Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 30. mars kl. 09:09, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 910. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Lilja Grétarsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Bergstaðastræti 51 - breyting á deiliskipulagi - USK23030161
Lögð fram umsókn Flóru Vuong Nu Dong, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi bréf Sei, dags. 10 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits-norðurhluta vegna lóðarinnar nr. 51 við Bergstaðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á rishæð hússins auk gerð nýrra kvista á sitt hvorri hliðinni, samkvæmt uppdr. Sei, dags. 10 mars 2023. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 9. janúar 2023 og bréf Minjastofnunar, dags. 23. febrúar 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Langholtsvegur 89 - (fsp) - stækkun húss, breyting á kvistum og svölum o.fl. - USK23030067
Lögð fram fyrirspurn Aflorku ehf. dags. 6. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 23. janúar 2023, um m.a. stækkun hússins á lóð nr. 89 við Langholtsveg til vesturs, breytingar á kvistum og þaki, setja svalir á vestur og austurhlið hússins, breytingar á bílastæðum og lóð og breytingar á skráningum rýma/notkun, ásamt því að setja setja smáhýsi á lóðarmörk að suðausturhorni lóðar fyrir hjólageymslu. Til vara er óskað eftir að setja hjólageymslu á dvalarsvæði á suðvesturhluta lóðar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Óðinsgata 14A og 14B - (fsp) gististaður í flokki II - SN220757
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Erkiengils ehf., dags. 28. nóvember 2022, ásamt bréfi Libra lögmanna, dags. 23. nóvember 2022, um rekstur gististaðar í flokki II í húsum á lóðum nr. 14a og 14b við Óðinsgötu. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Libra lögmanna, dags. 17. febrúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2023.
Tölvupóstur skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2023, lagður fram.
-
Þórsgata 24-28 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020067
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Nava ehf., dags. 5. febrúar 2023, ásamt bréfi Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðarinnar nr. 24-28 við Þórsgötu sem felst í breytingu á notkun lóðarinnar úr verslunar- og þjónustulóð í íbúðarhúsalóð ásamt því að fjölga íbúðum í húsinu, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf dags. 1. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Fossvogur, Kringlumýrarbraut og Suðurhlíð - framkvæmdaleyfi - SN220464
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar, dags. 25. júlí 2022, um framkvæmdaleyfi vegna gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Kringlumýrarbraut að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar, aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna. Einnig er lagt fram teikningahefti Hnit verkfræðistofu, dags. í júní 2022, og útboðslýsing Hnit verkfræðistofu, dags. í apríl 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 30. september 2022 til og með 28. október 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Friðrik Sigurðsson og Magnea S. Magnúsdóttir, dags. 6. október 2022, Þórarinn G. Pétursson og Kristín Þórðardóttir, dags. 9. október 2022, Anna Pálsdóttir, Björn Sigurbjörnsson og Jóhanna Björnsdóttir, dags. 18. október 2022, Haraldur Sigþórsson, dags. 18. október 2022, Viktoría Valdimarsdóttir, dags. 18. október 2022, Ragnar Halldór Hall, dags. 18. október 2022, Guðni Sigfússon og Anna M. Björnsdóttir, dags. 18. október 2022, Sigríður Kristín Pálsdóttir og Snæbjörn Þór Ólafsson, dags. 19. október 2022, Guðríður Gísladóttir og Ragnar Halldór Hall, dags. 23. október 2022, Eggert Gunnarsson, dags. 24. október 2022, Sigrún Kelleher, dags. 25. október 2022, Þóra Sigríður Jónsdóttir f.h. húseiganda að Suðuhlíð 36, dags. 26. október 2022, Hrafnhildur Grace Ólafsdóttir, dags. 26. október 2022, Auður Pálsdóttir f.h. Jóhönnu Björnsdóttur, dags. 26. október 2022, Anna Björg Halldórsdóttir, dags. 26. október 2022, Árni Samúelsson, dags. 26. október 2022, Sigríður Svana Pétursdóttir og Jón Sigurðarson, dags. 26. október 2022, Þóra Eyjólfsdóttir, dags. 27. október 2022, María Friðjónsdóttir, dags. 26. október 2022, og Þorbjörg Jónsdóttir og Jóhannes Kristinsson, dags. 28. október 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Björns Sigurbjörnssonar og Önnu Pálsdóttur, dags. 18. og 22. október 2022, þar sem óskað er eftir fundi og betri kynningu og tölvupóstar Jóns Sigurðarsonar, dags. 20. og 24. október 2022, þar sem óskað er eftir fundi og frekari upplýsingum/gögnum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Haukahlíð reitur I - breyting á deiliskipulagi - USK23010208
Lögð fram umsókn Bjargs Íbúðafélags, dags. 17. janúar 2023 ásamt bréfi dags. 16. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 16. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reits I við Haukahlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst fjölgun íbúða, fjölgun bílastæða, salarhæð verði allt að 3.0 m og að norður og suðurhlið verði deilt í fjórar einingar í stað fimm.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Reykjavíkurflugvöllur - aðflugsljós við Suðurgötu - ákvörðun um matsskyldu - USK23030333
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um tilkynningu Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. í mars 2023, um aðflugsljós við Suðurgötu á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og tl. 13.02 í 1. viðauka við lögin.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sunnuvegur 27 - garðskáli - USK23030217
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa garðskála úr stáli, áli og gleri á steyptum sökklum með hellulögðu gólfi á suðvesturhorni lóðar á lóð nr. 27 við Sunnuveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Norðlingabraut 6 - bygging staðsteyptrar verkstæðisbyggingu - USK23020209
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta verkstæðisbyggingu á einni hæð fyrir réttinga og bílasprautun, byggingin er skipt upp í tvo hluta, verkstæði og skrifstofu ásamt stoðrýmum, hús á lóð nr. 6 við Norðlingabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Mosavegur hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi "Spöngin svæði H" - SN220067
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Trípólí arkitekta, dags 8. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu H, vegna hjúkrunarheimilis við Mosaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð 9750 m2 að stærð. Heimildum til uppbyggingar á svæðinu er breytt þannig að í stað íþróttahúss og sundlaugar verði heimilt að byggja 3-5 hæða hjúkrunarheimili með allt að 145 rýmum og tengdri þjónustu. Settir eru sérskilmálar fyrir uppbygginguna. Tillagan var auglýst frá 9. febrúar 2023 til og með 24. mars 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands, dags. 13. febrúar 2023, íbúaráð Grafarvogs, dags. 16. mars 2023 og Veitur, dags. 21. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Spítalastígur 4, 4B, 6 og 6B - breyting á deiliskipulagi - USK22122958
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar, dags. 19. desember 2022, ásamt minnisblaði, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreita vegna lóðanna nr. 4, 4B, 6 og 6B við Spítalastíg. Í breytingunni sem lögð er til felst að kvöð um umferð á lóð Spítalastígs 4 að Spítalastíg 4B verður felld út og Þess í stað verður sett kvöð á allar lóðir um umferð að Spítalastíg 4B í framhaldi af umferðarkvöð á lóð 6. Byggingamagn á Spítalastíg 4 eykst sem nemur flatarmáli undirganga. Byggingarreitur fyrir Spítalastíg 4B og 6B verður færður um 3m til vesturs. Lóðamörkum milli 4B og 6B verður jafnframt breytt þannig að þau skipta byggingarreit í tvo jafna helminga. Lóðastærðir breytast eins og kemur fram í skilmálatöflu og gert er ráð fyrir tveim bílastæðum við austurgafl Spítalastígs 6B. Tillagan var auglýst frá 9. febrúar 2023 til og með 24. mars 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 13. mars 2023.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Sólheimar 11-13 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030336
Lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. f.h. eiganda, dags. 24. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 23. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 11-13 við Sólheima sem felst í að skipta upp lóð Langholtskirkju og nýta hluta hennar undir íbúðarbyggingu, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 23. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Aðalstræti 9 - (fsp) breyting á notkun - USK23030239
Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 17. mars 2023, um breytingu á notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 9. við Aðalstræti, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar, dags. 17. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Fylgigögn
-
Hafnarstræti 1-3 - (fsp) útisvæði - USK23010209
Lögð fram fyrirspurn Okkar Barsins ehf., dags. 17. janúar 2023, um að breyta bílastæði á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti í útisvæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Leifsgata 24 - (fsp) kvistur og gluggar - USK23030321
Lögð fram fyrirspurn Arnars Arnarsonar, dags. 23. mars 2023, um breytingar á kvisti og setja utanáliggjandi svalir á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 24 við Leifsgötu (til vara er aðeins sótt um breytingar á kvisti, samkvæmt tillögu/skissu 2, ódags.) ásamt því að síkka/stækka glugga á norðurhlið hússins, tillögu/skissu 1, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Snorrabraut 37 - (fsp) afnot af lóð og bílastæði - USK23010045
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað, dags. 2. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 23. nóvember 2022, um að fá afnotarétt af landi borgarinnar undir sorptunnur fyrir húsið á lóð nr. 37 við Snorrabraut, að bílastæði austan við húsið geti verið skálögð og að eigandi hússins fái afnotarétt af bílastæðum fyrir framan húsið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vættaborgir 96 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23030297
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 21. mars 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Jóhannesar Bachmann Sigurðssonar f.h. 1969 ehf. um rekstur ökutækjaleigu að Vættarborgum 96. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grensásvegur 24 - breyting á viðbyggingu - USK23030024
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um breytingu á þegar samþykktri viðbyggingu við núv. hús. Breytingin felst í hækkun og stækkun viðbyggingar. Breytingin hefur áhrif á 2. og 3. hæð hússins.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 176 - breyting á deiliskipulagi - USK23030175
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyting á byggingarreit lóðarinnar, breyting á skilmálum um niðurrif og færslu á byggingarreit bílageymslu út að lóðarmörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Sjafnargata 10 - svalir, pallur, útigeymsla o.fl. - USK23030202
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka og endurgera svalir íbúðar 0201 og að byggja nýjar svalir íbúðar 0101, pall og 9m2 útigeymslu við þríbýlishúsið að Sjafnargötu 10. Einnig er sótt um áður gerðar breytingar: - skorsteinn hefur verið fjarlægður frá þaki og í íbúð 0101 - geymslurými hefur verið útbúið á þakhæð og er í eigu íbúða 0201.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sogavegur 3 - stækkun húss - USK23030201
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun á báðum hæðum hússins, þar sem stækkuð er starfsmannaaðstaða á neðri hæðar og nýtt móttökurými á efri hæð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vatnsstígur 4 - breyting á erindi BN059362 - USK23030084
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059362 þannig að þakformi suðurhluta húss er breytt úr valma- í mansard þakhæð dregin inn til suðurs og hús klætt mismunandi álklæðningum á lóð nr. 4 við Vatnsstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grjótháls 7-11 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020232
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., dags. 20. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls, sem felst í breytingum á frárennsli samkvæmt tillögum, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Höfðabakki 7 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030056
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn THG arkitekta, dags. 4 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7 við Höfðabakka sem felst í að heimilt verði að setja inndregna hæð ofan á núverandi skrifstofuhús, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 21. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2023, samþykkt. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Fylgigögn
-
Köllunarklettsvegur 4 - stækkun eignarhluta 0104 - USK23030257
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um að stækka eignarhluta 0104 með viðbyggingu á norðvesturhorni.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Suðurhlíð 9, Klettaskóli - breyting á deiliskipulagi - SN220523
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla. Í breytingunni sem lögð er fram felst að byggingarreitur fyrir tímabundnar kennslustofur er stækkaður þannig að hægt sé að fjölga úr fjórum í átta kennslustofur ásamt því að hámarksbyggingarmagn á lóðinni er aukið um 500 fm, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. OG arkitektastofunnar dags. 15. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. febrúar 2023 til og með 22. mars 2023. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Bitruháls 1 - skipulag lóðarinnar - óskað eftir fresti til að ljúka nauðsynlegri greiningarvinnu - USK23030357
Lagt fram bréf Juris f.h. Mjólkursamsölunnar ehf., dags. 22. mars 2023, um skipulag lóðarinnar að Bitruhálsi 1, en óskað er eftir fresti til að ljúka nauðsynlegri greiningarvinnu áður en staða lóðarinnar verður rædd.
Bréf Juris um skipulag að Bitruhálsi, lagt fram.
-
Gullslétta 18 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030243
Lögð fram fyrirspurn Lárusar Ragnarssonar, dags. 19. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 18 við Gullsléttu sem felst í að auka byggingarmagn á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ártúns ehf., dags. 15. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vatnsmýravegur 10 - BSÍ Umferðamiðstöðin - (fsp) hleðslustöð - USK23030233
Lögð fram fyrirspurn Hópbifreiða Kynnisferða ehf., dags. 17. mars 2023, um að setja upp hleðslustöðvar fyrir hópferð- og fólksbíla á lóð nr. 10 við Vatnsmýrarveg. Einnig er lögð fram lýsing á framkvæmdinni, dags. 7. mars 2023, og teikning, dags. 7. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hæðarsel 14 - anddyri, svalir og viðbygging - USK23020321
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri til vesturs, byggja yfir svalir og stækka efri hæð sem þeim nemur og byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr.14 við Hæðarsel.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Jakasel 29 og 31 - (fsp) kjallararými - USK23030219
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar, dags. 15. mars 2023, ásamt greinargerð, ódags., um að kjallararými húsanna á lóð nr. 29 og 31 við Jakasel fáist samþykkt sem íverurými, samkvæmt uppdr. Andakt arkitekta, dags 3. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skálagerði 6A - afmörkun lóðar fyrir dreifistöð - USK23030356
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, landupplýsingardeildar, dags. 28. mars 2023 um afmörkun lóðar fyrir dreifistöð Veitna að skógargerði, samkvæmt mæliblaði dags. 28. mars 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Reykjanesbraut - Bústaðavegur, breytingar með tilliti til Borgarlínu - matsáætlun - USK23030330
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um matsáætlun Eflu vegna breytinga á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, með tilliti til Borgarlínu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Suðurlandsbraut 2, Hallarmúla 2 og Ármúla 3 - Múlareitur - samstarf um breytingar á skipulagi og uppbyggingu - USK23030299
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. mars 2023, þar sem erindi Reita fasteignafélags hf. og Eikar fasteignafélags hf., dags. 13. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf við Reykjavíkurborg um breytt skipulag og uppbyggingu á lóðunum Suðurlandsbraut 2, Hallarmúla 2 og Ármúla 3, Múlareit, er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 14:00
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 30. mars 2023