Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 923

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 13. júlí kl. 9:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 923. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.

Fundinn sátu: Björn Axelsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Britta Magdalena Ágústsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Laugarásvegur 52 - (fsp) stækkun húss - SN220251

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Gríms V. Magnússonar dags. 26. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 26. apríl 2022 um stækkun hússins á lóð nr. 52 við Laugarásveg, samkvæmt uppdr. Gríms V. Magnússonar (3. stk.) dags. 26. apríl 2022. Einnig var lagt fram útlit síðustu aðaluppdrátta með fyrirhuguðum breytingum og ljósmyndir af núverandi aðstæðum og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2022. Fyrirspurnin er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Gríms V. Magnússonar, dags. 23. janúar 2023, tillögu að stækkun, dags. 8. september 2022, skissu á byggingarnefndarteikningu, sem sýnir fyrirhugaðar breytingar, stærðartöflu, ódags., og ljósmyndum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Fylgigögn

  2. Reitur 1.171.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 2 - USK23070005

    Lögð fram fyrirspurn Basalt ehf. dags. 30. júní 2023 og bréf Kurtogpí, dags. 30. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bergstaðastræti sem felst í að stækka fyrirhugaða viðbyggingu aftan við húsið og að byggja upp að lóðarmörkum nr. 4 við Bergstaðastræti og að lóðarmörkum nr. 10 við Laugaveg, ásamt því að auka heildarbyggingarmagn, samkvæmt uppdr. Kurtogpí, dags. 20. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - breyting á deiliskipulagi - Langholtsvegur 47 - USK23040051

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram umsókn Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 47 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að setja tímabundið niður tvo skrifstofugáma á lóð. Fyrirspurninni var vísað  til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 49 og  Efstasundi 42, 44 og 46. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  4. Vagnhöfði 7 - (fsp) stækkun lóðar - USK23070042

    Lögð fram fyrirspurn V66 ehf., dags. 4. júlí 2023, um að stækka lóðina nr. 7 við Vagnhöfða út í borgarlandið, samkvæmt tillögu Arkís dags. 15. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Bústaðavegur 67 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050115

    Lögð fram fyrirspurn Viktors Emils Óskarssonar, dags. 9. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 67 við Bústaðaveg sem felst í að setja svalir á húsið.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Kvisthagi 1 - (fsp) stækkun lóðar, svalir, bílastæði o.fl. - USK23050153

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Mörtu Guðrúnar Blöndal, dags. 11. maí 2023, um að setja garðvegg við lóðarmörk lóðarinnar nr. 1 við Kvisthaga, setja 20 fm garðskúr við suðurenda lóðar, loka núverandi svölum á 1. hæð hússins og koma þar fyrir svölum og tröppum niður í garð, setja svalir á kvist hússins ásamt því að stækka lóðina á norðausturhorni og koma fyrir bílastæði með aðgangi að hleðslustöð við hús, samkvæmt uppdr. dags. 10. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Nýr landspítali við Hringbraut - Njólagata/Burknagata - breyting á deiliskipulagi - USK23060274

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júlí 2023 var lögð fram umsókn Kanon arkitekta f.h. NLSH ohf., mótt. 20. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar, færslu vegna lóðarinnar Njólagata/Burknagata. Í breytingunni sem lögð er til felst að loka Njólagötu við Burknagötu og koma þar fyrir akstursaðkomu á aðkomusvæði að blóðsýnaafhendingu ofan á aðkomustalli. Einnig lögð fram skýrsla Mannvits dags. mars 2021 og minnisblað SPITAL dags. 6. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  8. Nýr Landspítali við Hringbraut, Randbyggð - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23060176

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Íslenskra Fasteigna ehf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut, sem felst í breytingum á skilmálum og útfærslum bygginga nr. 32, 33 og 34 sem nefnast Randbyggð. samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 26. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað  til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  9. Ofanleiti 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi - Ofanleiti 1 - SN220781

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. og Ofanleiti 1 ehf., dags. 6. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við tveimur byggingarreitum á lóð vegna hjólaskýlis og djúpgáma og fækka bílastæðum, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 25. nóvember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir og Gylfi Hammer Gylfason, dags. 20. apríl 2023 og  Sigmundur Grétarsson, dags. 23. apríl 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 4. apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  10. Spöngin - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Spöngin 9 - USK23070045

    Lögð fram fyrirspurn Reita verslunar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar vegna lóðarinnar nr. 9 við Spöngina sem felst í að reisa létt óupphitað skýli yfir vörumóttöku við vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 22. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Aðalstræti 9 - (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins - USK23050313

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Aðaleignar ehf., dags. 30. maí 2023, um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofum í íbúðir, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., dags. 13. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Fylgigögn

  12. Dugguvogur 10 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23060069

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 5. júní 2023 þar sem óskað eftir umsögn vegna umsóknar Konráðs Arnar Skúlasonar f.h. Birkimels ehf. um að reka ökutækjaleigu að Dugguvogi 10. Sótt er um tvö ökutæki til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  13. Efstaleiti - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Efstaleiti 1 - USK23070004

    Lögð fram fyrirspurn Ríkisútvarpsins ohf., dags. 29. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Efstaleitis vegna lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti sem felst í að fjarlægja tröppur á horni Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta dags. 27. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Hverfisgata 46 - USK23050207

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina í eina eign, breyta notkun og innrétta gistiheimili í flokki lV tegund farfuglaheimili fyrir alls 190 gesti í lokrekkjueiningum,  ásamt veitingastað í flokki ll tegund c, einnig verður útliti breytt lítillega og klætt málmklæðningu húsið við Hverfisgötu 46, mhl.05, á lóð nr. 29 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Laugavegur 72 - (fsp) uppbygging - USK23050175

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðfinnu Svavarsdóttur, dags. 12. maí 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 72 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar og Gunnars Páls Kristinssonar arkitekta, dags. 1. júlí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Rauðarárstígur 27 - USK23030371

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun atvinnuhúsnæðis á 2. - 4. hæð, fjölga fasteignum og innrétta íbúðir, sex íbúðir á hverri hæð, alls 18 íbúðir, ásamt hjóla- og vagnaskýli á lóð til austurs við hús á lóð nr. 27 við Rauðarárstíg. Stærð eftir breytingu: 2.166,5 ferm., 6.558,5 rúmm. Erindi fylgir afrit umsagnar skipulagsfulltrúa um erindi SN210609 dags. 4. nóvember 2021, greinargerð brunahönnuðar dags. 28. mars 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023. Gjald kr. 14.000. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Skildinganes 50 - framkvæmdaleyfi - USK23060099

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram umsókn Meistaralagna ehf., dags. 8. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á lögn við lóð nr. 50 við Skildinganes. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir og loftmynd. Erindinu var vísað  til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  18. Snorrabraut 83 - (fsp) breytt notkun - USK23070049

    Lögð fram fyrirspurn HAG fasteigna ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi Arktika dags. 29. júní 2023, um að breyta notkun á eystri hluta bílageymslu á lóð nr. 83 við Snorrabraut í gistirými.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Teigahverfi - breyting á deiliskipulagi - Hraunteigur 30 - USK22122878

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir vinnustofu, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. apríl 2023 til og með 31. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - Fasteignafélag, dags. 22. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi, dags. 29. júní 2023 og bréfi frá embætti skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023.

    Lagt fram.

  20. Vesturhöfn (Örfirisey) - (fsk) breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 27 - USK23070091

    Lögð fram fyrirspurn Reir ehf., dags. 5. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð sem felst í að reisa hótel, samkvæmt tillögu Nordic dags. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Ægisgarður 7 - beiðni um umsögn - USK23070102

    Lögð fram beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. júlí 2023, um umsögn um hvort umsókn Stálsmiðjunnar-Framtak ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir starfsemi fyrirtækisins á lóð nr. 7 við Ægisgarð samræmist skipulagi og gildistíma starfsleyfis.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  22. Hampiðjureitur - breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054

    Lögð fram umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir sameiginlegu þriggja hæða köldu stigahúsi vestan megin við húsin, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  23. Austurstræti 12-14 - (fsp) íbúðir á efri hæðum - USK23060005

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Reita fasteignafélags, dags. 31. maí 2023, um að gera íbúðir á efri hæðum húsa á lóð nr. 12-14 við Austurstræti, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 10. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Nönnugötureitur 1.185.6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Urðarstígur 11 - USK23070067

    Lögð fram fyrirspurn Orra Páls Jóhannssonar, dags. 5. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits 1.185.6 vegna lóðarinnar nr. 11 við Urðarstíg sem felst í endurnýjun skúrs.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Reitur 1.171.3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 2 - USK23070048

    Lögð fram fyrirspurn Laugavegar 2 ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 2 við Laugaveg sem felst í að reisa byggingu sem trappast frá brunagafli á Skólavörðustíg niður að Laugavegi, samkv. tillögu SP(R)INT Studio dags. 28. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Reitur 1.172.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Frakkastígur 12-12a - USK23070041

    Lögð fram fyrirspurn Birkis Ingibjartssonar, dags. 4. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 12-12a við Frakkastíg sem felst í endurbótum og uppbyggingu samkvæmt tillögu TO arkitekta dags. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Vesturgata 53 - stækkun lóðar - USK23030345

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram umsókn Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 24. mars 2023, ásamt greinargerð, dags. 24. mars 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 53 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 22. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. október 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 6. júlí 2023, þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.

    Erindi dregið til baka sbr. tölvupóstur Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 6. júlí 2023.

  28. Gullslétta 16 - (fsp) stækkun lóðar - USK23060304

    Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 23. júní 2023, um stækkun á lóð nr. 16 við Gullsléttu. Einnig lögð fram loftmynd/tillaga ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Hálsahverfi - breyting á deiliskipulagi - Grjótháls 7-11 - USK23070052

    Lögð fram umsókn Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt bréfi Urban arkitekta dags. 21. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að reisa hreinsistöð fyrir frárennsli frá framleiðslunni, byggja jöfnunarþró og einnig að byggja bílageymslu neðan jarðar frá Suðuhúsi að lóðamökum í átt að götu (Grjótháls), samkvæmt uppdr. Urban arkitektar dags. 20. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022

  30. Bústaðavegur 81 - (fsp) hækkun húss - USK23050043

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Grétu Þórsdóttur Björnsson, dags. 3. maí 2023, um hækkun á þaki vegna endurbóta á húsi á lóð nr. 81 við Bústaðarveg. Einnig lögð fram tillaga Nordic Office of Architecture dags. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

    Fylgigögn

  31. Drápuhlíð 2 - USK23050101

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir tveimur bílastæðum á lóð nr. 2 við Drápuhlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Fylgigögn

  32. Rofabær 47 - USK23050220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og setja létt svalahandrið í stað steyptra á húsum nr. 43, 45 og 47 sem eru mhl. 01,02 og 03, á lóð nr. 47 við Rofabæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem koma fram í umsögn.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:18

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023