Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 920

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 22. júní kl. 09:18 hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 920. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sat: Björn Axelsson. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Marta María Jónsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Álfheimar 49 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220740

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur og Klasa ehf., dags. 17. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 16. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis  vegna lóðarinnar nr. 49 við Álfheima sem felst í uppbyggingu á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Langholtsvegur 47 -(fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23040051

    Lögð fram fyrirspurn Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 47 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að setja tímabundið niður tvo skrifstofugáma á lóð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Norður Mjódd - Stekkjarbakki 4-6 og Álfabakki 7 - skipulagslýsing - SN220741

    Lögð fram skipulagslýsing Klasa og JVST, dags. í maí 2023 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Norður Mjóddar fyrir lóðirnar Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. Í vinnu vegna breytingar á deiliskipulagi verður áhersla á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyrir íbúðum, matvöruverslun, atvinnustarfsemi, dvalarsvæðum og samgönguinnviðum. Breytingin felst m.a. í því að breyta byggingarreitum, lóðarmörkum, hæð húsa og fjölbreyttri landnotkun frá því sem gildandi deiliskipulag frá 1999 heimilar. Ekki er um stækkun lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  4. Ártúnshöfði - breyting á deiliskipulagi - Vagnhöfði 29 - SN220544

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn UNDRA ehf., dags. 2. september 2022, ásamt greinargerð, dags. 5. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar og í staðinn verði heimilt að byggja 7 hæða byggingu þar sem tvær efstu hæðirnar verða inndregnar að stórum hluta. Aðkoma að byggingunni verður bæði frá göturýminu og inngarðinum. Auk þess er gerð lítilsháttar breyting á lóðarmörkum ásamt því að heimilt verði að nota þak sem dvalarsvæði, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum (6 stk.) UNDRA ehf., dags. 5. september 2022. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigmundur Grétarsson, dags. 25. apríl 2023 og Benedikt Eyjólfsson, dags. 6. júní 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 1. júní 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðu samgöngumati, dags. í maí 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  5. Hestháls 12 - (fsp) bílastæði - USK23040099

    Lögð fram fyrirspurn Tandurs hf., dags. 14. apríl 2023, um að breyta grænu svæði við austurhlið hússins á lóð nr. 12 við Hestháls í bílastæði, samkvæmt uppdr. AL-hönnunar, dags. 1. mars 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 6 - USK23060102

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 8. júní 2023, ásamt bréfi Alark arkitekta ehf., dags. 8. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun sérlóðar fyrir fjölnota íþróttahús á svæði Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 8. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  7. Þarabakki 3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050146

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Indro Candi hjá VA arkitektum ehf, dags. 10. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 10. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 3 við Þarabakka sem felst í að heimilt verði að gera íbúðir á 3. hæð hússins og setja svalir meðfram landhliðum þess. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Laugardalur - breyting á deiliskipulagi - Ævintýraborgir - USK23050218

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst því að skilgreind er lóð fyrir Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 21. júní 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  9. Haukahlíð - Haukahlíð 2 - málskot - USK23060258

    Lagt fram málskot Jóhanns Halldórssonar f.h. S8 ehf., dags. 15. júní 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. apríl 2023 um hækkun á nýtingarhlutfall ofanjarðar á reit H til samræmis við reit G. Einnig er lagt fram minnisblað Ask arkitekta, ódags., greinargerð ASK arkitekta, dags. 21. mars 2023 og samanburður á fermetrum, ódags.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  10. Nýr Landspítali við Hringbraut - breyting á deiliskipulagi - Sóleyjartorg - USK23060174

    Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. NLSH ohf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla á stiga- og lyftuhúsi á sunnanverðu Sóleyjartorgi, samkvæmt uppdr. Spital, dags. 9. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  11. Nýr Landspítali við Hringbraut, Randbyggð - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23060176

    Lögð fram fyrirspurn Íslenskra Fasteigna ehf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut, sem felst í breytingum á skilmálum og útfærslum bygginga nr. 32, 33 og 34 sem nefnast Randbyggð. samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 26. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Lykkja 2A - USK23040207

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um að byggja bílageymslu á lóð nr. 2A við Lykkju. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki er gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn.

  13. Sundlaugavegur 30 - stöðuleyfi - USK23040214

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 22,0 ferm., torgsöluhúsi, staðsett í norðvesturhorni bílastæða, vestan við hús á lóð nr. 30 við Sundlaugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.

  14. Álfabakki 2A - (fsp) bílakjallari - USK23060140

    Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar, dags. 12. júní 2023, um að byggja bílgeymslu við suðurhluta lóðar nr. 2 við Álfabakka alveg upp að lóðarmörkum, samkvæmt skissu á mæliblaði, dags. 27. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Baldursgata 13 - (fsp) stækkun kvists og setja svalir - USK23050012

    Lögð fram fyrirspurn Axels Kaaber, dags. 28. apríl 2023, um að framlengja kvist á risíbúð í húsinu á lóð nr. 13 við Baldursgötu og stækka íbúðina sem því nemur ássamt því að setja svalir á miðhæð og efstu hæð norðvesturhlið hússins sem snýr að Óðinsgötu, samkvæmt uppdr. TÓ arkitekta, dags. 28. apríl 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Framnesvegur 19 - USK23050142

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa einnar hæðar geymslu frá árinu 1920 og byggja á sama stað tveggja hæða viðbyggingu með svölum við einbýlishús byggt 1913, á lóð nr. 19 við Framnesveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Hallgerðargata 13 - USK23050026

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir þjónustuskilti á lóð sem er 1,5 m á breidd x 4,0 m á sídd á lóð nr. 13 við Hallgerðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Hallveigarstígur 1 - USK23010136

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um gististað með hylkjum, sótt er um gistihús fyrir 140 gesti í 120 hylkjum í kjallara Hallveigarstíg 1. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Fylgigögn

  19. Hávallagata 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020356

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta ehf., dags. 28. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Hávallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun bílskúrs í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 17. apríl 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. maí 2023 til og með 19. júní 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Hallbjörns Karlssonar, dags. 7. júní 2023, þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  20. Hringbraut 19 - (fsp) rekstur gististaðar í flokki II - USK23060237

    Lögð fram fyrirspurn Odds Grétarssonar f.h. 1x ehf., um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Hringbraut 29 - framkvæmdaleyfi - USK23060153

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds um framkvæmdaleyfi fyrir nýja endastöð Strætó að Hringbraut 29 sem felst í snjóbræðslu og yfirborðsfrágangi þar sem strætóstæðum er komið fyrir. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  22. Skúlagötusvæði - breyting á deiliskipulagi - Lindargata 50 - breyting á deiliskipulagi - USK23010094

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023, br. 21. júní 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Tinnu Andrésdóttur, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Lóa Jónsdóttir, dags. 11. apríl 2023, Adama Ndure, dags. 17. apríl 2023, Viktoría Jóhannsdóttir og María Lísa Alexía Jóhannsdóttir, dags. 22. apríl 2023, Karl Pétur Smith, dags. 23. apríl 2023, Frank Hall og Helga Auðardóttir, dags. 24. apríl 2023 og Tinna Andrésdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu f.h. Bruni Lebas, dags. 28. apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis og skipulagsráðs.

  23. Njálsgata 38 - breyting á deiliskipulagi - USK23030166

    Lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, vegna lóðarinnar nr. 38 við Njálsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst í að rífa núverandi bílgeymslu á baklóð og byggja þess í stað íbúðarhús með stakri íbúð á einni og hálfri hæð með þakverönd að Öskustíg, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 10. mars 2023. Einnig eru lagðar fram athugasemdir og spurningar Rannveigar Pétursdóttur, Öyvinds Glömmi, Silju Glömmi, Viðars Hákonar Sörusonar, Sigríðar Kristjánsdóttur, Margrétar Þormar og Bjarna Rúnars Bjarnasonar, dags. 12. júní 2023, ásamt ósk um framlengingu á athugasemdarfresti.

    Samþykkt að framlengja frest til að senda inn athugasemdir til 28. júní 2023.

  24. Norðlingaholt - framkvæmdaleyfi - USK23060019

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna gerð göngustígs, jarðvegsmana og vinnu við veitulagnir í Norðlingaholti. Einnig er lagt fram teikningasett, dags. í maí 2023, og útboðs-og verklýsing, dags. í júní 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  25. Skildinganes 50 - framkvæmdaleyfi - USK23060099

    Lögð fram umsókn Meistaralagna ehf., dags. 8. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á lögn við lóð nr. 50 við Skildinganes. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir og loftmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Ármúli-Vegmúli-Hallarmúli - breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 6 - USK23050226

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram umsókn Karls Magnúsar Karlssonar, dags. 19. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hæðafjölda millihúss, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta dags. 21. júní 2023. Einnig er lögð fram skýringarmynd, dags. 16. maí 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.

  27. Orkureitur - Suðurlandsbraut 34 - Ármúli 31 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23040053

    Lögð fram fyrirspurn Arkþing-Nordic ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Orkureits vegna lóðarinnar nr. Suðurlandsbraut við suðurlandsbraut og 31 við Ármúli 31 sem felst í að fjölga bílastæðum í neðanjarðar og að að hluti þeirra verði séreignarstæði, fækka hjólastæðum, minnka meðalstærð íbúða og fjölga íbúðum, samkvæmt tillögum Nordic Office of Architecture og Safír Bygginga, dags. 27. mars 2023. Einnig eru lögð fram tvö minnisblöð Safír bygginga, annars vegar um fjölgun bílastæða á Orkureitnum, dags. 8. mars 2023, og hins vegar um fækkun hjólastæða á Orkureitnum, dags. 10. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Sogavegur 3 - byggt yfir port og lokað porti sem verður óupphitað og óeinangrað - kjallari stækkaður og gluggi á norðurhlið - BN060762

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til stækkun húss, þ.e. kjallari er stækkaður til vesturs og komið fyrir glugga á norðurhlið, á aðkomuhæð er núverandi port lokað með léttu óeinangruðu timburþaki auk glugga og hurða í útveggi, notkun rýmis verði vinnsla fyrir verslun og vöruaðkoma án upphitunar í rými 0102, í húsi á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Neikvætt, samræmist ekki fyrri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Fylgigögn

  29. Suðurlandsbraut 50 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK23030265

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins að Suðurlandsbraut 46-54, dags. 21. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar-Fenanna vegna lóðarinnar nr. 50 við Suðurlandsbraut sem felst í fjölgun bílastæða á lóð um 5-6 stæði vestan við núverandi hús. Einnig er lagt fram mæliblað þar sem merkt er inn staðsetning fyrirhugaðra bílastæða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Neikvætt með vísan til umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Fylgigögn

  30. Fossvogsblettur 2-2A - skipulagslýsing - Ævintýraborgir - USK23050069

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2023, ásamt skipulagslýsingu, dags. 18. maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Skipulagslýsing þessi tekur til erfðafestulanda að Fossvogsbletti 2 og 2A í Reykjavík. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023. Kynning stóð til og með 13. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn/ábendingu: Kristinn Kristinsson, dags. 12. júní 2023, Jóhannes Albert Sævarsson, dags. 12. júní 2023, Sylvía Ólafsdóttir, dags. 13. júní 2023, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, dags. 13. júní 2023 og Marteinn Briem og fjölskylda, dags. 13. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði.

  31. Fossvogsblettur 2-2A - nýtt deiliskipulag - Ævintýraborgir - USK23050069

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A. Í breytingunni sem lögð er til felst gerð leikskólalóðar, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  32. Fossvogsdalur stígar - breyting á deiliskipulagi - USK23060297

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal stíga. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á afmörkun deiliskipulags, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  33. Bíldshöfði 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030054

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn DAP ehf., dags 4. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða sem felst í stækkun lóðarinnar, hækkun á nýtingarhlutfalli og aukningu á byggingarmagni, samkvæmt tillögu DAP, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Flókagata 24 - USK23030234

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgámasett með sex gámum, þar af fimm 5,0 rúmm. og einn 3,0 rúmm. fyrir endurvinnslu á pappa, málmi og plasti, staðsett norðan við Kjarvalsstaði á lóð nr. 24 við Flókagötu. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 17, 19, 21, 23 og 25.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  35. Reitur 1.171.5 - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 20 - USK23060066

    Lögð fram umsókn Ragnhildar Ingólfsdóttur, dags. 6. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst textabreyting, samkvæmt skilmálabreytingu dags. 6. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  36. Bitruháls 2 - (fsp) uppsetning gáma og köld útigeymsla - USK23060236

    Lögð fram fyrirspurn Lux veitinga ehf., dags. 15. júní 2023, um uppsetningu á tveimur kæli-/frystigámum og kaldri geymslu á lóðinni nr. 2 við Bitruháls. Einnig lögð fram tillaga/skissa, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Kjalarnes Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 1C og 1D - USK23050241

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lögð fram umsókn Malbikstöðvarinnar ehf., dags. 22. maí 2023 ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 1C og 1D við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðirnar eru sameinaðar og verða lóð 1C, byggingarreitir lóðanna eru sameinaðir, innkeyrslur á sameinaða lóð verða tvær frá Gullsléttu og færast til frá því sem nú er, annars vegar sunnarlega við Gullsléttu og hins vegar norðan við miðja lóð, auk þess fellur niður kvöð um lagnir þvert yfir lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  38. Hádegismóar 6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22123026

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Snælands Grímssonar, dags. 30. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 6 við Hádegismóa sem felst í breytingu á lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Þorleifs Eggertssonar arkitekts dags. 16. desember 2022. Einnig er lögð fram loftmynd, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Fylgigögn

  39. Kjalarnes, Prestshús - nýtt deiliskipulag - SN210265

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. febrúar 2023, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem staðsetning byggingarreits B4 uppfylli ekki ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð frá vatni/sjó sbr. gr. 5.3.2.14. Einnig bendir stofnunin á nokkur atriði sem þarf að lagfæra eða skýra betur. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Stjórnarráðs Íslands, dags. 4. maí 2023, um ákvörðun ráðuneytisins um að veita undanþágu frá ákvæði gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júní 2023, samþykkt. 

    Fylgigögn

  40. Kjalarnes, Vellir - Vellir 2 - (fsp) gestahús og smábýli - USK23050008

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Reynis Kristinssonar, dags. 26. apríl 2023, ásamt greinargerð, ódags., um annars vegar að koma fyrir gestahúsi austan við núverandi íbúðarhús að Kjalarnesi, Völlum og hins vegar að koma fyrir smábýli tengt skógræktarsvæði vinstra megin við núverandi heimreið að Kjalarnesi, Völlum 2. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir, ódags., sem sýna fyrirhugaðar staðsetningar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní  2023.

    Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023.

    Fylgigögn

  41. Vegbrekkur 9-15 - USK23050025

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús á lóðarhluta nr. 13 á lóð nr. 9-15 við Vegbrekku.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  42. Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar - ósk um göngugötu - USK23050235

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram yfirlýsing húseigenda og rekstraraðila við Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir að sá hluti götunnar verði göngugata. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  43. Mosfellsbær - heildarendurskoðun Aðalskipulags - umsagnarbeiðni - USK23060218

    Lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 12. júní 2023, vegna frumdraga nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar til 2040. Frumdrög aðalskipulagsins taka á helstu breytingum og markmiðasetningu fyrir nýtt aðalskipulag, auk helstu uppfærslna í samræmi við skipulagslög og reglugerð. Gögn til umsagnar eru frumdrög nýrrar greinargerðar, þéttbýlisuppdráttur, sveitarfélagauppdráttur og rammahluti Blikastaðalands.

    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags

  44. Keldur - Árleynir 22 - afmörkun lóða - USK23060294

    Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar, dags. 21. júní 2023, um afmörkun þriggja lóða, þar sem tvær lóðir samanstanda af tveimur skikum, á Keldum fyrir fasteignir ríkisins, samkvæmt breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. júní 2023. Nýju lóðirnar og skikarnir fá staðföngin Árleynir 2 (samanstendur af skipunum Árleynir 2 og Árleynir 8), Árleynir 6A og Árleynir 22 (samanstendur af skikunum Árleynir 2A og Árleynir 22).

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  45. Skólavörðuholt - breyting á deiliskipulagi -  Barónsstígur 34 - Vörðuskóli - Ævintýraborgir - USK23060009

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barsónsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðar ásamt stækkun á byggingarreit, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Nordic, dags. 22. júní 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  46. Bergstaðastræti 3 - (fsp) breyting á notkun - USK23040125

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Basalts ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á notkun jarðhæð hússins á lóð nr. 3 við Bergstaðastræti þannig að heimilt verði að reka þar veitingastað í flokki II. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, 22. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:00

Björn Axelsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 22. júní 2023