Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 936

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 12. október kl. 09:02, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 936. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Maack og Marta María Jónsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Hólmaslóð 6 - USK23060001

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, setja lyftu og stigagang, ásamt endurnýjun á gluggum og hurðum í útvegg í mhl. 01 í húsi nr. 6 við Hólmaslóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 2. Klapparstígur 11 - fsp - USK23080003

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2023 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir þegar gerðum breytingum sem felast í að fjölga eignum og breyta ósamþykktri íbúð 0202 í tvær minni íbúðir í íbúðarhúsi á lóð nr. 11 við Klapparstíg. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Erindi er ekki í samræmi við deiliskipulag, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Fylgigögn

 3. Þingholtsstræti 21 - (fsp) stækkun húss - USK23050105

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Vesturstrætis ehf., dags. 8. maí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti sem felst í að byggja ofan á matshluta 02, sem er einnar hæðar bygging, eina hæð og ris, samkvæmt tillögu Batterísins/Arkitekta, dags. 8. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 4. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laxalón 2 - USK23100087

  Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta, ásamt bréfi, dags. 5. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2 við Laxalón sem felst í stækkun lóðarinnar og breyta notkun lóðar úr íbúðarlóð í atvinnulóð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 5. Kalkofnsvegur 2 - geymslustaður ökutækjaleigu - umsagnarbeiðni - USK23100100

  Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 4. október 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um ökutækjaleigur vegna umsóknar Péturs Geirs Grétarssonar f.h. Electric Beast Iceland ehf. um geymslustað ökutækja að Kalkofnsvegi 2.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 6. Lyngháls 1 - USK23080167

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp gámatjald á lóð nr. 1 við Lynghálsi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 7. Grjótháls 1-3 - (fsp) sorp- og hjólaskýli - USK23070047

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 4. júlí 2023 ásamt bréfi, dags. 29. júní 2023, um að setja upp tvö sorpskýli á lóð nr. 1-3 við Grjótháls. Annars vegar sorpskýli og skjólvegg austan megin á bílaplani og hins vegar sorp- og hjólaskýli norðvestan megin á bílaplani fyrstu hæðar, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta, dags. 29. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 8. Gufunes áfangi 1 - breyting á deiliskipulagi - Jöfursbás 3 - USK23080180

  Lögð fram umsókn Ölbu Solís, dags. 13. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness áfanga 1 vegna lóðarinnar nr. 3 við Jöfursbás. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hámarkskótum bygginga, samkvæmt uppdr. Nordic ódags.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 9. Gufunesvegur 4 - (fsp) fjarskiptastaur - USK23070056

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar, dags. 5. júlí 2023, um að reisa staur fyrir farsímaþjónustu á lóð nr. 4 við Gufunesveg, samkvæmt tillögu Íslandsturna, dags. 5. júlí 2023. Einnig er lögð fram ljósmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Spöngin - breyting á deiliskipulagi - Spöngin 9 - USK23100049

  Lögð fram umsókn Reita Verslunar, dags. 3. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar vegna lóðarinnar nr. 9 við Spöngina. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar og koma þar fyrir skýli fyrir vörumóttöku og pressugám, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 29. september 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 11. Breikkun Miklubrautar - breyting á deiliskipulagi - Miklabraut 100 - USK23100025

  Lögð fram umsókn Landslags ehf., um breytingu á deiliskipulagi Breikkunar Miklubrautar vegna lóðarinnar nr. 100 við Miklubraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt við nýjum byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými á lóð ásamt viðbótarrými fyrir hleðslubúnað, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 25. september 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 12. Efstasund 58 - (fsp) breyting á notkun bílgeymslu - USK23090215

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Helenu Benjamínsdóttur, dags. 19. september 2023, um að breyta notkun bílgeymslu á lóðinni í íbúðarrými og ef svo væri hvort hægt væri að skipta eigninni upp í tvær íbúðir , samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 13. september 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 13. Fannafold 73 - (fsp) breyting á notkun - USK23090312

  Lögð fram fyrirspurn Daníels Arnar Steinarssonar, dags. 28. september 2023, ásamt bréfi ódags., um breytingu á notkun tvöfalds bílskúrs á lóð nr. 73 við Fannafold í aukaíbúð, samkvæmt skissu ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 14. Skipasund 87 - (fsp) byggja bílskúr/studio íbúð - USK23070264

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Luciene Resende, dags. 28. júlí 2023, um að byggja bílskúr eða litla studio íbúð á lóð nr. 87 við Skipasund. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Laugarás - (fsp) breyting á deiliskipulagi -  Brúnavegur 8 - USK23070006

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Óskars Axelssonar, dags. 30. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 8 við Brúnaveg sem felst í að byggja einbýlishús eða viðbyggingu á norðurhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 30. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Fylgigögn

 16. Reitur 1.172.1, Frakkastígsreitur - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 35 og Vatnsstígur 4 - USK23070137

  Lögð fram umsókn Leiguíbúða ehf., dags. 13. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 35 við Laugaveg og nr. 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til fyrir Vatnsstíg 4 felst að þakformi syðri hluta hússins er breytt, fjórða hæð verður með innhallandi útveggjum og þakhæð verður inndregin ásamt því að samfelld þakverönd verður eftir allri suður- og vesturhlið húshlutans. Í breytingunni sem lögð er til fyrir Laugaveg 35 felst að útveggur efstu hæða nýbyggingar til vestur þarf ekki að vera innhallandi eins og gert var ráð fyrir, heimild fyrir lyftuhúsi er aftur sett inn, og má það ná allt að 4,3 metrum upp fyrir endanlegt yfirborð þakverandar, heimilt verður að byggja stigahús fast upp við lyftuhús og skulu útveggir þess, aðrir en þeir sem snúa upp að lyftuhúsinu, vera úr gleri og skal þak stigahúss halla frá lyftuhúsi og ekki vera hærra en nauðsyn krefur, heimilt verður að byggja upp í skot á milli nýbyggingar og gamla timburhússins og nær heimildin nær eingöngu til verslunarhæðar timburhússins, á efri hæðum verða svalir og heimilt verður að vera með gististarfsemi í nýlega steinhúsinu á baklóð Laugavegar 35 (Laugavegur 35b) að uppfylltum sömu skilyrðum og varðandi sama leyfi fyrir meginbygginguna á Laugavegi 35, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta,dags. 13. júlí 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 30. maí 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 17. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 42 - USK23090182

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram umsókn Santos ehf., dags. 18. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 42 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun bílskúrs í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Noland, dags. 18. september 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 25, 23, 24 og 40 og Hólsvegi 17.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 , sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.   

 18. Öldugata 34 - (fsp) byggja ofan á svalir á þaki bílskúrs - USK23080225

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Einars B. Sigurbergssonar, dags. 28. ágúst 2023, um að byggja ofan á svalir á þaki bílskúrs á lóð nr. 34 við Öldugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Neikvætt er tekið í erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Fylgigögn

 19. Flókagata 24 - USK23030234

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgámasett með sex gámum, þar af fimm 5,0 rúmm. og einn 3,0 rúmm. fyrir endurvinnslu á pappa, málmi og plasti, staðsett norðan við Kjarvalsstaði á lóð nr. 24 við Flókagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 4. júní til og með 1. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristín Sigurðardóttir (tveir póstar), dags. 3. júlí 2023, Gísli Gíslason, dags. 31. júlí 2023 og Jón Hálfdanarson, dags. 1. ágúst 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

 20. Reitur 1.171.4 - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 12B og 16 - USK23050104

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram umsókn Laugavegar 12b ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt minnisblaði, dags. 24. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12b og 16 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta, dags. 25. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

 21. Sólvallagata 14 - USK23050255

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggia vaktskýli, mhl.03, fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Vesturgata 53 - USK22122965

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús í matshluta nr. 01, port hússins hækkað og byggt yfir vesturenda og stækkað til suðurs, jafnframt er sótt um að sameina matshluta nr. 04 og nr. 01 og fjölga íbúðum um eina, í matshluta nr. 01, í húsi nr. 53 á lóð nr. 53-53A við Vesturgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 12. september 2023 til og með 10. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðmundur Ingi Kristinsson, dags. 6. október 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 23. Drafnarstígur 9 - (fsp) uppbygging - SN220571

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta, dags. 15. september 2022, um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags 15. september 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2022. Jafnframt var lögð fram uppfærð tillaga Trípólí arkitekta, dags. 13. júlí 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júlí 2023, um uppfærða tillögu. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 24. Hverfisgata 125 - (fsp) bílastæði - USK23070044

  Lögð fram fyrirspurn Páls Daníelssonar, dags. 4. júlí 2023, um aðgengi að bílastæðum við lóð nr. 125 við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd sem búið er að skissa á.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 25. Laufásvegur 19 og 21-23 - deiliskipulag - USK23100130

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 19 og 21-23 við Laufásveg. Í tillögunni sem lögð er til felst breyta notkun á húsnæðinu sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg 21-23 ásamt skrifstofum á baklóð Laufásvegar 19 í íbúðarhúsnæði, (deilihúsnæði) þar sem íbúar deila eldhúsi, baðherbergjum og samverurýmum, samkvæmt uppdrætti og greinargerð Alta, dags. 14. september 2023. Um er að ræða tímabundið heimili fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og er meðal dvalartími í slíku húsnæði að jafnaði um 6 mánuðir. Ekki er um hefðbundið íbúðarhúsnæði að ræða sem verður selt eða leigt út á almennum markaði heldur sértæka tegund íbúðarhúsnæðis sem mikil þörf er á.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 26. Lynghagi 3 - (fsp) stækkun bílskúrs og íbúð - USK23100048

  Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 3. október 2023, um stækkun bílskúrs á lóð nr. 3 við Lynghaga og innrétta þar íbúð án þess að fjölga eignum, samkvæmt uppdr. Ólafar Flygenring, dags. 2. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. október 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. október 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Smáíbúðahverfi - breyting á deiliskipulagi - Sogavegur 34 - USK23090102

  Lögð fram umsókn Huldu Jónsdóttur, dags. 8. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Smáíbúðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Sogaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit  og aukning á nýtingarhlutfalli lóðar þar sem gert er ráð fyrir að byggja geymslu og gestaherbergi í stað bílskúrs, vestan við núverandi byggingarreit. Auk þess að byggt verði við húsið austan megin (anddyri), í suðvestur krók (undir svölum) og á vesturhlið (sólstofa), samkvæmt uppdr. HJARK, dags. 28. ágúst 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 28. Kjalarnes, Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Koparslétta 2 - USK23090152

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. september 2023 var lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 12. september 2023, ásamt bréfi, dags. 12. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Esjumela vegna lóðarinnar nr. 2 við Koparsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst færsla og fjölgun á innkeyrslum, stækkun á byggingarreit og að heimilt verði að vera með metanafgreiðslustöð á lóð, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 11. september 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt er að veita undanþágu frá skipulagsmeðferð með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr.  3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 29. Landakotstún - sparkvöllur - breyting á deiliskipulagi - USK23020126

  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 5. október 2023, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis og/ eða forms deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem ekki liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna. Einnig er bent á að æskilegt er að setja fram skýrari skilmála um efnisnotkun, lýsingu og frágang umhverfis, bæði hvað varðar fyrirhugaðan sparkvöll og endurnýjun leikvallar.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 30. Skógarsel 12 - (fsp) auglýsingaskilti - USK23100026

  Lögð fram fyrirspurn Íþróttafélags Reykjavíkur, dags. 2. október 2023, um staðsetningu og sýnileika auglýsingaskiltis við Breiðholtsbraut. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs, og Íþróttafélags Reykjavíkur, dags. 2. maí 2016.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 31. Breiðholt, hverfi 6.3 Efra Breiðholt - breyting á hverfisskipulagi - Hraunberg 5 - USK23040056

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn Icecard ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á  hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í tvær jafn stórar lóðir og gera bílageymslu/vinnustofu að einbýlishúsi. Auk þess verða viðbyggingarmöguleikar 40 fm fyrir hvora lóð og bílastæði tvö á hvorri lóð, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 12. apríl 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 997/2023.

 32. Drafnarfell 2-4 - (fsp) breyting á notkun - USK23100083

  Lögð fram fyrirspurn Bólstaðar ehf., dags. 5. október 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 2-4 við Drafnarfell úr dansskóla í gististað, samkvæmt uppdr. TEIKNING.IS, dags. 28. september 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 33. Selásbraut 98 - breyting á hverfisskipulagi - USK23020273

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta, dags. 6. mars 2023, að breytingu á hverfisskipulagi í Árbæ, hverfi 7.3. Selás, vegna lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð er stækkuð til norðurs, á lóðarstækkun er komið fyrir 28 bílastæðum, þar af 3 fyrir hreyfihamlaða og aðstöðu fyrir djúpgáma og á afstöðumynd eru nýbyggingar sýndar ásamt bílastæðum, uppfærðum byggingarreitum og gönguleiðum, auk þess verður heimilt að setja svalir sem snúa í norðaustur og eru á 2. hæð og ofar 160 cm út fyrir byggingareit, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 6. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 29. ágúst 2023 til 10. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur, dags. 4. október 2023, Þórunn Ósk Guðmundsdóttir, dags. 7. október 2023, Eyþór Guðmundsson, dags. 7. október 2023, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, dags. 8. október 2023, Elva Bredahl Brynjarsdóttir, dags. 8. október 2023, Hörður Lilliendahl, dags. 8. október 2023, Eva Rós Sigvaldadóttir, dags. 8. október 2023, Berglind Elva Sigvaldadóttir, dags. 8. október 2023, Edda Ýr Guðmundsdóttir, dags. 8. október 2023, Margeir Þórir Sigfússon, dags. 9. október 2023, Hjálmar Ingvarsson og Jóhanna Hulda Jónsdóttir, dags. 9. október 2023, Edda Björk Karlsdóttir, dags. 9. október 2023, Edda Björk Karlsdóttir, dags. 9. október 2023, Baldvin Reynisson og Margrét Gunnarsdóttir, dags. 10. október 2023, Catherine Van Pelt, dags. 10. október 2023, Elín Elmarsdóttir Van Pelt, dags. 10. október 2023 og Elmar Hauksson, dags. 10. október 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 34. Stigahlíð 86 - USK23090210

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, 2ja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, að hluta einangrað að utan og klætt læstri málmklæðningu á lóð nr. 86 við Stigahlíð.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 35. Stóragerði 40 - (fsp) gerð deiliskipulags - USK23090181

  Lögð fram fyrirspurn Dap ehf., dags. 18. september 2023, ásamt greinargerð, dags. 18. september 2023, um gerð deiliskipulags fyrir lóðina nr. 40 við Stóragerði sem felst í að fjarlægja mannvirki sem fyrir er á lóðinni, ásamt eldsneytisútbúnaði sem er ofan og neðanjarðar og reisa þar tveggja til fimm hæða íbúðarhús  innan núverandi lóðamarka á tveimur byggingarreitum, annars vegar byggingarreitur fyrir sérbýlishús/raðhús og hins vegar byggingarreitur fyrir fjölbýlishús, samkvæmt tillögu Dap, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 36. Kjalarnes - Hólaland - breyting á deiliskipulagi - USK23030388

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólalands á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að refahúsin á lóðinni verða rifin og gerður er nýr byggingarreitur lóð sem mun rúma þrjú færanleg hús, samkvæmt uppdr, Ask arkitekta, dags. 29. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 4. júlí 2023 til og með 15. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023.

  Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 14:50

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 12. október 2023