Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 914

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 11. maí kl. 09:11, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 914. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Þórður Már Sigfússon og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram fyrirspurn Basalts ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á notkun jarðhæð hússins á lóð nr. 3 við Bergstaðastræti þannig að heimilt verði að reka þar veitingastað í flokki II.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

 2. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á innra skipulagi, þ.e. 1. og 2. hæðir stækka, breyta verslun í íbúð í rými 0201, breyta geymslu sem var áður með rýmisnúmer 0003 í tómstundarherbergi með nýja baðherbergisaðstöðu, breyta bílskúr í vinnustofu, innra breytingar á öllum þremur hæðum ásamt því að breyta staðsetningu inntaks, fjarlægja stiga á milli hæða og þess í stað koma fyrir nýjum stiga á norðurhlið, endurnýja inngang á 2. hæð, byggja svalir á vesturhlið, endurnýja kvisti og breyta þaki, breyta fyrirkomulagi á lóð með því að breyta landhalla, fækka um eitt stæði af fjórum og færa sorpskýli í húsi á lóð nr. 89 við Langholtsveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 3. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og og setja 2 kvisti og klæða með aluzink báruklæðingu, setja fjóra þakglugga, nýjar stálsvalir fyrir framan suðurkvist, breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð og risi, nýjan lokaðan stiga frá 2. hæð upp í ris, burðarveggur á milli herbergja á 2. hæð fjarlægður og stálbiti settur í staðinn ásamt því að stækka baðherbergi inn í hjónaherbergi, í risi verða 2 herbergi, baðherbergi og geymsla í húsi á lóð nr. 83 við Bústaðaveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 4. Einimelur 12 - (fsp) viðbygging - USK23040091

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 9 maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, breyttu svalahandriði og setlaug í garði einbýlishúss á lóð nr. 12 við Einimel. Erindi fylgir skuggavarp og bréf hönnuðar dags. 13. apríl 2023.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Einimel 10 og 14. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 5. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa bílgeymslu úr forsteyptum einingum með einhalla hefðbundnu timburþaki í norðaustur horni lóðar við hús á lóð nr. 12 við Granaskjól. Erindi var grenndrkynnt frá 29. mars til og með 4. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 6. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn s. ap arkitekta ehf. dags. 20. október 2022, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 39 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að nýtingarhlutfall er hækkað svo hægt sé að koma fyrir millilofti yfir núverandi lagerrými. Við breytinguna eykst byggingarmagn lóðar, samkvæmt uppdr. s. ap arkitekta dags. 17. október 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. mars til og með 4. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 7. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gísla B. Ívarssonar, dags. 5. júlí 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 5. desember 2022. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2023 til og með 5. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands, dags. 18. apríl 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 13. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 8. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060857 þannig að byggð er hæð ofaná mhl. 01 úr timbri klætt læstri málmklæðningu og innrétta skrifstofur og fundarherbergi, endurnýja lyftu, framlengja stigahús og byggja flóttastiga á suðvesturhlið húss á lóð nr. 10 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 29. mars til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðni Franzson, dags. 4. maí 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 9. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram umsókn Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags. 10. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Rimahverfis A-F vegna lóðarinnar nr. 23-25 við Hrísrima. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa ytri byggingarreit til suðurs um 0,5 m og að útbygging verði 36 fm og nái út að ytri byggingarreit, samkvæmt uppdr. Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags 10. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hrísrima 19-21 og Hrísrima 27-29. 

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 10. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 16. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 58 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja svalir á bakhlið hússins með tröppum út í garð, samkv. uppdr. Plúsarkitekta dags. 15. september 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. mars 2023 til og með 4. maí 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 17. apríl 2023.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 11. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram umsókn Nýs Landspítala ohf., dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Álmgerðis 1 - Grensásdeildar vegna lóðarinnar nr. 1 við Álmgerði. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit, aukning á byggingarmagn og hækkun á hámarkskóta, samkvæmt uppdr. Arkþing-Nordic ódags. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 12. Lögð fram umsókn Búseta hsf., dags. 13. apríl 2023, ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 23. mars 20223, um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegnar lóðarinnar nr. 5-7 við Árskóga. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt tillögu A2F arkitekta ehf/Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 23. mars 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 13. Lögð fram fyrirspurn Birkis Arnar Arnarsonar, dags. 24. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 11 við Bakkagerði sem felst í að hækka risi hússins og bæta við kvistum.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 14. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir og koma fyrir heitum potti á svalir við íbúð 01-0201, koma fyrir heitum potti á verönd íbúðar 01-0101 og gera hurð frá gangi in í bílgeymslu, rými 02-0102 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Brúnaveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 15. Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2023, um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 2-2A við Fossvogsblett.  Í tillögunni felst m.a. í að skilgreind er ný lóð fyrir 10 deilda leikskóla, skilgreindur er byggingarreitur fyrir leikskóla og sett er inn hverfisvernd fyrir gróður, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 24. apríl 2023. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

 16. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja stórt tré við lóðarmörk, stækka garðskála og koma fyrir kaminu við suðvesturútvegg garðskála, mhl. 03, á lóð nr. 46 við Freyjugötu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf., dags. 30. mars 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsóknfyrir hagsmunaaðilum að Freyjugötu 44 og Barónsstíg 78.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 17. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram umsókn Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hjallavegi 28 og 30 og Ásvegi 10 og 11.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 18. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt erum leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerð hefur verið geymsla fyrir íbúð 0201 í þakrými og skorsteinn hefur verið fjarlægður, einnig er sótt um leyfi til þess endurgera og stækka svalir íbúðar 0201, byggja nýjar steinteyptar svalir, útigeymslu og tröppur niður á verönd í séreign íbúðar 0101 við austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 10 við Sjafnargötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 13. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 19. Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur  dags. 27. apríl 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir borun hola vegna mælinga á grunnvatnsstöðu í og við Elliðavatnsstíflu. Fyrirhugað er að bora 6 holur í tveimur sniðum. Í hvoru sniði fyrir sig er ein hola staðsett á miðjum stíflutoppnum, önnur í miðjum fláa stíflunnar loftmegin og sú þriðja rétt neðan við stíflutá, samkvæmt verkefnalýsingu, ódags. Einnig eru lagðar fram Skýringar og hnitaskrá, ódags., og ljósmynd, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 20. Lögð fram fyrirspurn Reynis Kristinssonar, dags. 26. apríl 2023, ásamt greinargerð, ódags., um annars vegar að koma fyrir gestahúsi austan við núverandi íbúðarhús að Kjalarnesi, Völlum og hins vegar að koma fyrir smábýli tengt skógræktarsvæði vinstra megin við núverandi heimreið að Kjalarnesi, Völlum 2. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir, ódags., sem sýna fyrirhugaðar staðsetningar.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 21. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram umsókn Byggingarfélag Gylfa/Gunnars hf., dags. 7. mars 2023, vegna breytinga á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 33 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á hámarks byggingarmagni neðanjarðar, samkvæmt uppdr. Archus arkitekta, dags. 13. desember 2022. Einnig eru lagðir fram uppdr. vegna lóðarhönnunar, dags. í nóvember og desember 2021 og í mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 22. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits, reita U og L. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind eru stærri svæði innan núverandi útivistarsvæðis sem leik-, íþrótta- og dvalarsvæði, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 4. maí 2023.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 23. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Brimgarðs ehf., dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi sem felst í heimilt verði að byggja fjögur alifuglahús austan við núverandi alifuglahús á lóðinni þannig að í heildina verði 11 alifuglahús á lóð, en eftir áformaða stækkun kjúklingabúsins verða 196.000 stæði fyrir kjúklinga á búinu, auk þess er gert ráð fyrir haughúsi,samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 24. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023.

  Fylgigögn

 24. Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., dags. 14. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 11. nóvember 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettavæðis vegna lóðanna nr. 6, 8 og 10 við Skarfagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna, afmörkun lóðar breytist og stækkar til norðurs, bætt er við nýjum byggingarreit og núverandi byggingarreitur fellur niður, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta 16. janúar 2023, br. 10. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2023 til og með 5. maí  2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 4. maí 2023.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

 25. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Baldvins Ómars Magnússonar, dags. 24. mars 2023, um að búa til nýja landskika úr jörðinni Stardal á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram bréf Mannvits, dags. 12. janúar 2022, Grunnmyndir og hnitaskrár, dags. 6. desember 2021 og 29. nóvember 2022 og yfirlitsmynd, dags. 7. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2023 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 22,0 ferm., torgsöluhúsi, staðsett í norðvesturhorni bílastæða, vestan við hús á lóð nr. 30 við Sundlaugaveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 27. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Hópbifreiða Kynnisferða ehf., dags. 17. mars 2023, um að setja upp hleðslustöðvar fyrir hópferð- og fólksbíla á lóð nr. 10 við Vatnsmýrarveg. Einnig er lögð fram lýsing á framkvæmdinni, dags. 7. mars 2023, og teikning, dags. 7. mars 2023. Fyrirspurninni var  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið

 28. ögð fram fyrirspurn Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 3. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíðar, reits 1.714, vegna lóðarinnar nr. 17 við Hamrahlíð sem felst í aukningu á byggingarmagni lóðarinnar, bæta við einni hæð ofan á norðurhluta hússins og lengja inndregna 6. hæð til norðurs, samkvæmt  uppdr. ASK arkitekta, dags. 3. apríl 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 29. Lögð fram fyrirspurn Ólafar Lilju Sigurðardóttur, dags. 29. mars 2023, um að gera aukaíbúð í suðurenda jarðhæðar hússins á lóð nr. 14 við Heiðarás, setja hurð á vesturvegg hússins í stað núverandi glugga og lítinn glugga á norðurvegg jarðhæðar þar sem nú er þvottahús, samkvæmt uppdr. Tensio ehf., dags. 26. mars 2022.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 30. Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 21. mars 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 15 við Breiðhöfða, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 31. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Elliðaárvogs-Ártúnshöfða - svæðis 7 (Bíldshöfða/Breiðhöfða) á hluta miðsvæðis M4a og á opnu svæði OP30 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða var staðfest árið 2017 og í framhaldi hefur verið unnið að deiliskipulagi minni áfanga á svæðinu. Skipulagssvæðið afmarkast af Bíldshöfða til suðurs, stoðvegg til norðurs (deiliskipulagsmörkum áfanga 1 og 2 skv. rammaskipulagi), Breiðhöfða til austurs og Þórðarhöfða til vesturs. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð þar sem stærstur hluti verður íbúðarhúsnæði. Einnig er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði, sérstaklega á götuhæðum við Bíldshöfða og Breiðhöfða. Byggingarmagn og hæðir húsa munu ráðast við gerð deiliskipulags m.t.t. markmiða aðalskipulags um sjálfbæra þróun og gæði byggðar sbr. skipulagslýsingu Nordic dags 25. janúar 2023. Einnig er lögð fram fornleyfaskrá BorgarsögusafnsReykjavikur, skýrsla 2012. Lýsingin var kynnt frá 21. mars 2023 til og með 18. apríl 2023. Eftirtaldir sendu ábendingar/athugasemdir/umsögn: Jón Þorvaldsson og Steinunn Þorvaldsdóttir, dags. 10. febrúar 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 11. apríl 2023, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, dags. 12. apríl 2023, Veitur, dags. 18. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 18. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023 og Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2023 og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 32. Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 8. maí 2023, um endunýjun á framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar að Hlíðarenda þar sem m.a. stendur til að klára frágang Fálkahlíðar frá Nauthólsvegi langleiðina að Smyrilshlíð, Nauthólsveg að norðanverðu milli Fálkahlíðar og Arnarhlíðar ásamt Arnarhlíð milli authólsvegar og Smyrilshlíðar. Samhliða þessu þarf að tengja lagnir veitna að Haukahlíð 2 en sú lóð er komin í uppbyggingu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að klára gönguleiðina með Flugvallarvegi að norðan milli Arnarhlíðar og Hlíðarenda ásamt frágangi borgarlands samhliða uppbygginu við Haukahlíð. Óskað er eftir endurnýjun á leyfi til næstu fjögurra ára.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

 33. Lögð fram umsókn THG arkitekta, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7 við Höfðabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka vesturhluta núverandi húss um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 19. apríl 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

 34. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. apríl 2023, þar sem tilkynnt er að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem eftirfarandi upplýsingar/umsagnir vantar: Skýra þarf betur samræmi við ákvæði aðalskipulags sbr. töflu 6.1., gera þarf betur grein fyrir áhrifum þess að rífa þann byggingarmassa sem er á svæðinu, setja þarf fram upplýsingar um heildarfjölda íbúa á reitnum öllum, setja þarf fram upplýsingar um stærð breytingarsvæðis, í greinargerð þarf að leggja mat á umhverfisáhrif breytingarinnar sbr. grein 5.4 í skipulagsreglugerð og afla þarf umsagna Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt teikningasetti, dags. 13. júní 2022, síðast br. 11. maí 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2023.

  Lagt fram. 

  Fylgigögn

 35. Lögð fram fyrirspurn Skógarvegar 6-8, húsfélags, dags. 3. maí 2023, ásamt bréfi Ólafs Jónssonar f.h. Húsfélagsins, dags. 2. apríl 2023, um að Reykjavíkurborg úthluti lóðinni nr. 6-8 við Skógarveg lóð í borgarlandi/15 bílastæði sem staðsett er fyrir framan lóðina. Ef ekki er hægt að verða við því er óskað eftir því að borgin feli húsfélaginu lóðina í fóstur eða til afnota og geri húsfélaginu kleyft að merkja stæðin eða að borgin endurskoði merkingar og fyrirkomulag bílastæða við Skógarveg þannig að ekki verði heimilt að sérmerkja stæði við götuna.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 36. ögð fram fyrirspurn Snorrahúss ehf., dags. 26. apríl 2023, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 26. apríl 2023, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 62 við Snorrabraut.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 37. Lögð fram umsókn Sigríðar Halldórsdóttur, dags. 24. mars 2023, ásamt greinargerð, dags. 24. mars 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 53 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 22. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. október 2022.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

 38. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, vegna lóðarinnar nr. 38 við Njálsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst í að rífa núverandi bílgeymslu á baklóð og byggja þess í stað íbúðarhús með stakri íbúð á einni og hálfri hæð með þakverönd að Öskustíg, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 10. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023. Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 36, 40 og 40b og Bergþórugötu 11, 13, 15 og 15a.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

Fundi slitið kl. 15:58

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 11. maí 2023