Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 930

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 930. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Katrín Eir Kjartansdóttir, Laufey, Björg Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Miklabraut 101 - nýtt lyfsöluleyfi - umsagnarbeiðni - MSS23080111 - USK23080251
    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2023, þar sem umsagnarbeiðni Lyfjastofnunar, dags. 28. ágúst 2023, vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð, að Miklubraut 101, er send skipulagsfulltrúa til umsagnar.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Suðurgata 7 - (fsp) breyting á notkun - USK23060305
    Lögð fram fyrirspurn Tog B þjónustu ehf., dags. 23. júní 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Suðurgötu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Arnarbakki 2-6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23060008
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags námsmanna, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi Grímu arkitekta og Tendra arkitektur, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Arnarbakka 2-6 sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum án þess að auka byggingarmagn, breyta notkun/koma fyrir leikskóla á jarðhæð Arnarbakka 4, stækka byggingarreit Arnarbakka 4 til austurs til að búa til nægilegt pláss fyrir fjögurra deilda leikskóla og breyta salarhæð húsa og þakhalla. Á lóð 6, samkvæmt uppdr. (grunnmyndir og skuggavarp) Grímu arkitekta og Tendra arkitektur, dags. 30. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Norðlingaholt - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Elliðabraut 24 - USK23070027
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Kristinssonar, dags. 3. júlí 2023 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 24 við Elliðabraut sem felst í að breyta notkun lóðarinnar úr veitinga- og þjónustulóð í fjölbýlishúsalóð, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 3. júlí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  5. Reykjavíkurvegur 33 - (fsp) stoðveggur - USK23080044
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Ásrúnar Vilbergsdóttur, dags. 9. ágúst 2023, um að reisa stoðvegg norðan megin við húsið á lóð nr. 33 við Reykjavíkurveg upp við lóðarmörk borgarinnar, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Vatnagarðar - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sægarðar 5 - USK23080095
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Pure North Recycling, dags. 14. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 5 við Sægarða sem felst í að heimilt verði að reisa tjaldhýsi á lóð og nota sem kalt geymslurými, samkvæmt uppdr. Herchenbach, dags. 6. júlí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Bergstaðastræti 70 - USK23070040
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum, breyttir og- eða stækkaðir, svalahurð verður gler í stað timburs í húsi nr. 70 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  8. Háskóli Íslands - deiliskipulag vestan Suðurgötu - breyting á deiliskipulagi - USK23080247
    Lögð fram umsókn Fasteigna Háskóla Íslands ehf., dags. 24. mars 2023, ásamt bréfi THG arkitekta, dags. 19. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er reitur fyrir óupphitað, hálfopið reiðhjólaskýli á bílastæði norðaustan við Tæknigarð Háskólans, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 10. mars 2023.
    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  9. Bústaðavegur 55 - (fsp) svalahurð og gluggi - USK23080208
    Lögð fram fyrirspurn Daníels Grétarssonar, dags. 25. ágúst 2023, um að setja svalahurð og glugga á húsið á lóð nr. 55 við Bústaðarveg í stað stofuglugga sem snýr út í garð.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Hringbraut 121 - (fsp) þjónustumiðstöð og farfuglaheimili í JL húsinu - USK23070147
    Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf.  dags. 14. júlí 2023, ásamt bréfi, dags. 14. júlí 2023, um hvort breytingar á JL húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut sem fela í sér að innrétta 2. og 3. hæð sem gistiskála eða farfuglaheimili (hostel), rétt eins og 4. og 5. hæð eru í dag ásamt því að innrétta jarðhæð sem þjónustumiðstöð, kaffihús, aðstöðu fyrir börn og kennslustofur, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 21. júlí 2023, séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Kvosin - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 3 - USK23080145
    Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 20. ágúst 2023, ásamt greinargerð, dags. 15. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu sem felst í hækkun hússins að hluta þar sem komið er fyrir rishæð sem tengist núverandi íbúð ásamt því að koma fyrir garðhýsi úr gleri á hluta þaks yfir 1. hæð þar sem nú er þakgarður. Garðhýsið tengist íbúð um aðra hæð, en þar er einnig komið fyrir svölum til suðurs, samkvæmt tillögu DAP ehf., ódags.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Kleppsgarðar 2 - Uppbygging á húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu - umsagnarbeiðni - USK23060405
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunnar, dags. 28. júní 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um tilkynningu Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE) um uppbyggingu á húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt matsskyldufyrirspurn VSÓ ráðgjafar, dags. í maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt svarpósti verkefnastjóra hjá skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2023.
    Lagt fram.

  13. Laugarnesvegur 41 - (fsp) stækkun húss - USK23070072
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Maríu Jónsdóttur, dags. 6. júlí 2023, ásamt bréfi Grétars Arnar Guðmundssonar arkitekts, dags. 6. júlí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 41 við Laugarnesveg sem felst í að reisa viðbyggingu við norðurhlið, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Álfabakki 2A - USK23080010
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, tveggja hæða að hluta, klætt steinullarsamlokueiningum og málmklæddu yfirborði á lóð nr. 2 við Álfabakka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  15. Drafnarstígur 3 - USK23070161
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633, stækka kjallara og gera bíslag á húsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Kjalarnes, Esjumelar - framkvæmdaleyfi - USK23080220
    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 25. ágúst 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskipti í landi Esjumela á Kjalarnesi, nánar til tekið fyrir uppgröft og fyllingar vegna fyrirhugaðra nýrra gatna að Norðurgrafarvegi, Málmsléttu og Kalkléttu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir VSÓ ráðgjafar, dags. 23. júní 2023 og 28. ágúst 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  17. Skúlagötusvæði - Skúlagata - breyting á deiliskipulagi - USK23040113
    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023. Tillagan var auglýst frá 16. júní 2023 til og með 28. júlí 2023. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur, dags. 18. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023, br. 31. ágúst 2023.
    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  18. Tjarnargata 37 - USK23040196
    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja verönd/pall við suðurhlið og gera þaksvalir á skála við vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Tjarnargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 27. júlí 2023 til og með 25. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  19. Ægisgata 4 - USK23070190
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðum í gistihús í flokki ll í húsi nr. 4. við Ægisgötu.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Ármúli 31 - USK23070201
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir átta hæða fjölbýlishús ásamt bílakjallara á tveim hæðum.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Reitur 1.161 - Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata - breyting á deiliskipulagi - Suðurgata 6 - USK23060301
    Lögð fram umsókn Alternance slf., dags. 22. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera upp gamla húsið með því að færa það í átt að upprunalegu formi. Heimilt verði að fjarlæga viðbyggingu sem gengur inn í gamla húsið og endurgera kvisti í stíl við það upprunalega. Auk þess verði heimilt að gera bakbyggingu og tengigang milli húsanna, kjallara undir nýbyggingu og niðurgrafinn bílskúr sunnan megin á lóðinni, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Alternance slf. dags. 16. júní 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  22. Reitur 1.182.1 - breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 20A og 20B - SN220693
    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Xyzeta ehf. dags. 26. október 2022, ásamt bréfi dags. 6. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðanna nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir tveimur stigahúsum ásamt stækkun á íbúðum út á milli stigahúsanna og svölum á Suðurhlið 20A og 20B. Auk þess verður heimilt að rífa bakhús og reisa þar einlyft íbúðahúsnæði með kjallara og risi, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar arkitekts, dags. 29. apríl 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags. 26. júní 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 8. febrúar 2023 og 15. júní 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júlí 2023 til og með 24. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Benjamin James Frost, dags. 27. júlí 2023, Hjálmtýr Heiðdal f.h. íbúðaeigendur Grettisgötu 18, dags. 16. ágúst 2023 og Þröstur Berg, dags. 24. ágúst 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Stigahlíð 45-47 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22122916
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Suðurvers ehf., dags. 15. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Grænuhlíðar vegna lóðarinnar nr. 45-47 við Stigahlíð sem felst í hækkun hússins, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím dags. 13. desember 2022. Einnig voru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 19. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. febrúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum fyrirspurnaruppdráttum Glámu-Kím, dags. 21. júlí 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Leirulækur 2 - USK23070163
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu á lóð nr. 2 við Leirulæk.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Reitur 1.171.5 - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 20B - USK23080183
    Lögð fram umsókn Stórvals ehf., dags. 23. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta einni hæð ofan á vestur- og suðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, dags. 18. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2023.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  26. Sólvallagata 14 - USK23050255
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggia vaktskýli, mhl.03, fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  27. Almannadalur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020066
    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á mæni hússins og að gluggar og svalir snúi í suðurátt, samkvæmt uppdr. Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 8. mars 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 31. maí 2023 til og með 28. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson, Lilja Svavarsdóttir, Hannes Einarsson, Svanur Guðmundsson, Ragnar Hilmarsson og Guðrún Jóna Thorarensen, dags. 3. maí 2023, Edda Björk Karlsdóttir, dags. 17. júní 2023, Þorgeirs Benediktssonar formanns Almannadalsfélagsins f.h. húseigenda í Almannadal, dags. 21. júní 2023, Bjarni Jónsson f.h. húseigenda í Almannadal, dags. 27. júní 2023 og stjórn hestamannafélagsins Fáks, dags. 27. júní 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 og er nú lagt fram að nýju.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  28. Kjalarnes, Hof - (fsp) afmörkun spildu - USK23060175
    Lögð fram uppfærð fyrirspurn Eyglóar Gunnarsdóttur, dags. 27. ágúst 2023, um afmörkun spildu í landi Hofs á Kjalarnesi, nánar til tekið á lóð nr. 19 við Brautarholtsveg, samkvæmt leiðréttu lóðablaði Landmótunar, dags. 1. júní 2023. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd Mannvits, dags. 8. maí 2020, síðast br. 20. desember 2020.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Koparslétta 16A - USK23070155
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 29. ágúst 2023 þar sótt er um leyfi til þess grafa frá suðvesturhlið og reisa þar þrjár vörumóttökur, breyta glugga-og hurðasetningu, fjarlægja milliveggi og fækka rekstrareiningum í eina, koma fyrir vatnsúðakerfi og breyta innra skipulagi, innrétta skrifstofur, starfsmannarými og stoðrými fyrir vörulager í iðnaðarhúsi á lóð nr. 16 við Koparsléttu.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Bæjarháls-Hraunbær - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Hraunbær 143 - USK23080119
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta, dags. 16. ágúst 2023, ásamt bréfi, dags. 16. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bæjarhálsar-Hraunbæjar vegna lóðarinnar nr. 143 við Hraunbæ sem felst í að heimilt verði að sérmerkja fjögur bílastæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  31. Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi - breyting á hverfisskipulagi - Öldusel 17 - Ævintýraborgir við Ölduselsskóla - USK23080222
    Lögð fram umsókn Hornsteina arkitekta, dags. 28. ágúst 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóli. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina byggingarreit á lóð fyrir tímabundnar færanlegar byggingareiningar, hentugar fyrir 10 deilda leikskólastarfsemi, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 26. maí 2023.
    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
    Komi til auglýsingar á breytingu á hverfisskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.

  32. Skógarhlíð 10 - USK23060256
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera breytingar á gististað í fl. lV, með því að stækka anddyri, gera innanhússbreytingar auk þess sem sótt er um að koma fyrir skilti fyrir ofan inngang  húss á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  33. Stekkjarbakki 1 - (fsp) niðurrif húss - USK23080118
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2023, um niðurrif húss á lóð nr. 1 við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:49

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa 31.8.2023 - Prentvæn útgáfa