Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 932

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 14. september kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 932. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Katrín Eir Kjartansdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Marta María Jónsdóttir, Birgitta Hrund Skúladóttir Hjörvar, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Miklabraut 101 - nýtt lyfsöluleyfi - umsagnarbeiðni - MSS23080111 - USK23080251

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2023, þar sem umsagnarbeiðni Lyfjastofnunar, dags. 28. ágúst 2023, vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð, að Miklubraut 101, er send skipulagsfulltrúa til umsagnar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 2. Mýrargata 26 - málskot - USK23090060

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lagt fram málskot LEX lögmannsstofu, dags. 4. september 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. ágúst 2023 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 26 við Mýrargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 3. Tunguvegur 14 - (fsp) lyfta þaki og gera auka íbúð - USK23070174

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Herbertssonar, dags. 18. júlí 2023, um að lyfta þaki hússins á lóð nr. 14 við Tunguveg og gera auka íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

  Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

 4. Haðarstígur 12 - USK23040232

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á báðum hliðum, lækka gólf í kjallara, grafa frá húsi og innrétta íbúð í kjallara parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Haðarstíg. Einnig er lagður fram tölvupóstur Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar, dags. 16. ágúst 2023 ásamt uppfærðum uppdráttum, dags. 21. apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Haðarstígur 14 - USK23040233

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á báðum hliðum, lækka gólf í kjallara, grafa frá húsi og innrétta íbúð í kjallara parhúss nr. 14 á lóð nr. 12-14 við Haðarstíg. Einnig er lagður fram tölvupóstur Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar, dags. 16. ágúst 2023 ásamt uppfærðum uppdráttum, dags. 21. apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 6. Vesturgata 35A - USK23030081

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35A, mhl.02 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Umsækjandi hafi samband við embættið.

 7. Vesturgata 35B - USK23030080

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35B, mhl.01 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Umsækjandi hafi samband við embættið.

 8. Græni stígurinn - frumgreining - beiðni um umsögn - USK23090070

  Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júlí 2023, þar sem erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. júní 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um frumgreiningu á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins er sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 9. Skólavörðuholt - breyting á deiliskipulagi -  Barónsstígur 34 - Vörðuskóli - Ævintýraborgir - USK23060009

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barsónsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðar ásamt stækkun á byggingarreit, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Nordic, dags. 22. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur, dags. 6. september 2023 og íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 7. september 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 10. Bústaðavegur 55 - (fsp) svalahurð og gluggi - USK23080208

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Daníels Grétarssonar, dags. 25. ágúst 2023, um að setja svalahurð og glugga á húsið á lóð nr. 55 við Bústaðaveg í stað stofuglugga sem snýr út í garð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Dugguvogur 50 - staðsetning ökutækjaleigu - umsagnarbeiðni - USK23090114

  Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 6. september 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Konráðs Arnar Skúlasonar f.h. FAR Travel ehf. um geymslustað ökutækja að Dugguvogi 50.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 12. Framnesvegur 46 - (fsp) innkeyrsla og bílastæði - USK23090116

  Lögð fram fyrirspurn Péturs Hrafns Árnasonar, dags. 11. september 2023, um að setja innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 46 við Framnesveg, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd.. USK23090116

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 13. Hringbraut 121 - (fsp) þjónustumiðstöð og farfuglaheimili í JL húsinu - USK23070147

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf.  dags. 14. júlí 2023, ásamt bréfi, dags. 14. júlí 2023, um hvort breytingar á JL húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut sem fela í sér að innrétta 2. og 3. hæð sem gistiskála eða farfuglaheimili (hostel), rétt eins og 4. og 5. hæð eru í dag ásamt því að innrétta jarðhæð sem þjónustumiðstöð, kaffihús, aðstöðu fyrir börn og kennslustofur, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 21. júlí 2023, séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Reitur 1.170.3 - (fsp) breyting á skilmálaum deiliskipulags - Ingólfsstræti 10 - USK23090006

   

   

  Lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta ehf., dags. 1. september 2023, ásamt bréfi, dags. 28. ágúst 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.170.3 vegna lóðarinnar nr. 10 við Ingólfsstræti sem felst í að breyta notkun á nýbyggingu á lóð úr bílskúr í gististað í flokki II.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 15. Laugardalur - breyting á deiliskipulagi - Ævintýraborgir - USK23050218

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst því að skilgreind er lóð fyrir Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 21. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Eftirtaldir sendu inn ábendingar/umsögn: Veitur, dags. 7. september 2023.

  Tekið verður tillit til lagnar sbr. ábendingu frá Veitum. Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

 16. Bræðraborgarstígur 22 - (fsp) sameining íbúða o.fl. - USK23090117

  Lögð fram fyrirspurn Snorra Stefánssonar, dags. 11. september 2023, ásamt greinargerð Kanon arkitekta, dags. 7. september 2023, um að sameina íbúðir 00-01 og 01-01 í húsinu á lóð nr. 22 við Bræðraborgarstíg í eina íbúð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta, dags. 7. september 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 17. Marargata 4 - (fsp) svalalokun - USK23070183

  Lögð fram fyrirspurn Jóns Gnarr, dags. 5. júlí 2023, um að loka svölum hússins, á lóð nr. 4 við Marargötu, sem snúa í vestur þannig að úr verði sólstofa með opnanlegum gluggum.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 18. Vesturvallareitur - breyting á deiliskipulagi - Sólvallagata 66 og 68 - USK23050201

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ernu Petersen, dags. 15. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðanna nr. 66 og 68 við Sólvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak hússins ásamt því að koma fyrir fimm kvistum á norðurhlið þaksins, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 15. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

 19. Drafnarstígur 3 - USK23070161

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633, stækka kjallara og gera bíslag á húsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Neikvætt með vísun til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Fylgigögn

 20. Kirkjustræti 4 - USK23060017

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn og minnisblað Sigurðar Einarssonar, dags. 1. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kvosar vegna lóðarinnar nr. 4 við Kirkjustræti sem felst í að byggja nýtt anddyri og stækka stigapall til vesturs, samkvæmt tillögu Batterísins dags. 8. mars 2023. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 12. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Norðurstígsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Norðurstígur 5 - USK23070128

  Lögð fram fyrirspurn Höllu Daggar Önnudóttur, dags. 13. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðurstíg sem felst í breytingum á lóðarmörkum Norðurstígs 5 og niðurfellingu á umferðarkvöð yfir lóðina. Einnig er lagt fram bréf LEX lögmannsstofu, dags. 27. maí 2016, dómur héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 16. október 2018, úrskurður Sýslumanns, dags. 23. apríl 2023 og leiðrétt ósamþykkt mæliblað, dags. 3. júlí 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 22. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK23060078

  Lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar, dags. 7. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í breytingu á notkun hússins þannig að heimilt verði að vera með gististað í flokki II í húsinu, nánar tiltekið á 2, 3, 4 og 5 hæð hússins.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 23. Þorragata 1 - (fsp) afmörkun leikvallar - USK23070139

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Sælukots dagvistunarfélags, dags. 14. júlí 2023, um afmörkun leikvallar fyrir leikskólann Sælukots (Þorragata 1) á borgarlandi sem nýtist leikskólanum á opnunartíma en almenningi utan hans, samkvæmt tillögu K.J. ARK slf., dags. 13. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september, samþykkt.

  Fylgigögn

 24. Ármúli 31 - USK23070201

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir átta hæða fjölbýlishús ásamt bílakjallara á tveim hæðum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.

 25. Fossvogsblettur 2-2A - nýtt deiliskipulag - Ævintýraborgir - USK23050069

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssvið að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A. Í breytingunni sem lögð er til felst gerð leikskólalóðar, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Eftirtaldir sendu inn umsögn: Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 29. ágúst 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 26. Fossvogsdalur stígar - breyting á deiliskipulagi - USK23060297

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal stíga. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á afmörkun deiliskipulags, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

 27. Hampiðjureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Þverholt 3 - USK23080117

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Birkis Ingibjartssonar, dags. 16. ágúst 2023, ásamt greinargerð Arkitekta, dags. 15. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 3 við Þverholt sem felst í að fjölga íbúðum í húsinu út tveimur íbúðum í þrjár. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.

  Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023.

  Rétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 28. Skútuvogur austur - breyting á deiliskipulagi - Skútuvogur 5, 7 og 9 - USK23090003

  Lögð fram umsókn Indro Indriða Candi, dags. 31. ágúst 2023, ásamt bréfi VA arkitekta, dags. 31. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skútuvogs austur, vegna lóðarinnar nr. 5, 7 og 9 við Skútuvog. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til suðurs, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 31. ágúst 2023.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.  1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

 29. Norðlingaholt - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Móvað 11 - USK23070046

  Lögð fram fyrirspurn Davíðs Guðmundssonar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 11 við Móvað sem felst í stækkun á 2. hæð hússins ásamt aukningu á nýtingarhlutfalli, samkvæmt greinargerð og uppdráttum, KRark, dags. 6. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 30. Norðlingaholt - breyting á deiliskipulagi - Norðlingabraut 7 - USK23070251

  Lögð fram umsókn Maríu Guðmundsdóttur, dags. 27. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Norðlingabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við byggingarreit austan megin við lóðarmörk, byggingarreitur er fyrir spennu- og rofahús sem mun þjónusta rafhleðslustöðvar, samkvæmt uppdr. Tensio, dags. 26. júlí 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 31. Reitur 1.173.1, timburhúsareitur - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 41 - USK23030131

  Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1, timburhúsareits vegna lóðarinnar nr. 41 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur norðan við húsið er stækkaður og heimild veitt fyrir því að reisa bakhús nyrst á lóðinni, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 14. júní 2023 og skuggavarpi dags. 14. júní 2023. Möguleikanum á að reisa viðbyggingu í stað bakhúss er haldið opnum áfram. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2023 til og með 6. september 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ástríður S. Valbjörnsdóttir f.h. húseigenda að Grettisgötu 39, 39B og 43A, Laugavegi 58B og Vitastíg 10B, dags. 5. september 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 32. Kjalarnes Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 1C og 1D - USK23050241

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Malbikstöðvarinnar ehf., dags. 22. maí 2023 ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 1C og 1D við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðirnar eru sameinaðar og verða lóð 1C, byggingarreitir lóðanna eru sameinaðir, innkeyrslur á sameinaða lóð verða tvær frá Gullsléttu og færast til frá því sem nú er, annars vegar sunnarlega við Gullsléttu og hins vegar norðan við miðja lóð, auk þess fellur niður kvöð um lagnir þvert yfir lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 26. júlí 2023 til og með 7. september 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

 33. Vogahverfi - breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 169 - til afgreiðslu - SN220432

  Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 6. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 169 við Langholtsveg (hús nr. 169 og 169A við Langholtsveg). Í breytingunni felst að byggingarreitur er afmarkaður austan við húsið, samkvæmt uppdr. KRark dags. 5. júlí 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. september 2022 til og með 24. október 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Friðþjófur Johnson dags. 12. og 20. október 2022 og Herborg Árnadóttir Johansen, Örn Marinó Arnarson, Anna Rúnarsdóttir og Ólafur Stefán Magnússon dags. 20. október 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2023.

  Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023. 

  Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2023, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. 

  Fylgigögn

 34. Hraunbær 2-34 - (fsp) breikkun á gangstétt - USK23080096

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Helga Sigurðssonar, dags. 14. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi 7.2.4 Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 26 við Hraunbæ sem felst í að breikka gangstétt frá aðalinngangi út að götu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14 september 2023.

  Neikvætt er tekið í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Fylgigögn

 35. Skógarhlíð 10 - USK23060256

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera breytingar á gististað í fl. lV, með því að stækka anddyri, gera innanhússbreytingar auk þess sem sótt er um að koma fyrir skilti fyrir ofan inngang  húss á lóð nr. 10 við Skógarhlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:00

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 14. september 2023