Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 924

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, föstudaginn 21. júlí 2023 kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 924. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Borgartún 1 - (fsp) uppbygging hótels - USK23060007

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn BE eigna ehf., dags. 31. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Borgartún sem felst í uppbyggingu hótels á lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 30. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Bryggjuhverfi, svæði 4 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Gjúkabryggja 8 - USK23060103

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn FA40 ehf., dags. 8. júní 2023, ásamt greinargerð M11-Arkitekta dags. 8. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, svæði 4 vegna lóðarinnar nr. 8 við Gjúkabryggju sem felst í heildarfjölda bílastæða á lóð og að falla frá byggingu fyrirhugaðs bílakjallara.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Fylgigögn

  3. Gjúkabryggja 10 - (fsp) fyrirkomulag íbúða - USK23050305

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Sedrus ehf., dags. 26. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 25. maí 2023, um fyrirkomulag íbúða að Gjúkabryggju 10, samkvæmt uppdr. Archus arkitekta, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Norðlingabraut 10 - (fsp) lækka gólf bílageymslu - USK23040144

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Ferundar ehf., dags. 18. apríl 2023, ásamt bréfi, ódags., um að lækka gólf bílageymslu á lóð nr. 10 við Norðlingabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Gefjunarbrunnur 16 - (fsp) breyting á notkun - USK23050084

    Lögð fram fyrirspurn Páls Sigurðssonar, dags. 7. maí 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 16 við Gerarbrunn úr íbúðarhúsi í gististað í flokki II.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Haðarstígur 12 - USK23040232

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á báðum hliðum, lækka gólf í kjallara, grafa frá húsi og innrétta íbúð í kjallara parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Haðarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Haðarstígur 14 - USK23040233

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á báðum hliðum, lækka gólf í kjallara, grafa frá húsi og innrétta íbúð í kjallara parhúss nr. 14 á lóð nr. 12-14 við Haðarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Ásvallagata 22 - (fsp) breyting á þaki - SN210287

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Einars Kristjánssonar, dags. 14. apríl 2021, um breytingu á þakformi hússins á lóð nr. 22 við Ásvallagötu þannig að risið nýtist sem íbúðarrými til viðbótar hæðinni fyrir neðan. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 24. apríl 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Bústaðavegur 67 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050115

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Viktors Emils Óskarssonar, dags. 9. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 67 við Bústaðaveg sem felst í að setja svalir á húsið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Erindið er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags en þar sem um minniháttar frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varði landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010, er lagt til að veita undanþágu frá breytingu á deiliskipulagi.

  10. Drafnarstígur 9 - (fsp) uppbygging - SN220571

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta, dags. 15. september 2022, um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags 15. september 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Trípólí arkitekta, dags. 13. júlí 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. júlí 2023.

    Fylgigögn

  11. Efstasund 76 - USK23050319

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júlí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga og setja tvöfalda hurð í kjallaraíbúð á vesturhlið húss nr. 76 við Efstasund.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Rauðarárst 31-Þverh18 - (Þverholt 18) - breyta í íbúðir - BN059059

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta 05 og 06 í mhl.05, hækka útveggi og þak og innrétta 33 nýjar íbúðir með aðkomu frá Þverholti, með geymslum og 6 vinnustofum á jarðhæð í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði (mhl.06) og reisa hjólaskýli, mhl.06, við Þverholt 18 á lóðinni Rauðarárstígur 31- Þverholt 18. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu mótt. 16. febrúar 2022 þar sem lóðinni er skipt upp og íbúðum fjölgað um eina, úr 25 í 26. Einnig er lagður fram netpóstur, dags. 16. febrúar 2022, þar sem greint er frá samvinnu eigenda um lóðarskiptinguna.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Rauðarárstíg 27-29, 31 og 33 og Þverholti 14, 15, 17, 20, 20A, 22, 24 og 26. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  13. Sundahöfn - Sundagarðar 10 - breyting á deiliskipulagi - USK23010160

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Brimgarða ehf., dags. 12. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar vegna lóðarinnar nr. 10 við Sundagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til norðurs ásamt bílastæðum norðarlega á lóðinni, breyting á gólfkóta 1. hæðar og hækkun á heildarbyggingarmagni og nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 27. mars 2023. Erindið var grenndarkynnt frá 16. júní til og með 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  14. Dyngjuvegur 18 - vbnr.20323 - USK23070083

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023 þar sem sótt er um að reisa bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  15. Álfheimar 74 - (fsp) skilti - USK23040192

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Axels Kaaber, dags. 24. apríl 2023, um að setja upp skilti á lóð nr. 74 við Álfheima við Suðurlandsbraut, samkvæmt tillögu Axels Kaaber og Birkis Ingibjartssonar, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Hringbraut 119 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK23060237

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Odds Grétarssonar f.h. 1x ehf., um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut. Fyrirspurninni var vísað  til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Hrísrimi 23-25 - breyting á deiliskipulagi - USK23030162

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags. 10. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Rimahverfis A-F vegna lóðarinnar nr. 23-25 við Hrísrima. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa ytri byggingarreit til suðurs um 0,5 m og að útbygging verði 36 fm og nái út að ytri byggingarreit, samkvæmt uppdr. Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags 10. mars 2023. Erindið var grenndarkynnt frá 15. júní 2023 til og með 13. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  18. Listabraut 3 - (fsp) stafræn skilti - USK23050290

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Leikfélags Reykjavíkur ses., dags. 25. maí 2023, um að setja stafræn skilti í stað auglýsingaskiltis á útvegg hússins á lóð nr. 3 við Listabraut.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  19. Þorragata 1 - (fsp) afmörkun leikvallar - USK23070139

    Lögð fram fyrirspurn Sælukots dagvistunarfélags, dags. 14. júlí 2023, um afmörkun leikvallar fyrir leikskólann Sælukots (Þorragata 1) á borgarlandi sem nýtist leikskólanum á opnunartíma en almenningi utan hans, samkvæmt tillögu K.J. ARK slf., dags. 13. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Ægisgarður 7 - umsagnarbeiðni - USK23070102

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. júlí 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Stálsmiðjunnar-Framtak ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir starfsemi fyrirtækisins á lóð nr. 7 við Ægisgarð. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin samræmist skipulagi og gildistíma starfsleyfis. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Básendi 12 - (fsp) bílskúr, breyting á notkun - USK23070118

    Lögð fram fyrirspurn Sveins Þorsteinssonar, dags. 12. júlí 2023, um annars vegar að hafa gluggafront eða rennihurð í stað bílskúrshurðar til að nýta bílskúrinn sem vinnustofu og hins vegar um að breyta bílskúrnum í litla íbúð. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Mannvirkjameistarans, dags. 5. október 2019.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Brúnavegur 12 - USK23040004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir og koma fyrir heitum potti á svalir við íbúð 01-0201, koma fyrir heitum potti á verönd íbúðar 01-0101 og gera hurð frá gangi inn í bílgeymslu, rými 02-0102 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Brúnaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  23. Fannafold 159 - (fsp) innkeyrsla og bílastæði - USK23070003

    Lögð fram fyrirspurn Halldóru Þuríðar Halldórsdóttur, dags. 30. júní 2023, um að gera innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 159 við Fannafold, samkvæmt skissu á loftmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  24. Grensásvegur 24 - USK23030024

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um breytingu á þegar samþykktri viðbyggingu við núv. hús. Breytingin felst í hækkun og stækkun viðbyggingar. Breytingin hefur áhrif á 2. og 3. hæð hússins. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2023 til og með 12. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  25. Háteigsvegur 35 - (fsp) uppbygging fjölbýlishúss - SN220724

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn T. ark Arkitekta ehf., Vaxtarhúss ehf. og Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 8. nóvember 2022, um uppbyggingu 2. til 4. hæða fjölbýlishúss með 60 íbúðum á lóð nr. 35 við Háteigsveg, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta dags. 8. nóvember 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum T.ark arkitekta, dags. 4. maí 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Hjallavegur 30 - breyting á deiliskipulagi - USK23030385

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júní 2023 til og með 18. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gerður Ólína Steinþórsdóttir, dags. 17. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Safamýri/Háaleitisbraut - uppbygging - USK23020042

    Lögð fram frumdrög A2f arkitekta og Grímu arkitekta, afstöðumynd og 3D myndir, dags. 19. maí 2022, grunnmyndir og snið, dags. 18. janúar 2023 og 3D yfirlitsmyndir, ódags. er varða byggingu 3. til 4. hæða fjölbýlishúsa með 40 íbúðum á lóð nr. 58-60 við Safamýri. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Sjafnargata 10 - USK23030202

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt erum leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerð hefur verið geymsla fyrir íbúð 0201 í þakrými og skorsteinn hefur verið fjarlægður, einnig er sótt um leyfi til þess endurgera og stækka svalir íbúðar 0201, byggja nýjar steinsteyptar svalir, útigeymslu og tröppur niður á verönd í séreign íbúðar 0101 við austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 10 við Sjafnargötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 13. mars 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 20. júní 2023 til og með 18. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  29. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Lindargata 14 - SN220704

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fjórir eigendur og leigjendur að Klapparstíg 14, dags. 14. maí 2023, Guðni Pálsson, dags. 15. maí 2023, Ólafur Th. Ólafsson og Birna Eggertsdóttir, dags. 16. maí 2023, Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir f.h. Silfurbergs ehf. og Berg Contemporary ehf. og Kristinn Pálmarsson f.h. K16 ehf., dags. 15. maí 2023 og danska sendiráðið, dags. 15. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  30. Suður Mjódd - breyting á deiliskipulagi - Árskógar 5-7 - USK23040094

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram umsókn Búseta hsf., dags. 13. apríl 2023, ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 23. mars 20223, um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegnar lóðarinnar nr. 5-7 við Árskóga. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimila svalalokanir og leiðrétta stærð á kjallara, samkvæmt tillögu A2F arkitekta ehf/Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 23. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi, skv. 8.2. gr. og 12 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  31. Urðarstígsreitur - breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 51 - USK23030161

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Flóru Vuong Nu Dong, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi bréf Sei, dags. 10 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 51 við Bergstaðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á rishæð hússins auk gerð nýrra kvista á sitt hvorri hliðinni, samkvæmt uppdr. Sei, dags. 10 mars 2023. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 9. janúar 2023 og bréf Minjastofnunar, dags. 23. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júní 2023 til og með 18. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þórir Jónsson, dags. 18. júlí 2023 og Sveinn Viðar Guðmundsson, Marie-Helene Communay-Gudmundsson og Agathe Agnes Gudmundsson-Communay, dags. 18. júlí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 11:40

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023