Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 911

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 13. apríl kl. 09:14, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 911. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir, Helena Stefánsdóttir.  Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson, Sólveig Sigurðardóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Einimelur 9 - (fsp) innkeyrsla og bílskúr/auka íbúð - USK23020219

    Lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundssonar, dags. 20. febrúar 2023, um að setja innkeyrslu ásamt bílskúr/auka íbúð á lóð nr. 9 við Einimel, samkvæmt tillögu, dags. 9. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Miklabraut: Háaleitisbraut - Kringlumýrarbraut - framkvæmdaleyfi - USK23030264

    Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 20. mars 2023, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar kaldavatnslagnar við Kringlumýrarbraut að núverandi kaldavatnslögn austan Háaleitisbrautar, að undanskilinni lögn undir vestari Kringlugötu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Mannvits, dags. 31. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Bergstaðastræti 4 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22122920

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Hótels Óðinsvé, dags. 15. desember 2022, ásamt bréfi Bjarna Hákonarsonar f.h. Gamma ehf., dags. 5. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 4 við Bergstaðastræti sem felst í að rífa bakhúsið á lóðinni, auka nýtingarhlutfall og byggingarmagn, byggja nýtt hús sem yrði á fjórum hæðum, með verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum, tengja nýbygginguna við núverandi hús og koma fyrir lyftu sem snýr að bakgarði ásamt svalagöngum, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lögð fram skýrsla Eflu um ástandsskoðun, dags. í mars 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Fylgigögn

  4. Eggertsgata 24 - USK23030258

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu og athvarf fyrir námsmenn, staðsteypt hús á einni hæð klætt lerki, hús nr. 24A á lóð nr. 2-32 við Eggertsgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Ármúli 38 - breyting á notkun - BN060263

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun rýmis 0302, matshluta 02, úr skrifstofu í íbúð í húsi á lóð nr. 38 við Ármúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Álfheimar 74 - USK23020162

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um breytingu á auglýsingaflötum, frá flettiskilti í stafrænt skilti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Tryggingarstofnunarreitur - Grettisgata 87- (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020110

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Þórarins Þórarinssonar, dags. 9. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingastofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 87 við Grettisgötu sem felst í að byggja hús samkvæmt uppdr. Arkiteó, dags. 8. febrúar 2023.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2023.

    Tölvupóstur skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2023, lagður fram.

  8. Mosavegur hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi "Spöngin svæði H" - SN220067

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Trípólí arkitekta, dags 8. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu H, vegna hjúkrunarheimilis við Mosaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð 9750 m2 að stærð. Heimildum til uppbyggingar á svæðinu er breytt þannig að í stað íþróttahúss og sundlaugar verði heimilt að byggja 3-5 hæða hjúkrunarheimili með allt að 145 rýmum og tengdri þjónustu. Settir eru sérskilmálar fyrir uppbygginguna. Tillagan var auglýst frá 9. febrúar 2023 til og með 24. mars 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands, dags. 13. febrúar 2023, íbúaráð Grafarvogs, dags. 16. mars 2023 og Veitur, dags. 21. mars 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 og er nú lagt fram að nýju. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

  9. Álfabakki 2A - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030386

    Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 2A við Álfabakka sem felst í lækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. K.J. ARK slf., dags. 28. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Fossháls 15 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23040055

    Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 4. apríl 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hallgríms Kristinssonar f.h. Hálendu ehf., um að reka ökutækjaleigu að Fosshálsi 15.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Hávallagata 17 - USK23010303

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera kvisti á austurþekju húss, hækka handrið svala 1. og 2. hæðar og breyta innra skipulagi íbúðar 0301, í íbúðarhúsi á lóð nr. 17 við Hávallagötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Hrísrimi 23-25 - breyting á deiliskipulagi - USK23030162

    Lögð fram umsókn Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags. 10. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Rimahverfis A-F vegna lóðarinnar nr. 23-25 við Hrísrima. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa ytri byggingarreit til suðurs um 0,5 m og að útbygging verði 36 fm. og nái út að ytri byggingarreit, samkvæmt uppdr. Sigurbjargar Helgu Gunnbjörnsdóttur, dags 10. mars 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022

  13. Langirimi 21-23 - (fsp) breyting á notkun rýma á 2. hæð - USK23010158

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Apartment and rooms ehf., dags. 12. janúar 2023, ásamt bréfi Jóns Guðmundssonar, dags. 6. janúar 2023, um breytingu á notkun rýma á 2. hæð hússins á lóð nr. 21-23 við Langarima úr vinnustofum í íbúðir. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Skipasund 7 - (fsp) breyta bílskúr - USK23020011

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Þórs Einarssonar, dags. 30. janúar 2023, um að breyta bílskúr í tómstunda vinnuaðstöðu á lóð nr. 7 við Skipasund. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Ármúli 28 og 30 - sameining lóða - SN220743

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram umsókn Helga Indriðasonar f.h. Selsins Fasteignafélags ehf., dags. 22. nóvember 2022, um sameiningu lóðanna nr. 28 og 30 við Ármúla. Einnig eru lagðar fram teikningar ASK arkitekta, dags. 4. október 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

    Fylgigögn

  16. Grensásvegur 48 - (fsp) breyting á notkun á 2. hæð - USK23030119

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Karius ehf., dags. 7. mars 2023, ásamt bréfi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 7. mars 2023, um að gera þrjár litlar íbúðir í atvinnurými á 2. hæð hússins á lóð nr. 48 við Grensásveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Háteigsvegur 2 - (fsp) stækkun húss - USK23030220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Hárlausna ehf., dags. 15. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 2 við Háteigsveg sem felst í að gera einnar hæðar viðbyggingu úr gleri til norðurs, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 13. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Hjallavegur 30 - breyting á deiliskipulagi - USK23030385

    Lögð fram umsókn Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023.

    Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.

  19. Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16 - nýtt deiliskipulagi - SN220212

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2022 var lögð fram umsókn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. apríl 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í tillögunni sem lögð er til felst heimild til niðurrifs og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. (skuggavarp og snið) Axels Kaaber dags. 15. mars 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 214, og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  20. Langholtsvegur 42 - breyting á notkun bílskúrs - USK23020257

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta ehf., dags. 21. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 20. febrúar 2023, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 42 við Langholtsveg í vinnustofu/tómstundarými.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Tryggingarstofnunarreitur - Laugavegur 114-118 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030305

    Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 21. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingarstofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 114-118 við Laugaveg sem felst í íbúðabyggð ásamt bílgeymslu í núverandi og nýjum húsum, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Sogavegur 3 - stækkun húss - USK23030201

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun á báðum hæðum hússins, þar sem stækkuð er starfsmannaaðstaða á neðri hæðar og nýtt móttökurými á efri hæð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  23. Furugerði 3 - (fsp) niðurrif og uppbygging - SN220624

    Lögð fram fyrirspurn Þórðar Birgis Bogasonar, dags. 3. október 2022, um niðurrif hússins á lóð nr. 3 við Furugerði og byggja þess í stað 5 hæða íbúðarhúsnæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Grettisgata 43 - (fsp) fjölgun íbúða - USK23020035

    Lögð fram fyrirspurn Stay ehf., dags. 1. febrúar 2023, um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 43 við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Grjótháls 8 - breyting á deiliskipulagi - USK23040007

    Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 2. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur á suðurmörkum lóðar, utan um geymslu, og verður heimilt að reisa reisa 15 fm. spennustöð innan byggingarreitsins, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 31. mars 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.  

  26. Gullteigur 12 - (fsp) kvistur o.fl. - USK23030033

    Lögð fram fyrirspurn Styrmis Bjarts Karlssonar, dags. 1. mars 2023, um að setja kvist á þak hússins á lóð nr. 12 við Gullteig og nýjan glugga á baðherbergi ásamt brunaútgang frá risi hússins í baðherbergi, samkvæmt skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Hlaðhamrar 52 - (fsp) stækkun leikskóla - USK23030188

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. mars 2023, ásamt bréfi Urban arkitekta, dags. 8. mars 2023, um stækkun núverandi leikskólabyggingar á lóð nr. 52 við Hlaðhamra, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta 3. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Hofteigur 22 - BN061190

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem gerð er grein fyrir breytingum á íbúðum og breytingum á stærðum á íbúð 0301 sem ekki hefur verð skráð rétt þannig að hún fer úr 69,1 ferm í 95,0 ferm auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum svölum á íbúð 0301 í húsi á lóð nr. 22 við Hofteig.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Klettháls 5 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030073

    Lögð fram fyrirspurn Stillingar hf., dags. 6. mars 2023, ásamt bréfi teiknistofunnar Storð ehf., dags. 3. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Klettháls, vegna lóðarinnar nr. 5 við Klettháls sem felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, aukningu á byggingarmagni og að heimilt verði að byggja við húsið til norðurs, vesturs og suðurs, samkvæmt uppdr. Storðar teiknistofu, dags. 24. febrúar 2023. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 3. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Stórhöfði 33A - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030238

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 17. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 33A við Stórhöfða sem felst í að heimila uppbygging skrifstofuhúsnæðis á svæði við hlið Stórhöfða 33B, samkvæmt tillögu THG, dags. 16. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Fylgigögn

  31. Ægisíða 62 - breyting á deiliskipulagi - SN210597

    Lögð fram að nýju umsókn Alternance slf. dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu frá Hofsvallagötu að Lynghaga vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar þar sem byggingarreit er skipt niður þannig að aðalreitur verður í kringum núverandi byggingu og minni reitur fyrir sjálfstæða viðbyggingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Alternance slf. dags. 26. janúar 2023. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 26. janúar 2023.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ægissíðu 60 og 64 og Tómasarhaga 35, 37, 39 og 41.

  32. Almannadalur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020066

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram umsókn Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á mæni hússins og að gluggar og svalir snúi í suðurátt, samkvæmt uppdr. Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 8. mars 2023. janúar 2023. Samþykkt var að grenndarkynna framlagða tillögu og er erindi nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna leiðrétta tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Almannadal 1-29.

  33. Dalsmynni - (fsp) skipting lands - USK23030383

    Lögð fram fyrirspurn Bjarna Bærings, dags. 29. mars 2023, um að skipta upp lóðinni að Dalsmynni á Kjalarnesi í fjóra hluta, samkvæmt tillögu, ódags. að afmörkun sem skissuð er á yfirlitsmynd. Einnig er lagt fram hnitakorti Rorum, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  34. Lambhagavegur 2-4 - (fsp) breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - USK23030266

    Lögð fram fyrirspurn Lambhagavegar fasteignafélags ehf., dags. 21. mars 2023, ásamt bréfi Landslaga, dags. 13. mars 2023, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Lambhagaveg sem felst í að heimilt verði að vera með matvöruverslun á lóð, samkvæmt tillögu THG arkitekta dags. 12. desember 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Melavellir - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030346

    Lögð fram fyrirspurn Brimgarðs ehf., dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi sem felst í heimilt verði að byggja fjögur alifuglahús austan við núverandi alifuglahús á lóðinni þannig að í heildina verði 11 alifuglahús á lóð, en eftir áformaða stækkun kjúklingabúsins verða 196.000 stæði fyrir kjúklinga á búinu, auk þess er gert ráð fyrir haughúsi, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 24. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Stardalur - (fsp) landskikar - USK23030350

    Lögð fram fyrirspurn Baldvins Ómars Magnússonar, dags. 24. mars 2023, um að búa til nýja landskika úr jörðinni Stardal á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram bréf Mannvits, dags. 12. janúar 2022, Grunnmyndir og hnitaskrár, dags. 6. desember 2021 og 29. nóvember 2022 og yfirlitsmynd, dags. 7. mars 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Álmgerði 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23030387

    Lögð fram umsókn NSLH ohf., dags. 30. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Álmgerðis 1 - Grensásdeildar vegna lóðarinnar nr. 1 við Álmgerði. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit, aukning á byggingarmagn og hækkun á hámarkskóta, samkvæmt uppdr. Arkþing-Nordic ódags.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  38. Jakasel 29 og 31 - (fsp) kjallararými - USK23030219

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar, dags. 15. mars 2023, ásamt greinargerð, ódags., um að kjallararými húsanna á lóð nr. 29 og 31 við Jakasel fáist samþykkt sem íverurými, samkvæmt uppdr. Andakt arkitekta, dags 3. mars 2023. Fyrirspurninni var  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  39. Klapparberg 15 - viðbygging með þaksvölum - USK23030204

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timbur viðbyggingu með þaksvölum við austurhlið einbýlishúss, mhl.01,  á lóð nr. 15 við Klapparberg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist hverfisskipulagi.

  40. Klyfjasel 26 - breyting á hverfisskipulagi - USK23020221

    Lögð fram umsókn Guðjóns Þórs Erlendssonar, dags. 19. febrúar 2023, ásamt greinargerð, ódags, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klyfjasel. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa byggingarreit fyrir bílskúr nær húsinu og að byggja opið bíslag við inngang, samkvæmt uppdr. Thor Architects, dags. 13. febrúar 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  41. Skálagerði 6A - afmörkun lóðar fyrir dreifistöð - USK23030356

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, landupplýsingardeildar, dags. 28. mars 2023 um afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Veitna að skógargerði, samkvæmt mæliblaði dags. 28. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.

  42. Stangarhylur 3-3A - (fsp) stækkun húss og breyting á notkun - USK23030122

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Alva Capital ehf., dags. 8. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 3-3A við Stangarhyl og breytta notkun, samkvæmt uppdr. Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf., dags. 12. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  43. Vogasel 7 - (fsp) breyting á stiga, stoðveggir og kjallaragluggi - USK23020294

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Gerhard, dags. 6. febrúar 2023, um breytingar á stiga fyrir aðalinngang hússins á lóð nr. 7 við Vogasel, minnka hæðarmun lóðarinnar og koma fyrir stoðveggjum við lóðarmörk ásamt því að setja auka glugga á kjallara hússins, samkvæmt tillögu/skissum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023.

    Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. apríl 2023. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:53

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023