Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 939

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 9:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 939. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Marta María Jónsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Stangarholt 3-9 – bílastæði -USK23090220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagður fram tölvupóstur Önnu Kristínar Halldórsdóttur f.h. Stangarholts 7, dags. 24. ágúst 2023, varðandi merkingu 14 bílastæða við Stangarholt 3-9 sem Hvoll hf. keypti af Reykjavíkurborg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Víðidalur - D-Tröð 4 - (fsp) skipta húsi, stækka hús og taðþró - USK23100125

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gíslasonar, dags. 9. október 2023, ásamt bréfi Ingunnar Hafstað, dags. 6. október 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 4 við D-Tröð, skipta húsinu í tvö fastanúmer og koma fyrir taðþró, samkvæmt uppdr. Ingunnar Hafstað, dags. 6. október 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  3. Vogabyggð svæði 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kleppsmýrarvegur 8 - USK23060235

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Eikar fasteignafélags, dags. 15. júní 2023, ásamt bréfi lóðarhafa, dags. 16. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðarinnar nr. 8 við Kleppsmýrarveg sem felst í sameiningu lóðanna nr. 8 við Kleppsmýrarveg og nr. 2 við Bátavog og hækkun á nýtingarhlutfalli , samkvæmt tillögu Noland arkitekta, ódags. Einnig er lögð fram samantekt Noland arkitekta á nýtingarhlutfalli, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. október 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. október 2023.

    Fylgigögn

  4. Vonarholt Kjalarnesi L125840  - 36.421.5 - USK23080185

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2023 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 18. október 2023, um stofnun nýrrar lóðar úr landi Vonarholts á Kjalarnesi, samkvæmt mæliblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. október 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  5. Úthlíð 15 - USK23050300

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist í risi og inndregnar svalir á lóð nr. 15 við Úthlíð. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 64 og 66 og Úthlíð 13.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  6. Fannafold 73 - (fsp) breyting á notkun - USK23090312

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Daníels Arnar Steinarssonar, dags. 28. september 2023, ásamt bréfi ódags., um breytingu á notkun tvöfalds bílskúrs á lóð nr. 73 við Fannafold í aukaíbúð, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2023.

    Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt berist hún.

    Fylgigögn

  7. Hofsvallagata 57 – málskot - USK23080021

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram málskot Arnars Pálssonar og Sólveigar Sifjar Halldórsdóttur, dags. 8. ágúst 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 17. maí 2023 um að setja bílastæði fyrir framan húsið á lóð nr. 57 við Hofsvallagötu. Einnig er lagt fram bréf, ódags. og yfirlitsmynd ásamt ljósmyndum. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

  8. Meðalholt 4 - (fsp) deiliskipulag - USK23090108

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Lilju Guðnýjar Björnsdóttur, dags. 7. september 2023, ásamt bréfi ódags., um gerð deiliskipulags fyrir lóð nr. 4 við Meðalholt þannig að heimilt verði að reka gististað í flokki II í húsinu, nánar tiltekið í íbúð 201-1524. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  9. Reitur 1.172.1 – Frakkastígsreitur - USK23090263

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lagt fram erindi Magnúsar Stephensen, dags. 4. september 2023, varðandi fyrirkomulag og eftirlit gististaða og hótelstarfsemi á reit 1.172.1, Frakkastígsreit, og þéttingareitum almennt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Grensásvegur 48 - USK23050251

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta þrjár íbúðir á 2. hæð í húsi nr. 48 við Grensásveg. Erindið var grenndarkynnt frá 5. september 2023 til og með 3. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þórður Halldórsson, dags. 3. október 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 og er nú lagt fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Fylgigögn

  11. Grænlandsleið 6 - bílastæði - USK23090293

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Odds Þorbergssonar, dags. 26. september 2023, um að merkja bílastæði sem staðsett fyrir framan lóð nr. 6 við Grænlandsleið. Einnig er lögð fram loftmynd þar sem merkt er við umrætt bílastæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  12. Norðlingaholt - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Móvað 11 - USK23070046

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Davíðs Guðmundssonar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 11 við Móvað sem felst í stækkun á 2. hæð hússins ásamt aukningu á nýtingarhlutfalli, samkvæmt greinargerð og uppdráttum, KRark, dags. 6. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  13. Snorrabraut 62 – málskot - USK23080103

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram málskot Landslaga, dags. 1. ágúst 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. júní 2023 um heimild til að leigja íbúðir að Snorrabraut 62 í skammtímaleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  14. Vagnhöfði 7 - (fsp) stækkun lóðar - USK23070042

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lögð fram fyrirspurn V66 ehf., dags. 4. júlí 2023, um að stækka lóðina nr. 7 við Vagnhöfða út í borgarlandið, samkvæmt tillögu Arkís dags. 15. júní 2023. Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2, nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Vesturgata 53 - USK22122965

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús í matshluta nr. 01, port hússins hækkað og byggt yfir vesturenda og stækkað til suðurs, jafnframt er sótt um að sameina matshluta nr. 04 og nr. 01 og fjölga íbúðum um eina, í matshluta nr. 01, í húsi nr. 53 á lóð nr. 53-53A við Vesturgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 12. september 2023 til og með 10. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðmundur Ingi Kristinsson, dags. 6. október 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

  16. Aðalstræti 9 - (fsp) breytt notkun - USK23100325

    Lögð fram fyrirspurn Aðaleignar ehf., dags. 26. október 2023, um að breyta 2. hæð hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofuhúsnæði  í íbúðir, samkvæmt fyrirspurnartillögu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  17. Fannafold 191 - (fsp) stækkun húss - USK23090334

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar og Unnar Steinssonar, mótt. 29. september 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 191 við Fannafold sem felst í að gera viðbyggingu við norðurhlið hússins út frá stofu. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023, eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

    Fylgigögn

  18. Háaleitisbraut 52-56 - (fsp) breyting á frágangi á vesturlóðamörkum - USK23080028

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins að Háaleitisbraut 52-56, dags. 8. ágúst 2023, ásamt greinargerð Davíðs Karls Karlssonar byggingarfræðings, dags. 8. ágúst 2023, um að breyta frágangi á vesturlóðamörkum Háaleitisbrautar 52-56, sem felst í að fjarlægja núverandi tröppur, færa gönguleið til og útbúa þar hallandi gönguleið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja þar um leyfi til niðurrifs til byggingarfulltrúa.

  19. Laugarásvegur 71 - (fsp) bílastæði - USK23090269

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Landspítalans, dags. 25. september 2023, um að malarplan við lóðarmörk lóðarinnar nr. 71 við  Laugarásveg verði skilgreint sem bílastæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  20. Reitur 1.172.0, Brynjureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Hverfisgata 50 - USK23090004

    Lögð fram fyrirspurn H50 ehf., dags. 31. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.172.0, Brynjureits, vegna lóðarinnar nr. 50 við Hverfisgötu sem felst í að heimilt verði að hækka húsið um eina inndregna hæð að undanskildu stigahúsi, samkvæmt fyrirspurnartillögu Hildar Bjarnadóttur, dags. 30. ágúst 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Vesturhöfn - Örfirisey - breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 15-21 - USK23100095

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6.október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 6. október 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embættið.

  22. Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 18 - USK23090311

    Lögð fram umsókn Lárusar Ragnarssonar, dags. 27 september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 18 við Esjumela. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni, stækkun á millilofti, að bætt verður við svölum á 2. hæð og hæðin skilgreind sem vinnustofur, að svalir á 2. hæð nái út fyrir byggingareit og fjölgun bílastæða, samkvæmt uppdr. Ártúns ehf., dags. 22. maí 2023. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar. Einnig eru lögð fram grunnmynd og útlit Ártúns ehf., dags. 15. mars 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  23. Varmadalslandi - USK23090064

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. október 2023 þar sem lögð er fram fyrirspurn hvort stækka megi hús úr 95m2 í 150m2 á lóð í Varmadalslandi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

  24. Brekkusel 2-18 - (fsp) innkeyrsla - USK23100326

    Lögð fram fyrirspurn Brekkusels 2-18 húsfélags, dags. 26. október 2023, um að merkja bílastæði í Brekkuseli vegna innkeyrslu frá Brekkuseli inn á sameignarlóð raðhúsanna nr. 2-18 við Brekkusel.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Logafold 32 - USK23080170

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að óútgrafið sökklarými hefur verið innréttað og gerður garðskáli, svalir og gluggar í húsi á lóð nr. 32 við Logafold.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Seltjarnarnes - breyting á Aðalskipulagi - gisting innan íbúðabyggðar - USK23100327

    Lögð fram umsagnarbeiðni Seltjarnarnesbæjar, dags. 25. október 2023, um tillögu Alta, dags. 26. maí 2023, að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna gistiþjónustu á íbúðarsvæðum.

    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

  27. Skipholtsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 22 - USK23100262

    Lögð fram fyrirspurn ALVA Capital ehf., dags. 23. október 2023, ásamt bréfi Vektors, dags. 20. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt sem felst í að hækka húsið um tvær hæðir, Nóatúns megin. Efsta hæðin er dregin inn um 1m, norðan og vestan megin, samkvæmt uppdr. Vektors, dags. 20. október 2023. Gert er ráð fyrir 20 gistirýmum í nýbyggingunni. Einnig er lagt fram skuggavarp fyrir og eftir breytingu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Suðurfell - þróunarsvæði í suðausturhluta Fellahverfis – skipulagslýsing - USK23050217

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Um er að ræða óbyggt svæði sem liggur austan við Fellahverfi í efra Breiðholti og nær að mörkum Elliðaárdals. Aðkoma að svæðinu er um Suðurfell og liggja göngustígar og hjólastígar um svæðið sem tengjast göngustígakerfi Elliðaárdals. Í nýju deiliskipulagi verður gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð, 1-2 hæðir, með 50-75 íbúðum. Byggð skal aðlagast vel að landi og mynda sólrík og skjólgóð útisvæði fyrir íbúa. Opin svæði og stígar/hjólastígar skulu mynda góða tengingu milli eldri byggðar handan Suðurfells og hinnar nýju byggðar, og jafnframt við útivistarsvæði Elliðaárdals. Gert er ráð fyrir að halda í opið svæði innan þróunarsvæðisins líkt og skilgreint er í aðalskipulagi 2040 en opna á möguleika við að skilgreina það á nýjan hátt með komandi deiliskipulagi. Lýsingin var kynnt frá 27. júlí 2023 til og með 31. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Ingveldur Halla Kristjánsdóttir dags. 3. ágúst 2023, Snorri Magnússon dags. 3. ágúst 2023, Eiður Sveinn Gunnarsson dags. 3. ágúst 2023, Minjastofnun Íslands dags. 4. ágúst 2023, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir dags. 4. ágúst 2023ágúst 2023, Ása Elísa Einarsdóttir 6. ágúst 2023, Sigurður Bragason dags. 7. ágúst 2023, Katrín Helga Guðjónsdóttir dags. 7. ágúst 2023, Katrín María Sigurðardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðmundur Björgvin Svafarsson, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Jóna Garðarsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Elínborg Auður Hákonardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Helgadóttir, dags. 9. ágúst 2023, Einar Ársæll Hrafnsson, dags. 9. ágúst 2023, Sigríður Steinunn Þrastardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Anna Halla Birgisdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, dags. 9. ágúst 2023, Stefán Ingi Guðjónsson, dags. 9. ágúst 2023, Karen Aradóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðrún S. Benediktsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ólafur Gylfason, dags. 9. ágúst 2023, Guðbjartur Stefánsson, dags. 9. ágúst 2023, Óli Grétar Þorsteinsson, dags. 9. ágúst 2023, Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, dags. 9. ágúst 2023, Örn Ægir Reynisson, 9. ágúst 2023, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, 9. ágúst 2023, Garðar Þröstur Einarsson, dags. 9. ágúst 2023, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Linda Sólveig Birgisdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Sigurlaug Björg Lárusd. Blöndal, dags. 9. ágúst 2023, Guðrún Helga Theodórsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Höskuldur Einarsson, dags. 10. ágúst 2023, Pétur Marinó Jónsson, dags. 10. ágúst 2023, Inga Björg Kjartansdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Sigurður Guðjón Jónsson, dags. 10. ágúst 2023, Sunneva Ósk Pálmarsdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Þórbergur Már Sigurðsson, dags. 10. ágúst 2023, Gyða Dröfn Hannesdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Sveinn Jóhannesson Kjarval, dags. 10. ágúst 2023, Sigríður Sigurðardóttir, dags. 10. ágúst 2023, Erna Sif Evudóttir, dags. 10. ágúst 2023, Eyjólfur Tómasson, dags. 10. ágúst 2023, Jónína Kristrún Snorradóttir, dags. 10. ágúst 2023, Linda Björk Pétursdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Bjartey Ásmundsdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Einar Viðar Gunnlaugsson, dags. 11. ágúst 2023, Heiðrún Arna Friðriksdóttir, dags. 11. ágúst 2023, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, dags. 11. ágúst 2023, Örn Ingólfsson, dags. 12. ágúst 2023, Jósep Valur Guðlaugsson, dags. 12. ágúst 2023, Jón Pétur Einarsson, dags. 14. ágúst 2023, Sigurjóna S. Sigurjónsdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 15. ágúst 2023, Sædís Guðríður Þorleifsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Hallgerður Guðlaugsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Anna Ólafsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Yrsa Rós Brynjudóttir, dags. 17. ágúst 2023, Bjarni Stefán Welbes, dags. 17. ágúst 2023, Veitur, dags. 18. ágúst 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 18. ágúst 2023, Arndís Björnsdóttir, dags. 18. ágúst 2023, Annetta Ragnarsdóttir, dags. 20. ágúst 2023, Elín Ásta Hallgrímsson, dags. 23. ágúst 2023, Skipulagsstofnun, dags. 23. ágúst 2023, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, dags. 24. ágúst 2023, Helga Kristín Gunnarsdóttir, dags. 24. ágúst 2023, Þórður Einarsson, dags. 24. ágúst 2023, Axel Björnsson, dags. 25. ágúst 2023, Björn Arnar Hauksson, 26. ágúst 2023, Rín Samía Raiss, dags. 27. ágúst 2023, Jónína Wilkins, dags. 28. ágúst 2023, Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir, dags. 28. ágúst 2023, Þorlákur Lúðvíksson, dags. 28. ágúst 2023, Bergey Hafþórsdóttir, dags. 28. ágúst 2023, Hallþór Jökull Hákonarson, dags. 29. ágúst 2023, Júlíus Geir Gíslason, dags. 29. ágúst 2023, Vilborg Ámundadóttir, dags. 29. ágúst 2023, skrifstofa umhverfisgæða, dags. 29. ágúst 2023, Steinþór Bjarni Grímsson, dags. 30. ágúst 2023, Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Málfríður Ómarsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Daniel G. Villarroel, dags. 30. ágúst 2023, Anna Sif Jónsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2023, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins, dags. 30. ágúst 2023, Hans Steinar Bjarnason, dags. 30. ágúst 2023, íbúaráðs Breiðholts, dags. 30. ágúst 2023, Guðrún Stefanía Lárusdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Áslaug Björk Eggertsdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Eggert Óskarsson, dags. 31. ágúst 2023, Ingibjörg R. Þengilsdóttir,dags. 31. ágúst 2023, Einar Steingrímsson, dags. 31. ágúst 2023,  Landvernd, dags. 31. ágúst 2023, Hildur Hjálmarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Harpa Mjöll Gunnarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023 og Andrea Fanney Jónsdóttir, dags. 31. ágúst 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  29. Tómasarhagi 27 - USK23020095

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka mæni og bæta við tveimur kvistum á fjöleignahús á lóð nr. 27 við Tómasarhaga. Erindið var grenndarkynnt 29. september 2023  til og með 27. október 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Hrafnkelsdóttir og Lothar Pöpperl, dags. 27. október 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

Fundi slitið kl. 15:10

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 2. nóvember2023