Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 917

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 1. júní kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 917. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Þórður Már Sigfússon og Hrönn Valdimarsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Elliðaárdalur - athafnasvæði hestamanna -  breyting á deiliskipulagi - Faxaból 12 - USK23050272

    Lögð fram umsókn Sveins Ragnarssonar, dags. 24. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, athafnasvæðis hestamanna, vegna lóðarinnar nr. 12 við Faxaból. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að gera skýli yfir hluta af gerði við hesthús, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. maí 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  2. Hálsahverfi - breyting á deiliskipulagi - Grjótháls 8 - USK23040007

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 2. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur á suðurmörkum lóðar, utan um geymslu, og verður heimilt að reisa reisa 15 fm. spennustöð innan byggingarreitsins, auk þess er nýtingarhlutfall byggingarreits aukið úr 0,15 í 0,5 vegna mögulegrar byggingar á þvottastöð, smurstöð eða dekkjaverkstæði, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 31. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  3. Hólmsheiði - breyting á deiliskipulagi - Hólmsheiðarvegur 151 - USK23040131

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn VA arkitekta ehf., dags. 18. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar Landsnets vegna lóðarinnar nr. 151 við Hólmsheiðarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur I er færður til og honum snúið ásamt því að lögun reitsins er breytt og hann minnkar. Heimilt verður að byggja á reitnum verkstæðisbyggingu. Byggingarreitur II er stækkaður til norðurs og austurs, en áformað er að núverandi grófvöruverslun sem stendur innan reitsins í dag geti stækkað til austurs ef þörf krefur. Einnig er gert ráð fyrir því að bæta við bygginguna til norðurs. Auk þess mun byggingarreitur ná yfir útigeymslusvæði og olíuskilju sem stand utan reitsins í dag. Gerður er nýr byggingarreitur, byggingarreitur V, þar sem heimilt verður að reisa þrjár byggingar yfir núverandi tengivirki. Byggingarreitir III og IV verða óbreyttir, samkvæmt uppdr. VA arkitekta dags. 18. apríl 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi,þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

  4. Ísaksskóli - Bólstaðarhlíð 20 - breyting á deiliskipulagi - SN220002

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 31. desember 2021 ásamt bréfi, dags. 21. desember 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 31. desember 2021. Einnig var lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022, og minnisblaði Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. Skóla Ísaks Jónssonar ses., dags. 27. febrúar 2023 og uppdrætti Teiknistofunnar storð ehf., dags. 27. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupóstur skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023.

    Umsækjandi er beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  5. Grandagarður 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23040071

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Arcus ehf., dags. 11. apríl 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím, dags. 11. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsen reits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð sem felst í að færa innkeyrslu að bílakjallara til austurs, stækka bílakjallara, minnka salarhæð götuhæðar og auka porthæð rishæðar í stærri nýbyggingu, nýta efri hæðir nýbyggingar næst Mýrargötu sem hótelherbergi og að tengja nýbyggingar saman á efri hæðum með glerjuðum gangi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Sundahöfn - Sundagarðar 10 - breyting á deiliskipulagi - USK23010160

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Brimgarða ehf., dags. 12. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar vegna lóðarinnar nr. 10 við Sundagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs og austurs ásamt því að koma fyrir bílageymslu á lóð, samkvæmt uppdr. Nordic ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Sundagörðum 2, 4-6 og 8 og Sundaborg 8 þegar uppfærðir uppdrættir berast embættinu.

    Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  7. Gufunesvegur 10 - USK23040138

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN060304 þannig að innra skipulagi og flóttastigum utanhúss er breytt, jafnframt er sótt um leyfi fyrir  einnar hæðar viðbyggingu við austurgafl þjónustuhúss starfsmanna, mhl.02 á lóð nr. 10 við Gufunesveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

  8. Vesturgata 61, breyting á deiliskipulagi - SN220428

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gísla B. Ívarssonar, dags. 5. júlí 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 5. desember 2022, br. 26. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2023 til og með 5. maí 2023, br. 26. maí 2023. Lagðar eru fram ábendingar frá Minjastofnun Íslands, dags. 18. apríl 2023 og Veitum, dags. 13. mars 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  9. Framnesvegur 48 - USK23040211

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu á lóð nr. 48 við Framnesveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Hrannarstígur - Öldugata - framkvæmdaleyfi - USK23050310

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 26. maí 2023, um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu og frágangs á yfirborði vegna nýrrar grenndarstöðvar með djúpgámum við Hrannarstíg/Öldugötu. Einnig er lagt fram afrit af bréfi skrifstofu framkvæmda og viðhalds til borgarráðs, dags. 22. maí 2023 ásamt tillögu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Leifsgata 24 - (fsp) kvistur og gluggar - USK23030321

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnars Arnarsonar, dags. 23. mars 2023, um breytingar á kvisti og setja utanáliggjandi svalir á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 24 við Leifsgötu (til vara er aðeins sótt um breytingar á kvisti, samkvæmt tillögu/skissu 2, ódags.) ásamt því að síkka/stækka glugga á norðurhlið hússins, tillögu/skissu 1, ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Skipasund 77 - USK23030228

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu úr timbri á steyptum sökkli, mhl.02, í norðvestur horni lóðar nr. 77 við Skipasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023, samþykkt.

     

    Fylgigögn

  13. Stórholt 33 - USK23010333

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílgeymslu, matshluta nr. 02, einangruð að innanverðu með léttbyggðu einhalla þaki, við hús á lóð nr. 33 við Stórholt. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfi fyrir hagsmunaaðilum að Stórholti 31 og 35 og Stangarholti 22 og 24.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  14. Vatnsmýrarvegur 10 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050179

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 15. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Stefáns Ágústs Magnússonar f.h. Front stjórnunar  ráðgjafar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Vatnsmýrarvegi 10. Sótt er um leyfi fyrir allt að 9 ökutækjum til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Eggertsgata 24 - USK23030258

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu og athvarf fyrir námsmenn, staðsteypt hús á einni hæð klætt lerki, hús nr. 24A á lóð nr. 2-32 við Eggertsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt athugasemdum frá skipulagsfulltrúa, settar í athugasemdalista byggingarfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Afgreitt með athugasemdum skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

  16. Flókagata 24 - USK23030234

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgámasett með sex gámum, þar af fimm 5,0 rúmm. og einn 3,0 rúmm. fyrir endurvinnslu á pappa, málmi og plasti, staðsett norðan við Kjarvalsstaði á lóð nr. 24 við Flókagötu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  17. Norðlingabraut 10 - (fsp) lækka gólf bílageymslu - USK23040144

    Lögð fram fyrirspurn Ferundar ehf., dags. 18. apríl 2023, ásamt bréfi, ódags., um að lækka gólf bílageymslu á lóð nr. 10 við Norðlingabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Sjafnargata 10 - USK23030202

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt erum leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerð hefur verið geymsla fyrir íbúð 0201 í þakrými og skorsteinn hefur verið fjarlægður, einnig er sótt um leyfi til þess endurgera og stækka svalir íbúðar 0201, byggja nýjar steinsteyptar svalir, útigeymslu og tröppur niður á verönd í séreign íbúðar 0101 við austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 10 við Sjafnargötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 13. mars 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sjafnargötu 8 og 12 og Fjölnisvegi 7, 9, 11 og 13.

    Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  19. Breiðholtsbraut - Suðuræð II - Þverum Elliðaár - framkvæmdaleyfi - USK23030360

    Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 29. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 28. mars 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir nýja stofnlögn hitaveitu, Suðuræð II. Þegar hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir þeim hluta lagnarinnar sem fylgir Breiðholtsbrautinni, frá Elliðaám að lokahúsinu við Suðurfell en sá hluti lagnarinnar er hluti af framkvæmd Vegagerðarinnar við breikkun Breiðholtsbrautar og mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Umsókn þessi á við þann hluta lagnarinnar, þar sem hún þverar Elliðaár og tengingu þessarar nýju lagnar við Suðuræð 1, norðan Breiðholtsbrautar. Einnig eru lögð fram frumdrög Landslags, dags. 21. mars 2023, uppdráttur Verkís, grunnmynd og snið, dags. 14. október 2022 síðast yfirfarinn 17. febrúar 2023, yfirlitsmynd Verkís, dags. 10. september 2021 síðast yfirfarin 15. október 2021, svarpóstur Skipulagsstofnunar til Veitna, dags. 20. október 2021, um að framkvæmdin falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, umsagnir helstu hagsmunaaðila og myndir af Suðuræð II við Breiðholtsbrú.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022

  20. Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 1C og 1D - USK23050241

    Lögð fram umsókn Malbikstöðvarinnar ehf., dags. 22. maí 2023 ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 1C og 1D við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðirnar og byggingarreiti, innkeyrslur á sameinaðri lóð verða tvær frá Gullsléttu og færast til frá því sem nú er, annars vegar sunnarlega við Gullsléttu og hins vegar norðan við miðja lóð, auk þess fellur niður kvöð um lagnir þvert yfir lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022

  21. Hólaland - breyting á deiliskipulagi - USK23030388

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólalands á Kjalarnesi.Í breytingunni sem lögð er til felst að refahúsin á lóðinni verða rifin og gerður er nýr byggingarreitur lóð sem mun rúma þrjú færanleg hús, samkvæmt uppdr, Ask arkitekta, dags. 29. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar  hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. og 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022. 

     

  22. Kalkslétta 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23030126

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 8. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Kalksléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Gullsléttu 18.

    Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022

  23. Langavatnsvegur 9 - (fsp) skipting lóðar - USK23040033

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Snæbjörns Pálssonar, dags. 1. apríl 2023, ásamt bréf Þórdísar Gísladóttur og Snæbjörns Pálssonar, dags. 1. apríl 2023, um að skipta lóðinni nr. 9 við Langavatnsveg í tvennt og að lóðirnar fái sitthvort númerið í samræmi við landskiptasamning frá árinu 1971, þinglýstur 12. júní 1984, og loftmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugsemdir við erindið. Sækja þarf um lóðarbreytingu til embætti skipulagsfulltrúa.

  24. Vallá - breyting á deiliskipulagi - USK23010259

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 23. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga stæðum fyrir fugla í húsunum í samræmi við kröfur um aðbúnað alifugla, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 23. janúar 2023. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 23. janúar 2023. Tillagan var auglýst frá 11. apríl 2023 til og með 26. maí  2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Kjalarness, dags. 21. apríl 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Neshamrar 8 - (fsp) stækkun húss - USK23050242

    Lögð fram fyrirspurn Gústafs Smára Björnssonar og Kristínar Maríu Grímsdóttur, dags. 22. maí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 8 við Neshamra, samkvæmt uppdr. VSB verkfræðistofu, dags. 22. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 14:59

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 1. júní 2023