Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 938

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 26. október kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 938. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Marta María Jónsdóttir og Ævar Harðarson. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Vonarholt Kjalarnesi L125840  - 36.421.5 - USK23080185

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 18. október 2023, um stofnun nýrrar lóðar úr landi Vonarholts á Kjalarnesi, samkvæmt mæliblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. október 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  2. Lækjargata 1 - breyting á deiliskipulagi - skipulagslýsing - Bankastræti 3 - SN220731

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2023, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Lækjargötu 1, Stjórnarráðhússlóð, samþykkt í borgarráði 2. september 2021. Breytingin felur í sér stækkun á deiliskipulagi fyrir reitinn, þannig að lóðin Bankastræti 3 verði hluti af deiliskipulaginu.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  3. Húsahverfi - breyting á deiliskipulagi - Grundarhús 14-24 - SN220416

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2022 var lögð fram umsókn Andrzej Lukaszewicz dags. 30. júní 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 14-24. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er byggingarreitur fyrir garðskála á lóð. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lagt fram að nýju ásamt erindi umsækjanda, dags. 12. október 2023, þar sem umsókn er dregin til baka.

    Umsókn er dregin til baka sbr. erindi umsækjenda, dags. 12. október 2023.

  4. Drafnarstígur 3 - USK23070161

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633, stækka kjallara og gera bíslag á húsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Sogavegur 3 - USK23030201

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu á einni hæð auk kjallara við vesturhlið verslunar- og vinnsluhúss á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  6. Tjarnargata 10 - USK23060183

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir á íbúðir 0202, 0302 og 0402, auk þess eru svalir 0501 minnkaðar og svalir á íbúð 0502 eru stækkaðar í húsi nr. 10 við Tjarnargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 25. september 2023 til og með 23. október 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  7. Fannafold 191 - (fsp) stækkun húss - USK23090334

    Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar og Unnar Steinssonar, mótt. 29. september 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 191 við Fannafold sem felst í að gera viðbyggingu við norðurhlið hússins út frá stofu. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  8. Varmadalslandi - USK23090064

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. október 2023 þar sem lögð er fram fyrirspurn hvort stækka megi hús úr 95m2 í 150m2 á lóð í Varmadalslandi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Eyrarland - breyting á deiliskipulagi - Álfaland 15 - USK23090027

    Lögð fram umsókn Reksturs og fjármála ehf., dags. 1. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta húsinu upp í fjórar íbúðir og endurbyggja, stækka og hækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 1. september 2023. Einnig er lagður fram uppdr./grunnmynd Plúsarkitekta, dags. 14. ágúst 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  10. Selásbraut 98 - USK23070145

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 3-4 hæða fjölbýlishús ásamt kjallara með 25 íbúðum og verslun- og þjónustu á jarðhæð á lóð nr. 98 við Selásbraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Safamýri - Álftamýri - breyting á deiliskipulagi - Safamýri 58-60 - USK23100313

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Safamýris – Álftamýris. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð með staðfanginu Safamýri 58-60 fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum, samkvæmt uppdráttum Grímu arkitekta og A2F arkitekta, dags. 28. september 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  12. Laugavegur 170 - USK23100047

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga Heklureits, þriggja til sjö hæða fjölbýlishús með 105 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð að Laugavegi, á tveggja hæða kjallara með 80 bílastæðum á lóð nr. 170 við Laugaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 11:43

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 26. október 2023