Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 934

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 28. september kl. 09:13, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 934. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Katrín Eir Kjartansdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Sigríður Maack og Hrönn Valdimarsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

 

Þetta gerðist:

  1. Kvosin - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 3 - USK23080145

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 20. ágúst 2023, ásamt greinargerð, dags. 15. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu sem felst í hækkun hússins að hluta þar sem komið er fyrir rishæð sem tengist núverandi íbúð ásamt því að koma fyrir garðhýsi úr gleri á hluta þaks yfir 1. hæð þar sem nú er þakgarður. Garðhýsið tengist íbúð um aðra hæð, en þar er einnig komið fyrir svölum til suðurs, samkvæmt tillögu DAP ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Bergstaðastræti 32A - (fsp) uppbygging - USK23060250

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Hótel Holt Hausta ehf., dags. 17. júní 2023, ásamt bréfi att ark ehf., dags. 16. júní 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 32A við Bergstaðastræti, samkvæmt greinargerð og uppdráttum att ark, dags. 16. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Grundarstígsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Þingholtsstræti 25 - USK23040093

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 13. apríl 2023, ásamt greinargerð, dags. 13. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits, reitur 1.183.3, vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í að stækkun hússins sem felst í að gera viðbyggingu við suðurgafl hússins, setja þaksvalir á rishæð, rífa núverandi kvist og byggja nýjan miðjukvist á austurhlið og innrétta húsið sem fjölbýlishús með 6 íbúðum, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, dags. 12. apríl 2023. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 9. desember 2019 og 12. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

  4. Lofnarbrunnur 30 - málskot - USK23090157

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram málskot Grétars H. Hagalín og Kötlu Sifjar Friðriksdóttur, ódags., vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 20. október 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Mansard teiknistofu ehf, dags. 28. september 2022, uppdrættir Mansard teiknistofu ehf., dags. 26. og 28. september 2022 og umsögn skipulagfulltrúa, dags. 20. október 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  5. Dunhagi 18-20 - (fsp) leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu með tengingu við stórt núverandi útisvæði á borgarlandi sem er til staðar norðvestan við húsið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Óskar Soffíu Valtýsdóttur, dags. 23. september 2023, þar sem fyrirspurn er dregin til baka.

    Fyrirspurn er dregin til baka sbr. tölvupóst skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 23. september 2023.

  6. Kalkofnsvegur 2 - geymslustaður ökutækja - umsagnarbeiðni - USK23090177

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 16. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Lara De Stefano f.h. DeStefano Bíla ehf., geymslustað ökutækja að Kalkofnsvegi 2. Samkvæmt umsókn er eitt ökutæki ætlað til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Sigtún 51 - geymslustaður ökutækjaleigu - umsagnarbeiðni - USK23090279

    Lagt fram bréf samgöngustofu, dags. 26. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Lara De Stefano f.h. DeStefano Bíla ehf. um geymslustað ökutækja að Sigtúni 51. Þrjú ökutæki eru ætluð til geymslu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Skúlagata - USK23090029

    Lögð fram umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis fyrir tímabundna skiptistöð Strætó. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitir fyrir þjónustu eru felldir út og afmarkað er svæði fyrir skiptistöð Strætó þar sem komið verður fyrir biðstöðvum ásamt strætóskýlum. Auk þess er afmarkaður byggingareitur fyrir aðstöðuhús starfsmanna Strætó, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar, dags. 28. september 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  9. Framnesvegur 46 - (fsp) innkeyrsla og bílastæði - USK23090116

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Péturs Hrafns Árnasonar, dags. 11. september 2023, um að setja innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 46 við Framnesveg, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Fylgigögn

  10. Stýrimannastígur 9 - USK23080169

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskúr og bílskýli austast á lóð nr. 9 við Stýrimannastíg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Bergstaðastræti, milli skólavörðustígs og Laugavegar - göngugata - USK23050235

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lögð fram yfirlýsing húseigenda og rekstraraðila við Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir að sá hluti götunnar verði göngugata. Fyrirspurninni var vísað til skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags. 14. september 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023 og umsögn samgöngustjóra dags. 14. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Meistaravellir 10 - minnkun lóðar - USK23080184

    Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar, dags. 20. september 2023, um minnkun lóðarinnar nr. 10 við Meistaravelli, samkvæmt breytinga- og mæliblaði, dags. 20. september 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  13. Bræðraborgarstígur 22 - (fsp) sameining íbúða o.fl. - USK23090117

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Snorra Stefánssonar, dags. 11. september 2023, ásamt greinargerð Kanon arkitekta, dags. 7. september 2023, um að sameina íbúðir 00-01 og 01-01 í húsinu á lóð nr. 22 við Bræðraborgarstíg í eina íbúð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta, dags. 7. september 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Efstasund 58 - (fsp) breyting á notkun bílgeymslu - USK23090215

    Lögð fram fyrirspurn Helenu Benjamínsdóttur, dags. 19. september 2023, um að breyta notkun bílgeymslu á lóð nr. 58 við Efstasund í íbúðarrými með tveimur íbúðum, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 13. september 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Hverfisgata 33 - (fsp) breyting á notkun - USK23090158

    Lögð fram fyrirspurn Skúlagarðs hf., dags. 14. september 2023, ásamt bréfi, Skúlagarðs hf. og R101 ehf., dags. 14. september 2023, um breytingu á notkun hússins nr. 33 við Hverfisgötu úr skrifstofuhúsnæði í gististað.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Laugavegur 114 - (fsp) hótel - USK23070173

    Lögð fram fyrirspurn Arnar Þórs Halldórssonar, dags. 19. júlí 2023, um reksturs hótels í húsinu á lóð nr. 114 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Fylgigögn

  17. Meðalholt 4 - (fsp) deiliskipulag - USK23090108

    Lögð fram fyrirspurn Lilju Guðnýjar Björnsdóttur, dags. 7. september 2023, ásamt bréfi ódags., um gerð deiliskipulags fyrir lóð nr. 4 við Meðalholt þannig að heimilt verði að reka gististað í flokki II í húsinu, nánar tiltekið í íbúð 201-1524.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Njálsgötureitur, reitur 1.190.2 - breyting á deiliskipulagi - Njálsgata 38 - USK23030166

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, vegna lóðarinnar nr. 38 við Njálsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst í að rífa núverandi bílgeymslu á baklóð og byggja þess í stað íbúðarhús með stakri íbúð á einni og hálfri hæð með þakverönd að Öskustíg, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 10. mars 2023. Einnig eru lagðar fram athugasemdir og spurningar Rannveigar Pétursdóttur, Öyvinds Glömmi, Silju Glömmi, Viðars Hákonar Sörusonar, Sigríðar Kristjánsdóttur, Margrétar Þormar og Bjarna Rúnars Bjarnasonar, dags. 12. júní 2023, ásamt ósk um framlengingu á athugasemdarfresti. Erindi var grenndarkynnt frá 16. maí 2023 til og með 28. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Benedikt Traustason, dags. 19. júní 2023 og Þorgerður Rannveig Pétursdóttir, Öyvind Glömmi, Silja Glömmi, Viðar Hákon Söruson, Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Þormar og Bjarni Rúnar Bjarnason, dags. 27. júní 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  19. Norðlingaholt - framkvæmdaleyfi - USK23060019

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna gerð göngustígs, jarðvegsmana og vinnu við veitulagnir í Norðlingaholti. Einnig var lagt fram teikningasett, dags. í maí 2023, útboðs-og verklýsing, dags. í júní 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Reynis Jónssonar f.h. húsfélagsins Elliðabrautar 4-10, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  20. Rauðarárstígur 27 - USK23030371

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2., 3. og 4. hæð, fjölga fasteignum og byggja hjóla- og vagnaskýli austan við hús á lóð nr. 27 við Rauðarárstíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Fylgigögn

  21. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK23060078

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar, dags. 7. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í breytingu á notkun hússins þannig að heimilt verði að vera með gististað í flokki II í húsinu, nánar tiltekið á 2, 3, 4 og 5 hæð hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Fylgigögn

  22. Snorrabraut 83 - (fsp) breyting á notkun - USK23080130

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn HAG Fasteigna ehf., dags. 17. ágúst 2023, ásamt bréfi Arktika, dags. 16. ágúst 2023, um að breyta notkun vestari bílskúrs á lóð nr. 83 við Snorrabraut í gistirými. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2023.

    Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Fylgigögn

  23. Stórholt 33 - USK23010333

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílgeymslu, matshluta nr. 02, einangruð að innanverðu með léttbyggðu einhalla þaki, við hús á lóð nr. 33 við Stórholt. Erindi var grenndarkynnt frá 29. ágúst til og með 26. september 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Stefáns Gissurarsonar, dags. 15. september 2023, þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  24. Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 27 - USK23070091

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Reir ehf., dags. 5. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð sem felst í að reisa hótel, samkvæmt tillögu Nordic dags. maí 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna , dags. 5. júlí 2023 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða breytingu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2023.

    Neikvætt er tekið í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2023.

    Fylgigögn

  25. Fossvogsblettur 2-2A - nýtt deiliskipulag - Ævintýraborgir - USK23050069

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssvið að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð og byggingarreitur fyrir leikskóla, auk þess að skilgreindur er tímabundin byggingarreitur fyrir leikskóla, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Eftirtaldir sendu inn umsögn: Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 29. ágúst 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt athugasemd Kristins Kristinssonar, dags. 19. september 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  26. Urðarstígsreitur - breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 51 - USK23030161

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Flóru Vuong Nu Dong, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi bréf Sei, dags. 10 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 51 við Bergstaðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á rishæð hússins auk gerð nýrra kvista á sitt hvorri hliðinni, samkvæmt uppdrætti Sei, dags. 10 mars 2023. Einnig er lögð fram og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 23. febrúar 2023, og skuggavarpsuppdrættir, dags. 9. september 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júní 2023 til og með 18. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þórir Jónsson, dags. 18. júlí 2023 og Sveinn Viðar Guðmundsson, Marie-Helene Communay-Gudmundsson og Agathe Agnes Gudmundsson-Communay, dags. 18. júlí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  27. Nönnugötureitur 1.185.6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Urðarstígur 11 - USK23070067

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Orra Páls Jóhannssonar, dags. 5. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits 1.185.6 vegna lóðarinnar nr. 11 við Urðarstíg sem felst í endurnýjun skúrs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Reitur 1.172.1 - Frakkastígsreitur - USK23090263

    Lagt fram erindi Magnúsar Stephensen, dags. 4. september 2023, varðandi fyrirkomulag og eftirlit gististaða og hótelstarfsemi á reit 1.172.1, Frakkastígsreit, og þéttingareitum almennt.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Reitur 1.172.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Frakkastígur 12-12A - USK23070041

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Birkis Ingibjartssonar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 12-12A við Frakkastíg sem felst í endurbótum og uppbyggingu samkvæmt tillögu TO arkitekta dags. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Snorrabraut 29 - USK23040092

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 2. hæð, færa svalir, og færa geymslur frá íbúðum niður í kjallara, auk þess að fella fjórðu hæðina út af umsókninni í húsi nr. 27-29 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Vagnhöfði 7 - (fsp) stækkun lóðar - USK23070042

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn V66 ehf., dags. 4. júlí 2023, um að stækka lóðina nr. 7 við Vagnhöfða út í borgarlandið, samkvæmt tillögu Arkís dags. 15. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  32. Fossvogsbrú - breyting á deiliskipulagi - USK23050037

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Reykjavíkurborgar og Kópavogs um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, samkvæmt uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 19. september 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir: Veitur, dags. 14. ágúst 2023, Vegagerðin, 31. ágúst 2023, Umhverfisstofnun, dags. 5. september 2023, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, 5. september 2023, Isavia, dags. 6. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, 15. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 18. september 2023, Náttúrustofnun Íslands, dags. 18.september 2023, Borgarlínuteymi, dags. 18. september 2023,  Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 19. september 2023, Samgöngustofu, dags. 19. september 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 20. september 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  33. Kalkslétta 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23030126

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 8. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Kalksléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. mars 2023. Erindið var grenndarkynnt frá 29. ágúst 2023 til og með 26. september 2023. Eftirfarandi sendu umsögn: Veitur, dags. 25. september 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

  34. Kjalarnes, Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Koparslétta 2 - USK23090152

    Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 12. september 2023, ásamt bréfi, dags. 12. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Esjumela vegna lóðarinnar nr. 2 við Koparsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst færsla og fjölgun á innkeyrslum, stækkun á byggingarreit og að heimilt verði að vera með metanafgreiðslustöð á lóð, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 11. september 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  35. Koparslétta 16A - USK23070155

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2023 þar sótt er um leyfi til þess grafa frá suðvesturhlið og reisa þar þrjár vörumóttökur, breyta glugga-og hurðasetningu, fjarlægja milliveggi og fækka rekstrareiningum í eina, koma fyrir vatnsúðakerfi og breyta innra skipulagi, innrétta skrifstofur, starfsmannarými og stoðrými fyrir vörulager í iðnaðarhúsi á lóð nr. 16 við Koparsléttu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lambhagavegur - afmörkun lóðar og fjarskiptastaur - USK23090255

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar, dags. 22. september 2023, um afmörkun lóðar að Lambhagavegi við hlið spennistöðvarlóð Veitna að Lambhagavegi 10A og reisa þar fjarskiptastaur, samkvæmt uppdr. Íslands Turna, dags. 22. september 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Langavatnsvegur 9 - uppskipting lóðar - USK23060252

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2023 var lögð fram umsókn Snæbjörns Pálssonar, dags. 18. júní 2023, ásamt bréfi, dags. 1. apríl 2023, um skiptingu lóðarinnar nr. 9 við Langavatnsveg í tvær lóðir. Einnig er lagður fram landaskiptasamningur, dags. 27. apríl 1971. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  38. Sundabraut -  matsáætlun vegna umhverfismats - umsagnarbeiðni - USK23090280

    Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 19. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um matsáætlun Vegagerðarinnar, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vegna umhverfismats Sundabrautar.

    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 16:00

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 28. september 2023