Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 919

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 15. júní kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 919. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrönn Valdimarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Vagnhöfði 29 - breyting á deiliskipulagi - SN220544

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn UNDRA ehf., dags. 2. september 2022, ásamt greinargerð, dags. 5. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar og í staðinn verði heimilt að byggja 7 hæða byggingu þar sem tvær efstu hæðirnar verða inndregnar að stórum hluta. Aðkoma að byggingunni verður bæði frá göturýminu og inngarðinum. Auk þess er gerð lítilsháttar breyting á lóðarmörkum ásamt því að heimilt verði að nota þak sem dvalarsvæði, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum (6 stk.) UNDRA ehf., dags. 5. september 2022. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigmundur Grétarsson, dags. 25. apríl 2023 og Benedikt Eyjólfsson, dags. 6. júní 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 1. júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Fjallkonuvegur 1 - USK23050055

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir spenni- og rofastöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Sunnuvegur 27 - garðskáli - USK23030217

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa garðskála úr stáli, áli og gleri á steyptum sökklum með hellulögðu gólfi á suðvesturhorni lóðar á lóð nr. 27 við Sunnuveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Tindstaðir - skipulagslýsing - nýtt deiliskipulag - USK23060091

    Lögð fram umsókn Brimgarða ehf., og Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 7. júní 2023, ásamt skipulagslýsingu Brimgarða ehf. og Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 7. júní 2023, um gerð nýs deiliskipulags í landi Tindstaða í Eilífsdal. Tilgangur deiliskipulagsáætlunar er að koma á formlegu deiliskipulagi fyrir nýtt hænsnabú á landspildunni milli Eyrarfallsvegar nr. 460 og Miðdalsár í Eilífsdal í landi Tindstaða.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  5. Þarabakki 3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050146

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Indro Candi hjá VA arkitektum ehf, dags. 10. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 10. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 3 við Þarabakka sem felst í að heimilt verði að gera íbúðir á 3. hæð hússins og setja svalir meðfram landhliðum þess. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Álfheimar 74 - (fsp) skilti - USK23040192

    Lögð fram fyrirspurn Axels Kaaber, dags. 24. apríl 2023, um að setja upp skilti á lóð nr. 74 við Álfheima við Suðurlandsbraut, samkvæmt tillögu Axels Kaaber og Birkis Ingibjartssonar, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Gjúkabryggja 8 - breyting á deiliskipulagi - USK23060103

    Lögð fram fyrirspurn FA40 ehf., dags. 8. júní 2023, ásamt greinargerð M11-Arkitekta dags. 8. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, svæði 4 vegna lóðarinnar nr. 8 við Gjúkabryggju sem felst í heildarfjölda bílastæða á lóð og að falla frá byggingu fyrirhugaðs bílakjallara.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Gjúkabryggja 10 - (fsp) fyrirkomulag íbúða - USK23050305

    Lögð fram fyrirspurn Sedrus ehf., dags. 26. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 25. maí 2023, um fyrirkomulag íbúða að Gjúkabryggju 10, samkvæmt uppdr. Archus arkitekta, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Grandagarður 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23040071

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Arcus ehf., dags. 11. apríl 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 11. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð sem felst í að færa innkeyrslu að bílakjallara til austurs, stækka bílakjallara, minnka salarhæð götuhæðar og auka porthæð rishæðar í stærri nýbyggingu, nýta efri hæðir nýbyggingar næst Mýrargötu sem hótelherbergi og að tengja nýbyggingar saman á efri hæðum með glerjuðum gangi. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Veðurstofureitur - nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing - USK23030053

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins.Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021, skýrsla 208, og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2022, skýrsla 209. Lýsingin var kynnt frá 30. mars 2023 til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu/umsögn: Umhverfisstofnun, dags. 31. mars 2023, Bjarni V. Guðmundsson, dags. 1. maí 2023, Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023, Veitur, dags. 3. maí 2023, Manga lögmenn f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 4. maí 2023, íbúaráð Miðborga og Hlíða, dags. 4. maí 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 10. maí 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði.

  11. Listabraut 3 - (fsp) stafræn skilti - USK23050290

    Lögð fram fyrirspurn Leikfélags Reykjavíkur ses., dags. 25. maí 2023, um að setja stafræn skilti í stað auglýsingaskiltis á útvegg hússins á lóð nr. 3 við Listabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Framnesvegur 19 - USK23050142

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa einnar hæðar geymslu frá árinu 1920 og byggja á sama stað tveggja hæða viðbyggingu með svölum við einbýlishús byggt 1913, á lóð nr. 19 við Framnesveg.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  13. Funahöfði 19 - breyting á deiliskipulagi - SN220640

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 8. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 19 við Funahöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur innan lóðar fyrir skýli/dúkhús, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta dags. 19. október 2022. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi er beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  14. Hallveigarstígur 1 - USK23010136

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um gististað með hylkjum, sótt er um gistihús fyrir 140 gesti í 120 hylkjum í kjallara Hallveigarstíg 1.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Hringbraut 29 - framkvæmdaleyfi - USK23060153

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds um framkvæmdaleyfi fyrir nýja endastöð Strætó að Hringbraut 29 sem felst í snjóbræðslu og yfirborðsfrágangi þar sem strætóstæðum er komið fyrir. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ ráðgjafar, dags. í apríl 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Tjarnargata 37 - USK23040196

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja verönd/pall við suðurhlið og gera þaksvalir á skála við vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Tjarnargötu.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Tjarnargötu 35.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  17. Úlfarsárdalur - framkvæmdaleyfi -  Skyggnisbraut, Jarpstjörn, Rökkvatjörn, Silfratjörn og Gæfutjörn - USK23050198

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. maí 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir heildarfrágangi ofanvatnsrása ásamt gerð gangstétta og útvistarstígs í Úlfarsárdal, nánar til tekið að Skyggnisbraut, Jarpstjörn, Rökkvatjörn, Silfratjörn og Gæfutjörn. Erindinu var vísað til meðferðar  hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.4 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.  1051/2022.

    Fylgigögn

  18. Vesturgata 7 - breyting á notkun - umsagnarbeiðni - USK23060076

    Lagt fram uppfært erindi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, mótt. 15. júní 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um breytingu á notkun húsnæðis Reykjavíkurborgar að Vesturgötu 7, fasteignanúmer F2001724 bílakjallari og F2001725 þjónustumiðstöð, nánar tiltekið horn að Vesturgötu/Grófinni, eignarnúmer/matshlutar 01 0102-Almenningssalerni og 01 0103-Handavinnusalur í heilsugæslu fyrir skaðaminnkandi meðferð. Einnig eru lögð fram fylgiskjöl.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Erindið samræmist gildandi landnotkun fyrir svæðið. Sækja þarf um byggingarleyfi til að breyta notkun á rými.

  19. Grettisgata 43 - (fsp) fjölgun íbúða - USK23020035

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Stay ehf., dags. 1. febrúar 2023, um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 43 við Grettisgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Fyrirspyrjandi er beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  20. Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 6 - USK23060102

    Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 8. júní 2023, ásamt bréfi Alark arkitekta ehf., dags. 8. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun sérlóðar fyrir fjölnota íþróttahús á svæði Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 8. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  21. Síðumúli 10 - BN061873

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060857 þannig að byggð er hæð ofaná mhl. 01 úr timbri klætt læstri málmklæðningu og innrétta skrifstofur og fundarherbergi, endurnýja lyftu, framlengja stigahús og byggja flóttastiga á suðvesturhlið húss á lóð nr. 10 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 29. mars til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðni Franzson, dags. 4. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  22. Suðurlandsbraut 34 - USK23030369

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um að setja djúpgáma í stað sorpgeymslu inni í húsi á lóð nr. 34 við Suðurlandsbraut. Einnig er sótt um að nýta landhalla til að byggja hjólageymslu neðanjarðar og losna þannig við stakstæð hjólageymsluhús á yfirborði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Ævintýraborgir - Fossvogsblettur 2-2A - Fossvogur - breyting á deiliskipulagi - USK23050069

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2023, ásamt skipulagslýsingu, dags. 18. maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Skipulagslýsing þessi tekur til erfðafestulanda að Fossvogsbletti 2 og 2A í Reykjavík. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023. Kynning stóð til og með 13. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn/ábendingu: Kristinn Kristinsson, dags. 12. júní 2023, Jóhannes Albert Sævarsson, dags. 12. júní 2023, Sylvía Ólafsdóttir, dags. 13. júní 2023, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, dags. 13. júní 2023 og Marteinn Briem og fjölskylda, dags. 13. júní 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  24. Egilsgata 5 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220739

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur f.h. Klasa ehf., dags. 17. nóvember 2022, ásamt bréfi dags. 16. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu sem felst í að skilgreindur er byggingarreitur á lóð fyrir húsnæði þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum og möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð sem snýr út að Snorrabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Norðlingabraut 7 - USK23050054

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi á spenni-og rofastöð inn á lóð nr. 7 við Norðlingabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Snorrabraut 62 - (fsp) breyting á notkun - USK23050002

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Snorrahúss ehf., dags. 26. apríl 2023, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 26. apríl 2023, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 62 við Snorrabraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Vesturgata 53 - USK22122965

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús í matshluta nr. 01, port hússins hækkað og byggt yfir vesturenda og stækkað til suðurs, jafnframt er sótt um að sameina matshluta nr. 04 og nr. 01 og fjölga íbúðum um eina, í matshluta nr. 01, í húsi nr. 53 á lóð nr. 53-53A við Vesturgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 50, 50A og 53B, þegar uppfærðir uppdrættir hafa borist embættinu.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  28. Ægisíða 62 - breyting á deiliskipulagi - SN210597

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Alternance slf. dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu frá Hofsvallagötu að Lynghaga vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar þar sem byggingarreit er skipt niður þannig að aðalreitur verður í kringum núverandi byggingu og minni reitur fyrir sjálfstæða viðbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Alternance slf. dags. 26. janúar 2023. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 26. janúar 2023. Tillaga var grenndarkynnt frá 19. apríl til og með 22. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Borgþór Sverrisson og Kristbjörg Erla Kjartansdóttir, dags. 13. maí 2023 Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Bjarna Felixsyni og Álfheiði Gísladóttur, dags. 25. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Fylgigögn

  29. Víðinesvegur - framkvæmdaleyfi - USK23060065

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu nýs vegnar frá tengivegi Björgunar við Víðinesveg meðfram jarðgerðarstöð Sorpu og styrkingu/viðhalds núverandi Víðinesvegar frá Vesturlandi að jarðgerðarstöð Sorpu. Einnig er lagt fram teikningasett, dags. í maí 2023, lýsing á framkvæmd, ódags., framkvæmdaáætlun, ódags. og yfirlitsmyndir frá Hnit verkfræðistofu, dags. 16. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Kjalarnes, Saltvík - breyting á deiliskipulagi - SN220797

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa reiti C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 9. febrúar 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2020 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. mars 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig eru lagðar fram umsagnir íbúaráðs Kjalarness, dags. 16. maí 2023 og Minjastofnunar Íslands, dags. 1. júní 2023 og ábending Veitna, dags. 17. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Laugardalur - Þjóðarhöll - breyting á deiliskipulagi - USK23020087

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð F og byggingarreitur Laugardalshallar stækka en innan byggingarreitsins er gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Hámarks byggingarmagn nýrrar þjóðarhallar er 19.000 m2. Jafnframt minnkar lóð G og framlengdur Vegmúli inn í Laugardal og lóð fyrir bílakjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipulagi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Landslags, dags. 8. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Íbúaráðs Laugardals, dags. 9. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Lykkja 2A - USK23040207

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní 2023 þar sem sótt er um að byggja bílageymslu á lóð nr. 2A við Lykkju.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  33. Hamrahlíð 17 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23040032

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 3. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíðar, reits 1.714, vegna lóðarinnar nr. 17 við Hamrahlíð sem felst í aukningu á byggingarmagni lóðarinnar, bæta við einni hæð ofan á norðurhluta hússins og lengja inndregna 6. hæð til norðurs, samkvæmt  uppdr. ASK arkitekta, dags. 3. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Klyfjasel 26 - (fsp) hurð, fordyri o.fl. - USK23030187

    Lögð fram fyrirspurn Hjörvars Hjörleifssonar, dags. 23. febrúar 2023, um að setja hurð á jarðhæð hússins á lóð nr. 26 við Klyfjasel, samkvæmt upphaflega samþykktum uppdráttum, nýtt opið fordyr við aðal inngangshurð á 2. hæð, með palli og skjólvegg þar umhverfis, og nýjar svalir á 2. hæð auk landslagsbreytinga, samkvæmt tillögu Thor arkitekts, dags. 1. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Klyfjasel 26 - breyting á hverfisskipulagi - USK23020221

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram umsókn Guðjóns Þórs Erlendssonar, dags. 19. febrúar 2023, ásamt greinargerð, ódags, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klyfjasel. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa byggingarreit fyrir bílskúr nær húsinu og að byggja opið bíslag við inngang, samkvæmt uppdr. Thor Architects, dags. 13. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi er beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  36. Rofabær 47 - USK23050220

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júní þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og setja létt svalahandrið í stað steyptra á húsum nr. 43, 45 og 47 sem eru mhl. 01,02 og 03, á lóð nr. 47 við Rofabæ.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 14:29

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. júní 2023