Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 940

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 09:40, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 940. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrönn Valdimarsdóttir, Marta María Jónsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Ólafur Ingibergsson. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Skipholtsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 22 - USK23100262

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn ALVA Capital ehf., dags. 23. október 2023, ásamt bréfi Vektors, dags. 20. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt sem felst í að hækka húsið um tvær hæðir, Nóatúns megin. Efsta hæðin er dregin inn um 1m, norðan og vestan megin, samkvæmt uppdr. Vektors, dags. 20. október 2023. Gert er ráð fyrir 20 gistirýmum í nýbyggingunni. Einnig er lagt fram skuggavarp fyrir og eftir breytingu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Reitur 1.171.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 2 - USK23070005

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Basalt ehf. dags. 30. júní 2023 og bréf Kurt og Pí, dags. 30. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bergstaðastræti sem felst í að stækka fyrirhugaða viðbyggingu aftan við húsið og að byggja upp að lóðarmörkum nr. 4 við Bergstaðastræti og að lóðarmörkum nr. 10 við Laugaveg, ásamt því að auka heildarbyggingarmagn, samkvæmt uppdr. Kurt og pí, dags. 20. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  3. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 47 - USK23040051

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 47 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr
    byggingarreitur austan við húsið fyrir stakstætt, tímabundið og færanlegt húsnæði. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. september 2023 til og með 18. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Davíð Pétur Stefánsson, dags. 28. september 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  4. Þingholtsstræti 11 - USK23020199

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að breyta notkun og skráningu efri hæðar, 0201,í sjálfstæða íbúð og fjölga eignum, í húsi á lóð nr. 11 við Þingholtsstræti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Elliðaárdalur - breyting á deiliskipulagi - Rafstöðvarvegur 37A - USK23090028

    Lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 37A við Rafstöðvarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð og byggingarreit sem borholuhús fyrir borholu RV-41 er á, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 28. ágúst 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  6. Hólmsland - USK23100043

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054661 þannig að byggt er inntaksrými við inngang og útveggir framlengdir til vesturs undir þaki sumarhússins Dalbær sem er mhl. 19 í Hólmslandi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Koparslétta 4 - USK23090250

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð, mhl,.12 á lóð nr. 4 við Koparsléttu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, samþykkt. Gera þarf breytingu á deiliskipulagi.

    Fylgigögn

  8. Ránargata 44 - USK23080094

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera kvist með opnanlegu gluggafagi fyrir baðherbergi undir norðurþekju risíbúðar 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ránargötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Sævarhöfði 6-10 - umsagnarbeiðni um tímabundið starfsleyfi - USK23110078

    Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um tímabundið starfsleyfi fyrir móttöku og geymslu á úrgangi til endurvinnslu á vegum malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. að Sævarhöfða 6-10. Óskað er eftir umsögn um hvort notkun lóðarinnar fyrir móttöku á úrgangi til endurvinnslu, til 1. janúar 2025, samræmist skipulagi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Sævarland 14 - USK23100119

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir sorpgerði, skjólveggjum og gróðurbeðum framan við inngang raðhúss nr. 14 í raðhúsalengju nr. 10-14 við Sævarland.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  11. Sörlaskjól 68 - USK23090122

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til þess að grafa frá og gera verönd meðfram suðurhlið, síkka glugga og bæta við hurð, setja svalir framan við kvist á suðurhlið þaks, og fjölga eignum með því að gera sér íbúð 0001 í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 68 við Sörlaskjól. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  12. Sólheimar 36 - (fsp) stækkun húss og skúr - USK23100339

    Lögð fram fyrirspurn Esju Architecture, ásamt bréfi, dags. 27. október 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 36 við Sólheima og koma fyrir skúr á lóðamörkum, samkvæmt uppdr. Esju Architecture, dags. 27. október 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp, dags. 27. október 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Sólvallagata 1 - (fsp) Stækkun húss - USK23100202

    Lögð fram fyrirspurn Þrastar Leóssonar, dags. 16. október 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 1 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. Davíðs Kristjáns Pitt arkitekts, dags. 6. október 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Drafnarstígur 3 - USK23070161

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633, stækka kjallara og gera bíslag á húsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Huldu Jónsdóttur, dags. 21. október 2023, þar sem umsókn er dregin til baka.

    Umsókn dregin til baka.

  15. Gufunes 1. áfangi - Þengilsbás og Hilmisbás - (fsp) framkvæmdaleyfi - USK23110075

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 31. október 2023, um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Gufunesi 1. áfanga, nánar tiltekið að Þengilsbási (frá Jöfursbási að Gufunesvegi) og Hilmisbási (frá Þengilsbási að Gufunesvegi). Einnig eru lagðar fram teikningar, dags. 12. ágúst 2019.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  16. Laugavegur 35 - USK23100214

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fjölbýlishúsi í hótel, og opna á milli efri hæða Laugavegar 33 og Laugavegar 35 og einnig vera með gististarfsemi á efri hæðum Laugavegar 33. Þá er einnig sótt um að vera gististarfsemi í Laugavegi 35A.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  17. Nauthólsvegur 58 - (fsp) breyting á notkun hluta húss - USK23090118

    Lögð fram fyrirspurn Bjargfasts ehf./Hilmars Á Hilmarssonar, dags. 12. september 2023, um breytingu á notkun hluta hússins á lóð nr. 58 við Nauthólsveg úr skrifstofu í svefnaðstöðu og sameiginlega eldhúsaðstöðu fyrir starfsmenn vallarins, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 12. september 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Ofanleiti 1 og 2 - breyting á skilmálum deiliskipulags - Ofanleiti 2 - USK23100347

    Lögð fram umsókn Verkís hf., dags. 27. október 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja upp þjónustuskilti á vesturgafl byggingar, samkvæmt tillögu Verkís, dags. 27. október 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  19. Rauðarárstígur 27 - USK23030371

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2., 3. og 4. hæð, fjölga fasteignum og byggja hjóla- og vagnaskýli austan við hús á lóð nr. 27 við Rauðarárstíg.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  20. Tjarnargata 10 - USK23060183

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir á íbúðir 0202, 0302 og 0402, auk þess eru svalir 0501 minnkaðar og svalir á íbúð 0502 eru stækkaðar í húsi nr. 10 við Tjarnargötu. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju.

    Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 5. október 2023.  Málið afgreitt úr grenndarkynningu.

  21. Höfðabakki 7 - breyting á deiliskipulagi - USK23050003

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram umsókn THG arkitekta, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7 við Höfðabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka vesturhluta núverandi húss um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 19. apríl 2023. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu (grenndarkynning hefur ekki átt sér stað) og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum THG arkitekta ehf., deiliskipulag- og skuggavarpsuppdr., dags. 7. nóvember 2023.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Höfðabakka 3, Vagnhöfða 23 og 25 og Dvergshöfða 27.

  22. Reitur 1.172.0, Brynjureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Hverfisgata 50 - USK23090004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn H50 ehf., dags. 31. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.172.0, Brynjureits, vegna lóðarinnar nr. 50 við Hverfisgötu sem felst í að heimilt verði að hækka húsið um eina inndregna hæð að undanskildu stigahúsi, samkvæmt fyrirspurnartillögu Hildar Bjarnadóttur, dags. 30. ágúst 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

  23. Aðalstræti 9 - (fsp) breytt notkun - USK23100325

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Aðaleignar ehf., dags. 26. október 2023, um að breyta 2. hæð hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofuhúsnæði  í íbúðir, samkvæmt fyrirspurnartillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  24. Bjarnarstígur 9 - USK23050253

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og rishæð á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9 við Bjarnarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Hofteigur 23 - USK23090306

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi að byggja bílskúr í norð-vestur horni ásamt breytingar innra og ytra fyrir komulagi húss á lóð nr. 123 við Hofteig. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grensásvegur 16A - USK23110021

    Lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, dags. 2. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grensásvegar 16A og Síðumúla 37-39 vegna lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg sem felst í að auka byggingarmagn lóðar og hækka núverandi forhús um annað hvort eina til tvær hæðir eða hækka kálf á milli húsanna að Grensásvegur 16A og Síðumúla 39 um tvær inndregnar hæðir og fjölga þannig herbergjum um allt að 30, samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf., dags. 2. nóvember 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Stóragerði 40 - (fsp) gerð deiliskipulags - USK23090181

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Dap ehf., dags. 18. september 2023, ásamt greinargerð, dags. 18. september 2023, um gerð deiliskipulags fyrir lóðina nr. 40 við Stóragerði sem felst í að fjarlægja mannvirki sem fyrir er á lóðinni, ásamt eldsneytisútbúnaði sem er ofan og neðanjarðar og reisa þar tveggja til fimm hæða íbúðarhús  innan núverandi lóðamarka á tveimur byggingarreitum, annars vegar byggingarreitur fyrir sérbýlishús/raðhús og hins vegar byggingarreitur fyrir fjölbýlishús, samkvæmt tillögu Dap, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Stýrimannastígur 9 - USK23080169

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskúr og bílskýli austast á lóð nr. 9 við Stýrimannastíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Stefáns Arnar Stefánssonar hjá Argos ehf., dags. 25. október 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á afgreiðslu umsóknarinnar.

    Vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra.

  29. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Skipasund 48 - USK23080226

    Lögð fram fyrirspurn Bergs Þorgilssonar, dags. 28. ágúst 2023, ásamt bréfi ódags., um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 48 við Skipasund sem felst í að skipta eign merkt 0001 í þrjár fasteignir samkvæmt skissu, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  30. Almannadalur 9 - BN060970

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús, fjögur rými í einni lengju á tveimur hæðum, kaffistofa og stoðrými á efri hæð í húsi nr. 9 á lóð nr. 9-15 við Almannadal.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Grafarholt, svæði 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK23080020

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta, dags. 3. ágúst 2023, ásamt bréfi, dags. 3. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 1, norður hluta, vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjustétt sem felst í að heimilt verði að svalir nái 1.65 m út fyrir byggingarreit í stað 1.0 m  og fjölga íbúðum um eina þannig að hámarksfjöldi íbúða verði 18 í stað 17. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Kjalarnes, Saltvík - breyting á deiliskipulagi - SN220797

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa reiti C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 6. desember 2022, uppf. 9. mars 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. mars 2023. Tillagan var í auglýsingu frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir/ábendingu: íbúaráð Kjalarness, dags. 16. maí 2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 1. júní 2023, 20. september 2023 og 20. október 2023, og Veitur, dags. 17. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  33. Landakotstún - sparkvöllur - breyting á deiliskipulagi - USK23020126

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. október 2023, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis og/ eða forms deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna. Einnig er bent á að æskilegt er að setja fram skýrari skilmála um efnisnotkun, lýsingu og frágang umhverfis, bæði hvað varðar fyrirhugaðan sparkvöll og endurnýjun leikvallar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. nóvember 2023 og uppfærðum uppdr. Landmótunar, dags. 4. maí 2023, uppf. 9. nóvember 2023.

    Uppfærðir uppdrættir lagðir fram.

  34. Bústaðablettur 10 - (fsp) timburhús og bílskúrar - USK23110066

    Lögð fram fyrirspurn Soffíu Halldórsdóttur, dags. 7. nóvember 2023, ásamt bréfi, dags. 6. nóvember 2023, um að setja tvö timburhús og bílskúra á lóð nr. 10 við Bústaðablett.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Bústaðavegur 67 - USK23100068

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið húss á lóð nr. 67 við Bústaðaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Lækjarás 10 - (fsp) stækka bílastæði - USK23100261

    Lögð fram fyrirspurn Bjarna Vals Ásgrímssonar, dags. 20. október 2023, um að stækka bílastæði á lóðinni nr. 10 við Lækjarás.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi - breyting á hverfisskipulagi - Klyfjasel 26 - USK23080227

    Lögð fram umsókn Guðjóns Þ. Erlendssonar, dags. 28. ágúst 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfis 6.2 Seljahverfis, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klyfjasel. Í breytingunni sem lögð er til felst að felldur er niður byggingarreitur fyrir bílskúr við lóðarmörk lóðarinnar nr. 24 við Klyfjaseli 24, en í staðinn er gerður byggingarreitur fyrir stakstæðan bílskúr 35 m2 við suðaustur horn lóðar til hliðar við hesthús samnefndar lóðar. Auk þess verður felldur niður skilmáli fyrir þegar byggðu hesthúsi sem samkv. gildandi skilmálum gr. 2. (Húsagerð), en í staðinn verður hesthúsið skilgreint sem stakstæð útbygging, samkvæmt uppdr. THOR architects, dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram samþykki eigenda að Klyfjaseli 28, dags. 12. febrúar 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  38. Örfirisey - umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á starfsleyfi - USK23110076

    Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna endurnýjunar á starfsleyfi olíubirgðastöðvar Olíudreifingar í Örfirisey

    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 14:34

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023