blikastaðaland 1. áfangi - skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags - USK23120143
Lagt fram erindi Mosfellsbæjar, dags. 13. desember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um skipulagslýsing Nordic - Office of Architecture og Eflu hf., dags. 1. desember 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir 1. áfanga Blikastaðalands í Mosfellsbæ. Fyrirhuguð er ný og spennandi heildstæð íbúðabyggð sem mun tengja betur Mosfellsbæ við höfuðborgarsvæðið með áherslu á bættar almenningssamgöngur með tilkomu Borgarlínu. Svæðið er vel í sveit sett milli Úlfarsfells og fjöru Blikastaðakróar, þar sem hönnun mun taka mið af gæðum landsins og fjölbreyttum tækifærum fyrir nýja íbúa að stunda þá útivist sem Mosfellsbær og staðsetning Blikastaðalands hefur uppá að bjóða. Innan landsins verða skipulögð ný leik- og grunnskólahverfi auk framúrskarandi verslunar-, þjónustu- og miðsvæðis við Borgarlínu og gamla bæinn að Blikastöðum. Blikastaðaland er í heild sinni um 90 ha landsvæði sem skipt verður upp í nokkra deiliskipulags- og uppbyggingaráfanga. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Fylgigögn
-
Skarfagarðar 4 - breyting á deiliskipulagi - USK23010260
Lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. janúar 2023, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit og afmörkun nýrrar lóðar fyrir spennistöð. Byggingarreitir suðaustan við núverandi byggingu eru sameinaðir í einn byggingarreit en byggingarreitur norðvestan við núverandi byggingu er aðlagaður núverandi byggingu ásamt því að byggingarreitur stækkar, en byggingarmagn á lóð helst óbreytt, auk þess er bætt við byggingarreit fyrir hjólageymslu og hjólastæðum komið fyrir við inngang, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 15. desember 2023.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skarfagörðum 2 og 8 og Klattagörðum 6 og 8-10.
-
Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Endastöð strætó - Skúlagata - USK23090029
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis fyrir tímabundna skiptistöð Strætó. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitir fyrir þjónustu eru felldir út og afmarkað er svæði fyrir skiptistöð Strætó þar sem komið verði fyrir biðstöðvum ásamt strætóskýlum. Auk þess er afmarkaður byggingareitur fyrir aðstöðuhús starfsmanna Strætó, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar, dags. 28. september 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 229 frá árinu 2023. Tillagan var auglýst frá 2. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023. Eftirtaldir sendur athugasemdir: Hólmfríður Guðmundsdóttir, dags. 30. nóvember 2023, Þorbjörg Guðmundsdóttir, dags. 4. desember 2023, Ingi B. Poulsen hjá POULSEN lögmannsstofu f.h. Húsfélagsins Völundur, dags. 11. desember 2023, Jónas Örn Jónasson hjá Reykjavik Lawyers f.h. Kristínar Hjartardóttur og Eylendar ehf., dags. 13. desember 2023 og Helgi Axel Svavarsson og Eunsun Lee, dags. 13. desember 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 29. nóvember 2023, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. desember 2023 og umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 14. desember 2023.. USK23090029
Vísað til umsagnar verkefnastjóra og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Græni stígurinn - frumgreining - USK23090070
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. desember 2023, þar sem bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. desember 2023, varðandi skýrslu um frumgreiningu græna stígsins, ásamt fylgiskjölum, er sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
-
Bauganes 29A - USK23110275
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á stofnerindi BN037233 með því að breyta innanhúss og færa bílastæði og sorp í húsi nr. 29A við Bauganes. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Haukahlíð 1 - USK23100093
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta útfærslu á hliði í undirgöngum á áður samþykktu erindi í húsi nr. 1 við Haukahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Fylgigögn
-
Reitur 1.174.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 79 - USK23110337
Lögð fram fyrirspurn Lilju Sifjar Þorsteinsdóttur, dags. 28. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 79 við Grettisgötu, sem felst í að setja kvisti á suðurhlið hússins, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106- (fsp) breyting á deiliskipulagi - Háagerði 33 - USK23110255
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Ellenar Á. Björnsdóttur, dags. 20. nóvember 2023, ásamt greinargerð ódags., um breytingu á deiliskipulagi Háagerðis 1-79 og Sogvegar 98-106, sem felst í að setja kvisti á framhlið hússins og reisa viðbyggingu, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Langholtsvegur 47 - USK23110043
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tímabundið atvinnuhúsnæði úr stál gámaeiningum á lóð nr. 47 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með fyrirvara um samþykkt deiliskipulagsbreytingar, dags. 27. júní 2023, breytt 9. nóvember 2023, í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Ránargata 44 - USK23080094
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera kvist með opnanlegu gluggafagi fyrir baðherbergi undir norðurþekju risíbúðar 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi. ódags.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 42 og 46 og Vesturgötu 51B, 51C og 53. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.
-
Elliðaár - framkvæmdaleyfi - USK23120135
Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 13. desember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs eftirlits og vöktunar í Elliðaárstíflu. Í framkvæmdinni felst lagning rörs út í Elliðaá, sem inniheldur rennslismæli, inn í mannvirki Veitna sem er undir Breiðholtsbrúnni. Einnig er lögð fram kynning Verkís á vöktun, mælingum og eftirliti Elliðavatnsstíflu, teikningahefti Verkís, dags. 21. nóvember 2022, um stjórnbúnað fyrir rennslismæla, minnisblað Verkís, dags. 31. mars 2023, um lokur og stjórnbúnað, verkteikningar Orkuveitu Reykjavíkur og Verkís, dags. 5. og 7. desember 2023 og yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu framkvæmda.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.
-
Hafnarstræti 1-3 - USK23070106
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka veitingarstað í flokki ll tegund ? fyrir alls 200 gesti með því að breyta í veitingasal skrifstofu í austurenda efri hæðar, koma fyrir vatnsúðakerfi í hluta byggingar og glugga og nýjum flóttastiga á norðurhlið veitinga- og verslunarhúss á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. september 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 13 - (fsp) fjölgun íbúða - USK23070017
Lögð fram fyrirspurn Hafsjós ehf, ódags., um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 13 við Laugaveg sem felst í að skipta rými merkt 01 0101 upp í tvö fastanúmer.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 28D - (fsp) breyting á notkun húss - USK23120150
Lögð fram fyrirspurn Glúms ehf., dags. 15. desember 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 28D við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í gististað.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 35 - USK23100214
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fjölbýlishúsi í hótel, og opna á milli efri hæða Laugavegar 33 og Laugavegar 35 og einnig vera með gististarfsemi á efri hæðum Laugavegar 33. Þá er einnig sótt um að vera gististarfsemi í Laugavegi 35A. Einnig voru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023 og dags. 7. desember 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2023.
Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Njálsgata 1 - USK23110085
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina rými 0001 og 0002 og innrétta veitingastað í flokki ll, tegund ?, fyrir alls 30 gesti í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 1 við Njálsgötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hampiðjureitur - breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir sameiginlegu þriggja hæða köldu stigahúsi vestan megin við húsin, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.182.1 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 20A og 20B - SN220693
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Xyzeta ehf. dags. 26. október 2022, ásamt bréfi dags. 6. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðanna nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir tveimur stigahúsum ásamt stækkun á íbúðum út á milli stigahúsanna og svölum á Suðurhlið 20A og 20B. Auk þess verður heimilt að rífa bakhús og reisa þar einlyft íbúðahúsnæði með kjallara og risi, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar arkitekts, dags. 29. apríl 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 26. júní 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 8. febrúar 2023 og 15. júní 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júlí 2023 til og með 24. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Benjamin James Frost, dags. 27. júlí 2023, Hjálmtýr Heiðdal f.h. íbúðaeigendur Grettisgötu 18, dags. 16. ágúst 2023 og Þröstur Berg, dags. 24. ágúst 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 19. desember 2023, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsóknin er dregin til baka sbr. tölvupóstur Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 19. desember 2023.
-
Reitur 1.182.1 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 20A og 20B - USK23120161
Lögð fram umsókn Xyzeta ehf., dags. 18. desember 2023, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 18. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðarinnar nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir tveimur nýjum stigahúsum ásamt nýjum neðri kjallara undir stækkaðri núverandi kjallarahæð, stækka íbúðir út á milli stigahúsanna með svölum á suðurhlið 20A og 20B, rífa bakhús Grettisgötu 20A og reisa þess í stað einlyft íbúðarhús auk kjallara, fyrir tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar dags. 18. desember 2023. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdr., dags. 18. desember 2023 og skuggavarpsuppdr., dags. 26. júní 2023 og 28. september 2023. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 22. janúar 2014, 18. febrúar 2023, 15. júní 2023 og 22. október 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.
-
Síðumúli 27 - (fsp) breyting á notkun, hækkun húss o.fl. - USK23100177
Lögð fram fyrirspurn Síðumúla 27 ehf., dags. 11. október 2023, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 27 við Síðumúla í íbúðarhúsnæði, hækka húsið um tvær hæðir, byggja lyftuhús við núverandi húsnæði og breyta útliti, samkvæmt uppdr. M11 Arkitekta, dags. 11. október 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Breiðhöfði 15 - USK23090058
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. september 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir 3-7 hæða fjölbýlishús og bílakjallara með 111 íbúðum á lóð nr. 15 við Breiðhöfði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Heilsuverndarreitur - breyting á deiliskipulagi - Egilsgata 5 - USK23080131
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Klasa ehf., dags. 18. ágúst 2023, ásamt bréfi, dags. 21. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa þriggja til fimm hæða hús, með aðgengi að dvalarsvæði frá Egilsgötu og með heimild fyrir þakssvölum og kjallara, og allt að 48 íbúða byggingu á horni Snorrabrautar og Egilsgötu, samkvæmt deiliskipulags-, skýringaruppdr. Tendru arkitektúr, dags. 19. og 20. september 2023. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. í júlí 2023, hljóðstigsuppdráttur, VSÓ ráðgjafar, dags. 24. júlí 2023, samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í ágúst 2023 og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 226. Tillagan var auglýst frá 2. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023. Eftirtaldir sendu umsögn: Veitur, dags. 13. nóvember 2023.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.
-
Norðlingaholt - breyting á deiliskipulagi - Norðlingabraut 7 - USK23070251
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram umsókn Maríu Guðmundsdóttur, dags. 27. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Norðlingabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við byggingarreit austan megin við lóðarmörk, byggingarreitur er fyrir spennu- og rofahús sem mun þjónusta rafhleðslustöðvar, samkvæmt uppdr. Tensio, dags. 14. desember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022, sbr. 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
-
Sólvallagata 14 - USK23050255
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 12, 16, 18, 11, 13, 15, 17 og 19, Hávallagötu 21, 23, 25 og 29 og Blómvallagötu 2. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.
-
Logafold 48 - (fsp) breyta og stækka sólskála - USK23090101
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, dags. 8. september 2023, um að breyta og stækka núverandi sólskála sunnan við húsið á lóð nr. 48 við Logafold, samkvæmt tillögu Nordic, dags. maí 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturhöfn - Örfirisey - breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 15-21 - USK23100095
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6.október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 4. október 2023. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Kjalarnes - Hof - tillaga að staðfangi - USK23100264
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Eyglóar Gunnarsdóttur, dags. 20. október 2023, ásamt bréfi dags. 20. október 2023, þar sem fram kemur tillaga að staðfangi fyrir lóð í landi Hofs á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram lóðarblað Landmótunar, dags. 1. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Kjalarnes, Saltvík - breyting á deiliskipulagi - SN220797
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. desember 2023, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar gerðar hafa verið eftirfarandi lagfæringar: Í deiliskipulagsgögnum þarf að gera grein fyrir fjölda varpfugla en kröfur um fjarlægðaviðmið miðast við ákveðinn fjölda fugla. Einnig eru lagðir fram uppfærður uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 6. desember 2022, síðast br. 15. desember 2023.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. desember 2023.
-
Kjalarnes, Saltvík - umsagnarbeiðni HER - USK23110243
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Stjörnueggja hf. um starfsleyfi fyrir eggjabúi á reit C í Saltvík á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemi Stjörnueggja hf. er í samræmi við heimila landnotkun í skipulagi/gildandi deiliskipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. desember 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Stekkjarbrekkur-Hallsvegur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK23070113
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu á lóð. í breytingunni sem lögð er til felst að fyrirkomulagi byggingarreits er breytt, bætt er við byggingareit fyrir afgreiðslu auk þess sem byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 6. júlí 2023. Tillagan var auglýst frá 2. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir: Umhverfisstofnun, dags. 30. nóvember 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 14. nóvember 2023, Veitur 5. desember 2023 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 12. desember 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - Skógarsel 10 - USK23100283
Lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar, ásamt bréfi, dags. 24. október 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarsel sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð, samkvæmt tillögu DAP ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lundahólar 5 - USK23110119
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02 með aukaíbúð við suðurhlið og byggja sólskála á svalir einbýlishúss á lóð nr. 5 við Lundahóla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2023. Samræmist ekki skilmálum hverfisskipulags.
Fylgigögn
-
Seljabraut 34 - (fsp) svalalokun - USK23090187
Lögð fram fyrirspurn Thom Thi Nguyen, dags. 9. september 2023, um að loka svölum hússins á lóð nr. 34 við Seljabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 15:03
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 21. desember 2023