Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 945

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 14. desember kl. 09:02, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 945. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Grímsnes- og Grafningshreppur - Nesjavellir - skipulags- og matslýsing - umsagnabeiðni - USK23110158

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2023 var lagt fram erindi Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 14. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu, dags. 16. október 2023, er varðar breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Markmið endurskoðunar deiliskipulagsins er að skilgreina svæði fyrir nýjar uppbótarvinnsluholur og niðurdælingarholur. Endurskoðunin felur í sér breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar til samræmis við breytt aðalskipulag og verður afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð með tilliti til þessara breytinga. Einnig verða færðar inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Naustavogur 15 - USK23100331

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir að reisa atvinnuhúsnæði samsett af fjórum 12m og einum 6m gám á staðsteyptri botnplötu á lóð nr. 15 við Naustavog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Rafstöðvarvegur 31 - USK23110290

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23070140 með því að byggja svalaskýli yfir svalir á 1. hæð við vesturgafl í húsi nr. 31 við Rafstöðvarveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Úlfarsfell II - USK23110174

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23030071 þannig að eldri byggingar verða teknar niður og endurbyggðar, bætt við anddyri á vesturhlið og kjallari dýpkaður í húsi Úlfarsfelli II. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags, 4. október 2023 og ástandsskýrsla dags. 1. september 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 14 - USK23060006

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta hluta æfingasvæðis á náttúrugrasi í æfingasvæði á gervigrasi með tilheyrandi tæknibúnaði, sem er vestan Arnarhlíðar og Snorrabrautaráss, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 14. ágúst 2023. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 30. júní 2023, um áhrif flóðlýsingar gervigrasvallar á nærliggjandi byggð. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufund skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023.

    Rétt bókun er: Frestað.

  6. Efstaleiti - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Efstaleiti 1 - USK23110106

    Lögð fram fyrirspurn Ríkisútvarpsins ohf., dags. 8. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Efstaleitis vegna lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti sem felst í breytingu á staðsetningu göngutengingar/tröppum á horni Bústaðavegar og Háaleitis þannig að göngutengingin/tröppur verða færðar austan við húsið við Háaleitisbraut, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 8. nóvember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Nýr landspítali við Hringbraut, randbyggð - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23060176

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Íslenskra Fasteigna ehf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut, sem felst í breytingum á skilmálum og útfærslum bygginga nr. 32, 33 og 34 sem nefnast Randbyggð. samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 26. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufund skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023.

    Rétt bókun: Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Bjarkarás - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Stjörnugróf 9 - USK23100309

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Margrétar Hauksdóttur, dags. 25. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bjarkaráss vegna lóðarinnar nr. 9 við Stjörnugróf sem felst í að stækka byggingarreit og auka nýtingarhlutfall lóðar, en fyrirhugað er að rífa gamalt gróðurhús á lóð og byggja annað stærra í þess stað, ásamt því að byggja lítið kaffihús og að fella aspir, samkvæmt tillögu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Lækjargata 1 - breyting á deiliskipulagi - Bankastræti 3 - SN220731

    Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2023, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Lækjargötu 1, Stjórnarráðhússlóð, samþykkt í borgarráði 2. september 2021. Breytingin felur í sér stækkun á deiliskipulagssvæði lóðarinnar, þannig að lóðin Bankastræti 3 verði hluti af deiliskipulaginu.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2023. 

    Réttu bókun er: Samþykkt að kynna forsögn að breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hverfisgötu 4A og 6A, Bankastræti 5 og Lækjargötu 1.

  10. Fannafold 73 - (fsp) breyting á notkun - USK23090312

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Daníels Arnar Steinarssonar, dags. 28. september 2023, ásamt bréfi ódags., um breytingu á notkun tvöfalds bílskúrs á lóð nr. 73 við Fannafold í aukaíbúð, samkvæmt skissu ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2024.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023.

    Rétt bókun er: Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Fylgigögn

  11. Heiðmörk - framkvæmdaleyfi - reiðleið - USK23110287

    Lögð fram umsókn Hestamannafélagsins Fáks, dags. 22. nóvember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á 615 metra langri reiðleið sem verður tenging við núverandi leið að brú inn í Heiðmörk, samkvæmt uppdr. DLD - Dagný Land Design, dags. 6. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. október 2023, og umsögn Veitna, dags. 8. nóvember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  12. Kuggavogur 26 - (fsp) breytt notkun - USK23090310

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Jónasar Halldórssonar - JTverks, dags. 27. september 2023, ásamt bréfi Hrólfs Jónssonar, f.h. umsækjenda, dags. 26. september 2023, um rekstur gististaðar í flokki II í atvinnurýmum merkt 0103, 0104, 0105 og 0106 á jarðhæð hússins á lóð nr. 26 við Kuggavog. Einnig eru lagðir fram uppdrættir KRark, dags. 22. janúar 2021, síðast br. 29. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Fylgigögn

  13. Vesturlandsvegur - Korpulína 1 - framkvæmdaleyfi - USK23110266

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Landsnets, dags. 21. nóvember 2023, ásamt minnisblaði, dags. 21. nóvember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rörum undir Vesturlandsveg til að klára lagningu á Korpulínu 1 yfir í nýtt tengivirki Landsnetys við Korpu. Einnig eru lagðar fram teikningar Mannvits, dags. 2. nóvember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  14. Dugguvogur 13-15 - nr. 13 - innrétta íbúð á 2. hæð - BN060854

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem innréttuð hefur verið íbúð á 2. hæð í húsi á lóð nr. 13-15 við Dugguvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2032.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Stigahlíð 45-47 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22122916

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Suðurvers ehf., dags. 15. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Grænuhlíðar vegna lóðarinnar nr. 45-47 við Stigahlíð sem felst í hækkun hússins, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím dags. 13. desember 2022. Einnig voru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 19. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. febrúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum fyrirspurnar uppdráttum Glámu-Kím, dags. 21. júlí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Súðarvogur 52 - USK23090174

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október 2023 þar sem spurt er um hvort breyta megi iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði í húsi nr. 52 við Súðarvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Tómasarhagi 27 - USK23020095

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka mæni og bæta við tveimur kvistum á fjöleignahús á lóð nr. 27 við Tómasarhaga. Erindið var grenndarkynnt 29. september 2023  til og með 27. október 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Hrafnkelsdóttir og Lothar Pöpperl, dags. 27. október 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Fylgigögn

  18. Vesturbrún 2 - USK23010008

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja  stakstæðan, staðsteyptan bílskúr við lóðarmörk lóðar nr. 4, mhl.02, við íbúðarhús á nr. 2 við Vesturbrún.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  19. Fornhagi 8 - USK23110082

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir smávægilegum áður gerðum breytingum á innra skipulagi og til þess að breyta gluggum, einangra að utan og klæða með báruáli leikskólann Hagaborg, mhl.01, á lóð nr. 8 við Fornhaga.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Stálhöfði 2, (fsp) uppbygging - USK23010077

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lögð fram uppfærð fyrirspurn Dverghamra ehf., dags. 14. september 2023, ásamt greinargerð hönnuðar, dags. 8. ágúst 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 2 við Stálhöfða, samkvæmt aðalteikningum ARCHUS arkitekta, ódags. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd Landslags, dags. í september 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Bollagata 8 - (fsp) hækkun húss og kvistir - USK23100129

    Lögð fram fyrirspurn Sveins Jónatanssonar, dags. 10. október 2023, ásamt bréfi, dags. 10. október 2023, um hækkun hússins á lóð nr. 8 við Bollagötu um eina hæð ásamt því að setja kvisti á húsið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Fellsmúli 19 - (fsp) fjölgun íbúða - USK23110241

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Helgu Bergsteinsdóttur, dags. 17. nóvember 2023, um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 19 við Fellsmúla um eina þannig að heimilt verði að skipta íbúð í kjallara hússins í tvær íbúðir með sér fastanúmeri. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Fylgigögn

  23. Grensásvegur 44-50 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grensásvegur 50 - USK23110157

    Á embættisfundi skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Byggingarstjórans ehf., dags. 13. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grensásvegar 44-50 vegna lóðarinnar nr. 50 við Grensásveg sem felst í að rífa núverandi byggingu á lóðinni og að reisa þar fjölbýlishús, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta, ódags. Einnig er lögð fram ástandsskýrsla, dags. 3. maí 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Hverfisgata 75B - (fsp) aðkoma á lóð fyrir farartæki - USK23100234

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar, dags. 18. október 2023, ásamt greinargerð, ódags., um aðkomu á lóð nr. 75B við Hverfisgötu fyrir farartæki. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Fylgigögn

  25. Reitur 1.171.4 - breyting á deiliskipulagi - Skólavörðustígur 9 - USK23110160

    Lögð fram umsókn Áslaugar Traustadóttur, dags. 13. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðarinnar nr. 9 við Skólavörðustíg. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er ný byggingarreitur á lóð fyrir lága nýbyggingu sem ætluð er fyrir veitingastarfsemi ásamt hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar og aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 31. október 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  26. Suðurlandsbraut - (fsp) bílastæði - USK23090324

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram fyrirspurn Hjálpræðishersins, ásamt bréfi, dags. 28. september 2023, um bílastæði á malarplani við enda Suðurlandsbrautar. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Vatnsstígur 10 - USK23110171

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi að byggja íbúðarhús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Hólaland - USK23100249

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess byggja, úr þremur samsettum gámaeiningum, sem byggt er yfir og klætt utan með timbur- eða liggjandi álklæðningu,  hús, mhl.02, með geymslu, vinnustofu og líkamsrækt fyrir íbúa búsetukjarna á lóðinni Hólaland, Kjalarnesi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Kjalarnes - Hof - tillaga að staðfangi - USK23100264

    Lögð fram fyrirspurn Eyglóar Gunnarsdóttur, dags. 20. október 2023, ásamt bréfi dags. 20. október 2023, þar sem fram kemur tillaga að staðfangi fyrir lóð í landi Hofs á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram lóðarblað Landmótunar, dags. 1. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Reynisvatnsás - Haukdælabraut 124-126 - málskot - USK23120018

    Lagt fram málskot VA Arkitekta, dags. 27. nóvember 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. september 2023  um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar nr. 124-126 við Haukdælabraut sem felst í stækkun lóðarinnar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2023.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  31. Skógarhlíð 10 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23110253

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Bus hostel ehf., dags. 20. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarhlíð, sem felst í að fjölga innkeyrslum inn á lóðina úr tveimur í þrjár, samkvæmt uppdr. Strendings ehf., dags. 12. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. desember 2023.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:32

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 14. desember 2023