Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 929

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 929. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Sigríður Maack, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar og Ingvar Jón BatesGíslason. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1.  Leifsgata 24 - (fsp) svalir og aukin lofthæð - USK23070182

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnars Arnarsonar, dags. 19. júlí 2023, ásamt bréfi, dags. 19. júlí 2023, um að setja svalir og hækka lofthæð í ósamþykktri íbúð í risi hússins á lóð nr. 24 við Leifsgötu þannig að hún fáist samþykkt. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 5. júní 2023. Fyrirspurninni  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  2. Hálsahverfi - breyting á deiliskipulagi - Grjótháls 8 - USK23040007

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., dags. 2. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur á suðurmörkum lóðar, utan um geymslu, og verður heimilt að reisa reisa 15 fm spennustöð innan byggingarreitsins, auk þess er nýtingarhlutfall byggingarreits aukið úr 0,15 í 0,5 vegna mögulegrar byggingar á þvottastöð, smurstöð eða dekkjaverkstæði, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 31. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 4. júlí 2023 til og með 15. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  3. Vatnagarðar - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Sægarðar 5 - USK23080095

    Lögð fram fyrirspurn Pure North Recycling, dags. 14. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 5 við Sægarða sem felst í að heimilt verði að reisa tjaldhýsi á lóð og nota sem kalt geymslurými, samkvæmt uppdr. Herchenbach, dags. 6. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Eskihlíð 29 - (fsp) fjölgun bílastæða á lóð - USK23080013

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins Eskihlíðar 29, dags. 1. ágúst 2023, ásamt greinargerð, dags. 1. ágúst 2023, um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 29 við Eskihlíð. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  5. Norðlingaholt - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Elliðabraut 24 - USK23070027

    Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Kristinssonar, dags. 3. júlí 2023 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 24 við Elliðabraut sem felst í að breyta notkun lóðarinnar úr veitinga- og þjónustulóð í fjölbýlishúsalóð, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 3. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Slippa- og Ellingsenreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grandagarður 2 - USK23070181

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn ÞG verktaka ehf., dags. 19. júlí 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 18. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð sem felst í að stækka bílakjallara, minnka salarhæð götuhæðar, nýbygging næst Mýrargötu megi hýsa hótelhebergi á efri hæðum, heimilt verði að tengja nýbyggingar á efri hæðum með glerjuðum tengigangi og að ákvæðum deiliskipulags um atvinnustarfsemi á efri hæðum verði fellt út, en önnur ákvæði deiliskipulags um atvinnustarfsemi á jarðhæð gildi áfram. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Kleppsvegur 148, 150 og 158 - sameining lóða - USK23080082

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram bréf Landupplýsingardeildar, dags. 8. ágúst 2023, um sameiningu lóðanna nr. 148, 140 og 158 við Kleppsveg í eina lóð ásamt því að breyta lóðarmörkum sameinaðrar lóðar í samræmi við breytinga- og mæliblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  8. Kleppsvegur 28 - USK23070066

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN043408 með því að klæða vestur og austurgafl húss með Steni - klæðningu, undirkerfi klæðningar verður úr áli í húsi nr. 26-28 við Kleppsveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Laugarnesvegur 41 - (fsp) stækkun húss - USK23070072

    Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Maríu Jónsdóttur, dags. 6. júlí 2023, ásamt bréfi Grétars Arnar Guðmundssonar arkitekts, dags. 6. júlí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 41 við Laugarnesveg sem felst í að reisa viðbyggingu við norðurhlið, samkvæmt tillögu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Neshamrar 8 - (fsp) stækkun húss - USK23050242

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Gústafs Smára Björnssonar og Kristínar Maríu Grímsdóttur, dags. 22. maí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 8 við Neshamra, samkvæmt uppdr. VSB verkfræðistofu, dags. 22. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Freyjugata 16 - USK23070227

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061489 og innrétta gististað í flokki ll, teg. minna gistiheimili, fyrir 10 gesti í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Gunnarsbraut 51 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK23080084

    Lögð fram fyrirspurn Maksim Akbachev, dags. 14. júlí 2023, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 51 við Gunnarsbraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Lágmúli 6-8 - USK23070224

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir rafrænt ljósaskilti á S-V vegg Lágmúla 6-8. Skiltið er fest á stálburðarvirki sem fester á steyptan útvegg mannvirkisins. Stærð skiltis er 580 x 580 cm. Flettiskilti hefur verið á þessum veggfleti í áraraðir og var upphaflega samþykkt 1991.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Norðlingaholt - framkvæmdaleyfi - USK23060019

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna gerð göngustígs, jarðvegsmana og vinnu við veitulagnir í Norðlingaholti. Einnig var lagt fram teikningasett, dags. í maí 2023, útboðs-og verklýsing, dags. í júní 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Reynis Jónssonar f.h. húsfélagsins Elliðabrautar 4-10, ódags.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra

  15. Snorrabraut 83 - (fsp) breyting á notkun - USK23080130

    Lögð fram fyrirspurn HAG Fasteigna ehf., dags. 17. ágúst 2023, ásamt bréfi Arktika, dags. 16. ágúst 2023, um að breyta notkun vestari bílskúrs á lóð nr. 83 við Snorrabraut í gistirými.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Sævarhöfði 6-10 - framkvæmdaleyfi - USK23080080

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 9. ágúst 2023, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda nýrra gatna og bygginga á Ártúnshöfða sem felst í að uppgrafið mengað jarðvegsefni verði geymt á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða. Einnig er lagt fram Minnisblað Eflu, dags. 31. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  17. Dugguvogur 46 - USK23060257

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 27. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja göngubrú með stiga- og lyftuturnum beggja vegna, úr forsmíðuðum stáleiningum yfir Sæbraut frá mótum Snekkju- og Barðavogar yfir á lóð nr. 46 við Dugguvog. Erindi var grenndarkynnt frá 21. júlí 2023 til og með 21. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  18. Hampiðjureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Þverholt 3 - USK23080117

    Lögð fram fyrirspurn Birkis Ingibjartssonar, dags. 16. ágúst 2023, ásamt greinargerð Arkitekta, dags. 15. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 3 við Þverholt sem felst í að fjölga íbúðum í húsinu út tveimur íbúðum í þrjár.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16 - nýtt deiliskipulagi - SN220212

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. apríl 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í breytingunni sem lögð er til felst uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóðunum ásamt heimild til niðurrifs húsa að Holtsgötu 10 og Brekkustíg 16, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Axels Kaaber, dags. 24. mars 2023. Einnig er lögð fram Fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 214, umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júní 2019 og 25. apríl 2022, og samgöngumati verkfræðistofunnar Eflu, dags. 16. ágúst 2022. Tillagan var auglýst frá 4. júlí 2023 til og með 15. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fríða Jóhanna Ísberg, dags. 4. júlí 2023, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, dags. 7. júlí 2023, Árni Björn Helgason, dags. 10. júlí 2023, Guðjón Björn Haraldsson, dags. 12. júlí 2023, Kári Harðarson, dags. 12. júlí 2023, Bjarnheiður S. Bjarnadóttir, dags. 12. júlí 2023, Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir, dags. 12. júlí 2023, Áslaug Torfadóttir, dags. 12. júlí 2023, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 12. júlí 2023, Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir, dags. 13. júlí 2023, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, dags. 14. júlí 2023, Vilhjálmur Guðlaugsson, dags. 15. júlí 2023, Sigrún Laufey Baldvinsdóttir, dags. 26. júlí 2023, Anna Pratichi Gísladóttir, dags. 28. júlí 2023, Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 28. júlí 2023, Jónína Óskarsdóttir, dags. 29. júlí 2023, Þórunn Júlíusdóttir, dags. 29. júlí 2023, Eyjólfur Már Sigurðsson, dags. 7. ágúst 2023, Hallur Örn Jónsson, dags. 8. ágúst 2023, Una Margrét Jónsdóttir (2 póstar), dags. 8. ágúst 2023, Brynhildur Bergþórsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Jóda Elín V. Margrétardóttir, dags. 11. ágúst 2023, Þórir Hrafnsson, dags. 11. ágúst 2023, Elís Vilberg Árnason, dags. 12. ágúst 2023, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, dags. 12. ágúst 2023, Finnur Egilsson, dags. 12. ágúst 2023, Guðrún Erla Sigurðardóttir, dags. 14. ágúst 2023, Þorgeir J. Andrésson, dags. 14. ágúst 2023, Helgi Þorláksson, dags. 14. ágúst 2023, Gunnþóra Guðmundsdóttir, dags. 14. ágúst 2023, Arngunnur Árnadóttir, dags. 15. ágúst 2023, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Guðríður Lára Þrastardóttir f.h. 28. íbúa við Holtsgötu, Brekkustíg, Bræðraborgarstíg og Framnesveg, dags. 15. ágúst 2023, Þorbjörg Erna Mímisdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Kjartan Steinn Gunnarsson, dags. 15. ágúst 2023, Vala Thorsteinsson og Ingi Garðar Erlendsson, dags. 15. ágúst 2023, Pétur Marteinn U. Tómasson, dags. 15. ágúst 2023, Þorsteinn Geirharðsson, dags. 15. ágúst 2023 og Birgir Þ. Jóhannsson og Astrid Lelarge, dags. 15. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn Veitna, dags. 14. ágúst 2023 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. ágúst 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Tjarnargata 10 - USK23060183

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir á íbúðir 0202, 0302 og 0402, auk þess eru svalir 0501 minnkaðar og svalir á íbúð 0502 eru stækkaðar í húsi nr. 10 við Tjarnargötu.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tjarnargöta 10, 10A, 10B, 10C og 10D og Suðurgötu 7, 13 og 15. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  21. Reitur 1.181.3, Lokastígsreitur 4 - breyting á deiliskipulagi - Njarðargata 61 - USK23070148

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 14. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.3, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta byggingarreit og að byggja þrjár hæðir, kjallara og ris á lóðinni með allt að 8 íbúðum, þar sem núverandi stigahús og geymsluskúr víkur, en nýtt stigahús með lyftu er fellt inn í og kemur í stað núverandi stigahúss, samkvæmt uppdr. Nordic dags. 14. júlí 2023. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023 og 16. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  22. Skipholtsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 22 - USK23080007

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn ALVA Capital ehf., dags. 2. ágúst 2023, ásamt bréfi Vektors - hönnunar og ráðgjafar, dags. 1. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt sem felst í að heimilt verði að bæta tveimur hæðum ofan á núverandi hús, Brautarholtsmegin, og fjórum hæðum ofan á núverandi hús Nóatúnsmegin, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnunar og ráðgjafar, dags. 1. ágúst 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Fylgigögn

  23. Tómasarhagi 27 - USK23020095

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka mæni og bæta við tveimur kvistum á fjöleignahús á lóð nr. 27 við Tómasarhaga.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 20, 22, 24, 25, 26, 28 og 29 og Ægisíðu 52, 54 og 56 . Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  24. Eirhöfði 1 - (fsp) uppbygging, seinni áfangi - USK23070136

    Lögð fram fyrirspurn Sérverks, dags. 13. júlí 2023, þar sem kynnt er uppbygging á seinni áfanga að tveimur á lóð nr. við Eirhöfða. Um er að ræða uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa með 68 íbúðum sem tengjast bílakjallara sem er hluti af fyrri áfanga, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 10. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Flókagata 24 - USK23030234

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgámasett með sex gámum, þar af fimm 5,0 rúmm. og einn 3,0 rúmm. fyrir endurvinnslu á pappa, málmi og plasti, staðsett norðan við Kjarvalsstaði á lóð nr. 24 við Flókagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 4. júní til og með 1. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristín Sigurðardóttir (tveir póstar), dags. 3. júlí 2023, Gísli Gíslason, dags. 31. júlí 2023 og Jón Hálfdanarson, dags. 1. ágúst 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Fálkagötureitur - breyting á deiliskipulagi - Fálkagata 23 - USK23080097

    Lögð fram umsókn Trípólí ehf., dags. 15. ágúst 2023. um breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 23 við Fálagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit, auka byggingarmagn og hækka nýtingarhlutfall, en til stendur að reisa einlyfta viðbyggingu austan við núverandi hús með einhalla þaki og lengja núverandi geymsluskúr til suðurs, sem byggður er upp að vesturgafli Fálkagötu 21, og breyta honum í íbúðarrými, samkvæmt uppdr. Trípólí Arkitekta, dags. 9. ágúst 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  27. Grafarholt, svæði 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK23080020

    Lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta, dags. 3. ágúst 2023, ásamt bréfi, dags. 3. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 1, norður hluta, vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjustétt sem felst í að heimilt verði að svalir nái 1.65 m út fyrir byggingarreit í stað 1.0 m  og fjölga íbúðum um eina þannig að hámarksfjöldi íbúða verði 18 í stað 17.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  28. Kjalarnes - Hólaland - breyting á deiliskipulagi - USK23030388

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólalands á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að refahúsin á lóðinni verða rifin og gerður er nýr byggingarreitur lóð sem mun rúma þrjú færanleg hús, samkvæmt uppdr, Ask arkitekta, dags. 29. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 4. júlí 2023 til og með 15. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  29. Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur og Fjárborg - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK23040070

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal og Fjárborg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt er við a lið í kafla 3.1.5 um Rúlluplan um að heimilt verði að losa uppgröft vegna framkvæmda við nýjar lóðir innan deiliskipulagsmarka í rúlluplön, samkvæmt tillögu Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023. Tillagan var auglýst frá 16. júní 2023 til og með 28. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson, dags. 27. júlí 2023.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  30. Reynisvatnsás - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Haukdælabraut 124-126 - USK23060123

    Lögð fram fyrirspurn Halldóru Kröyer, dags. 9. júní 2023, ásamt greinargerð/breytingartillögu, dags. 9. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar  nr. 124-126 við Haukdælabrautsem felst í stækkun lóðarinnar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Víðidalur - D-Tröð 4 - (fsp) stækkun húss - USK23070166

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Kjötmarkaðarins ehf., dags. 18. júlí 202, ásamt bréfi Arktika, dags. 7. júlí 2023, um stækkun hesthúsins nr. 4 við D-Tröð þannig að suðvesturgafl hússins nái að lóðamörkum. Fyrirspurninni  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023. Samræmist ekki deiliskipulagi.

    Fylgigögn

  32. Árbær, hverfi 7.1 Ártúnsholt - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - Hraunbær 143 - USK23080119

    Lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta, dags. 16. ágúst 2023, ásamt bréfi, dags. 16. ágúst 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hverfis 7.1 Ártúnsholts, vegna lóðarinnar nr. 143 við Hraunbæ sem felst í að heimilt verði að sérmerkja fjögur bílastæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  33. Kóngsbakki 2-16 - USK23070123

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að klæða austurhlið og vesturgafl með 2 mm sléttri álklæðningu á húsi nr. 2-16 við Kóngsbakka.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  34. Stekkjarbakki 1 - (fsp) niðurrif húss - USK23080118

    Lögð fram fyrirspurn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2023, um niðurrif húss á lóð nr. 1 við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Álfabakki 2A - USK23080010

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, tveggja hæða að hluta, klætt steinullarsamlokueiningum og málmklæddu yfirborði á lóð nr. 2 við Álfabakka.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Drafnarstígur 3 - USK23070161

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633, stækka kjallara og gera bíslag á húsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Leirulækur 2 - USK23070163

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjaskóla með sléttri álklæðningu á lóð nr. 2 við Leirulæk.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  38. Skógarhlíð 10 - USK23060256

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera breytingar á gististað í fl. lV, með því að stækka anddyri, gera innanhússbreytingar auk þess sem sótt er um að koma fyrir skilti fyrir ofan inngang  húss á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Sólvallagata 14 - USK23050255

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggia vaktskýli, mhl.03, fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  40. Vesturgata 35A - USK23030081

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35A, mhl.02 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  41. Vesturgata 35B - USK23030080

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð, gera kvist og svalir á einbýlishús nr. 35B, mhl.01 á lóðinni Vesturgata 35A og 35B.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  42. Ægisgata 4 - USK23070190

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðum í gistihús í flokki ll í húsi nr. 4. við Ægisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  43. Stekkjarbrekkur-Hallsvegur - (fsp) breyting á -deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK23070113

    Lögð fram fyrirspurn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðar á lóð sem felst í að fyrirkomulagi byggingarreitar er breytt, bætt er við bygginareit fyrir afgreiðslu auk þess sem byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 6. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 09:15

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 24.8.2023