Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 925

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 27. júlí kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 925. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Sigríður Maack, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Katrín Eir Kjartansdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Efstasund 76 - USK23050319

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga og setja tvöfalda hurð í kjallaraíbúð á vesturhlið húss nr. 76 við Efstasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Njálsgötureitur, reitur 1.190.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Njálsgata 42 - USK23070185

    Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Stefánsdóttur, dags. 20. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.2, vegna lóðarinnar nr. 42 við Njálsgötu sem felst í að stækka húsið til suðausturs upp að lóðarmörkum, samkvæmt skissu, dags. 29. júní 2023. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Slippa- og Ellingsenreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grandagarður 2 - USK23070181

    Lögð fram fyrirspurn ÞG verktaka ehf., dags. 19. júlí 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 18. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð sem felst í að stækka bílakjallara, minnka salarhæð götuhæðar, nýbygging næst Mýrargötu megi hýsa hótelhebergi á efri hæðum, heimilt verði að tengja nýbyggingar á efri hæðum með glerjuðum tengigangi og að ákvæðum deiliskipulags um atvinnustarfsemi á efri hæðum verði fellt út, en önnur ákvæði deiliskipulags um atvinnustarfsemi á jarðhæð gildi áfram.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Efstaleiti - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Efstaleiti 1 - USK23070004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Ríkisútvarpsins ohf., dags. 29. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Efstaleitis vegna lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti sem felst í að fjarlægja tröppur á horni Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta dags. 27. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Fylgigögn

  5. Hamarshöfði 6 - umsagnarbeiðni - USK23070206

    Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21. júlí 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um skráningarskyldan atvinnurekstur fyrir Bifreiða og vélaverkstæði að Hamarshöfða 6. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Snorrabraut 83 - (fsp) breytt notkun - USK23070049

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn HAG fasteigna ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi Arktika dags. 29. júní 2023, um að breyta notkun á eystri hluta bílageymslu á lóð nr. 83 við Snorrabraut í gistirými. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Fylgigögn

  7. Drafnarfell 2-4 - (fsp) notkun húss og stækkun - USK23070073

    Lögð fram fyrirspurn Erlu Sólveigar Einarsdóttur, dags. 5. júlí 2023, ásamt minnisblaði Mannvits, dags. 22. júní 2023, um stækkun leikskólans Vinaminnis að Asparfelli 10 sem felst í opnun leikskóladeilda að Drafnarfelli 2-4. Fyrirhugað er að opna tvær deildir þar sem reiknað er með 30-40 leikskólabörnum og starfsfólki. Gera þarf minniháttar breytingar á vesturhlið hússins sem miðar að því að bæta við nýjum aðalinngangi og tryggja aðgengi út á mögulegt nýtt leiksvæði utan við bygginguna, samkvæmt uppdráttum Mannvits, dags. 7. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Gufunesvegur 4 - (fsp) fjarskiptastaur - USK23070056

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar, dags. 5. júlí 2023, um að reisa staur fyrir farsímaþjónustu á lóð nr. 4 við Gufunesveg, samkvæmt tillögu Íslandsturna, dags. 5. júlí 2023. Einnig er lögð fram ljósmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Hólsvegur 11 - (fsp) bílastæði - USK23070007

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Rósu Ingólfsdóttur, dags. 1. júlí 2023, um breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni nr. 11 við Hólsveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Kleppsvegur 46-50 - (fsp) djúpgámar - USK23070110

    Lögð fram fyrirspurn Kleppsvegar 46-50, húsfélags, dags. 10. júlí 2023, ásamt bréfi, ódags., um að setja niður djúpgáma fyrir lóð nr. 46-50 við Kleppsveg í borgarlandi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Spöngin - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Spöngin 9 - USK23070045

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Reita verslunar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar vegna lóðarinnar nr. 9 við Spöngina sem felst í að reisa létt óupphitað skýli yfir vörumóttöku við vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 22. júní 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.. USK23070045

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Básendi 9 - (fsp) endurbygging og stækkun bílskúrs - USK23060303

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Birnu Mjallar Helgudóttur, dags. 23. júní 2023, um endurbyggingu og stækkun bílskúrs á lóð nr. 9 við Básenda, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Skipasund 77 - USK23030228

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu úr timbri á steyptum sökkli, mhl.02, í norðvestur horni lóðar nr. 77 við Skipasund. Erindi var grenndarkynnt frá 23. júní 2023 til og með 21. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  14. Teigahverfi - breyting á deiliskipulagi - Hraunteigur 30 - USK22122878

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir vinnustofu, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. apríl 2023 til og með 31. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - Fasteignafélag, dags. 22. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi, dags. 29. júní 2023 og bréfi frá embætti skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, þar sem gefinn var auka frestur til að koma með athugasemdir til 25. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir vegna viðbótargagna: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - fasteignafélag, dags. 17. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Ármúli-Hallarmúli - (fsp) tillaga að uppbyggingu - USK23030222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Arkþing-Nordic ehf., dags. 16. mars 2023, um uppbyggingu á reit Ármúla-Hallarmúa, samkvæmt tillögu Nordic, dags. 21. október 2022, Einnig er lögð fram dagsbirtugreining, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Bjarnarstígur 9 - USK23050253

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa  frá 4. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð og í risi á húsi á lóð nr. 9 við Bjarnarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn.

  17. Básendi 12 - (fsp) bílskúr, breyting á notkun - USK23070118

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Sveins Þorsteinssonar, dags. 12. júlí 2023, um annars vegar að hafa gluggafront eða rennihurð í stað bílskúrshurðar til að nýta bílskúrinn sem vinnustofu og hins vegar um að breyta bílskúrnum í litla íbúð. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Mannvirkjameistarans, dags. 5. október 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Fannafold 159 - (fsp) innkeyrsla og bílastæði - USK23070003

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Halldóru Þuríðar Halldórsdóttur, dags. 30. júní 2023, um að gera innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 159 við Fannafold, samkvæmt skissu á loftmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Fylgigögn

  19. Fiskislóð 24 - USK23050278

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breytingum á gluggum, hækkun einnar innkeyrsluhurðar, fjölgun inngangshurða, fjölgun glugga, færsla og breyting á stiga innanhúss upp á millipall, breyting á innra skipulagi millipalls og 1. hæðar, jafnframt er sótt um leyfi til breytinga á innra skipulagi  í rými 0101 og 0102, matshluta 01 í húsi nr. 24 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  20. Grensásvegur 48 - USK23050251

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta þrjár íbúðir á 2. hæð í húsi nr. 48 við Grensásveg.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  21. Hamrahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Gerðhamrar 40 - USK23030241

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Reynis Guðmundssonar, dags. 18. mars 2023, ásamt greinargerð, dags. 17. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis, vegna lóðarinnar nr. 40 við Gerðhamra sem felst í stækkun lóðarinnar til vesturs. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

     

    Fylgigögn

  22. Norðlingabraut 6 - USK23020209

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta verkstæðisbyggingu á einni hæð fyrir réttinga og bílasprautun, byggingin er skipt upp í tvo hluta, verkstæði og skrifstofu ásamt stoðrýmum, hús á lóð nr. 6 við Norðlingabraut. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Kristmundar Árnasonar, dags. 4. maí 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa, bréfi Sveins Ívarssonar arkitekts og Kristmundar Árnasonar, dags. 25. apríl 2023 og uppdrættir Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 1. febrúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Reitur 1.181.3, Lokastígsreitur 4 - breyting á deiliskipulagi - Njarðargata 61 - USK23070148

    Lögð fram umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 14. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.3, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta byggingarreit og að byggja þrjár hæðir, kjallara og ris á lóðinni með allt að 8 íbúðum, þar sem núverandi stigahús og geymsluskúr víkur, en nýtt stigahús með lyftu er fellt inn í og kemur í stað núverandi stigahúss, samkvæmt uppdr. Nordic dags. 14. júlí 2023. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 24. apríl 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  24. Skeifan 7 og 9 - (fsp) uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis - USK23050227

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Helgu Bragadóttur, dags. 17. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 16. maí 2023, um uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðunum nr. 7 og 9 við Skeifuna, samkvæmt tillögu TP Bennett, dags. í maí 2023. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits, dags. 16. nóvember 2023, varðandi skoðun og sýnatöku í húsinu að Skeifunni 7 og minnisblað Mannvits, dags. 7. mats 2023, varðandi sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar hússins að skeifunni 7. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Sogavegur 3 - (fsp) stækkun lóðar - USK23070210

    Lögð fram fyrirspurn Djúpadals ehf., dags. 21. júlí 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 3 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. K.J. ARK slf., dags. 20. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Teigagerðisreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bakkagerði 11 - USK23050001

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Birkis Arnar Arnarsonar, dags. 24. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 11 við Bakkagerði sem felst í að hækka risi hússins og bæta við kvistum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Vesturbrún 2 - (fsp) bílskúr - SN210408

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn VSÓ Ráðgjafar ehf., dags. 31. maí 2021 ásamt greinargerð um að setja bílskúr á sunnanverða lóðina nr. 2 við Vesturbrún. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. júlí 2021. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Guðmundar Stefáns Jónssonar, dags. 14. maí 2023 og uppdráttum Grímu arkitekta, dags. 18. janúar 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Vogabyggð svæði 3 - nýtt deiliskipulag - SN220729

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 25. júlí 2023, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis og/ eða forms deiliskipulagsins vegna eftirfarandi atriða: Afla þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands um tillöguna, afla þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits þar sem um er að ræða heimildir fyrir starfsleyfisskylda starfsemi innan um íbúðarbyggð og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum deiliskipulagsbreytingarinnar. Einnig bendir stofnunin á nokkur atriði varðandi framsetningu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  29. Hlaðhamrar 52 - breyting á deiliskipulagi - USK23050004

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 52 við Hlaðhamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er byggingarreitur á lóð undir leikskóla, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Urban Arkitekta, dags. 25. maí 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. júní 2023 til og með 21. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Hilmars Teitssonar og Ingibjargar Þóru, dags. 23. júní 2023, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  30. Snorrabraut 29 - USK23040092

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 2. hæð, færa svalir, og færa geymslur frá íbúðum niður í kjallara, auk þess að fella fjórðu hæðina út af umsókninni í húsi nr. 27-29 við Snorrabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Breiðholt III, Fell - breyting á deiliskipulagi - Eddufell 2-8 - USK23060177

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell . Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun byggingarreits fyrir djúpgáma á lóð, samkvæmt uppdr. KRark dags. 7. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  32. Drápuhlíð 2 - USK23030174

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að staðsetja tvö bílastæði og tvöfalda rafhleðslustöð við norðurhlið lóðar íbúðarhúss á lóð nr. 2 við Drápuhlíð.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  33. Seiðakvísl 39 - USK23030199

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun, þ.e. byggja glerskála með léttu þaki við hús og viðbyggingu áfasta bílgeymslu húss á lóð nr. 39 við Seiðakvísl.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  34. Rofabær 47 - USK23050220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og setja létt svalahandrið í stað steyptra á húsum nr. 43, 45 og 47 sem eru mhl. 01,02 og 03, á lóð nr. 47 við Rofabæ. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi stjórnar húsfélags í Rofabæ 43-47, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 12:25

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023