Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 915

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, miðvikudaginn 17. maí kl. 13:04, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 915. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Ingvar Jón Bates Gíslason og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Óðinsgata 14A og 14B - (fsp) nærþjónusta - USK23040152

  Lögð fram fyrirspurn Falk Kruger hjá A2F arkitektum ehf., dags. 19. apríl 2023, ásamt greinargerð, dags. 18. apríl 2023, um að lóðirnar nr. 14A og 14B við Óðinsgötu verði skilgreindar sem nærþjónusta.

  Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

 2. Blesugróf 30 - USK23040047

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, einnar hæðar einbýlishús með bílskúr á lóð nr. 30 við Blesugróf.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 3. Mýrarás 5 - (fsp) stækkun bílastæðis - USK23050102

  Lögð fram fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, dags. 6. maí 2023, um að stækka bílastæðið á lóð nr. 5 við Mýrarás út að lóðarmörkum lóðarinnar nr. 7 við Mýrarás.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 4. Veðurstofureitur - nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing - USK23030053

  Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni.Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins.Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags.Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021, skýrsla 208, og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2022, skýrsla 209. Lýsingin var kynnt frá 30. mars 2023 til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu/umsögn: Umhverfisstofnun, dags. 31. mars 2023, Bjarni V. Guðmundsson, dags. 1. maí 2023, Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023, Veitur, dags. 3. maí 2023, Manga lögmenn f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 4. maí 2023, íbúaráð Miðborga og Hlíða, dags. 4. maí 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 10. maí 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 5. Gufunesvegur 10 - USK23040138

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN060304 þannig að innra skipulagi og flóttastigum utanhúss er breytt, jafnframt er sótt um leyfi fyrir  einnar hæðar viðbyggingu við austurgafl þjónustuhúss starfsmanna, mhl.02 á lóð nr. 10 við Gufunesveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 6. Sogavegur 218 - (fsp) stækkun húss o.fl. - USK23040098

  Lögð fram fyrirspurn Guðbjörns Samsonarsonar, dags. 21. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 218 við Sogaveg sem felst í að byggja við suðvesturhorn hússins, setja hurð á vesturhlið hússins og útbúa þar stúdíóíbúð ásamt því að setja sólstofu ofan á viðbyggingu, samkvæmt teikningum, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 7. Gullteigur 12 - (fsp) kvistur o.fl. - USK23030033

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Styrmis Bjarts Karlssonar, dags. 1. mars 2023, um að setja kvist á þak hússins á lóð nr. 12 við Gullteig og nýjan glugga á baðherbergi ásamt brunaútgang frá risi hússins í baðherbergi, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Fylgigögn

 8. Hofsvallagata 57 - (fsp) bílastæði - USK23020085

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnars Pálssonar, dags. 6. febrúar 2023, ásamt greinargerð, ódags., um að setja bílastæði fyrir framan húsið á lóð nr. 57 við Hofsvallagötu. Einnig eru lögð fram fylgiskjöl; yfirlitsmynd, ljósmynd, samþykki og tillaga að staðsetningu bílastæðis. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Fylgigögn

 9. Héðinsgata 2 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050157

  Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Zita Bauze f.h. EU-Gluggar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Héðisgötu 2. Sótt er um leyfi fyrir tveimur ökutækjum til útleigu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 10. Krókháls 9 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050160

  Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Benedikts Eyjólfssonar f.h. Bílabúðar Benna ehf. um að reka ökutækjaleigu að Krókhálsi 9. Sótt er um leyfi fyrir allt að 6 ökutækjum til útleigu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra

 11. Leifsgata 24 - (fsp) kvistur og gluggar - USK23030321

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnars Arnarsonar, dags. 23. mars 2023, um breytingar á kvisti og setja utanáliggjandi svalir á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 24 við Leifsgötu (til vara er aðeins sótt um breytingar á kvisti, samkvæmt tillögu/skissu 2, ódags.) ásamt því að síkka/stækka glugga á norðurhlið hússins, tillögu/skissu 1, ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023. Fyrirspurn er nu lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 12. Skeifan 3C - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050158

  Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 10. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sifjar Bjarkar Birgisdóttur f.h. Aðalkaupa ehf. um að reka ökutækjaleigu að Skeifunni 3C. Sótt er um leyfi fyrir allt að 10 ökutækjum til útleigu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 13. Skipasund 77 - USK23030228

  Lagt fram erindi fram afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu úr timbri á steyptum sökkli, mhl.02, í norðvestur horni lóðar nr. 77 við Skipasund.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 14. Stórholt 33 - USK23010333

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílgeymslu, matshluta nr. 02, einangruð að innanverðu með léttbyggðu einhalla þaki, við hús á lóð nr. 33 við Stórholt.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 15. Úlfarsárdalur - framkvæmdaleyfi -  Skyggnisbraut, Jarpstjörn, Rökkvatjörn, Silfratjörn og Gæfutjörn - USK23050198

  Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. maí 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir heildarfrágangi ofanvatnsrása ásamt gerð gangstétta og útvistarstígs í Úlfarsárdal, nánar til tekið að Skyggnisbraut, Jarpstjörn, Rökkvatjörn, Silfratjörn og Gæfutjörn.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 16. Vatnsmýrarvegur 10 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23050179

  Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 15. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Stefáns Ágústs Magnússonar f.h. Front stjórnunar  ráðgjafar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Vatnsmýrarvegi 10. Sótt er um leyfi fyrir allt að 9 ökutækjum til útleigu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 17. Vindás-Brekknaás - breyting á skilmálum deiliskipulags - USK23020263

  Lögð fram umsókn Bjargs íbúðarfélags, dags. 20. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 20. mars 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Vindáss-Brekknaáss. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á orðalagi í lið 5.8, er varðar djúpgáma, ásamt því að byggingarmagni er breytt þannig að B rými á jarðhæð eru ekki talin með í skilmálatöflu, samkvæmt tillögu Svövu Jóns - arkitektúr og ráðgjöf, dags. 15. maí 2023.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 18. Ægisgata 4 - (fsp) - USK23050151

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til þess að breyta notkun og gera að gististað í flokki ll, íbúðhús á lóð nr. 4 við Ægisgötu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 19. Hofteigur 22 - BN061190

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem gerð er grein fyrir breytingum á íbúðum og breytingum á stærðum á íbúð 0301 sem ekki hefur verð skráð rétt þannig að hún fer úr 69,1 ferm í 95,0 ferm auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum svölum á íbúð 0301 í húsi á lóð nr. 22 við Hofteig. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

 20. Hofteigur 23 - (fsp) svalir o.fl. - USK23030159

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Péturs Maack, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, um að setja svalir á 1. hæð hússins á lóð nr. 23 við Hofteig, skorstein á vesturhlið og svalahurð í stað glugga á 2. hæð auk þess að bæta við glugga á 2. hæð á norðurhlið, samkvæmt uppdr. PAM/PAM dags. 7. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Laugavegur 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23040127

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella úr gildi heimild til að rífa steinhús á bakhluta lóðar, Laugavegur 1A, ásamt því að núverandi leyfilegt byggingarmagn er fært til. Hluti leyfilegs byggingarmagns verður aukið neðanjarðar ásamt að leyfa rishæð yfir jarðhæð fyrir miðri lóð, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt, dags. 5. apríl 2023. Einnig er lögð fram tillaga/skýringarskjal Davíðs Kr. Pitt, ódags. og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021. 

 22. Laugavegur 176 - breyting á deiliskipulagi - USK23030175

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar, breyting á skilmálum um niðurrif og færslu á byggingarreit bílageymslu út að lóðarmörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 23. Skútuvogur 5 og 7-9 - (fsp) stækkun byggingarreits - USK23050123

  Lögð fram fyrirspurn Indro Candi frá VA arkitektum ehf., dags. 10. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 10. maí 2023, um hvort stækkun á byggingarreit hússins að Skútuvogi 7 um 1 m meðfram gafli kalli á breytingu á deiliskipulagi eða hvort hún falli innan marka gildandi deiliskipulags lóðanna nr. 5 og 7-9 við Skútuvog.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 24. Ævintýraborgir - Fossvogsblettur 2-2A - Fossvogur - skipulagslýsing - USK23050069

  Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2023, ásamt skipulagslýsingu, dags. 18. maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Skipulagslýsing þessi tekur til erfðafestulanda að Fossvogsbletti 2 og 2A í Reykjavík. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 25. Fossvogsbrú - breyting á deiliskipulagi - USK23050037

  Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar og Kópavogs um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, samkvæmt uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 26. Hólaland - breyting á deiliskipulagi - USK23030388

  Lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólalands á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við byggingarreit á lóð sem mun rúma þrjú færanleg hús, samkvæmt uppdr, Ask arkitekta, dags. 29. mars 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 27. Langavatnsvegur 9 - (fsp) skipting lóðar - USK23040033

  Lögð fram fyrirspurn Snæbjörns Pálssonar, dags. 1. apríl 2023, ásamt bréf Þórdísar Gísladóttur og Snæbjörns Pálssonar, dags. 1. apríl 2023, um að skipta lóðinni nr. 9 við Langavatnsveg í tvennt og að lóðirnar fái stitthvort númerið í samræmi við landskiptasamning frá árinu 1971, þinglýstur 12. júní 1984, og loftmynd.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 28. Stigahlíð 86 - USK23040168

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á 1. hæð, klætt að hluta með læstri málmklæðningu, á lóð nr. 86 við Stigahlíð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 29. Strýtusel 7 - USK23020254

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja léttbyggðan sólskála og byggja þess í stað steinsteypta viðbyggingu við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Strýtusel.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 30. Suðurfell 4 - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - USK23050106

  Lögð fram fyrirspurn Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt bréfi Kaldalóns f.h. Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 4 við Suðurfell sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu Kaldalóns, dags. 5. maí 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 31. Tunguvegur 24 - USK23020007

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2023 þar sem sótt er um að byggja 65 m2 viðbyggingu og hækka þak á núverandi húsi. Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti, gera viðbyggingu við norðvesturhlið, lækka gólf kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Tunguveg. Erindi var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 4. apríl 2023.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 32. Þarabakki 3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050146

  Lögð fram fyrirspurn Indro Candi hjá VA arkitektum ehf, dags. 10. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 10. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 3 við Þarabakka sem felst í að heimilt verði að gera íbúðir á 3. hæð hússins og setja svalir meðfram landhliðum þess.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 33. Sigtún 38 og 40A - breyting á deiliskipulagi til umræðu - USK23020332

  Ræða - Lögð fram umsókn Íslandshótela, dags. 26. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 28 (38) og 40A við Sigtún. Í breytingunni sem lögð er til felst að flytja lóð fyrir spennistöð og breyta skilmálum þannig að hún verði neðanjarðar með aðkomu um aksturs skábraut, samkvæmt uppdr. Atelier arkitekta dags. 25. febrúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veitna, dags. 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.

  Samþykkt að framlengja athugasemdafrest að nýju til 30. maí 2023.

 34. Reykjavíkurflugvöllur - aðflugsljós við Suðurgötu - ákvörðun um matsskyldu - USK23030333

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um tilkynningu Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. í mars 2023, um aðflugsljós við Suðurgötu á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og tl. 13.02 í 1. viðauka við lögin. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði deildarstjóra náttúru og garða, dags. 11. maí og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 35. Hlíðarendi - endurnýjun á framkvæmdaleyfi - USK23050121

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. maí 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 8. maí 2023, um endunýjun á framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar að Hlíðarenda þar sem m.a. stendur til að klára frágang Fálkahlíðar frá Nauthólsvegi langleiðina að Smyrilshlíð, Nauthólsveg að norðanverðu milli Fálkahlíðar og Arnarhlíðar ásamt Arnarhlíð milli authólsvegar og Smyrilshlíðar. Samhliða þessu þarf að tengja lagnir veitna að Haukahlíð 2 en sú lóð er komin í uppbyggingu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að klára gönguleiðina með Flugvallarvegi að norðan milli Arnarhlíðar og Hlíðarenda ásamt frágangi borgarlands samhliða uppbygginu við Haukahlíð. Óskað er eftir endurnýjun á leyfi til næstu fjögurra ára. Erindi var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023.

  Samþykkt að endurútgefa framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  Fylgigögn

 36. Suðurfell - þróunarsvæði í suðausturhluta Fellahverfis - skiplagslýsing - USK23050217

  Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýr deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 37. Ævintýraborgir - Laugardalur - breyting á deiliskipulagi - USK23050218

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytinginni sem lögð er til felst að skilgreina tímabundin byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar. Um er að ræða einnar hæðar byggingareiningar, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 17. maí 2023.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið kl. 13:19

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 17. maí 2023