Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 928. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Skipasund 1 - (fsp) stækkun lóðar o.fl. - USK23070212
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Valdimarssonar, dags. 24. júlí 2023, ásamt bréfi Inga Gunnars Þórðarsonar f.h. Byggvir ehf., dags. 24. júlí 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Skipasund meðfram Kleppsvegi um ca. 4,5 m ásamt því að heimilt verði að vera með innkeyrslu/kerrustæði frá Kleppsvegi, samkvæmt uppdr. Byggvir ehf. dags. 20. júlí 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Félagsbústaða, dags. 4. júlí 2023, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við stækkun lóðar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 14 - USK23060006
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að endurbyggja núverandi gervigrasvöll, sem er vestan Arnarhlíðar og Snorrabrautaráss, og um leið snúa honum, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 21. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Reykjavíkurflugvöllur (fsp) mastur - USK23070192
Lögð fram fyrirspurn Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 18. júlí 2023, ásamt bréfi, dags. 13. júlí 2023, um að setja upp 30 m hátt myndavélamastur fyrir fjarturn á Reykjavíkurflugvelli.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reykjavíkurvegur 33 - (fsp) stoðveggur - USK23080044
Lögð fram fyrirspurn Ásrúnar Vilbergsdóttur, dags. 9. ágúst 2023, um að reisa stoðvegg norðan megin við húsið á lóð nr. 33 við Reykjavíkurveg upp við lóðarmörk borgarinnar, samkvæmt tillögu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Grímshagi 2 - USK23060313
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa tvo nýja kvisti á þak húss nr. 2 við Grímshaga. Umsögn Minjastofnunar dags. 12.apríl 2023 fylgir umsókn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grímshaga 1, 3 og 4 og Fálkagötu 1, 3 og 5. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, 8.1. gr.
-
Laugavegur 176 - USK23030048
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags 4. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til niðurrifs á matshlutum nr. 03 og 04, hús á lóð nr. 176 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við niðurrif á byggingarhluta 03 og 04.
-
Grjótháls 1-3 - (fsp) sorp- og hjólaskýli - USK23070047
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 4. júlí 2023 ásamt bréfi, dags. 29. júní 2023, um að setja upp tvö sorpskýli á lóð nr. 1-3 við Grjótháls. Annars vegar sorpskýli og skjólvegg austan megin á bílaplani og hins vegar sorp- og hjólaskýli norðvestan megin á bílaplani fyrstu hæðar, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta, dags. 29. júní 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langavatnsvegur 9 - uppskipting lóðar - USK23060252
Lögð fram umsókn Snæbjörns Pálssonar, dags. 18. júní 2023, ásamt bréfi, dags. 1. apríl 2023, um skiptingu lóðarinnar nr. 9 við Langavatnsveg í tvær lóðir. Einnig er lagður fram landaskiptasamningur, dags. 27. apríl 1971.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Breiðholt, hverfi 6.3 Efra-Breiðholt - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - Krummahólar 8 - USK23070114
Lögð fram fyrirspurn Krummahóla 8, húsfélags, dags. 11. júlí 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra-Breiðholts vegna lóðarinnar nr. 8 við Krummahóla sem felst í að setja upp 12 bogaskýli, samkvæmt loftmynd, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2023.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2023.
Fylgigögn
-
Breiðholt III, Fell - breyting á deiliskipulagi - Eddufell 2-8 - USK23060177
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell . Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun byggingarreits fyrir djúpgáma á lóð, samkvæmt uppdr. KRark dags. 7. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti umsækjanda, dags. 10. ágúst 2023, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsókn dregin til baka sbr. tölvupóst umsækjanda, dags. 10. ágúst 2023.
-
Norðurfell 7 - USK23070062
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera tröppur niður í lagna/geymslukjallara og hurð inn í kjallarann í húsi nr. 7 við Norðufell. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2023.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2023.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund - breyting á deiliskipulagi - Grundarhverfi - SN220294
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. ágúst 2023, þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem umsögn Minjastofnunar vantar varðandi niðurrif húsa og fornminjar á svæðinu. Auk þess þarf að gera betur grein fyrir þeim húsum sem fyrirhugað er á rífa í deiliskipulagsgögnum.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 15:02
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15.8.2023 - Prentvæn útgáfa