Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 918

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 8. júní kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 918. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Arnarbakki 2-6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23060008

    Lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags námsmanna, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi Grímu arkitekta og Tendra arkitektar, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Arnarbakka 2-6 sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum án þess að auka byggingarmagn, breyta notkun/koma fyrir leikskóla á jarðhæð Arnarbakka 4, stækka byggingarreit Arnarbakka 4 til austurs til að búa til nægilegt pláss fyrir fjögurra deilda leikskóla og breyta salarhæð húsa og þakhalla. Á lóð 6, samkvæmt uppdr. (grunnmyndir og skuggavarp) Grímu arkitekta og Tendra arkitektar, dags. 30. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Langholtsvegur 89 - USK23040101

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á innra skipulagi, þ.e. 1. og 2. hæðir stækka, breyta verslun í íbúð í rými 0201, breyta geymslu sem var áður með rýmisnúmer 0003 í tómstundarherbergi með nýja baðherbergisaðstöðu, breyta bílskúr í vinnustofu, innra breytingar á öllum þremur hæðum ásamt því að breyta staðsetningu inntaks, fjarlægja stiga á milli hæða og þess í stað koma fyrir nýjum stiga á norðurhlið, endurnýja inngang á 2. hæð, byggja svalir á vesturhlið, endurnýja kvisti og breyta þaki, breyta fyrirkomulagi á lóð með því að breyta landhalla, fækka um eitt stæði af fjórum og færa sorpskýli í húsi á lóð nr. 89 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Silfratjörn 1-3, Gæfutjörn 18 og Skyggnisbraut 21-23 - lóð C1 - breyting á deiliskipulagi - USK23020350

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn VR Blæs leigufélags slhf., dags. 27. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Silfratjörn. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lítillega vestan við húsið, skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir, byggingarreitur B1, B2 og B3, sem allir hafa skilyrta notkun, eitt bílastæði verði fyrir hverja íbúð óháð stærð, auk þriggja bílastæða fyrir hreyfihamlaða, svalir megi ná 160 cm út fyrir byggingarreit, en þó megi þær ekki fara yfir lóðarmörk, heimilt verði að færa byggingarmagn á milli byggingarreita og staðfanga og að sami aðili megi hanna fleiri en eitt hús á lóðinni, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 27. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu ábendingu/athugasemdir: Veitur ohf., dags. 11. maí 2023 og Jörgen Már Ágústsson hjá Magna lögmönnum f.h. Urðarsels ehf., dags. 16. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsög skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Fylgigögn

  4. Úthlíð 15 - USK23050300

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist í risi og inndregnar svalir út frá honum á lóð nr. 15 við Úthlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Þórsgata 6 - (fsp) uppbygging - SN220105

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 18. febrúar 2022, ásamt bréfi ódags. um byggingu fjölbýlishúss á lóð nr. 6 við Þórsgötu, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu, dags. 24. janúar 2022. Einnig var lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 10. febrúar 2022, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2022. Fyrirspurnin var lögð fram að nýju á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 ásamt nýjum uppdr. P ark, dags. 1. nóvember 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt skuggavarpi, ódags., annars vegar í þrívídd og hins vegar séð ofanfrá. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Dunhagi 18-20 - (fsp) Leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079

    Lögð fram fyrirspurn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu með tengingu við stórt núverandi útisvæði á borgarlandi sem er til staðar norðvestan við húsið.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Fjallkonuvegur 1 - USK23050055

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir spenni- og rofastöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Vesturhöfn - Örfirisey - breyting á deiliskipulagi - Grandagarður 1 - USK23030342

    Lögð fram umsókn Axels Kaaber, dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar - Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grandagarð. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla umferðarréttar svo hægt sé að koma fyrir bílastæðum við vesturenda lóðarinnar, samkvæmt uppdr.  Axels Kaaber arkitekts og Birkis Ingibjartssonar arkitekts dags. 24. mars 2023. Einnig er lagt fram samþykki Faxaflóahafna, dags. 16. mars 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  9. Drápuhlíð 2 - USK23050101

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir tveimur bílastæðum á lóð nr. 2 við Drápuhlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Norðlingabraut 6 - USK23020209

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta verkstæðisbyggingu á einni hæð fyrir réttinga og bílasprautun, byggingin er skipt upp í tvo hluta, verkstæði og skrifstofu ásamt stoðrýmum, hús á lóð nr. 6 við Norðlingabraut. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Kristmundar Árnasonar, dags. 4. maí 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa, bréfi Sveins Ívarssonar arkitekts og Kristmundar Árnasonar, dags. 25. apríl 2023 og uppdrættir Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 1. febrúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur verkefnastjóra, dags. 5. júní 2023.

    Lagður fram tölvupóstur verkefnastjóra, dags. 5. júní 2023.

  11. Rauðarárstígur 31/Þverholt 18 - uppskipting lóðar - USK23050229

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu þjónustu og samskipta, dags. 17. maí 2023, ásamt bréfi Landupplýsinga, dags. 15. maí 2023, um uppskiptingu lóðarinnar Rauðarárstígur 31/Þverholt 18 í tvær lóðir, samkvæmt mæliblaði og breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2023. Einnig er lagður fram uppdráttur Ártúns ehf., dags. 12. desember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir uppskiptingu á lóð, sbr.  málsmeðferð skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en lóðarbreytingin er þinglýst.

  12. Hlíðarendi - breyting á deiliskipulagi - Hlíðarendi 14 - USK23060006

    Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að endurbyggja núverandi gervigrasvöll, sem er vestan Arnarhlíðar og Snorrabrautaráss og um leið snúa honum, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 30. maí 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  13. Ofanleiti 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050271

    Lögð fram fyrirspurn Verkís, dags. 24. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 23. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti sem felst í að heimilt verði að setja skilti á vesturgafl byggingarinnar, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 24. janúar 2023. Einnig er lögð fram skýrsla Verkís um ljóstæknimælingar, dags. 30. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Gufunes áfangi 1 - Jöfursbás - USK23050019

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 2. maí 2023, um framkvæmaleyfi til að  ljúka yfirborðsfrágangi í Jöfursbási í Gufunesi. Gera þarf ráð fyrir að lagfæra þurfi yfirborð undir hellulögn og malbikun. Verkið innifelur malbikun götunnar, ýmist efra eða beggja malbikslaga, steinlögn á bílastæði og hellu- og steinlögn í gangstéttir og upphækkuð svæði kringum gönguþveranir, ásamt þökulögn og sáningu í fláa meðfram gangstétt. Umferðarmerki og yfirborðsmerkingar tilheyra verkinu. Verkinu tilheyrir gerð bílastæðis sem er útskot frá núverandi götu innst í Jöfursbási, með efnisskiptum og malbikun. Gerð ofanvatnsrásar með trjáa- og runnabeði í miðsvæði götu tilheyrir verkinu. Auk þess eru í verkinu stútar frá fráveitubrunni og gröftur inn á stofna, ídráttarrör, mæliskápa og heimtaugar fyrir hleðslustaura rafbíla og götulýsing í gangstétt. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís, dags. 26. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022. 

    Fylgigögn

  15. Stýrimannastígur 15 - (fsp) endurhönnun lóðar - USK23050185

    Lögð fram fyrirspurn Maríu Hrannar Gunnarsdóttur, dags. 25. maí 2023, um endurhönnun á garði við austurhlið hússins á lóð nr. 15 við Stýrimannastíg sem felst í því að setja upp skábraut frá götu að inngangi, breyta halla lóðarinnar, setja upp vegg o.fl., samkvæmt skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Vesturvallareitur - breyting á deiliskipulagi - Sólvallagata 66 og 68 - USK23050201

    Lögð fram umsókn Ernu Petersen, dags. 15. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðanna nr. 66 og 68 við Sólvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak hússins ásamt því að koma fyrir fimm kvistum á norður hlið þaksins, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 15. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  17. Aðalstræti 9 - (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins - USK23050313

    Lögð fram fyrirspurn Aðaleignar ehf., dags. 30. maí 2023, um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 9 við Aðalstræti úr skrifstofum í íbúðir, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., dags. 13. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Álfheimar 74 - USK23020162

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um breytingu á auglýsingaflötum, frá flettiskilti í stafrænt skilti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Neikvætt er tekið í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Fylgigögn

  19. Dugguvogur 10 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23060069

    Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 5. júní 2023 þar sem óskað eftir umsögn vegna umsóknar Konráðs Arnar Skúlasonar f.h. Birkimels ehf. um að reka ökutækjaleigu að Dugguvogi 10. Sótt er um tvö ökutæki til útleigu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Eskihlíð 12 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23060070

    Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 5. júní 2023 þar sem óskað eftir umsögn vegna umsóknar Jakub Madej f.h. Magic Iceland Travel ehf. um að reka ökutækjaleigu að Eskihlíð 12. Sótt er um þrjú ökutæki til útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Fylgigögn

  21. Hallgerðargata 13 - USK23050026

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir þjónustuskilti á lóð sem er 1,5 m á breidd x 4,0 m á sídd á lóð nr. 13 við Hallgerðargötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Hrannarstígur - Öldugata - framkvæmdaleyfi - USK23050310

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 26. maí 2023, um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu og frágangs á yfirborði vegna nýrrar grenndarstöðvar með djúpgámum við Hrannarstíg/Öldugötu. Einnig er lagt fram afrit af bréfi skrifstofu framkvæmda og viðhalds til borgarráðs, dags. 22. maí 2023 ásamt tillögu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  23. Hraunteigur 30 - breyting á deiliskipulagi - USK22122878

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir vinnustofu, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. apríl 2023 til og með 31. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - Fasteignafélag, dags. 22. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Mjölnisholt - framkvæmdaleyfi - USK23060018

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar veitulagna og yfirborðs í Mjölnisholti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  25. Norðlingaholt - framkvæmdaleyfi - USK23060019

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna gerð göngustígs, jarðvegsmana og vinnu við veitulagnir í Norðlingaholti. Einnig er lagt fram teikningasett, dags. í maí 2023, og útboðs-og verklýsing, dags. í júní 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  26. Skipasund 77 - USK23030228

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu úr timbri á steyptum sökkli, mhl.02, í norðvestur horni lóðar nr. 77 við Skipasund.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 75 og 79.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  27. Vesturgata 7 - breyting á notkun - ósk um umsögn - USK23060076

    Lagt fram erindi Velferðarsviðs og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júní 2023, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um breytingu á notkun handavinnusals og almenningssalerna á jarðhæð hússins á lóð nr. 7 við Vesturgötu 7 í neyslurými. Einnig eru lögð fram fylgiskjöl.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Smiðjustígur 13 - USK23010141

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja tveggja hæða hús í gömlum stíl ofan á kjallara sem fyrir er, ásamt tengibyggingu yfir í mhl. 01 með sameiginlegu anddyri fyrir bæði húsin og innrétta fjögur, tveggja manna herbergi í gististað í flokki II, teg. C í nýja húsinu, þannig að samtals verða sjö herbergi fyrir 14 gesti á lóð nr. 13 við Smiðjustíg. Einnig var lögð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu að útisvæðum 23. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Suðurgata 6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220673

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Alternance slf., dags 21. október 2022, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Suðurgata-Garðastræti, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu sem felst í að gera upp gömlu bygginguna í sem upprunalegustum stíl, rífa seinni tíma viðbyggingu og að byggja nýtt tveggja hæða bakhús innst á lóðinni, samkvæmt uppdr. Alternance slf., dags. 29. júlí 2022. Einnig var lagt fram skuggavarp Alternance arkitektúr, dags. 29. júlí 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. janúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt breyttri tillögu Alternance arkitektúr, dags. 29. júlí 2022, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina (deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrættir), dags. 14. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Borgartún 1 - (fsp) uppbygging hótels - USK23060007

    Lögð fram fyrirspurn BE eigna ehf., dags. 31. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Borgartún sem felst í uppbyggingu hótels á lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 30. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Fálkagata 23 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050314

    Lögð fram fyrirspurn Guðna Valbergs hjá Trípólí arkitektum, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 23 við Fálkagötu sem felst í stækkun garðskúrs og innrétta þar hjónaherbergi með baðherbergi og þvottahúsi ásamt því að gera nýtt bíslag austan við húsið sem væri hvoru tveggja í senn nýtt anddyri og tenging milli nýs hjónaherbergis við eldra hús, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags. 31. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Hlaðhamrar 52 - breyting á deiliskipulagi - USK23050004

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 52 við Hlaðhamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er byggingarreitur á lóð undir leikskóla, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Urban Arkitekta, dags. 25. maí 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaðilum að Sporhömrum 10-12.

    Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  33. Höfðabakki 7 - breyting á deiliskipulagi - USK23050003

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram umsókn THG arkitekta, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7 við Höfðabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka vesturhluta núverandi húss um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 19. apríl 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaðilum að Höfðabakka 3, Vagnhöfða 23 og 25 og Dvergshöfða 27.

    Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  34. Sléttuvegur 3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050010

    Lögð fram fyrirspurn SEM samtakanna, dags. 27. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar sunnan vegna lóðarinnar nr. 3 við Sléttuveg sem felst í að heimilt verði að gera yfirbyggingu úr gleri yfir svalir á 4. hæð hússins út frá samkomusal (samþykkt deiliskipulag heimilar yfirbyggingu yfir hluta svala), samkvæmt uppdr. Mannvirki  Malbik dags. 13. apríl 2023. Samþykkt deiliskipulag heimilar yfirbyggingu yfir hluta svala.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Stórhöfði 15 - (fsp) íbúðir - USK23050202

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Umbrella ehf., dags. 15. maí 2023, um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð nr. 15 við Stórhöfða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Dalsmynni - (fsp) skipting lands - USK23030383

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Bærings, dags. 29. mars 2023, um að skipta upp lóðinni að Dalsmynni á Kjalarnesi í fjóra hluta, samkvæmt tillögu, ódags. að afmörkun sem skissuð er á yfirlitsmynd. Einnig er lagt fram hnitakorti Rorum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Fitjar / Leiruvegur 7  - breyting á deiliskipulagi - USK23030011

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram umsókn Guðjóns Halldórssonar, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Fitja, Álfsnesi vegna lóðarinnar Fitja nr. 7 við Leiruveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stofna tvær sérbýlishúsalóðir í landi Fitja á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 27. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  38. Horn og Smábýli 2 - breyting á deiliskipulagi - USK23030027

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram umsókn Adams Hoffritz, dags. 1. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Móa, Skrauthóla og Sjávarhóla vegna lóðanna Horns og Smábýlis nr. 2. Í breytingunni sem lögð er til felst að stofnaðar verða þrjár nýjar lóðir úr landinu, samkvæmt uppdr. Adams Hoffritz, dags. 2. júní 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  39. Hádegismóar 6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22123026

    Lögð fram fyrirspurn Snælands Grímssonar, dags. 30. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 6 við Hádegismóa sem felst í breytingu á lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Þorleifs Eggertssonar arkitekts dags. 16. desember 2022. Einnig er lögð fram loftmynd, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  40. Álfaland 15 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020187

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta, dags. 15. febrúar 2023, ásamt greinargerð, dags. 15. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland sem felst í að heimilt verði að skipta húsinu upp í 6 íbúðir og stækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 15. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt nánari útlistun á fyrirspurn, ódags., og tveimur uppdráttum Plúsarkitekta, dags. 14. apríl 2023, annars vegar hugmyndir af bílastæðum og hins vegar hugmyndir af viðbyggingu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Hæðarsel 14 - anddyri, svalir  og viðbygging - USK23020321

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri til vesturs, byggja yfir svalir og stækka efri hæð sem þeim nemur og byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr.14 við Hæðarsel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Fylgigögn

  42. Mýrarás 5 - (fsp) stækkun bílastæðis - USK23050102

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, dags. 6. maí 2023, um að stækka bílastæðið á lóð nr. 5 við Mýrarás út að lóðarmörkum lóðarinnar nr. 7 við Mýrarás. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Neikvætt tekið í erindi, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023.

    Fylgigögn

  43. Keldur og Keldnaholt  - afmörkun lóða - Keldnavegur 1, 3, 7, 9, 19, 25 og 27 - USK23060080

    Lagt fram erindi Landupplýsingardeildar, dags. 7. júní 2023, um afmörkun sjö lóða fyrir fasteignir ríkisins í Keldum, samkvæmt breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2023. Nýju lóðirnar fá staðföngin Keldnavegur 1, 3, 7, 9, 19, 25 og 27.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis og skipulagsráðs.

Fundi slitið kl. 15:01

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 8. júní 2023