Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 916

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 25. maí kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 916. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Laufey Björg Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Furugerði 3 - (fsp) niðurrif og uppbygging - SN220624

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Þórðar Birgis Bogasonar, dags. 3. október 2022, um niðurrif hússins á lóð nr. 3 við Furugerði og byggja þess í stað 5 hæða íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Fylgigögn

  2. Hlíðargerði 6 - BN061466

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létta timburbyggingu, sólstofu, byggða ofan á timburverönd austan við hús á lóð nr. 6 við Hlíðargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Fríðu Rúnar Þórðardóttur og Jónu Þorvarðardóttur, dags. 18. apríl 2023, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  3. Jöklasel 1-3 - (fsp) bílastæði - USK23040008

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Adams Benedikts B. Finnssonar, dags. 2. apríl 2023, um að taka land/grasbletti sitthvoru megin við bílastæði hússins á lóð nr. 1-3 við Jöklasel í fóstur og breikka bílastæðin þannig að þau fari lítillega yfir grasblettina, samkvæmt skissu, dags. 9. mars 2023. Fjöldi bílastæða verður sá sami og er í dag. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lundahólar 5 - breyting á hverfisskipulagi - USK23040087

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn Nauthóls ehf., dags. 12. apríl 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Lundahóla. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja stakstæðan bílskúr á lóð, samkvæmt uppdr. EVT, dags. 18. janúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Fylgigögn

  5. Stigahlíð 86 - USK23040168

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á 1. hæð, klætt að hluta með læstri málmklæðningu, á lóð nr. 86 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Strýtusel 7 - USK23020254

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja léttbyggðan sólskála og byggja þess í stað steinsteypta viðbyggingu við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Strýtusel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Elliðavatnsstífla - framkvæmdaleyfi - USK23050014

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur  dags. 27. apríl 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir borun hola vegna mælinga á grunnvatnsstöðu í og við Elliðavatnsstíflu. Fyrirhugað er að bora 6 holur í tveimur sniðum. Í hvoru sniði fyrir sig er ein hola staðsett á miðjum stíflutoppnum, önnur í miðjum fláa stíflunnar loftmegin og sú þriðja rétt neðan við stíflutá, samkvæmt verkefnalýsingu, ódags. Einnig eru lagðar fram Skýringar og hnitaskrá, ódags., og ljósmynd, ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  8. Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur og Fjárborg - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK23040070

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal og Fjárborg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt er við a lið í kafla 3.1.5 um Rúlluplan um að heimilt verði að losa uppgröft vegna framkvæmda við nýjar lóðir innan deiliskipulagsmarka í rúlluplön, samkvæmt tillögu Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  9. Ártúnshöfði - framkvæmdaleyfi - USK23040108

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. apríl 2023, ásamt framkvæmdarlýsingu, ódags., um framkvæmdaleyfi fyrir gerð gatna og veitukerfa fyrir nýtt íbúðar- og þjónustuhverfi á núverandi iðnaðarsvæði á Ártúnshöfða. Einnig er lagt fram teikningasett Eflu, dags. í mars 2023, Verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2023 og útboðslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða tilútgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  10. Reitur 1.171.4 - breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 12B og 16 - USK23050104

    Lögð fram umsókn Laugavegar 12b ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt minnisblaði, dags. 24. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12b og 16 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta, dags. 25. ágúst 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

  11. Stórhöfði 15 - (fsp) íbúðir - USK23050202

    Lögð fram fyrirspurn Umbrella ehf., dags. 15. maí 2023, um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð nr. 15 við Stórhöfða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  12. Ægisíða 62 - breyting á deiliskipulagi - SN210597

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Alternance slf. dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu frá Hofsvallagötu að Lynghaga vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar þar sem byggingarreit er skipt niður þannig að aðalreitur verður í kringum núverandi byggingu og minni reitur fyrir sjálfstæða viðbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Alternance slf. dags. 26. janúar 2023. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 26. janúar 2023. Tillaga var grenndarkynnt frá 19. apríl til og með 22. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Borgþór Sverrisson og Kristbjörg Erla Kjartansdóttir, dags. 13. maí 2023 Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Bjarna Felixsyni og Álfheiði Gísladóttur, dags. 25. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Ármúli/Hallarmúli - (fsp) tillaga að uppbyggingu - USK23030222

    Lögð fram fyrirspurn Arkþing-Nordic ehf., dags. 16. mars 2023, um uppbyggingu á reit Ármúla/Hallarmúla, samkvæmt tillögu Nordic, dags. 21. október 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Urðarstígsreitur - breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti - USK23030161

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram umsókn Flóru Vuong Nu Dong, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi bréf Sei, dags. 10 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 51 við Bergstaðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á rishæð hússins auk gerð nýrra kvista á sitt hvorri hliðinni, samkvæmt uppdr. Sei, dags. 10 mars 2023. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 9. janúar 2023 og bréf Minjastofnunar, dags. 23. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 48, 48A, 49, 50, 50A, 52, 53 og 55, Baldursgötu 8 og Urðarstíg 2, 4, 6, 6A, 8 og 8A. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  15. Grensásvegur 24 - breyting á viðbyggingu - USK23030024

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um breytingu á þegar samþykktri viðbyggingu við núv. hús. Breytingin felst í hækkun og stækkun viðbyggingar. Breytingin hefur áhrif á 2. og 3. hæð hússins. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 22 og Heiðargerði 65, 63, 61 og 59. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  16. Háteigsvegur 44 - USK23030370

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að skipta í tvær íbúðir, stækka anddyri og gera sjálfstæðan inngang að efri hæð, gera nýja glugga á norðurhlið og endurnýja aðra glugga, gerð grein fyrir óleyfisviðbyggingu yfir svölum annarrar hæðar ásamt því að breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 44 við Háteigsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Háteigsvegi 42 og 46, Flókagötu 57, 59 og 61 ásamt Háteigskirkju. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  17. Lindargata 14 - breyting á deiliskipulagi - SN220704

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fjórir eigendur og leigjendur að Klapparstíg 14, dags. 14. maí 2023, Guðni Pálsson, dags. 15. maí 2023, Ólafur Th. Ólafsson og Birna Eggertsdóttir, dags. 16. maí 2023, Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir f.h. Silfurbergs ehf. og Berg Contemporary ehf. og Kristinn Pálmarsson f.h. K16 ehf., dags. 15. maí 2023 og danska sendiráðið, dags. 15. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Skeifan 7 og 9 - (fsp) uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis - USK23050227

    Lögð fram fyrirspurn Helgu Bragadóttur, dags. 17. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 16. maí 2023, um uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðunum nr. 7 og 9 við Skeifuna, samkvæmt tillögu TP Bennett, dags. í maí 2023. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits, dags. 16. nóvember 2023, varðandi skoðun og sýnatöku í húsinu að Skeifunni 7 og minnisblað Mannvits, dags. 7. mats 2023, varðandi sig á gólfplötum 2. og 3. hæðar hússins að skeifunni 7.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Ármúli-Vegmúli-Hallarmúli - breyting á deiliskipulagi Suðurlandsbraut 6 - USK23050226

    Lögð fram umsókn Karls Magnúsar Karlssonar, dags. 19. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hæðarfjölda millihúss þannig að heildarfjöldi hæða verður sex æðir í stað fimm ásamt því að byggingarreitur er stækkaður til norðurs fyrir fólksflutningalyftu, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta dags. 16. maí 2023. Einnig er lögð fram skýringarmynd, dags. 16. maí 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

  20. Álfabakki 2A - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030386

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 2A við Álfabakka sem felst í lækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. K.J. ARK slf., dags. 28. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Fylgigögn

  21. Héðinsgata 2 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050157

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Zita Bauze f.h. EU-Gluggar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Héðinsgötu 2. Sótt er um leyfi fyrir tveimur ökutækjum til útleigu.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  22. Krókháls 9 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050160

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Benedikts Eyjólfssonar f.h. Bílabúðar Benna ehf. um að reka ökutækjaleigu að Krókhálsi 9. Sótt er um leyfi fyrir allt að 6 ökutækjum til útleigu.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Laugavegur 72 - (fsp) uppbygging - USK23050175

    Lögð fram fyrirspurn Guðfinnu Svavarsdóttur, dags. 12. maí 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 72 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar og Gunnars Páls Kristinssonar arkitekta, dags. 1. júlí 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Lindargata 50 - breyting á deiliskipulagi - USK23010094

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Tinnu Andrésdóttur, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Lóa Jónsdóttir, dags. 11. apríl 2023, Adama Ndure, dags. 17. apríl 2023, Viktoría Jóhannsdóttir og María Lísa Alexía Jóhannsdóttir, dags. 22. apríl 2023, Karl Pétur Smith, dags. 23. apríl 2023, Frank Hall og Helga Auðardóttir, dags. 24. apríl 2023 og Tinna Andrésdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu f.h. Bruni Lebas, dags. 28. apríl 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  25. Skeifan 3C - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050158

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sifjar Bjarkar Birgisdóttur f.h. Aðalkaupa ehf. um að reka ökutækjaleigu að Skeifunni 3C. Sótt er um leyfi fyrir allt að 10 ökutækjum til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Tjarnargata 37 - USK23040196

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja verönd/pall við suðurhlið og gera þaksvalir á skála við vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Tjarnargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Tröllaborgir 14 - USK23020323

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga eignum og byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu við norðurgafl íbúðar 0102 með þaksvölum fyrir íbúð 0201 í íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Tröllaborgir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Egilsgata 14 - BN060948

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, hæðarlegu lóðar við hús með þremur íbúðum og byggingu stakstæðrar bílgeymslu í vesturhorni lóðar sem tilheyra mun íbúð 01-0201 í húsi á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdr. Arkþings, dags. 12. september 2018, br. 9. og 13. febrúar 2023. Einnig er lögð fram afstöðumynd og skuggavarpi Arkþings, dags. 13. febrúar 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir:  Leyla Eve og Sóley Þorgeirsdóttir, dags. 24. apríl 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  29. Gufunes áfangi 1 - Jöfursbás 6 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030117

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Andersen  Sigurdsson arkitektar, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 6 við Jöfursbás sem felst í að lóðin sem skilgreind er fyrir atvinnuhúsnæði verði að hluta til nýtt undir íbúðabyggingu, samkvæmt tillögu Andersen  Sigurdsson arkitektar dags. 28. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

  30. Hrísateigur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020083

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Bjarna Baldvinssonar, dags. 6. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Hrísateig. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreit bílskúrs er stækkaður og mun bílskúr fylgja sömu hæð og bílaskúrar að Hrísateig 11, samkvæmt uppdr. Arkþing Nordic ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með til 17. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  31. Sogavegur 218 - (fsp) stækkun húss o.fl. - USK23040098

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðbjörns Samsonarsonar, dags. 21. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 218 við Sogaveg sem felst í að byggja við suðvesturhorn hússins, setja hurð á vesturhlið hússins og útbúa þar stúdíóíbúð ásamt því að setja sólstofu ofan á viðbyggingu, samkvæmt teikningum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  32. Nökkvavogur 42 - breyting á deiliskipulagi - USK23030052

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Sigurbjörnssonar, dags. 3. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 42. við Nökkvavog. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja svalir á húsið með tröppum niður í garð, 1.8 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Plús arkitekta, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  33. Einimelur 9 - (fsp) innkeyrsla og bílskúr/auka íbúð - USK23020219

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundssonar, dags. 20. febrúar 2023, um að setja innkeyrslu ásamt bílskúr/auka íbúð á lóð nr. 9 við Einimel, samkvæmt tillögu, dags. 9. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Grímshagi 2 - (fsp) kvistur - USK23040185

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Trípólí ehf., dags. 21. apríl 2023, um að setja kvisti á norðurhlið hússins og síðar meir samskonar kvist á suðurhlið á lóð nr. 2 við Grímshaga, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags. 21. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 21. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Háskóli Íslands - breyting á deiliskipulagi - Sæmundargata 2 - USK23030332

    Lögð fram umsókn Fasteigna Háskóla Íslands ehf., dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 2 við  Sæmundargötu. Í breytingunni felst að afmarkaður eru byggingarreitir fyrir hjólaskýli á þremur stöðum á háskólasvæðinu, samkvæmt uppdr. THG, dags. 10. mars 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

  36. Kvisthagi 1 - (fsp) stækkun lóðar, svalir, bílastæði o.fl. - USK23050153

    Lögð fram fyrirspurn Mörtu Guðrúnar Blöndal, dags. 11. maí 2023, um að setja garðvegg við lóðarmörk lóðarinnar nr. 1 við Kvisthaga, setja 20 fm garðskúr við suðurenda lóðar, loka núverandi svölum á 1. hæð hússins og koma þar fyrir svölum og tröppum niður í garð, setja svalir á kvist hússins ásamt því að stækka lóðina á norðausturhorni og koma fyrir bílastæði með aðgangi að hleðslustöð við hús, samkvæmt uppdr. dags. 10. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Ævintýraborgir - Barónsstígur 34 - Vörðuskóli - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050033

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf. f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 2. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg sem felst í stækkun lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg ásamt stækkun á byggingarreit fyrir leikskóla, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. í mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  38. Silfratjörn 1-3, Gæfutjörn 18 og Skyggnisbraut 21-23 - lóð C1 - breyting á deiliskipulagi - USK23020350

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn VR Blæs leigufélags slhf, dags. 27. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Silfratjörn. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lítillega vestan við húsið, skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir, byggingarreitur B1, B2 og B3, sem allir hafa skilyrta notkun, eitt bílastæði verði fyrir hverja íbúð óháð stærð, auk þriggja bílastæða fyrir hreyfihamlaða, svalir megi ná 160 cm út fyrir byggingarreit, en þó megi þær ekki fara yfir lóðarmörk, heimilt verði að færa byggingarmagn á milli byggingarreita og staðfanga og að sami aðili megi hanna fleiri en eitt hús á lóðinni, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 27. febrúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. apríl 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu ábendingu/athugasemdir: Veitur ohf., dags. 11. maí 2023 og Jörgen Már Ágústsson hjá Magna lögmönnum f.h. Urðarsels ehf., dags. 16. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Þingholtsstræti 21 - (fsp) stækkun húss - USK23050105

    Lögð fram fyrirspurn Vesturstrætis ehf., dags. 8. maí 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti sem felst í að byggja ofan á matshluta 02, sem er einnar hæðar bygging, eina hæð og ris, samkvæmt tillögu Batterísins/Arkitekta, dags. 8. maí 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  40. Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar - ósk um göngugötu - USK23050235

    Lögð fram yfirlýsing húseigenda og rekstraraðila við Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir að sá hluti götunnar verði göngugata.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  41. Rauðarárstígur 31/Þverholt 18 - uppskipting lóðar - USK23050229

    Lögð fram umsókn skrifstofu þjónustu og samskipta, dags. 17. maí 2023, ásamt bréfi Landupplýsinga, dags. 15. maí 2023, um uppskiptingu lóðarinnar Rauðarárstígur 31/Þverholt 18 í tvær lóðir, samkvæmt mæliblaði og breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2023. Einnig er lagður fram uppdráttur Ártúns ehf., dags. 12. desember 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  42. Bústaðavegur 83 - USK23040088

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og og setja 2 kvisti og klæða með aluzink báruklæðingu, setja fjóra þakglugga, nýjar stálsvalir fyrir framan suðurkvist, breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð og risi, nýjan lokaðan stiga frá 2. hæð upp í ris, burðarveggur á milli herbergja á 2. hæð fjarlægður og stálbiti settur í staðinn ásamt því að stækka baðherbergi inn í hjónaherbergi, í risi verða 2 herbergi, baðherbergi og geymsla í húsi á lóð nr. 83 við Bústaðaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:15

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 25. maí 2023